Tíminn - 12.09.1986, Blaðsíða 15
Föstudagur 12. september 1986
llllllllllllllllllllllllllll MINNING llllllllllllllllllllllllllllll
Jósefína Pálmadóttir
Fædd 14. mars 1887
Dáin 4. september 1986
Síminn hringir, það berast fréttir
„hún Jósefína er dáin“ Ég þagna,
hugsa, minningar brjótast fram. í>ó
engum skyldi bregða að heyra lát 99
ára gamallar konu, fannst mér að
þessi aldna föðursystir mín ætti að
lifa lengi enn.
Minningarnar eru margar allt frá
því að lítill drengur, nýlega föður-
laus, dvaldi hjá frænku sinni og Ólafi
bónda hennar - um gamla bæinn á
Eyvindarstöðum með skökku bað-
stofugólfi, lækinn við bæjarvegginn
þar sem hvönnin stóð í breiðum og
lítill drengur hélt að ljósálfar léku
sér. Það var gott að vera á Eyvindar-
stöðum, umhyggjan var einkenni
húsráðenda. Síðar þegar fjölskyldan
flutti að Holti og ég var í skóla þar
skammt frá lá leiðin nokkrum sinn-
um til Jósefínu og Ólafs. Eitt sinn
fékk ég að vita að ég ætti að eignast
kind. Það var vel þegin gjöf og
gladdi lítið hjarta meir en orð fá lýst.
Surtla reyndist mikill kostagripur.
Hún var gefin af góðum hug, enda
var það kappsmál þeirra hjóna að
öðrum liði vel.
Eftir að Ólafur veiktist fyrir
nokkrum árum fluttu þau á Héraðs-
hælið á Blönduósi. í>ar fengu þau
gott herbergi og gott atlæti. En
einhvernveginn fannst mér Jósefína
aldrei eiga heima þar. t>ótt hún hefði
aðstöðu til að taka á móti gestum,
vantaði frjálsræðið. Hennar bestu
stundir voru heimsóknir til barna og
barnabarna. Eftir að Ólafur dó fyrir
rúmu ári dvaldi hún að mestu í
Ártúnum, þar leið henni vel.
Það var hreint með ólíkindum
hversu vel hún Jósefína fylgdist með
öllu er markvert gerðist allt fram
undir það síðasta. Heyrnin var
reyndar ekki nógu góð, en það var
unnið upp með lestri. Um tíma
bilaði sjónin, en norður á Akureyri
var sjónin löguð svo að undrum
sætti. Næst þegar ég leit til hennar
sagði hún við mig: „Ég hef fengið
augun mín aftur, reyndar þarf ég að
hvíla þau, en ég átti ólesnar bækurn-
ar um Ólaf Thors og Gunnar Thor-
oddsen, þær gat ég ekki látið bíða
lengur." Jósefína var skemmtileg
kona, tilsvör hennar voru oft á
tíðum frábær, en þó án þess að
meiða aðra.
Illlllllllllllllllllllillll BÓKMENNTIR
Oft fannst mér eftir heimsókn til
hennar að ég hefði yngst og bjartsýni
á tilveruna jókst.
Fyrir fáum árum kom Jósefína til
Reykjavíkur til að velja legstein á
leiði foreldra sinna, sagði það lengi
hafa vakað í hugskoti sínu að þessu
yrði hún að koma í framkvæmd. Það
var vel af sér vikið af konu á
tíræðisaldri að ferðast svo langa leið
ein í langferðabíl og glöð var hún
þegar steinninn hafði verið valinn.
