Tíminn - 12.09.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.09.1986, Blaðsíða 20
STRUMPAKNIR RESSA KÆTA YORDANKA DONKOVA 100 metra grindahlaupari frá Búlgaríu og Said Aquita frá Marokkó, lang- hlaupari sigruöu í stigakeppni Grand Prix frjálsíþróttamótanna í sumar. Úrslitakeppnin fór fram í Róm í fyrra- kvöld. Grand Prix mótin eru einu frjálsíþróttamótin þar sem eru opinber peningaverölaun. Sjá íþróttasíðu bls. 11. Föstudagur 12. sept. 1986 Reykvískir kennarar um Skólamálaráö: „Hafna samstarfi við fagfólk“ - meðvitað útiloka kennarafulltrúa Sverrir Hcrmannsson mennta- málaráðherra sagði í gær að úrskurð- ar menntamálaráðuneytisins um verkaskiptingu milli Fræðsluráðs Reykjavíkur annars vegar og Skóla- málaráðs Reykjavíkur hins vegar væri að vænta á mánudag. Sverrir sagði að málið hafi verið til athugun- ar hjá lögfræðingi ráðuneytisins að undanförnu. Á sama tíma hafa fleiri bæst í hóp þeirra sem gagnrýna stofnun Skóla- málaráðs, en í gær sendu Kennara- félag Reykjavíkur og fulltrúar kcnnara í Fræðsluráði Reykjavíkur frá sér yfirlýsingu um þetta mál. Þar segir m.a. að ekki sé ljóst hver tilgangurinn mcð stofnun Skóla- málaráðs sé, enda hafi það ekki stuðlað að hagræðingu, „því þetta nýja ráð starfar viö hliðFræðsluráðs með sömu verkefnin að hluta tiLÞcss vegna rhá einna helst ætla að til- gangurinn sé að útiloka löglega kjörna fulltrúa kennara frá umræðu um stjórnun menntamála í borginni. Þannig hafnar meirihluti Skólamála- ráðs Reykjavíkurborgar samstarfi við fagfólk í kennslumálum og brýt- ur með því ákvæði grunnskólalaga um rétt kennara til aðildar að Fræðsluráði og skólancfnd." Kennarafélag Reykjavíkur og fulltrúar kennara í Fræðsluráði telja að kennarafulitrúar eigi sama rétt á setu í hinu nýja Skólamálaráði og þeir eiga samkvæmt lögum í Fræðsluráði, enda fara ráðin með sömu verkefni, og verði þeim ekki veittur þessi réttur muni þeir leita eftir úrskurði félagsmálaráðuneytis. Þá gagnrýna kennarar harðlega að deílur hafi komið upp um verk- svið hins nýja Skólamálaráðs annars vegar og Fræðsluráðs hinsvegar, þar sem Fræðsluráð sé óstarfhæft orðið vegna þeirra. „Öll stjórnun skóla- mála í Reykjavík er því í ólestri um þessar myndir, einmitt nú þegar hundruð grunnskólanemenda eru kennaralausir vegna þess að kennar- ar hafa ekki fengist til starfa," segir ennfremur í yfirlýsingu reykvískra kennara. -BG Framboðsmál á Austurlandi: Skoðanakönnun framsóknar- manna lokið Tíu manna listi til prófkjörs fyrir framboð Framsóknarflokksins i Austurlandskjördæmi verður til- búinn í næstu viku en lokið er skoðanakönnun sem 509 tóku þátt í. Ur þeim 20 manna hópi sem fékk flestar tilnefningar í skoðana- könnuninni verður valið til próf- kjörsins. Þcir scm fengu flestar tilnefning- ar voru þessir í stafrófsröð: Aðal- steinn Steinþórsson Egilsstöðum, Birnir Bjarnason Höfn, Björn Haf- þór Guðmundsson Stöðvarfirði, Einar Baldursson Reyðarfirði, Guðbjartur Össurarson Höfn, Guðrún Tryggvadóttir Egilsstöð- um, Halldór Ásgrímsson Höfn, Jónas Hallgrímsson Seyðisfirði, Jón Ingi Einarsson Eskifirði, Jón Kristjánsson Egilsstöðum, Kristj- án Magnússon Vopnafirði, Ólafur Ragnarsson Djúpavogi, Ólafur Sigurðsson Svínafelli, Sigurður Jónsson Seyðisfirði, Sveinn Guð- mundsson Vopnafirði, Sveinn Sig- hvatsson Höfn, Vigdís Svein- björnsdóttir Egilsstöðum, Þorvald- ur Jóhannsson Seyðisfirði, Þórdís Bergsdóttir Seyðisfirði, Þórhalla Snæþórsdóttir Egilsstöðum. Prófkjörið verður á aukakjör- dæmisþingi 4. október næstkom- andi í Valaskjálf og verður þar raðað endanlega á lista. „Septema sýnir enn Hinn gamalgróni félagsskapur, Septem-hópurinn, opnaði í gær mál- verkasýningu að Vesturgötu 17. Er þetta 14. árið í röð scm hópurinn efnir til sýningar en starfscmi hóps- ins hófst á árinu 1973. Á hópurinn rætur í septem-sýn- ingunum svokölluðu er voru árviss atburður