Tíminn - 13.09.1986, Síða 1

Tíminn - 13.09.1986, Síða 1
í STUTTU MÁLI... HIN GÍFURLEGA aukning í afla smábáta á þessu ári hefur oröiö til þess aö sjávarútvegsráðuneytið hefur f gefið út tilkynningu um viku bann viö s veiðum báta undir 10 brl. í október. Bannið gildir frá 25. október til 31. október að báðum dögum meðtöldum. Heildarafli smábáta i ágústlok nam : tæpum 25 þúsund lestum, en var á sama tíma í fyrra rúmar 20 þúsund lestir. STJÓRN BANDALAGS kennarafélaga lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum, vegna þess ó- fremdarástands sem ríkir í skólum landsins. Benda þeir á að talsmenn kennara hafi lengi varað við þeirri launaþróun sem flæmt hafi kennara úr starfi, og benda á að samband sé þar á milli og skorts á fullmenntuðum kennurum í skólum. Segja þeir að meðan kennarastörf séu ekki metin til launa svo viðunandi sé verði íslenskri skólaæsku ekki veitt sú þjónusta sem lög kveða á um og hún hafi fullan rétt á. J ARÐHIT ARÁÐSTEFN A Sameinuðu þjóðanna sem utanríkis- ráðuneytið og Orkustofnun standa að í samvinnu við „Landsvirkjun" ítala hefst á mánudag. Tilgangur ráðstefn- unnar er að fjalla um rannsóknir, virkjun og nýtingu jarðhita í þróunar- | löndunum. NEYTENDASAMTÖKIN hafa lýst furðu sinni á nýlegum yfirlýs- f ingum einstakra talsmanna hænsna- i bænda þess efnis, að þeir óski eftir j kvótakerfi eða framleiðslustjórnun fyrir egg og fuglakjöt. í frétt frá samtökun- i um segir: „Neytendasamtökin viður- | kenna ekki, að hér sé um einkamál j framleiðenda að ræða, og vara við 1 öllum þeim hugmyndum um fram- i leiðslustjórnun.“ Samtökin telja fram- leiðendur vera að kyssa vöndinn með : því að óska eftir miðstýrðri stjórnun, þar sem þeir eiga um sárt að binda vegna skyndiútsalna á ýmsum öðrum tegundum kjöts, oa síbreytilegrar j skattheimtu á fuglafóður í formi kjarn- fóðursgjalds. KYNFERÐISLEGT ofbeldi gegn börnum er megin efni á fyrsta félagsfundi vetrarins, sem haldinn | verður í Hlaðvarpanum mánudag klukkan 20.30, segir I fréttatilkynningu frá Samtökum um kvennaathvarf. | Fundurinn er öllum opinn. Meðal ann- | ars verður sýnd myndin „Kids dont tell“ og verður umræða í kjölfar f hennar. SJÁVARÚTVEGSRÁÐ- herra þeirra Norðmanna ervæntanleg- ‘ ur hingað til lands í opinbera heim- sókn, ásamt konu sinni, þann sautj- j ánda september. Koma þau í boói ! Halldórs Ásgrímssonar. Nokkrir emb- i ættismenn verða í för með ráðherran- um. Munu ráðherrarnir ræða ýmis mál j er varða sameiginlega hagsmuni land- j anna tveggja. ÞINGFLOKKUR Aiþýðu fi bandalagsins hefur sent frá sér ályktun jI þar sem umræðu um nauðsyn á endur- | skoðun og uppsögn herstöðvarsamn- j ingsins, er fagnað. Að mati þingflokks- ! ins hlýtur slík endurskoðun samnings- j ins að hafa það að markmiði að herinn j hverfi úr landi. JAFNRÉTTISRÁÐ hefur j tekið afstöðu til máls Erlings Pálma- i- sonar yfirlögregluþjóns á Akureyri, en | hann lýsti því ýfir í fjölmiðlum að hann [ myndi ekki ráða konur til afleysinga í I lögregluna á Akureyri. Telur ráðið að Erlingur hafi brotið í bága við 6. grein íj laga um jafna stöðu kvenna og karla. KRUMMI „Þetta hlýtur að vera mun betri þjón- usta.“ —■ ............■ ii iiiiiinnii n Vandræðaástand í skólamálum: Á þriðja tug kennara vantar enn til starfa - Víða dregið úr kennslu og sérkennsla skorin niður Ekki hefur enn tekist að manna allar kennarastöður í landinu, nú í byrjun skólaárs. Mun vanta a.m.k. 20 kennara í stöður víðsvegar á landinu, auk þess sem dregið hefur verið úr kennslu miðað við áður gerðar áætlanir. Þá skortir víða mikið á að það fólk sem ráðið hefur verið, hafi tilskilin réttindi eða sé nægilega vel menntað eins og einn fræðslustjórinn komst að orði. Verst hafa sérgreinar á borð við myndmennt, tónmennt og leik- fimi orðið úti auk þess sem illa hefur gengið að manna stöður í raungreinum. I Reykjavík vantar enn kennara í sex stöður í grunnskólum auk þess sem vantar tvo kennara í hálft starf. Á Vestfjörðum vantar fjölda kennara. Sagði Halldóra