Tíminn - 13.09.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.09.1986, Blaðsíða 4
 Britt Ekland og „leikfangið hennar“, eins og hann Jim hennar er stundum kailaöur. Þeir svartsýnustu spáðu ekki langri sambúð hjá þeim, en allt virðist vera í fínasta iagi með samkomulagið á heimilinu. Laugardagur 13. september 1986 Diana og Karl prins stinga saman nefjum, en hún var þarna að óska honum velgengni í polóleik. „KOSSINN" - Giæsimennið Rhett Butler (Clark Gable) fær jáyrði Scarlett O’Hara (Vivian Leigh) í myndinni „Gone With The Wind“ „Fimmtugi kossinn" Þaö er alltaf veriö aö kyssast, og svo hefur víst verið lengi, - hve lengi þorum við ekki að áætla. En frægasti kvikmyndakossinn er þó orðinn fimmtugur. Það eru sem sagt 50 ár, síðan bókin „Á hverfanda hveli“ (Gone With The Wind) kom út og síðan var kvikmynd gerð fljótlega eftir bókinni. Þar þótti koss, sem Clark Gable kyssti Vivian Leigh (en það voru þau Rhett Butler og Scarlet O’Hara í myndinni), svo frábær, að hann var kallaður „KOSSINN” eins og aldrei hefði verið kysst fyrr í kvikmynd. í nýju ensku blaði var myndasíða, þar sem sýndar voru margar kossamyndir. Þær eru nokkuð skemmtilegar, því þarna má sjá ýmsar kossa-tegundir. og „nútímakossar" af ýmsum gerðum Joan Collins og Peter Holmes (sem sumir kalla reyndar Mr. Joan Collins) eru hér nýgift og lukkuleg, - Já, „vöðvabúnt- in“ kyssa líka, þó erfitt sé að finna varirnar þegar hetjan er upptek- in í líkamsrækt- inni. Sly Stallone samþykkti að láta taka kossamynd af Brigittu sinni og sér, - ef það passaði inn æfingarnar, - og það tókst alveg prýðilega. Hann Denis Thatc- her segir:-Ég er sá eini sem má kyssa forsætisráðherra Bretlands, án þess að eiga á hættu að löggan komi og stingi mér inn! Farrah Fawcett og maður hennar Ryan O’Neal eru þekkt fyrir mikið skap og tilfinningahita. Hér kyssast þau af miklum móð og skála í kampavfni. Hvað er þarna að gerast? Bkki vitum við það, en herrarnir eru Anthony Newley og Dudley Moore. UTLÖND ’Mmm ■ MOSKVA — Stjórnarfjöl- miðlar í Sovétríkjunum hafa nú í fyrsta skipti viðurkennt að Daniloff málið, mál bandaríska blaðamannsins sem handtek- inn var í Moskvu um mánaða- mótin síðustu fyrir njósnir, kunni að hafa áhrif á það hvort eitthvað verður af fundi með leiðtogum stórveldanna, þeim Reagan Bandaríkjaforseta og Gorbachev leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins. BEIRUT — Vopnaðir menn rændu í gær 55 ára gömlum Bandaríkjamanni, sem var starfsmaður ameríska há- skólaspítalans í Vestur-Beirút. Á sama tíma sat ríkisstjórnin í Líbanon á rökstólum til að ræða leiðir til að binda enda á 11 ára borgarastyrjöld í land- inu. KABUL — Sovéskir og af- ganskir herþotuflugmenn eru nú í þjálfunaræfingum til að komast undan gagnflugvéla- eldflaugum, sem ekki er enn vitaö til að afganskir uppreisn- armenn hafi yfirráð yfir. Hins vegar þykir það Ijóst að ef þeir ráða yfir slíkum flaugum, kunni þeir ekki að nota þær á réttan hátt. VARSJA- Ásamatima og á þriðja hundruð pólskar fjöl- skyldur búa sig undir að taka á móti ástvinum sínum, sem látnir verða lausir úr fangelsi um helgina undir lagaákvæði um sakaruppgjöf til handa pól- itískum föngum, hafa pólsk stjórnvöld varað pólska presta vio því að vera að skipta sér að pólitík. Hætti þeir því ekki, segja stjórnvöld að þeir gætu hrundið af stað nýrri öldu fang- elsana af pólitískum toga. KARACHI — Rannsóknar- menn sem vinna að því að upplýsa ýmis atriði varðandi flugránið á Karachiflugvelli í Pakistan fyrir rúmri viku, nota nú lygamæli í yfirheyrslum sín- um á manni sem handtekinn hefur verið í tengslum við ránið. Maðurinn, sem heitir Sulman Tarkki, hefur sagst vera palestínskur flóttamaður en er með líbýskt vegabréf. JÓHANNESARBORG - Baráttumenn fyrir mannrétt- indum í Suður-Afríku sökuðu stjórnvöld um það að fara með ungt þeldökkt fólk í svokallaðar „viðhorfaendurhæfingarbúðir" eftir að þeim hafi verið haldið föngnum um nokkurt skeio undir ákvæðum neyðarlag- anna. Fólk mun „heilaþvegið" í slíkum búðum áður en því er sleppt. SEOUL — Kaþólskir prestar, prestar mótmælenda og búdd- ískir munkar eru meðal þeirra sem skipað hafa sér í flokk andstöðuafla gegn ríkisstjórn Chun Doo Hwans forseta sem nú er í óða önn að undirbúa það að Asíuleikarnir verði haldnir í Suður-Kóreu. Punta Del Este, Uruguay - Formaður ráðstefnunnar sem haldin verður í Punt Del Este í Uruguay í næstu viku um tolla og viðskipti í heimin- um (GATT-viðræðurnar) hefur varað við því að ef ekki náist samkomulag í viðræðunum aukist verulega hættan á því að alþjóðleg viðskiptamál brotni upp í smærri einingar og verndar og haftastefna verði ofaná í alþjóðaviðskiptum. Slíkt muni hins vegar leiða til alþjóðlegrar kreppu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.