Tíminn - 19.08.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.08.1986, Blaðsíða 1
Aðskilnaðarsinnar Baska skutu í gær spænskan herforingja til bana í Baskabænum Villareal. Þá ertala þeirra sem látið hafa lífið vegna skæruárása aðskilnaðarsinna orðin 32, á þessu ári. Forseti Angola , Jose Eduardo Dos Santos, og Dlökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson frá Bandaríkjunum sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu i gær aö Angóla og Bandaríkin þyrftu að koma á fót diplómatískum tengslum milli landanna. Jackson er nú í heimsókn í Angóla. í yfirlýsingunni er skorað á Reagan að fara til Suður-Afríku og sjá með eigin augum þann skaða sem stefna Bandaríkjanna í málefnum Suður-Afríku hefur haft þar. ÞRÁINN BERTELSSON hefur verið ráðinn ritstjóri Þjóðviljans, en samþykkt var einróma á fundi útgáfu- stjórnar blaðsins í gær að bjóða honum starfið. Þráinn sagði við Tímann í gær að hann myndi starfa við hlið þeirra tveggja ritstjóra sem fyrir eru og hefja störf nú á næstunni. Þráinn er fæddur 1944, er menntaður kvikmynda- gerðarmaður og hefur stjórnað mörgum kvik- myndum, skrifað skáldsögur og þýtt. Þráinn er kvæntur Sól- veigu Eggertsdóttur. HALLDÓR V. Sigurðsson núver- andi ríkisendurskoðandi var eini umsækj- andi um stöðu ríkisendurskoðanda en samkvæmt lögum nr. 12/1986 sem taka gildi 1. janúar 1987, eiga forsetar Alþingis að ráða forstöðumann Ríkisendur- skoðunar. Því var staðan auglýst í sumar. Halldór hefur verið ráðinn sem ríkisendur- skoðandi samkvæmt nýju lögunum til 6 ára. ÓLAFSVÍKINGAR hafa stórar áhyggjur af ástandi vega á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Fróðárheiði. Bæjarráð Ólafsvíkur hefur bent á óeðlilega tíðni alvarlegra umferðaróhappa undanfarið vegna of mjórra og holóttra vega á þessu svæði, og mikillarlausamalar. Bæjarráðið telur mjög brýnt að varanlegri vegagerð verði lokið á fyrrnefndu svæði á næsta sumri og krefst þess að samgönguyfirvöid lagfæri strax verstu kaflana og slysagildr- urnar á varanlegan hátt. KARPOV frestaði 9. einvígiskákinni í heimsmeistaraeinvíginu í skák, sem átti að teflst í gær, en áður hafði Kasparov frestað einni skák. Karpov tapaði 8. skákinni hroðalega og féll raunar á tíma í 31. leik sem er nánast einsdæmi, bæði á skákferli hans og í heimsmeistaraeinvíg- um. 9. skákin verður tefld á miðvikudag. VALHÚSGÖGN hafa keypt lagar og firmanafn þrotabús húsgagnaverslun- arinnar Bláskóga, og mun fyrirtækið flytja í húsnæði Bláskóga í Armúla 8, en lengstaf hafa Valhúsgögn verið til húsa í Ármúla 4. Valhúsgögn ætla með þessum kaupum að auka umfang verslunarinnar og bjóða í framtíðinni vörur frá m.a.’ nokkrum framleiðendum sem Bláskógar höfðu viðskipti við. KRUMMI ... leggur til að á næsta ári verði bök- uð 201 metra löng terta... Svona leit miðbærinn út úr lofti ■ gær meðan niesta ösin var í kringum afmælistertuna 200 metra löngu sem stóð á Lækjartorgi. Talið er að allt að 80 þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar flest var. 200 ára afmælishátíð Reykjavíkur tókst með ágætum: 'Iímainynd Péíur Allt að 80 þúsund manns voru í miðbænum í gærdag Afmælistertan hvarf eins og dögg fyrir sólu Aldrei hafa áður verið jafn margir samankomnir í miðborg Reykjavíkur og í gærdag á 200 ára afmælisdegi borgarinnar, og töldu gamalreyndir lögreglumenn sem fylgst hafa með fjöldasamkomum í miðborginni um áratuga skeið að allt að 70-80 þúsund manns hefðu spókað sig í góða veðrinu. Allt gekk þó vel fyrir sig og ekki var vitað um nein óhöpp. Afmælisdagskráin hófst í gær- niorgun með því að Vigdís Finn- bogadóttir forseti fslands kom í opinbera heimsókn til Reykjavíkur og tók Davíð Oddsson borgarstjóri á móti henni á borgarmörkunum við Kópavog. Vigdís sat síðan hátíðafund borgarstjórnar þar sem samþykkt var af öllum flokkum að gera Viðeyjarstofu upp innan tveggja ára. Forsctinn heimsótti síðan borgarstofnanir, vistheimili aldraðra í Seljahlíð og snæddi síðan hádegisverð í Árbæ þar sem fram- reiddur var 200 ára gamall mat- seðill. Fjölskylduskemmtun hófst í miðborginni kl. 14.00 og skömmu áður hafði sólinni tekist að reka frá sér skýin sem huldu hana um morguninn. Veðrið hafði því tals- vcrt að segja um aðsóknina í miðborginni. Þar varýmislegt hægt að gera til skemmtunar en mesta athygli vakti þó afmælistertan margfræga sem stóð á pöllum eftir allri Lækjargötunni. Forsetinn og fylgdarlið fengu fyrstu bitana sem eftirrétt eftir matinn í Árbæ en síðan hvarf hver metrinn af öðrum ofan íborgarbúa. Þeir rannsóknar- blaðamenn Tímans sem sendir voru til að smakka tertuna komu þó alltaf að tómum borðum loks þegar þeim hafði tekist að komast að langborðunum, og svo fór einnig um marga aðra miðborgar- gesti. Þeir geta því ekki skýrt lesendum Tímans frá því hvernig tertan bragðaðist, en Vigdís Finn- bogadóttir sagði að tertan væri „fínt bakkelsi“. í gærkvöldi var síðan hátíðar- dagskrá á Arnarhóli þar sem forseti íslands flutti ávarp, Gleðigöngur sungu Reykjavíkurlagið, Syn- fóníuhljómsveitin flutti hátíðar- verk eftir Jón Þórarinsson, Davíð Oddsson flutti ávarp, flutt var leik- verk og tónlist og endahnykkurinn var rekinn á hátíðahöldin með flug- eldasýningu og dansi. GSH Sjá nánar á bls. 10-11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.