Tíminn - 22.08.1986, Síða 7
Föstudagur 22. ágúst 1986
Tíminn 7
VETTVANGUR
i!!!!!!IIU!llii!!i!l!!i!l!Iliilll
Illll!ll!l
Sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur:
Borgarfulltrúamir
og messurnar
Það er ævinlega mikils virði,
þegar samstaða ríkir. Fjölskyldur
njóta þess, en gjalda, ef skortir.
Það er þá einnig í hinni stækkuðu
mynd fjölskyldunnar einstaklega
ánægjulegt, þegarþess virðist notið
af öllum, sem fram fer og almenn
þátttaka sannar.
Þannig varð með afmælishátíð
Reykjavíkur. Ég hef engan hitt,
sem ekki var innilega ánægður
með það, hvernig til tókst og að var
staðið. Og slík var samstaðan. að
rígur hvarf milli landsbyggðarinnar
og hinnar einu borgar, svo að
utanbæjarmenn nutu hátíðarinnar
ekkert síður en Reykvíkingar,
bæði með því að strcyma til borgar-
innar og í gegnum fjölmiðla, sem
ræktu hlutverk sitt frábærlega vel.
En vitanlega ætti það ekki að koma
á óvart, þótt farið sé að slá á aðra
strengi. Við eigum ekki öll auðvelt
með það að láta gleðina ríkja
ótruflaða. Og auðvitað er alltaf
hægt að finna eitthvað til þess að
kvarta yfir og finna að. Það er að
segja fyrir þá, sem slíkt vilja
stunda. Og ég sá mér til leiðinda í
Þjóðviljanum í dag, 20. ágúst, að
nú er verið að finna að hátíðar-
messunum á sunnudaginn var. Vil
ég því leyfa mér að koma með
athugasemdir við þá umfjöllun,
bæði af því að mín er þar sérstak-
lega getið og vitnað til orða, sem
sögð eru höfð eftir mér, og einnig
vegna þess, að ég bar ábyrgð á
undirbúningi og tilhögun þessa
þáttar hátíðarinnar.
Á fundi með fulltrúum undir-
búningsnefndarinnar, þar sem rætt
var um þátt kirkjunnar í borginni í
afmælishaldinu, lagði ég áherslu á
það að messur væru sungnar í
öllum kirkjum borgarinnar og
messustöðum öðrum og tækju þá
kjörnir fulltrúar borgarbúa virkan
þátt í þeim messuflutningi. En að
auki skyldi sérstök hátíðarmessa
ffutt í Dómkirkjunni síðdegis.
Voru þessar tillögur mínar sam-
þykktar. Næst fékk ég upplýsingar
á borgarskrifstofunni um nöfn og
heimilisföng borgar- og varaborg-
„Við eigum ekki öll
auðvelt með það að
láta gleðina ríkja ótrufl-
aða. Og auðvitað er
alltaf hægt að finna
eitthvað til þess að
kvarta yfir og finna að.
Það er að segja fyrir þá
semslíkt viljastunda.11
arfulltrúa. Átti ég síðan fund með
prestunum og sagði þeim frá því,
hverjir ættu heinia innan sóknar-
marka hvers um sig. í tveimur
sóknunt reyndust fulltrúarnir fimm
í hvorri en í einni var enginn
borgarfulltrúi eða varaborgarfull-
trúi. Síðan ræddu prestarnir við
viðkomandi borgarfulltrúa og
skipulögðu messurnar að öðru
leyti. Tókust þær að öllu leyti mjög
vel og var mér það sérstök ánægja,
þegar fulltrúi gesta annarra byggð-
arlaga lýsti því yfir í skilnaðarræðu
að þessi þáttur hátíðarinnar hefði
verið hvað ánægjulegastur og yrði
um leið eftirminnilegstur.
En vitanlega hlaut að fara svo að
það voru ekki allir borgar- eða
varaborgarfulltrúar tilbúnir til þess
að ganga fram fyrir söfnuð við
guðsþjónustu og dærni var þess að
sú skýring fylgdi að það samrvmd-
ist ekki lífsskoðun viðkomandi.
