Tíminn - 12.09.1986, Síða 5

Tíminn - 12.09.1986, Síða 5
Föstudagur 12. september 1986 Tíminn 5 Peres Egyptaland - ísrael: Daniloffmálið: Reagan fær svar - en vill ekki segja meira Mubarak Reagan Bandaríkjaforseti hefur fengið svar frá Gorbachev leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins við beiðni sinni um að Sovétmenn láti lausan bandaríska blaðamanninn Nicholas Daniloff, sem handtekinn var í Moskvu um síðustu mánaða- mót. Reagan greindi frá þessu í hópi nokkurra blaðamanna í samkvæmi sem haldið var í fyrrakvöld. Reagan vildi ekkert frekar um málið segja og kvaðst ekki vilja þyrla upp moldviðri nú, þegar málið væri á mjög viðkvæmu stigi. Hingað til hafa Bandaríkjamenn reynt að forðast beinar gagnaðgerðir í Daniloff málinu og reynt að fara bónleiðir að sovéskum stjórnvöldum í gegnum diplómatískar Ieiðir. Pó var talið líklegt að Reagan myndi stöðva bandaríska embættismenn í að taka þátt í almennum viðræðum við Sovétmenn, sem fara áttu fram í Riga í Lettlandi í næstu viku, en ákvörðunin um að engir bandarískir ríkisborgarar færu til þessa fundar var tekin af óháðum bandarískum samtökum sem stóðu fyrir þessum viðræöum, og því þarf Reagan ekki sjálfur að fyrirskipa neitt í því sam- bandi. Leiðtogafundur eftir meira en fimm ára hlé Tabadeilan leyst í bili Simon Peres hefur nú farið til Egyptalands til fundar við Mubarak forseta í Alexandríu í Egyptalandi, eftir að bráðabirgðasamkomulag tókst á elleftu stundu um hertekna landamærasvæðið við Taba á Sínai- skaga í fyrrakvöld. Egyptar höfðu sett það sem skilyrði fyrir því að leiðtogar ríkjanna hittust, að sam- komulag næðist um þetta smáa landsvæði á Sínaiskaganum, sem ísraelsmenn héldu eftir herteknu þegar Egyptum var látin eftir restin af skaganum árið 1982. í þessu bráðabirgðasamkomulagi felst að þremur sáttasemjurum verður falið að ganga frá framtíðarskipan mála á þessu svæði. Það sem samdist um í fyrrakvöld var í fyrsta lagi að nefndir voru tveir sáttasemjarar, sem síðan munu sjálfir velja sér þriðja mann til samstarfs og í öðru lagi að kortlagt var hvar framtíðarlandamærin skulu vera á svæðinu. Eftir að þetta bráða- birgðasamkomulag var undirritað sögðu fulltrúar allra aðila, en sendi- fulltrúi frá Bandaríkjunum tók einn- ig þátt í samningunum, að þctta sýndi að deilumál fyrir botni Miðj- arðarhafs væri hægt að leysa með beinum samningaviðræðum milli ríkja þar. í yfirlýsingunni var jafn- framt sagt að önnurríki í nágrenninu gætu ekki horft fram hjá þessari staðreynd. Aðalsamningamaður Egypta, Nabil Al-Arabi, sagðist vonast til þess að samkomulag þetta myndi greiða fyrir lausn á vandamálunt Palestínuaraba þar á meðal kröfu þeirra um sjálfsákvörðunarrétt. Síðasti fundur Mubaraks rneð leiðtoga frá ísrael var í október 1981, þegar hann tók í hcndina á Menachem Begin við útför Sadats fyrrum Egyptalandsforseta scm myrtur hafði verið. Síðasti viðræðu- fundur leiðtoga þcssara tvcggja landa scm cinhvcrja þýðingu hafði var tveimur mánuðum áður en Sadat var myrtur af múslömskum öfga- mönnum, þegar Sadat og Begin hittust í Alcxandríu og höfðu þá nýlega ákveðið að taka upp viðræður um sjálfræði Palestínumanna á her- tcknum svæðum ísraelsmanna. Þær viðræður féllu niður cftir dauða Sadats. 99 tilnefningar: Fær Bob Geldof Nóbelinn í ár? - eða Reagan eð& skátarnir.. Samkvæmt upplýsingum frá norska útvarpinu hafa verið tilnefnd- ir 99 aðilar sem koma til greina til að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Meðal þeirra sem útnefndir hafa verið má nefna Reagan Bandaríkja- forseta, Winnie Mandela og mann hennar Nelson Mandela, írska poppsöngvarann Bob Geldof, for- sætisráðherra Nýja-Sjálands, David Lange, og nasistaveiðarinn Beata Klarsfeld. Þá voru ýmis samtök Pólland: Öllum pólitísk- um föngum sleppt - 225 látnir lausir fyrir mánudag Innanríkisráðherra Póllands til- kynnti í gær að 225 pólitískir fangar yrðu látnir lausir á mánudag vegna ákvæða náðarlaga, sem pólska þingið samþykkti í júlí síð- astliðnum. Ráðherrann sendi í gær boð til saksóknara þar sem fyrir- skipað er að þeim sem í haldi eru ákærðir fyrir glæpi „gegn ríkinu og almannaöryggi" verði sleppt. Pess- ar ráðstafanir ná ekki til þeirra sem ákærðir hafa verið fyrir hryðju- verk, skemmdarverk, njósnir, eða að uppljóstra um ríkisleyndarmál. Samkvæmt opinberum tölum hafa 115 pólitískir fangar þegar verið látnir lausir vegna ákvæða náðarlaganna. Þessar umfangs- miklu aðgerðir eiga að leiða til þess að allir pólitískir fangar í Póllandi verði orðnir lausir í næstu viku, en fréttaskýrendur telja að