Jósefína fæddist í Gautsdal 14.
mars 1887, dóttir hjónanna Pálma
Sigurðssonar bónda þar og konu
hans Sigríðar Gísladóttur frá Ey-
vindarstöðum. Þau fluttust að Æsu-
stöðum er Jósefína var 7 ára og ólst
hún þar upp. Einn vetur var hún í
Húsmæðraskólanum á Akureyri. En
1915 hóf hún búskap að Ketu í
Skagafirði ásamt Ólafi Björnssyni er
þar var alinn upp. Eftir fárra ára
búskap fluttu þau sig vestur í Húna-
vatnssýslu, fyrst að Mörk í Laxárdal,
en síðar í Blöndudal. Nokkur ár
bjuggu þau á Eyvindarstöðum en
fluttu þaðan að Holti á Ásum 1947
ásamt syni sínum Pálma.
Lengst bjuggu þau á Mörk, þar er
mjög grasgefið og búsældarlegt á
sumrin en snjóþungt á vetrum. Á
þessum árum var Mörk f þjóðbraut,
þá lá leiðin til Skagafjarðar upp
Strjúgsskarð og gegnum Litlavatns-
skarð. Hún frænka mín sagði mér
margar sögur frá búskap sínum á
Mörk m.a. um silungsveiði í Mó-
bergsselstjörn, en við vatnið liggur
sá frægi brunnur er oft áður fyrr
fyiltist svo af silungi á haustin að
ausið var upp með fötum, allt upp í
500 fiska í einu. Jósefína sagðist
alltaf hafa farið að brunninum og
gægst í hann, en ekkert séð, enda
eru síðustu sögur af fiskigengd þar frá
1900.
Á Mörk stundaði Jósefína garð-
rækt eins og annarsstaðar þar sem
hún bjó, bæði hafði hún yndi af
trjárækt og ræktun matjurta.
Þau Jósefína og Ólafur eignuðust
4 börn:
Helgu (d. 1983) er gift var Skafta
Kristóferssyni, þau bjuggu í Hnúka-
hlíð og áttu 5 börn. Pálma, kvæntan
Aðalbjörgu Þorgrímsdóttur, er búa
í Holti, þau eiga 7 börn. Ingimar, er
dó ungur. Sigríði, gifta Jóni
Tryggvasyni, þau búa í Artúnum og
eiga 7 börn.
Auk þess ólu þau Jósefína og
Ólafur upp elstu dóttur Helgu og
Skafta, Stellu.
Jósefína var mjög ættrækin og
fylgdist vel með því hvernig hennar
fólki vegnaði.
Ég hef oft hugleitt að ef Jósefína
væri ung í dag mundi hún með þeim
möguleikum sem nú eru, hafa náð
langt með gáfum sínum og reisn.
Hún gæti Iíka hafa verið persóna úr
íslendingasögum og fengið þaðan
góð meðmæli. En Jósefína fæddist
fyrir rétt tæpum 100 árum síðan.
Möguleikarnir voru ekki margir. En
þvf hlutskipti sem hún valdist til
reyndist hún trú. Hún átti gott
heimili þar sem ástúð og virðing
nutu sín. Hún unni landinu og
reyndist því trú með ræktun sinni og
umhyggju. _
Útför Jósefínu verður gerð frá
Bólstaðarhlíðarkirkju, þar eru jarð-
sett eiginmaður og foreldrar svo og
margir nákomnir ættingjar. í þessari
kirkju söng Jósefína í kirkjukórnum
áður fyrri og lagði þá á sig ótrúlega
miklar og strangar ferðir er hún bjó
á Mörk.
Ég þakka kærri frænku minni öll
hin góðu kynni og alla þá gleði sem
hún veitti mér, bæði sem ungum
dreng og einnig eftir að árin færðust
yfir.
Pálmi Gestsson.
Snyrtilega gert Ijóðasafn
Steinunn Þ. Guðmundsdóttir
Lióö.
Útgáfa kostuð af aðstandendum höfundar-
ins, Rvk. 1986.
Þessi litla og laglega bók er ný-
komin út, og að því er segir í
kynningu, sem fylgdi henni til fjöl-
miðla, var höfundurinn fædd alda-
mótaárið og lést í desember síðast
liðinn. Hún gaf út þrjár skáldsögur,
sem heita Dögg í spori (1972), í
svölum skugga (1976) og Niður
fljótsins (1979). Auk þess birti hún
bæði ljóð og smásögur í tímaritum.