Gekk það þá vitanlega ekki lengra
og átti að vera ntál viðkomandi
einna. Á fundinum með prestunum
ræddum við ekki um verkaskipt-
ingu, en skal þó taka fram, að ég
sagðist vart telja borgarstjóra hafa
tíma til þess að undirbúa prédikun
í viðbót við allar þær ræður, sem
hann hlyti að verða að semja. Þeim
mun meiri var ánægjan, þegar ég
frétti að Davíð Oddsson hefði
tckið beiðni séra Franks M. Hall-
dórssonar, sóknarprests í Nes-
kirkju einstaklega ljúfmannlega og
fallist á tilmæli hans um að stíga í
stólinn.
En að Davíð eða Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi haft afskipti af
þessu máli, er svo langsótt, að ég á
bágt með að skilja þá hugsun, sem
liggur þar að vaki. En vitanlega bar
meir á fulltrúuni Sjálfstæðisflokks-
ins í messunum en annarra flokka.
Þeir eru fleiri og ber þess einnig að
geta að ekki vildu allir ljá máls á
þessari þátttöku eins og fyrr getur.
Og sums staðar áttu engir aðrir
flokkar fulltrúa innan sóknarmark-
anna. Svo reyndist í þeim söfnuði
sem ég þjóna, Bústaðasöfnuði og
vil ég taka það fram vegna orðalags
í tilvitnaðri grein Þjóðviljans, að
þeir þrír borgarfulltrúar unnu sín
„Tókust messurnar aö
öllu leyti mjög vel og
var mér þaö sérstök
ánægja, þegar fulltrúi
gesta annarra byggö-
arlaga lýsti því yfir í
skilnaðarræðu aö
þessi þáttur hátíðar-
innar hefði verið hvað
ánægjulegasturog yrði
um leið eftirminnileg-
astur.“
verk einstaklega vel og var sómi að.
Að flokksleg sjónarmið hafi ráð-
ið vali borgarfulltrúa vísa ég algjör-
lcga á bug. En vitanlega er það svo
um stjórnmálamenn sem aðra, að
þeir sinna safnaðarstörfum mis-
jafnlega og sjást misjafnlega oft í
kirkju. Hygg ég enginn lái presti,
þótt hann freistist frekar til þess að
bjóða þeim borgarfulltrúa stólinn,
sern hann hefur reynt að jákvæðri
afstöðu til kirkju ogsafnaðarstarfs.
Og vitanlega fylgjast prestar með
atkvæðagreiðslum í borgarstjórn
sem á Alþingi, þegar um kirkjumál
cr fjallað.
Ég harma það, að þessi þátttaka
hinna kjörnu fulltrúa borgarinnar í
messuflutningi skuli fá nokkuð
annað en jákvætt þakklæti svo
mikils virði finnst ntér það. Og ég
tek undir það með fulltrúa annarra
sveitarfélaga að þetta var ekki sísti
þáttur hátíðarinnar, já, miklu frek-
ar í mínum augum hápunkturinn
og rnótaði þannig framhald. Leyfi
ég mér að þakka þessa þátttöku og
vera má að títtnefnd grein og
greinar í Þjóðviljanum sýni að
kirkjan hefur áhrif og verður þá
meir tekið tillit til hennar en verið
hefur, jafnvel svo að velviljað fólk
sitji ekki álengdar fjær, heldur
muni sunnudaginn og söfnuð sinn.
Ólafur Skúlason, dóniprófastur
Sjálfsagt þótti að bjóða upp á rjómatertu með morgunkaffinu að þessu sinni. Frá vinstri: Finnur Ingólfsson,
gjaldkeri Framsóknarflokksins, Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri, Guðmundur Bjarnason, ritari, ásamt
starfsmönnum skrifstofunnar þeim Atla Ásmundssvni, Stefáni Guðmundssyni, Þórunni Guðmundsdóttur og
Þórlaugu Stefánsdóttur.
Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins:
Lifandi samband við
flokksmenn um land allt
Guðmundur Bjarnason, ritari Framsóknarflokksins býður Sigurð Geir-
dal velkominn til starfa og afhendir honum lykla að skrifstofunni í
gærmorgun.