Magnús- dóttir á fræðsluskrifstofunni að sex stöður væru lausar á ísafirði, en auk þess vissi hún til að einstaka skólaskrifstofur í fjórðungnum hefðu verið að auglýsa eftir kenn- urum, en vissi ekki hversu margar stöður væri þar um að ræða. Snorri Þorsteinsson, fræðslu- stjóri á Vesturlandi, sagði að held- ur seint hefði gengið að ráða kennara til starfa, en þó hefði það verið mjög misjafnt eftir skólum. Taldi hann að enn þyrfti að ráða í sex stöður, eða jafnvel fleiri. Sagði hann að skólarnir hefðu reynt að leysa þetta erfiða ástand með stundakennurum, en rnjög al- gengt væri að skólarnir verði að draga úr kennslu eða sleppa kennslu í sérgreinum. Jón R. Hjálmarsson, fræðslu- stjóri á Suðurlandi taldi að ráðning hefði gengið þolanlega, en þó væri ljóst að sumir skólar færu illa út úr þessu. Enn ætti eftir að ráða í 2-3 stöður í Vestmannaeyjum, auk þess sem sérgreinar á borð við hand- mennt og tónmennt hefðu verið skornar niður. „Það verður að bjarga því sem bjargað verður og reyna að halda sér á floti,“ sagði Jón. Úlfar Björnsson á Akureyri sagði ástandið þar nokkuð gott, en þó hefði gengið erfiðlega að manna stöður í Grímsey, Raufarhöfn og Þórshöfn. Fræðslustjórinn á Austurlandi, Guðmundur Magnússon sagði að tekist hefði að manna flestar stöður í fjórðungnum, þó væri a.m.k. óráðið í eina stöðu. Hins vegar væri vandamálið það að fá kennara með tilskilin réttindi. í fyrra hefði 51% kennara verið án tilskilinna réttinda og væri ástandið síst betra núna. Á Norðurlandi vestra náðist ekki í fræðslustjórann, en þau svör fengust að ekki væri ráðið enn í allar kennarastöður í fjórðungn- um. Helgi Jónasson, fræðslustjóri í Reykjaneskjördæmi sagði að sum- staðar vantaði enn tónmennta- kennara, en fyrst og fremst vantaði nægilega vel menntað fólk til kennarastarfa. phh „Franskir“ í landi Sjóliði af franska herskipinu Vauquelin fer í land og heilsar að hermannasið um leið. Skipið er statt í Reykjavíkurhöfn og er hér í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að franska skipið Porquoi pas fórst hér við land. Á morgun verður haldin messa í Kristskirkju til minningar um skipverja sem drukknuðu allir utan einn sem bjargaðist. (Timamynd-Pétur) Vísitala framfærslukostnaðar: „Verðbólgm“ þjónusta Vísitalan hækkaði tvöfalt á við spá Seðlabanka Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 1,2% frá ágúst til september. Það er meiraen tvöföld sú hækkun - 0,5% - sem Seðla- bankinn gerði ráð fyrir í spá sinni eftir kjarasamningana í vor. Af þessari hækkunstafai(),l% afverð- hækkunum á matvörum, 0,3% af verðhækkunum á fatnaði, 0,1% af verðhækkun nýrra bíla og 0,6% eða helmingurinn af verðhækkun ýmissa vöru og þjónustuliða. Sé nánar litið á einstaka liði virðist hvers konar þjónustu hætta töluvert til að „verðbólgna" þenn- an mánuð og hinn síðasta. Sama er að segja um fatnað og ýmsa hluti til heimilishalds ásamt blöðum og bókum sem hækkuðu t.d. um 5,4% þennan mánuð. Lang mesta hækkun á einstökum lið var á vefnaðarmunum og fleiru til heimilishalds, 8,2% þennan cina mánuð og alls 12,7% s.l. tvo mán- uöi. Fatnaður og efni í hann hækk- uðu um 3-3,8% nú á einum mánuði og sama hækkun var á ýmisskonar vörum og þjónustu fyrir heimilin scm hækkuðu um rúm 3%. Um 2% hækkun varð á snyrtingu og snyrtivörum og samtals um 5% sl. 2 mánuði. Veitingahúsa- og hótel- þjónusta hnikaðist ennþá upp og hefur nú hækkað um 8,4% á tveim mánuðum. Ýmisskonar ósundur- liðuð þjónusta hækkaði um 4,5% þennan eina mánuð. Þótt 3% hækkun sé kannski ekki mjög stór, samsvarar 3% hækkun á mánuði um 43% hækkun á heilu ári. Síðustu 12 mánuði hefur fram- færsluvísitalan hækkað um 17,6%. Þessi 1,2% hækkun vísitölunnar á einum mánuði svarar til 15,3% hækkunar a einu ári. Hækkunin sl. 3 mánuði jafngildir 11,5% og síð- ustu 6 mánuði 12,1%. Af þessum tölum verður tæpast annað ráðið en að verðbólgan eigi ennþá nokk- uð í land með að komast niður í eins stafs tölu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.