Tíminn - 19.08.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5
Þriðjudagur 19. ágúst 1986
UTLÖND
Sovétríkin:
Framlengja tilraunabanni
með kjarnavopn til áramóta
Gorbachev, leiðtogi sovéska
kommúnistaflokksins sagði í sjón-
varpsávarpi í gær að ákveðið hafi
verið að framlengja banni því sem
ríkt hefur um eins árs skeið í Sovét-
ríkjunum við tilraunum með kjarn-
orkuvopn þar til 1. janúar 1987.
Áður átti bannið að faíla úr gildi nú
í ágústbyrjun. Sovétleiðtoginn sagð-
ist sannfærður um að stórveldin
gætu komist að samkomulagi um að
banna tilraunir með kjarnorkuvopn
á leiðtogafundi sem haldinn yrði á
þessu ári, og að slíkt bann gæti orðið
raunverulegur og áþreifanlegur
árangur af slíkum fundi.
Gorbachev sagði, að samþykkt
hafi verið í stjórnarnefnd kommún-
istaflokksins að framlengja þessu
banni þrátt fyrir að Bandaríkjamenn
hafi gert 18 tilraunir með kjarnorku-
vopn frá því að bannið gekk í gildi
þann 6. ágúst sl.
Bann Sovétmanna við tilraunum
með kjarnorkuvopn var einhliða
yfirlýsing af þeirra hálfu og hafa
Bandaríkjamenn aldrei gefið neinar
sambærilegar yfirlýsingar.
Reagan og Gorbachev urðu ásáttir
um það á leiðtogafundinum í Genf í
nóvember í fyrra að halda fund í
Bandaríkjunum einhvern tíma á
þessu ári, en engin dagsetning hefur
verið sett fyrir þann fund ennþá.
I sjónvarpsávarpinu í gær sagði
Gorbachev: „Ástandið verður sífellt
meira óþolandi. Meiriháttar, raun-
hæf skref verður að taka, sent gera
það kleift að snúa þróuninni til betri
vegar." Hann sagði Sovétríkin fram-
lengja einhliða bann sitt við tilraun-
um með kjarnorkuvopn í þeirri trú.
að það væri þeirra æðsta skylda sent
kjarnorkuveldis, að tryggja friðsam-
lega framtíð plánetunnar.
KARPOV
FRESTAR
NÍUNDU
SKÁKINNI
Níundu einvígisskák þeirra
Karpovs og Kasparovs hefur ver-
ið frestað fram á miðvikudag,
samkvæmt ósk Karpovs.
Hvor skákmeistaranna um sig
á rétt á að fresta skák í þrjú
skipti, og notfærði Kasparov sér
þann rétt eftir fimmtu skákina,
þannig að báðir hafa þeir fengið
eina frestun. Kasparov vanrt átt-
undu skákina á föstudaginn var
og er staðan nú þannig að Kaspar-
ov hefur 4 'h vinning en Karpov
3 'A
Það virðist vera þíða í samskiptum leiðtoganna á fundi sínum í Genf í fyrra, hvað sem má um árangurinn segja.
Chernobyl:
Mannleg mistök
- öryggisreglur brotnar
Chernobyl slysið átti sér stað
vegna mannlegra mistaka, er niður-
staðan í sovéskri skýrslu sem skilað
hefur verið inn til Alþjóða kjarn-
orkumálastofnunarinnar og jap-
anskir fjölmiðlar hafa undir
höndum.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem japönsk blöð og útvarpsstöðvar
hafa bir't úr skýrslunni átti slysið sér
stað þegar sérfræðingar voru að gera |
tilraun með rafhverfil í verinu. Til-
gangur tilraunarinnar var að kanna
hversu mikið rafmagn hverfillinn gat
framleitt eftir að lokað hafði verið
fyrir gufustreymi til hans frá einum
kjarnofninum.