á árunum 1947 til 1952 og sýndi kjarni Septem-hópsins þegar á þeim árunum. Þeir sem sýna á Vesturgötunni út þennan niánuðinn eru þau Guðmunda Andrésdóttir, Valtýr Pétursson, Jóhannes Jóhann- esson, Kristján Davíðsson, Steinþór Sigurðsson, Karl Kvaran, Guð- ntundur Benediktsson og Hafsteinn Austmann. Gekk Guðmundur í hópinn fyrir þrcmur árum en Hafsteinn tekur nú í fyrsta sinn þátt í sýningum hans sem fullgildur meðlimur. Sagði Haf- steinn það ágætt að vera kominn í svo virðulegan hóp frábærra málara. Tveir stofnenda hópsins hafa fallið frá, þcir Sigurjón Ólafsson og Þor- valdur Skúlason. Á sýningunni eru um 30 verk og flest máluð á þessu ári. Aðspurður um hvað þcssir málarar ættu sameig- inlegt í listinni, svaraði Kristján Davíðsson þvt' til að það væri „við- leitni félaga til að halda menningar- legri afstöðu til myndlistar." phh Hluti Septem-hópsins. Frá vinstri Hafsteinn Austmann, Guðmundur Benediktsson, Guðmunda Andrésdóttir, Kristján Davíðsson og Jóhannes Jóhannesson. „Leitast við að haldamenningarlegri afstöðu til myndlistar". (Tímamynd'Gísli Egill) Nær 3. hver Reykvíkingur þurfti að fara á slysadeild Þeim sem leita þurfa aðstoðar slysadeildar Borgarspítalans fjölg- ar mun meira ár frá ári heldur en sem nemur fólksfjölgun á höfuð- borgarsvæðinu, þaðan sem lang flestir hinna siösuðu koma. Ný- komur á slysadeild í fyrra voru 42-687, þannig að nærri lætur að 3. hver íbúi höfuðborgarsvæðisins hafi þurft að leita aðstoðar þar á árinu. Fjölgunin var 1.180 frá árinu á undan og um 3.000 frá 1984. Virðist því sem slysum og slösuð- um fjölgi þrátt fyrir hert öryggiseft- irlit á ýmsum sviðum og stöðugan varnaðaráróður. Þegar litið er á flokkun slysstaða kemur í ljós að vinnuslys voru um 6.400 á síðasta ári og hefur ekki fjölgað á undanförnum árum. Um þúsund fleiri slasast í heimahúsum en í vinnunni og þar virðist heldur um fækkun að ræða undanfarin 4 ár. Þá skeðu um 10.700 slys við ýmsa sýslan manna úti við, aðra en vinnu. Úr skólanum komu hátt í 1.700 slösuð börn og ungmenni. Og hjá nær 1.200 manns hafði ferð á skemmtistaði höfuðborgarinnar endað á slysavarðstofunni, eða um 23 að meðaltali hverja helgi. Miðað við að skemmtistaðir eru miklu skemur opnir en vinnustaðir og fleiri stunda vinnu en skemmtistaði lítur út fyrir að hættan á slysum í og við skemmtistaði sé hlutfallslega síst minni en á vinnustöðunum. Þegar litið er á skrá yfir orsakir slysa vekur athygli að um 3 þús. slösuðust á síðasta ári við íþróttaið- kanir, eða um 56 manns að meðal- tali á viku hverri. En það er hátt í tvöfalt fleiri en flokkaðir voru undir umferðarslys. Byltur eða hras og högg af hlutum eru lang algengustu orsakimar. En einnig kemur í .ljós að nær 1.400 manns þörfnuðust aðstoðar eftir slagsmál og barsmíðar annarra, um 280 manns höfðu slasast af völdum hesta og annar eins fjöldi verið bitinn af dýrum eða mönnum. Um 800 höfðu orðið fyrir bruna og um 240 fyrir eitrun, en sú tala var miklu lægri árið áður. Hvað sjúkdómsgreiningu snertir má nefna nær 4.600 beinbrot, þar af lang flest eða rúmlega 800 á framhandlegg. Rúmlega 5.700 höfðu tognað, yfir 6.000 höfðu sár á höfði og um 5.400 höfðu marist. Athyglisvert er, að áberandi flestir slasast á mánudögum eða um 124 að meðaltali og næst mánu- deginum kemur laugardagur. Fæst- ir slasast hins vegar á fimmtudög- um og miðvikudögum, 112 og 113 að meðaltali. Af þeim sem slvsadeildar leituðu komu nær 2.900 með sjúkrabílum og annar eins hópur með neyðar- vakt og um 1.740 í lögreglufylgd, en um 35 þús. á annan hátt. Að þeim meðtöldum sem þurftu að koma aftur voru heildarkomur á slysadeild nær 66 þús. á síðasta ári, eða um 180 manns á dag að meðaltali. Það þýðir einnig að slysadeild tekur á móti slösuðum manni eða sjúkum 8. hverja mínútu að meðal- tali árið um kring.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.