Tíminn - 12.09.1986, Síða 11

Tíminn - 12.09.1986, Síða 11
Föstudagur 12. september 1986 Tíminn 11 llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR " Aquita og Donkova sigruðu samanlagt Yordanka Donkova frá Búlgaríu og Said Aquitá frá Marokkó sigruðu samanlagt á Grand Prix frjáls- íþróttamótum suntarsins. Úrslita- keppnin fór fram í fyrrakvöld. Þau sigruðu bæði í sínum greinum í gærkvöld, Donkova hljóp 100 m grindahlaup á 12,47 sek. og kom í mark jafnt Ginku Zagorchevu sem einnig er frá Búlgaríu. Þær fengu báðar sama tíma. Donkova hlaut samtals 69 stig og voru þau öll fyrir grindahlaupið. Hún sigraði því einn- ig í stigakeppni grindahlaupsins. Aq- uita sigraði í 5000 m hlaupi í fyrra- kvöld á 13:13,13 mín. Hann fékk 63 stig samanlagt, þar af voru 54 fyrir 5000 m hlaupið þar sem hann sigraði einnig. í heildarstigakeppninni varð Mar- icica Puica Rúmeníu í öðru sæti í kvennaflokki með 65 stig. Þar af voru 62 fyrir 1500 m þar sem hún varð í öðru sæti í fyrrakvöld á 4:03,55 mín. Tatiana Samoylenko Sovétríkjunum sigraði á 4:02,71 mín. Þriðja í hcildar stigakeppninni varð svo Svetanka Christova frá Búlgaríu með 63 stig, eins og reynd- ar Pctra Felke frá Austur-Þýska- landi. Christova sigraði í kringlu- kasti í fyrrakvöld með 68,90 m og voru öll stigin fyrir þá grein . Felke sigraði einnig í spjótkastinu og fékk 63 stig fyrir, hún kastaði 70,64 m í fyrrakvöld. Heimsmethafinn Fatima Whitbread Bretlandi varð önnur með 69,40 m og 59 stig. í karlaflokki varð Andre Phillips Bandaríkjunum í öðru sæti. Hann hlaut alls 61 stig og voru þau öll fyrir 400 m grindahlaup. Hann sigraði í þeirri grein í fyrrakvöld á 48,14 sek. Ed Moses heimsmethafi tók ekki þátt í úrslitakeppninni þar sent hann var ósáttur við framkvæmd annars móts á Ítalíu í síðustu viku. Steve Scott og Mike Conley Bandaríkjun- um fengu einnig 61 stig, Scott fyrir míluhlaup og Conley fyrir þrístökk. Þeir sigruðu báðir í sínum greinum í úrslitakeppninni, Scott hljóp á 3:50,28 mín og Conley stökk 17.16 m. í öðrum greinum urðu úrslit þau að í 200 m hlaupi kvenna sigraði Evelyn Ashford Bandaríkjunum í stigakeppninni með 59 stig en hins- vegar sigraði Valerie Brisch-Hooks Bandaríkjunum í úrslitahlaupinu á 22.30 sek. Ashford varð önnur á 22.31 sek. Diane Dixon Bandaríkj- unum sigraði í stigakeppni 400 m hlaupsins með 53 stig. en hún varð þriðja í úrslitahlaupinu á 50,64 sek. Þar sigraði Marita Koch Austur- Þýskalandi á 49,17 sek og Valerie Brisco-Hooks varð önnur á 50,21 sek. Olga Bondarenko Sovétríkjun- um sigraði í úrslitahlaupi 5000 m hlaups kvenna á 15:16.84 mín en Svetlana Guskova Sovétríkjunum varð önnur á 15:17,95. Guskova og Patti-Suc Plunter Bandarikjunum sem varð fimmta í úrslitahlaupinu fengubáðar4I stig í stigakeppninni. Bcn Johnson Canada sýndi enn einu sinni að hann er sprettharðasti Ben Johnson (til hægri) sýndi en einu sinni að hann er sprettharðasti hlaupari heinis. ■rnaður heimsins cr hann sigraði í úrslitahlaupi 100 metranna á 10,02 sek. Chidi Imoh frá Nígeríu varð annar á 10,08 sek. Imoh sigraði samanlagt með 57 stig en Johnson varð annar með 54. Peter Elliott Bretlandi sigraði í úrslitahlaupi 800 metranna á 1:46.91 sek. cn hinsvegar sigraði José-Juis Barbosa frá Brasilíu samanlagt með 50 stig. William Van Dijck kom fyrstur í mark í 3000 m hindrunar- hlaupi á 8:25,34 mín og hann fékk einnig flest stig, 54. Jim Hovard Bandaríkjunum fékk flest stig í há- stökki, 59 en hann varð í 2. sæti