í gærmorgun tók Sigurður Geirdal
við stöðu framkvæmdastjóra Fram-
sóknarflokksins.
Sigurður er fæddur í Grímsey, en
er nú búsettur í Kópavogi. Þar býr
hann ásamt eiginkonu sinni Ólafíu
Ragnarsdóttur og 5 börnum í ný-
byggðu húsi að Daltúni 12.
Sigurður lauk samvinnuskóla-
prófi 1959 en tók síðan stúdentspróf
frá M.H. 1980. Því næst fór Sigurður
í Háskólann þar sem hann lauk
viðskiptafræðiprófi 1985.
Sigurður hefur lengst af starfað
sem framkvæmdastjóri Ungmenna-
félags íslands eða í rúm 16 ár.
- Hvernig líst þér á að fara að
starfa fyrir pólitískan flokk eftir að
hafa starfað svona lengi fyrir ópólit-
íska hreyfingu sem UMFI er?
„Það leggst vel í mig. Þetta er
mannræktarstarf á báðum stöðum
og því lík á margan máta og fyrir
sama fólk að verulegu leyti.
Þetta eru hvoru tveggja lands-
samtök, með kjördæmissamtök ann-
ars vegar og héraðssambönd hins-
vegar. Eitt aðalstarf mitt hefur verið
og verður að vera í góðu sambandi
við aðildarfélög og samtök, þannig
ætti reynslan frá Ungmennafélaginu
að koma mér mjög vel ekki síst þar
sem Ungmennafélagið starfar fyrst
og fremst úti á landsbyggðinni og
flokkurinn sækir þangað verulegan
hluta af fylgi sínu.“
- Framsóknarflokkurinn virðist
hafa lítið fylgi í þéttbýlinu eins og
sakir standa, hvcr er ástæðan og
hvað er til ráða?
„Mismunurinn á afli fjölmiðlanna
er mestur hér í þéttbýlinu. Og þess
vegna þarf að finna nýjar aðferðir til
að koma flokknum áfram hér. Það
er vandinn. Ekki það að fólkinu líki
ekki stefnan eftir að búið er að koma
henni til skila.“
- Hefurðu starluð innan Fram-
sóknarilokksins áður?
„Já ég starfaði í flokknum frá því
ég var urn tvítugt í ein tíu ár þar til
ég fór í Háskólann. Ég var varafor-
maður FUF í Kópavogi í tvö kjör-
tímabil og varamaður í bæjarstjórn
Kópavogs í eitt kjörtímabil.
Þcgar ég fór svo í Háskólann var
ég ásamt því að byggja í fullu starfi.
Það varð eitthvað undan að láta.“
- Það hefur komið fram að fjár-
hagsstaða flokksins er erfið um þess-
ar mundir, sérðu fram á að leysa það
mál?
„Það verður að sjálfsögðu leyst.
Það er ágæt regla að taka vandamál
og skíra þau upp og kalla þau
verkefni - og verkefni eru til að leysa
þau.“
- Hver eru næstu verkefni?
„Um næstu helgi verður þing-
flokksfundur á Sauðárkróki, síðan
fer ég á SUF þing. Flokksþingið
verður síðan í nóvember og mikil
vinna í sambandi við það, cnda
afmælisþing þar sent flokkurinn er
70 ára í ár.“
- Fitthvað að lokum?
„Já ég treysti á stuðning flokks-
, manna. Ég hef ekki undan að heim-
sækja alla flokksmenn þannig að
það væri ágætt ef þeir léttu undir
með því að hcimsækja mig. Hingað
eru þeir alltaf velkomnir og ég hvet
flesta til að líta við og fá sér kaffi-
bolla og segja mér fréttir. Ég gæti
sagt þeim eitthvað á ntóti. Ég legg
mikið upp úr þessum þætti. Lifandi
samstarf við flokksmenn um land
allt er það besta til að stuðla að því
að við getum eitthvað gagn gert hér.
Þá vil ég einnig koma á framfæri
að það er ekki sársaukalaust að
hverfa nú frá Ungmennafélaginu.
Til allra félagsmanna þar sendi ég
rnínar bestu kveðjur og vona að ég
hitti þá sem flesta hér.“