Tíminn - 12.09.1986, Síða 10

Tíminn - 12.09.1986, Síða 10
10 Tíminn' Föstudagur 12. september 1986 Framkvæmdanefnd Alkirkjuráösins þingar í Reykjavík Helstu kirkjuleiðtogar nútímans hérlendis í næstu viku verður markverður atburður í íslenskri kirkjusögu. Æðsta stjórn Alkirkjuráðsinsfund- ar hér ásamt helstu starfsmönnum sínum. Verða hér um sextíu manns frá öllum hclstu kirkjudeildum nema rómversk kaþólsku kirkj- unni og úr öllum heimsálfum. Fundirnir verða haldnir í Bústaða- kirkju í Reykjavík. Litríkir gestir við guðs- þjónustur sunnudagsins Fundarmenn munu verða við- staddir guðsþjónustur í kirkjum Reykjavíkur og nágrennis. Meðal annars fara þeir upp í Borgarnes, á Akranes, suður í Njarðvíkur, austur að Kálfholti í Rangárvalla- sýslu, Selfossi og Flveragerði. Sum- staðar munu þeir predika, annars- staðar llytja ávörp og síðan hitta safnaðarfólk og kynnast kirkjulíf- inu. Yfirleitt hefjast guðsþjónust- urnar kl. 11 og á nokkrum slöðum kl. 14. Koma sumir gestirnir ekki fyrr en á aðfaranótt sunnudagsins og hafa þá verið á ferð í fleiri daga, enda er langur vegur frá Botswana, Barbados, Indónesíu eða Camcro- un svo að nokkur heimalönd fund- armanna séu nefnd. Opnunarathöfn öllum opin Fundir framkvæmdanefndarinn- ar fara fram í Bústaðakirkju og hefjast á mánudagsmorgun kl. 11.00. Mun Biskup Islands, herra Pétur Sigurgcirsson form. utanrík- isnefndar þjóðkirkjunnar, sr. Auð- ur Eir Vilhjálmsdóttir og söknar- prestur Bústaðakirkju sr. Ólafur Skúlason fagna gestum cn tónlist- arfólk kirkjunnar flytur íslcnskt tónverk. Þá munu gestirnir verða kynntir og að því loknu flytur framkvæmdastjóri Alkirkjuráðs- ins, dr. Emilio Castro frá Uruguay skýrslu sína. Þessi fundur cr opinn öllum almenningi og hvetur undir- búningsnefndin áhugafólk til þess að nota þetta tækifæri lil þess að Dr. Emilio Castro (ofan til vinstri) er framkvæmdastjóri Alkirkju- ráðsins og kcrnur frá Uruguay í Suður Ameríku. Hann mun prcd- ika í Dómkirkjunni á inóðurmáli sínu spænsku cn Þórður Örn Sig- urðsson mun túlka inál hans. Dr. Oscar Mc Cloud (ofan til hægri) er Bandaríkjamaður og for- maður fjárhagsnefndar Alkirkju- ráðsins. Hann vcrður ræðuniaður við guðsþjónustu í Kálflioltskirkju í Rangárvallaprófastsdæmi kl. 15.00 á sunnudag. Sr. Dalla Þórð- ardóttir sem var einn fulltrúi Is- lands á síðasta heimsþingi Al- kirkjuráðsins mun túlka mál hans. Dr. Soritua Nababan er hag- fræðingur frá Indonesíu, sem einn- ig hcfur tekið prestsvígslu og er nú leiðtogi kirkjusaintakanna í Asíu. Hann mun predika í Laugarncs- kirkju á cnsku. Mál hans verður túlkað. kynnast starfi Alkirkjuráðsins, sem er ákaflega víðtækt. Starf Alkirkjuráðsins Alkirkjuráðið, (World Council of Churches) var stofnað árið 1948 og var dr. Jakob Jónsson fulltrúi íslensku kirkjunnar á stofnfundin- um. Nú cru um 300 kirkjudeildir í 100 löndum innan Alkirkjuráðsins og rúmlega 400 milljón manna teljast til þess. Ráðið starfar í mörgum deildum, bæði að hjálpar og þróunarmálum, fræðslu ogsafn- aðarmálum sem að guðfræði- og kristniboðsmálum. Tveir íslcnd- ingar eiga sæti í stjórnarnefndum Alkirkjuráðsins, þeir dr. Einar Sig- urbjörnsson prófessor scm situr í trúar- og skipulagsnefndinni (Faith and Order) og sr. Bernharður Guðmundsson sem er varaformað- ur fjölmiðla og upplýsinganefndar- innar. Alkirkjuráðið hcfur helst vcrið í fréttunum vegna afskipta sinna að mannréttinda og friðar- málum. en geysimikið starf er unn- ið á vegum þess í öðrum þeim málum sem kirkjan berst fyrir, þótt lægra fari. Fundarmenn hafa lagt mikla áherslu á að kynnast fólki og aðstæðum á fslandi. Munu þeir þiggja heimboð á einkaheimili á miðvikudagskvöldið og hitta þar fólk úr ýmsum áhugahópum, enn- fremur verða þcir í boði forseta, borgarstjóra, ráðhcrra kirkjumála og að sjálfsögðu biskups og hinna ýmsu safnaða. Óvenjuleg lokaathöfn í Langholtskirkju Á