Tíminn - 19.08.1986, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. ágúst 1986
Tíminn 11
Opinber heimsókn forsetans:
segir forseti Islands á hátíöarfundi
borgarstjórnar
Forseti fslands, Vigdís Finn-
bogadóttir korn í opinbera heim-
sókn tii Reykjavíkur í gær, í tilefni
200 ára afniælis borgarinnar. For-
setinn var sérstakur gestur á hátíð-
arfundi í borgarstjórn sent boðað
var til vegna afmæiisins og fór
síðan ásamt borgarstjórnarfulltrú-
um og heimsótti dvalarheimili aldr-
aðra í Seljahlíð.
Á dagskrá borgarstjórnarfund-
arins voru þrjú mál, ávarp borgar-
stjóra, tillaga um endurbyggingu
Viðeyjarstofu og hugmyndasam-
keppni unt nýtingu eyjarinnar í
framtíðinni, og ávarp forseta
íslands.
Magnús L. Sveinsson forseti
borgarstjórnar og Davíð Oddsson
borgarstjóri buðu forsetann sér-
staklega velkominn og minntust
þess að þetta er í annað sinn í sögu
lýðveldisins sem forsetinn situr
fund borgarstjórnar, Ásgeir Ás-
geirsson gerði það árið 1961 á 175
ára afmæli borgarinnar. Þá var
Frá hátíðarfundi borgarstjórnar
Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, heilsar borgarstjóra Reykjavíkur,
Davíð Oddssyni, við borgarmörkin í gær þegar hón kom í opinbera
heimsókn í tilelni afmælis borgarinnar. Tímamynd: Gísli
Tímamynd: Sverrir
samþykkt með 15 samhljóða at-
kvæðum tillagan um uppbyggingu
Viðeyjarstofu og framtíðarnýtingu
eyjunnar, en í henni segir m.a. „að
stefnt er að því, að viðgerðunt á
Viðeyjarstofu Ijúki á árinu 1988,
að viðgerðunt á Viðeyjarkirkju
ljúki ekki síðar en 1990, að á
kjörtímabilinu verði efnt til hug-
myndasamkeppni um framtíðar-
skipulag og nýtingu eyjunnar í
þágu Reykvíkinga og þjóðarinnar
allrar."
í ávarpi sínu sagði forsetinn
m.a. að Reykjavík væri spegil-
mynd íslensks samfélags, í raun
mynd af okkur sjálfum og því
sannkallað sameiningartákn. Ósk-
aði hún borginni til hamingju nteð
jdaginn og kvaðst vona að þjóðar-
'gjöfin, Viðey, yrði í raun áfram
sameign þjóðarinnar. -BG
„REYKJAVÍK SPEGIL-
MYND fSLENSKA
SAMFÉLAGSINS“
Afmælishátíðahöldin í Reykjavík:
Yfir 60 þúsund manns
tóku þátt í veislunni
- enda sól og blíða á afmælisdaginn
200 ára afmælisveisla Reykjavíkur fór fram í sólskini og hlýju
veðri í gær. Afmælistertan hvarf eins og dögg fyrir sólu á um
tveimur klukkutímum og hvert sem litið var í miðbæ Reykjavíkur
varsamfellt mannhaf. Erþaðmál manna að á milli 60og80þúsund
manns hafi verið í miðbænum þegar flest var eftir hádegið.
Umferð var gífurlega mikil en engin meiriháttar óhöpp urðu í
umferðinni, aðeins umferðarteppur hér og hvar um miðborgina.
ABS
Vestan við Tjömina var 25 metra langt útigrill þar Hér smakkar Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands afmælis-
sem gestir gátu grillað pylsurnar sínar. tertuna og ekki sjáum við betur en tertan sé bara Ijúffeng á
(Tímamjnd-Pétur) bragðið. Tertan hvarf líka á tveimur tímum ofan í þá
afmælisgesti sem leið áttu um Lækjargötu. Tímamynd: Gísií Egiii
Reykvíkingar lögðu leið sína í bæinn svo tugþúsundum skipti. Myndin er
tekin úr Pósthússtræti og er dæmigerð fyrir nær allan miðbæinn eftir
hádegi í gær. (Tímamynd-Svcrrir)
í Dansgarði í Hljómskálagarðinum dönsuðu menn af hjartans lyst. Hér er verið að stíga þjóðdansa.
(Tímamynd-Sverrir)
Hvort sem trúðar hafa verið á sveimi í Reykjavík fyrir 200 árum eða ekki,
þá voru þeir í Skemmtigarðinum og héldu uppi skrípalátum, gestuin til
skcmmtunar í gær. Tímamynd: Pciur