í úrsíitakeppninni, stökk 2,31 m. þar sigraði Igor Paklin Sovétríkjunum með 2,34 m. Werner Gúnthör Sviss sigraði í stigakeppni kúluvarpara með 44 stig og hann varð annar í úrslitakeppninni með 21,61 m. Ulf Timmermann Austur-Þýskalandi sigraði þar mcð 21,67 m. Heimsmethafinn Yuri Sedykh sigraði í sleggjukastinu nteð 57 stig, en hann varð hinsvegar að láta sér nægja annað sætiö í úrslitakeppn- inni, kastaði 81,98 nt. Landi hans Sergei Litvinov kastaði 84,88 m. Stigin á Grand Prix mótunum eru reiknuð út þannig að lögð eru saman stig sem fylgja sætaröð á mótum Grand Prix mótum sumars- ins, þar mcð talið úrslitamótið. Einnig eru aukastig fyrir að setja heimsmet. Kári og Torfi á stórmót Um hclgina keppa Kári Elísson og Torfi Olafsson á alþjóðlegum kraftlyftingamótum erlendis. Kári kcppir á Noröurlanda- meistaramóti karla í Tampere í Finnlandi. Hann keppir í 67,5 kg. flokki. Hann er núverandi meistari í flokknum og stefnir að því að verja titilinn. Torfi keppir á Heimsmeistara- móti unglinga í Cochin á Ind- landi. Hann keppir í +125 kg. flokki. Eins og Kári á hann titil að verja. Stuttgart sterkt á heimavelli Stuttgart sem Asgeir Sigurvins- son leikur með í Vestur-Þýska- landi er mjög sterkt á heimavelli, í síðustu tíu heimaleikjum hefur liðið aðeins tapað cinu stigi en fengið samtals 19. ítalski boltinn rúllar af stað um helgina Keppni í ítölsku fyrstudeildinni í knattspyrnu hefst um helgina. Juventus, mótherjar Vals í Evr- ópukeppninni hefja titilvörn sína gegn Udinese á sunnudag. Udin- ese byrja í deildinni með 9 stig í mínus sem þeir fengu sem refs- ingu fyrir þátttöku í veðmála- hneyksli, úrslit í 30 leikjum voru ákveðin fyrirfram. Lið Juventus hefur lítið breyst frá síðasta keppnistímabili, Beniamino Vig- nola hefur komið aftur cftir eins árs dvöl hjá Vcrona og Roberto Solda gekk til liðs við Juve, hann var áður hjá Atlanta. Liðið borg- aði líka stórfé fyrir Bretann lan Rush, en hann leikur með Liver- pool þar til á næsta keppnis- tímabili. Leiftur sigurvegari 3. deild Gunnlaugur Sigursveinsson, Þor- steinn Þorvaldsson, Þorsteinn Sigur- svcinsson, Helgi Jóhannsson, Þor- valdur Jónsson, Guðmundur Garð- arsson fyrírliði, Róbert Gunnarsson og Halldór Guðmundsson. Efri röð frá vinstrí: Olafur Björnsson, Sigur- björn Jakobsson, Fylkir Sigurðsson, Rúnar Guðlaugsson, Friðgeir Sig- urðsson, Oskar Ingimundarson, Einar Áskelsson og Hafsteinn Jak- obsson. Timamynd Sigurður Afturelding sigurvegari 4. deild Neðri röð frá vinstri: Stefán Hreið- arsson, Valur Steingrímsson, Viktor Viktorsson, Guðjón Daníclsson, Ríkharð Jónsson fyrirliði, Eyþór Eiríksson, Valur Helgason, Lárus Sigvaldason. Efri röð frá vinstri: Þráinn Hauksson þjálfari, Einar Guðmundsson, Jón Ingvar Jónsson, Hermann Sigursteinsson, Guðgeir Magnússon, Oskar Óskarsson, Gísli Bjarnason, Lárus Jónsson og Bcnja- mín Sigursteinsson. Tímamynd Pctur Stjarnan sigurvegari í 2. deild kvenna Neðri röð frá vinstri: Krístín Jó- hanncsdóttir, Þuríður Gunnarsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Iðunn Jónsdóttir, Anna Sigurbjörnsdóttir, Brynja Ást- ráðsdóttir fyrirliði, Þórhildur Lofts- dóttir, Hrund Grétarsdóttir. Efri röð frá vinstrí: Guðný Guðnadóttir, Bryndís Hákonardóttir, Valgerður Guðlaugsdóttir, Ragnheiður Step- hensen, Guðrún Ásgeirsdóttir, Helga Sigurbjörnsdóttir, Auður Skúladóttir, Berglind Guðnadóttir Og Ásgeir Pálsson. Tímamynd Pétur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.