Tíminn - 22.08.1986, Side 2

Tíminn - 22.08.1986, Side 2
2 Tíminn Föstudagur 22. ágúst 1986 Ráðstefna um Þingvallavatn um mánaðamótin: Vistkerfi Þingvalla- vatns mjög dýrmætt Ýmsir sælgætisframleiðendur „vigta rétt“ Opalpakkarnir 10% of léttir - segja 25 sérfræðingar sem rannsakað hafa vatnið í 12 ár - í könnun Neytendafélags Reykjavíkur Lífríki Þingvallavatns hefur verið til rannsóknar í 12 ár og niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja nú fyrir. Af því tilefni verður haldin ráðstefna um Þingvallavatn í Norræna húsinu dagana 27. ágúst til 1. september. Rannsóknarhópurinn sem vann að rannsókn vatnsins samanstóð af 25 sérfræðingum frá öllum Norður- löndunum og munu þeir leggja fram niðurstöður sínar á ráðstefnunni. I ljós hefur komið að !ó hluti vatnsins er gróðri þakinn. Lífþyngd þörunga er mikil þrátt fyrir dýpt og kulda vatnsins. Lággróður er nokk- uð mikill á 10 metra dýpi og krans- þörungar verða mjög háir á 10-25 metra dýpi. Kransþörungar mynda stór gróðurbelti í vatninu og hafa mikla þýðingu fyrir allt dýralíf í vatninu, t.d. fiskinn. Þingvallavatn og Mývatn eru á tindum Atlantshafshryggjarins þar sem meginlöndin klofna. Vötn á slíkum svæðum hafa hvergi verið könnuð nema á íslandi, enda eru slíkar sprungur hvergi eins áberandi eins og á íslandi. Aðrir staðir í heiminum þar sem tindar Atlants- hafshryggjarins eru á þurru landi eru á suðausturhorni Afríku til Djibouti og Eþíópíu og til Rift Valley. Á alþjóðlcgan mælikvarða er Þingvallavatn mjög gott veiðivatn, afraksturinn er um 10 kg á hektara á ári af fiski eða alls 80 tonn af fiski að murtunni meðtalinni. Þingvallavatn er reyndar eina vatnið sem vitað er til að hafi 4 afbrigði af bleikju, en þær tegundir cru murta sem lifir á svifi, botnbleikja eða sniglableikja sem lifir á botndýrum, gjábranda sem lifir í gjánum á botndýrum og rán- bleikja sem lifir aðallega á murtu. Rannsóknin á Þingvallavatni sýnir að það er mjög dýrmætt frá vísinda- legu sjónarmiði og enn dýrmætara frá sögulegu sjónarmiði. Því er nú hugmyndin að gefa út bók um allt vistkerfi vatnsins og Þingvallasvæðið allt og verða niðurstöður vísinda- mannanna uppistaða þeirrar bókar. ABS BOÐI HF. AU tíf GLÝSIR B0DA GIRDINGAR / m 1 / EL£PHA>n_ LEIÐANDIÁ ÍSLANDI 1 \g* B i i ■ ■ ■■:- ...- 1; , ^ . :3vv **•:*•': - Vegna fenginnar reynslu í sölu á rafmagnsgirðingum á íslandi, höfum við hjá Boða hf. ákveðið að versla beint við framleiðendur á rafmagnsgirðingaefni. Við munum því hætta að versla í gegnum umboðsaðila í Danmörku. Með þessu vonumst við til að geta veitt betri þjónustu á sölu á rafmagnsgirðingum og vænt- anlega lækkar verð á komandi mánuðum. Við munum selja girðingar þessar undir vörumerk- inu LEIÐANDIÁ ÍSLANDI KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 Leitið frekari upplýsinga hjá sölumönnum í síma 91-651800. B0DA GIRDINGAR BOÐI hf Viðkoma er ávallt i Flatey á báðum leiðum. Bilaflutninga er nauðsynlegl að panta með fyrirvara. A timabilinu 1. juni til 31. ágúst Manudaga Frá.Stykkishólmi kl. 09 00 Frá Brjanslæk kl. 14 00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brotttör rútu til Rvk. Fimmtudaga: Samatimataflaog mánudaga Fósludaga Frá Stykkishólmi kl 14 00. ettir komu rutu Viðkoma i inneyjum Frá Brjánslæk kl. 19 30 Til Stykkishólmskl. 23.00 Priðjudaga FraStykkisholmikl. 