föstudagskvöldið kl. 20.30 verður lokaathöln fundarins í Langholtskirkju. Munu fundar- menn taka virkan þátt í þeirri guðsþjónustu, sem markast af þeim ólíku hefðum kirkjudeild- anna. Allir eru velkomnir til þess- arar guðsþjónustu meðan húsrúm leyfir, en dagskráin verður prentuð bæði á ensku og íslensku. þótt talað mál kunni að vera á fleiri tungumálum. Hvað í veröldinni er þetta Alkirkjuráð? Alkirkjuráðiðgaf út fyrirnokkru bækling til kynningar starfsemi sinni sem bar heitið Hvað í veröld- inni er þetta Alkirkjuráð? Samtökin byggja á hinni ekumen- isku hreyfingu sem vinnur að sam- starfi kirkjudeildanna. Allir eiga þeir að vera eitt, sagði Kristur. Aðskilnaður og samstarfsleysi kirkjudeildanna gengur einmitt þversum á boð hans og því varð hin svonefnda ekumeniska hreyfing til. Hún ber nafn af gríska orðinu oikoumene sem þýðir heimsbyggð og vinnur að einingu kristinna manna sem allir búa í sama heimi. Fundur Alkirkjuráðsins hér- lendis gefur einstakt tækifæri til þess að kynnast starfi þess um allan heim. Utanríkisnefnd kirkjunnar sem skipuleggur ytri aðstæður fundarins mun fúslega vera til milli- göngu um það. Ritari nefndarinnar er sr. Bernharður Guðmundsson á Biskupsstofu. VEGNA FLUTNIIMGA IFATALAND herrapeysur drengjapeysur dömutrimmgallar I 31 k r ii ] i ] i Smiðjuvegi 4e, c-götu, á horni Skemmuvegar. Simar 79866 og 79494. Norræn barnabókaverðlaun Félag norrænna skólasafnvarða (Nordisk skolebibliotekarforening NSF) er samband kennara sem starfa á skólasöfnum á Norðurlöndum. Á stjórnarfundi sambandsins sumarið 1984 var samþykkt að NSF veitti árlega verðlaun til að styrkja norrænar barnabókmenntir. Verðlaunin eru heiðurslaun til norræns rithöfundar sem skrifar fyrir börn. Til þeirra var stofnað til að hvetja til útgáfu góðra barnabóka, efla frumkvæði og stuðla að fram- gangi barnabókmennta á Norður- löndum. Stjórn NSF skipaði þriggja manna nefnd til að úthluta verð- laununum. Þau voru fyrst veitt í Kiljava í Finnlandi sumarið 1985. Það var sænska skáldkonan Maria Gripe sem hlaut þau. í sumar var ráðstefna Félags nor- rænna skólasafna haldin í Þórshöfn í Færeyjum og þar var verðlaunun- um úthlutað öðru sinni. Átta nor- rænir höfundar voru tilnefndir til verðlaunanna. Frá íslandi var Magn- ea Magnúsdóttir frá Kleifum útnefnd. Að þessu sinni hlaut norski rilhöfundurinn Tormod Haugen verðlaunin, en verk hans eru talin hafa haft mikil áhrif á norskar og norrænar bókmenntir. Verðlaunin voru veitt fyrir bækurnar „Vinter- stedet" og „Dagen, der forsvant". Hin síðarnefnda var tilnefnd til verð- launa Norðurlandaráðs árið 1984, fyrst barnabóka. í ræðu sem danski bókmennta- fræðingurinn Gunnar Jakobsen flutti við verðlaunaafhendinguna fyrir hönd dómnefndar kom fram, að tilgangurinn með verðlaununum væri m.a. að beina sjónum fólks að norrænum barnabókmenntum og fá það til að meta gildi góðra barna- bóka. I álitsgerð dómnefndar segir m.a. að Tormod Haugen geri að engu skilin á milli barnabóka og bóka skrifaðar fyrir fullorðna enda hafi bókmenntir sömu markmið fyrir alla. Sögur hans eru margbreytileg- ar, m.a. lætur hann ímyndunina verða að veruleika hvunndagsins. Hann skirrist ekki við að fjalla um erfiðleika og vandamál mannlífsins. í ritum sínum skrifar hann iðulega um börn sem rísa ekki undir því oki sem fullorðnir leggja á þau, og börn sem eiga við tilfinningalegan vanda að stríða. Tormod Haugen er meistari orðsins, angurblíða og sorg vefjast á Ijóðrænan hátt inn í frásögn hans. Stíllinn er knappur og kjarnniikill, næstum orðtakakenndur. Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út tvær bækur eftir skáldið: „Náttfugl- ana“ í þýðingu Önnu Valdimarsdótt- ur og „Jóakim" sem Njörður P. Njarðvík þýddi en fyrir hana hlaut hann þýðingarverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1985.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.