í skýrslunni kemur jafnframt fram
að þegar tilraunin var gerð hafi
öryggisreglur verið þverbrotnar.
Þannig voru hin ýmsu sjálfvirku
varnarkerfi gerð óvirk vísvitandi og
fóru því ekki í gang þegar ljóst var
að slysið var orðið að veruleika. Til
dæmis má nefna að kælibúnaður
kjarnaofnsins var gerður óvirkur til
þess að hann færi ekki sjálfkrafa af
stað meðan á tilrauninni stóð.
Utanríkisráðherrar Norðurlanda:
ÞYRMID SHARPEVILLE
SEXMENNINGUNUM
segir í áskorun til Botha í S-Afríku
Utanríkisráðherrar Norðurlanda
hafa sent Botha, forseta Suður-Afr-
íku áskorun um að hann þyrmi lífi
sex þeldökkra ungmenna, Sharpevill
sexmenninganna sem svo hafa verið
kallaðir. Sexmenningar þessir voru
á sínum tíma dæmdir til dauða fyrir
að hafa drepið borgarstjórann í
Sharpeville árið 1984. I áskorun ut-
anríkisráðherranna segir meðal
annars: „Utanríkisráðherrar
Norðurlandanna skora á þig herra
forseti, að hlutast til um málefni
Sharpeville sexmenninganna og
bjarga lífum þeirra. Þessi áskorun
okkar byggir á mannúðarsjónarmið-
um og tjáir grundvallarandstöðu
Norðurlandanna við dauðarefsing-
ar .
I áskoruninni segir ennfremur:
„Aftaka þessara sex ungmenna mun
að dómi ríkisstjórna Norðurland-
anna, einungis auka á stjórnmála-
átökin í Suður-Afríku og gera enn
erfiðari tilraunir til að ná fram
friðsamlegri lausn deilumála í land-
inu“.
Á tímabilinu 1. mai til 30. sept. Á timabilinu 1. jum til 31. águst
Manudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09 00 Fra Brjánslækkl 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottför rútu til Rvk Þriðjudaga Fra Stykkishólmi kl. 14.00 eflir komu rutu. Fra Brjánslæk kl 18.00 Til Stykkishólms kl. 21 -30
Fimmtudaga Föstudaga: Samatimataflaog mánudaga. Frá Stykkishólmi kl 14,00. eftir komu rutu Laugardaga: Frá Stykkisholmi kl 09 00 Siglmg um suðureyjar Fra Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00
Viðkoma i mneyjum A timabilinu 1. juli til 31. áqúst
Frá Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09 00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18 00. fyrir brottför rútu
Viðkoma er ávallt i Flatey a báðum leiðum
Bilaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara.
Frá Stykkisholmi:
Hjá afgreiðslu Baldurs
Stykkishólmi, s.: 93-8120
Frá Brjanslæk:
Hjá Ragnari Guftmundssynj- ’
Brjánslæk, s.: 94-2020.
ísrael - Sovétríkin:
Viðræðum lokið
á 90 mínútum
Viðræðum Israelsmanna og sov-
étmanna, sem hófust í Helsinki í
Finnlandi í gær, lauk eftir aðeins
einn 90 mínútna fund. Þessi fundur
er fyrsti formlegi fundur þjóðanna í
19 ár og að sögn talsmanna ísraelsku
sendinefndarinnar verður viðræðum
haldið áfram eftir venjulegum dipló-
matískum leiðum. Á fréttamanna-
fundi í gær sagði Ehud Gol, talsmað-
ur ísraels, að viðræðurnar hefðu
verið opinskáar og málefnalegar, og
að báðir aðilar hafi orðið sammála
um að einn fundur væri nóg til að
koma af stað nauðsynlegum skoð-
anaskiptum. Gol taldi að rætt hefði
verið um að koma af stað gagnkvæm-
urn heimsóknum sendinefnda frá
löndunum, þó enn hafi ekki verið
ákveðið hvenær af þeim yrði.