14 00 ettir komu rútu Frá Bqánslæk kl. 18 00 Til Stykkishólms kl. 21-30 Laugardaga: FráStykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar Frá Brjanslæk kl. 15.00 Til Stykkishóims kl. 19.00 A timabilinu 1. juli lil 31. ágúsl Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl 14 00 Til Stykkisholms kl. 18.00. fyrir brottför rútu. A timabilinu 1. mai til 30. sept. á Stykkisholmi: Hjá afgreiðslu Baldurs Stykkishólml, s.: 93-8120 Frá Brjánslæk: Hjá Ragnarl Guðmundssyn' Brjánslæk, s.: 94-2020. Um 10% vantaði upp á að upp- gefin vigt á Opalpökkum stæðist í raun samkvæmt könnun sem NRON gerði á 18 sælgætistegund- um frá 7 sælgætisverksniiðjum, þ.e. á því hvernig raunveruleg vigt passaði við uppgefna. Litlu minna, eða 8,2%, reyndist einnig vanta í Topaspakkana frá Nóa-Síríus, sem er mjög svipað sælgæti. í 12 af 18 tilfellum reyndist uppgefið magn eða meira en það í pökkunum. Sérstaklega virðist Linda vigta súkkulaði sitt ríflega. f fjórum tilfellum vantaði svo smávegis upp á vigtina, m.a. bæði á kúlur og rúsínur frá Góa. „Ég var rétt að fá fréttir af þessu og hef því enn enga skýringu á reiðum höndum. En við munum sannarlega leita hennar, enda er þetta ekki viðunandi. Stefnan hef- ur verið að vigta fremur of en van, sem líka má sjá á hinum tegundun- um sem kannaðar voru frá okkur,“ sagði Einar Ólafsson framkvæmda- stj. Ópal, Einar sagðist um leið og hann frétti af útkomunni í könnun- inni sjálfur hafa gert könnun og þá á meðalvigt úr 1000 pökkum en ekki 3 eins og NRON. Útkoman í þeirri einkakönnun sýndi að 2% vantaði að meðaltali upp á vigtina, eða u.þ.b. hálfa Opaltöflu. „En það er heldur ekki nógu gott,“ sagði hann, harðákveðinn að bæta um betur, eins og að framan grein- ir. Pökkunina sagði hann þannig að um rúmmálsmælingu væri að ræða, sem verið hafi í notkun í yfir tvo áratugi. Og svipað mun eiga við um Topasið. Einar kvast því vera að velta fyrir sér hvort það sem þarna munar á þessum tegundum, gæti verið að einhverju leyti hrá- efninu að kenna, en báðar eru þær unnar úr sama grunnhráefninu. Það sé unnið úr trjákvoðu og komi frá Arabalöndunum, aðallega Súdan, sem verið hafi ákaflega erfiður markaður m.a. vegna mis- jafnlega góðra sendinga. Auk þess sagði hann þetta hráefni hafa marg- faldast í verði, þannig að það nemi nú orðið 60-70% af framleiðslu- kostnaðinum. Auk vigtarinnar athugaði NRON merkingar á sælgætinu, og segir mörg dæmi þess að íslenskir sælgætisframleiðendurmerkifram- leiðslu sína illa eða alls ekkert. M.a. er nefnt til alls konar „buff“, „stengur“, lakkrís og fleira. Það sé hins vegar sjalfsögð og eðlileg krafa neytenda að umbúðir séu vel merktar og að farið sé eftir þeim reglum sem um slíkt gilda, m.a. um tegund. þyngd og innihald. Hótel Hof við Rauðarárstíg HB Húsnæði RKÍ við Skipholt Framsóknarfélögin og Rauöi krossinn: Höfðu makaskipti á húseignum sínum - Rauöi krossinn borgaöi 37 milljónirá milli Húsbyggingarsjóður Framsóknar- félaganna í Reykjavík og Rauði kross íslands hafa haft makaskipti á húseignum þannig að Rauði kross- inn festir kaup á Hótel Hofi, Rauð- arárstíg 18 í Reykjavík, en Fram- sóknarfélögin fengu húseign RKÍ við Skipholt 21 og 37 milljónir króna á milli. Brunabótamat húsanna var lagt til grundvallar milligjöfinni. Rauði krossinn mun flytja hluta af starfsemi sinni í nýja húsnæðið 1. nóvember og síðan er gert ráð fyrir að allt húsnæðið verði tekið í notkun um nasstu áramót.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.