með þessu vilji pólsk stjórnvöld reyna að byggja upp landið eftir að þjóðin hefur sundrast vegna pólitískra fangelsana og einnig til þess að reyna að ná fram bættum samskipt- um við Bandaríkin sem beitt hafa Pólland efnahagsþvingunum síðan herlögum var komið á í desember 1981. Pá hafði kirkjan sett það sem skilyrði bættra samskipta við ríkið að pólitískum föngum yrði sleppt. Meðal þeirra sem koma til með að verða látnir lausir á mánudag eru þekktir leiðtogar Samstöðu, sam- taka óháðra verkalýðsfélaga, s.s. Zbigniew Bujak, Tadeusz Jadynak og Bogdan Borusewicz, en þeir biðu allir réttarhalda. meðal hugsanlegra verðlaunahafa og má þar t.d. nefna Alþjóðleguólymp- íunefndina og alþjóðlegu skáta- hreyfinguna. Þá mun fyrrverandi forsætisráð- herra Svía, Olof Palmc, hafa verið meðal þeirra sem tilnefndir voru, en úthlutunarnefndin hefur sagt að hann komi ekki til greina þar sem reglur nefndarinnar leyfðu ekki að látnir menn fengju verðlaunin. Að- eins einn maður hefur fengið verð- laun eftir að hann lést og það var Dag Hammerskjöld aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, sem var einnig Svíi, en síðan þá hefur úthlutunar- reglunum verið breytt. Bob Geldof, sem cr poppáhuga- mönnum heimsins að góðu kunnur fyrir að skipuleggja „Life Aid" tón- leikana til styrktar hungruðum í Afríku, er nú talinn meðal þeirra sem sterklega koma til greina enda nokkuð víðtæk samstaða um að framtak hans hafi verið gagnmerkt framlag til friðar í heiminum, en fyrir það eru verðlaunin veitt. Úthlutunarnefndin birtir ekki all- an listann með nöfnum þeirra sem til greina koma, en verðlaunaveitingin mun fara fram þanp 10. desember í Osló. Finnland: Vilja skjóta svani Finnskum skotveiðimönnum annars vegar og umhverfisvcrnd- armönnum hins vegar hcfur lent saman vcgna hugmyndar um að lcyft verði að skjóta svani í Norð- ur-Finnlandi. Fyrr í vikunni sagði talsmaður finnska skotvciðifé- lagsins að farið hafi vcrið fram á það við veiðieftirlitsmenn félags- ins að þcir kónnuðu hvaða áhrif svanir hcfðu á aðra villta fugla, þar sem talið var að svanin- um hcfði fjölgað svo að hann væri farinn að hrckja aðra l'ugla burt úr sínum eðlilegu hcimkynnum. Sögðu skotfélagsmcnn að í þcss- ari könnun mætti gjarna skjóta svani cf það flýtti fyrir niðurstöð- um. Talsmaður náttúruverndar- samtakanna sagði hins vegar að þessi hugmynd um svanadráp væri ógeðsleg og vciðimenn væru einungis að leita eftir afsökun til þcss að geta drepið fleiri fugla. Fulltrúi í finnska landbúnaðar- ráðuncytinu sagði að ekki yrði lcyft að skjóta svanina, cnda munu einungis vcra í Finnlandi um 2000 pör að sögn fugla- skoðara. UTLOND Birgir Guðmundsson Noregur: Brundtland gagnrýnir breska mengunarstefnu Margrét Thatcher forsætisráð- herra Bretlands kom til Noregs í gær til viðræðna viö Gro Harlem Brundt- land forsætisráðherra Noregs um aðgerðir gegn mengun og stefnu í olíuframleiðslu. Thatcher kom fyrst til Tromsö í Norður-Noregi þar sem miklar herstöðvar eru staðsettar og skoðaði hún þessar bækistöðvar til að undirstrika mikilvægi þeirra í vestrænu varnarsamstarfi. Þegar Thatcher kom til Norcgs biðu hennar nokkur hundruð mót- mælendur, einkum ungt fólk. sem var að mótmæla stefnu hennar gagn- vart Suður-Afríku, Norður-írlandi og verkalýðsfélögum í Bretlandi. í hádegisverðarboði sem haldið var Thatcher í gær sagði Gro Harlem Brundtland ma. að ljóst væri að Norðmenn og Bretar væru ekki sammála á mörgum sviðum og eitt þeirra væri aístaðan til Suður-Afr- íku. Þá sagði Brundtland að Norð- menn hcfðu miklar áhyggjur af mengun. einkuni súru regni, sem eru ýmis brennisteinssambönd sem fara út í andrúmsloftið frá breskum verksmiðjum og rignir síðan eða snjóar niður í Noregi og víðar. „Það er ef til vill vegna þess að Noregur er svo fjöilótt land og býr yfir miklunt víðáttum af óspilltri náttúru að við verðum svo áþreifanlega vör við þessa mengun,” sagði Brundt- land ennfremur í ræðu sinni. Bretar tilkynntu hins vegar um það í gær, að því er virðist gagngert til þcss að draga úr áhrifum hinnar norsku gagnrýni, að þeir hygðust setja í gang 600 milljóna sterlings- punda verkefni, sem miðaði að því að draga úr mengun með því að setja sfur á kolakeyrð raforkuver. Hins vegar var það liaft eftir breskum embættismanni að Bretland myndi ekki ganga til liðs við þau Evrópuríki sem einsett hafa sér að minnka brennisteinssambandamengun um 30% fyrir árið 1993. Forsætisráðherrarnir flugu síðan til Osló seinnipartinn í gær til að hefja formlegar viðræður.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.