Ljóst er að þjóðirnar gerðu sér
mismunandi hugmyndir um um-
ræðuefni fundarins, en fyrir fundin-
um lá ekki fastmótuð dagskrá. ísra-
elsmenn vildu ræða möguleika sov-
éskra gyðinga til að flytja úr landi en
Sovétmenn vildu einskorða um-
ræðuna við stjórnmálasamband
þjóðanna.
Umboðsmenn Tímans:
Nafn umboðsmanns Heimili Sími
Hafnarfjörður Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbraut8 651141
Garðabær Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbraut8 651141
Keflavík GuðriðurWaage Austurbraut 1 92-2883
Keflavík Ingibjörg Eyjólfsdóttir Suðurgötu 37 92-4390
Sandgerði Guðbjörg Haraldsdóttir Holtsgötu35 92-7795’
Garður Benedikt Viggósson Eyjaholti 16 92-7217
Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-3826
Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-1261
Borgarnes RebekkaBenjamínsdóttir Borgarvik 18 93-7463
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 24 93-8410
Grundarfjörður Þórunn Kristinsdóttir Grundargötu43
Ólafsvík GuðnýH.Árnadóttir Gunnarsbraut 93-6131
Rif Ester Friðþjófsdóttir Háarifi49 93-6629
Búðardalur Sólveig Ingvadóttir Gunnarsbraut7 93-4142
Isafjörður EsterHallgrímsdóttir Seljalandsvegi 69 94-3510
Bolungarvík Kristrún Benediktstdóttir Hafnargötu 115 94-7366
Súðavík Heiðar Guðbrandsson Neðri-Grund 94-4954
Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673
Patreksfjörður NannaSörladóttir Aðalstræti 37 94-1234
Bildudalur HrafnhildurÞór Dalbraut24 94-2164
Þingeyri KaritasJónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131
Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut5 95-3132
Hvammstangi Baldur Jessen Kirkjuvegi 95-1368
Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581
Skagaströnd ÓlafurBernódusson Bogabraut27 95-4772
Sauðárkrókur Guttormur Óskarsson •Skagfirðingabr. 25 95-5200
Siglufjörður Friðfinna Símonardóttir Aðalgötu21 96-71208
Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940
Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson 96-25016
Dalvík Brynjar Friðleifsson Ásvegi 9 96-61214
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308
Húsavík ÆvarÁkason Garðarsbraut 45 96-41853
Reykjahlíð Þuríður Snæbjarnardóttir Skútahrauni 13 96-44173
Kópasker Þóra Hjördis Pétursdóttir Duqquqerði9 96-52156
Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258
Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157
Vopnafjörður VeigurSveinsson Lónabraut21 97-3122
Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350
Seyðisfjörður SigríðurK. Júlíusdóttir Botnahlíð28 97-2365
Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiöarveqi 12 97-4119
Eskifjörður Harpa Rún Gunnarsdóttir Steinholtsveg 1 97-6316
Neskaupstaður Hlíf Kjartansdóttir Miðstræti 25 97-7229
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Eiriksdóttir Hliðargötu8 97-5239
Stöðvarfjörður Stefán Magnússon Undralandi 97-5839
Djúpivogur RúnarSigurðsson Garði 97-8820
Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-8255
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317
Hveragerði ErnaValdimarsdóttir Heiðarbrún32 99-4194
Þorlákshöfn Guðrún Eggertsdóttir Básahrauni7 99-3961
Eyrarbakki Ragnheiður Marteinsdóttir Hvammi 99-3402
Stokkseyri HlynurGylfason Sæbakka 99-3320
Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimum 99-8172
Vík Ólafur Ögmundsson MýrarbrautS 99-7226
Vestmannaeyjar ÁsdísGísladóttir Bústaðabraut7 98-2419
Á mölinni mætumst
með bros á vör —
ef bensíngjöfin
^ugaun er tempruð.