Steinunn Þ. Guðmundsdóttir lét
eftir sig nokkuð af skáldskap sem
ekki hafði birst á prenti. Öllum
ljóðum hennar, birtum og óbirtum,
var safnað saman í þessa bók. Það
voru aðstandendur hinnar látnu
skáldkonu, semstóðu fyrirþvíverki,
en umsjón með útgáfunni hafði Árni
Sigurjónsson bókmenntafræðingur.
Það verður að teljast bera vott um
ræktarsemi hjá ættingjum hinnar
látnu að hafa gengið svo fljótt og vel
í það að koma þessum verkum
hennar á framfæri, og raunar með
svo miklum myndarskap sem þessi
útgafa ber vitni um. Yrkisefni Stein-
unnar hafa verið með nokkuð hefð-
bundnum hætti. Hún hefur mikið
ort um ýmis atriði úr daglega lífinu
í kringum sig, en þó er þarna fleira
að finna, til dæmis eru allhörð
ádeiluljóð á stríðsrekstur þarna
áberandi. Hún hefur verið á ýmsan
hátt framúrstefnusinnuð í formi, því
að mörg ljóðin bera þess vitni að hún
hefur fylgst með nýjungum á því
sviði.
Þá er þarna nokkuð viðamikið
trúarlegt ljóð um Krist sem nefnist
Gesturinn og er býsna vel gert. En
einna lipurlegast sýnist mér þó að
Steinunn hafi kveðið þegar hún var
að yrkja um dýr og til þeirra. Þetta
á meðal annars við um stutt kvæði
sem þarna er og heitir einfaldlega Til
kisu. Það byrjar svona:
Komdu til mín, kisa mín,
kát þú veitir gaman.
Lundin mín og lundin þín
Ijúfar falla saman.
Og það endar á þessari vísu:
Alltaf skilið áttu hrós.
Ei má við þér stugga.
Pú ert eins og lítið Ijós
sem logar við minn glugga.
Frágangur bókarinnar er auk þess
með ágætum, þar með tulinn texta-
frágangur sem Árni Sigurjónsson
hefur annast af natni.
-esig
Tíminn 15
En hún hjálpar þér óneitanlega að halda bílnum
þínum hreinum og fínum, bæði að innan og utan
Pað er meira að segja svolítið
gaman að þrífa með Effco þurrk-
unni. Því árangurinn lætur ekki á
sér standa. Rykið og óhreinindin
leggja bókstaflega á flótta. Þú getur
tekið hana með í ferðalagið eða
sumarbústaðinn. Það er aldrei að
vita hverju maður getur átt von á.
Oft er svigrúm lítið í tjaldi eða
sumarbústað, má því ekki mikið út
af bera til þess að allt fari á flot, ef
einhver sullar eða hellir niður. En
það gerir ekkert til þegar Effco
þurrkan er við hendina.
Já, það er fátt sem reynist Effco
þurrkunni ofraun.
Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum
og varahlutaversJunum.
iala Höggdeyfir — EFFCO
sími 73233'
Effco
n gerir ekki við
biláða bíla
Bíll óskast
Óska eftir að kaupa Ford Fiesta, eða einhverja
aðra tegund af smábíl. Má ekki vera eldri en ’84
módel og verður að vera vel með farinn, góð
útborgun ef vel semst. Upplýsingar í síma 18614
á kvöldin og um helgar.
coopmr
Síur í
flestar vélar
á góðu verði
Jámhálsi 2 Sími 83266 HORvk.
Pósthólf 10180
BÍLALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:.......96-21715/23515
BORGARNES:.............93-7618
BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489
HÚSAVÍK:....... 96-41940/41594
EGILSSTAÐIR:...........97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: ....97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303
interRent
Driföxlar, hlífar
og hjöruliðir
ágóðu verði
Jámhálsi 2 Sími 83266 HORvk.
Pósthólf 10180