Tíminn - 13.09.1986, Page 8

Tíminn - 13.09.1986, Page 8
8 Tíminn Laugardagur 13. september 1986 VETTVANGUR Guðmundur Gylfi Guðmundsson stjórnarmaður SUF og hagfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins: Fjármögnun húsnæðis MYND 1B IBUÐABYGGINGAR A ISLANDI 1965-1984 FULLGERÐAR ÍBÚÐIR OG SEM BYRJAÐ ER Á rJÖLDl IBÖDI BTBJAB l rULLGKKDAJt Húsnæði á íslandi í upphafi þessa árs voru um 85.000 íbúöir á íslandi. Varleg áætlun á verðgildi þessara íbúða á núverandi markaðsverði er 170 milljarðar króna, en byggingar- kostnaður þeirra er hærri. Ætla má að 85-90% íbúða sé í eign íbúa viðkomandi húsnæðis og er það mun hærra hlutfall en í löndum í austri og vestri. Þá er eigið fjár- magn seljenda í þeim íbúðum, sem seldar eru á fasteignamarkaði um 80-85% og er það hlutfall einnig mun hærra en í nálægum löndum. Af þessum hlutfallstölum um eignarhald sést bæði hvað einka- eign á íbúðum er gífurlega mikil, jafnframt því sem seljendur hús- næðis eiga hátt hlutfall af því fjármagni, sem er í scldum íbúð- um. Núverandi ástand Tilurð þessa ástands er flestum íslendingum kunn, en hún er m.a. óðaverðbólga undanfarinna ára, þar sem fjárfesting í steinsteypu var tryggasta leiðin til að halda í verðgildi fjármagns svo og sá bygg- ingarmáti íslendinga að byggja sjálfir, niðurgreiðslur opinberra aðila á húsnæðislánum og skatta- ívilnanir vegna vaxta á húsnæðis- lánum. Efnahagsástand undanfar- inna ára hefur einnig leitt til mikill- ar byggingarstarfsemi, til að tryggja verðgildi á lausu fjármagni. íslendingar hafa að stórum hluta lagt sparifé í íbúðir í stað þess að leggja spariféð í verðbréf, hluta- bréf og banka, eins og viðgengst víðast í sambærilegum löndum. Erlendis hefur almenningur síðan haft möguleika til þess að fá lánað þetta eða annað fjármagn í hús- næði, sem er formlega í þeirra eigu, eða þá óbeint fengið lánað fjármagn í leigu eða búsetaíbúð- um. Öll búsetu- og eignarform eru oft meira eða minna studd eða niðurgreidd af opinberum aðilum. Pað, hve stór hluti af sparifé íslendinga er fast í íbúðuin þeirra, gerir það að verkum, að fjármagns- markaður á íslandi er lítill, stirður og eigendur fjármagns hafa fáa valmöguleika á nýtingu þess. Hinn mikli útflutningur á fjármagni í formi afborgana og vaxta bætir ekki ástandið á fjármagnsmarkað- inum. Á árunum 1971-1980 voru byggðar að jafnaði 2100 íbúðir á ári á íslandi og á næstu fimm árum þar á cftir var lokið við um 1700 íbúðir á ári. Samkvæmt nýlegum áætlunum var hafin bygging á 1300 íbúðum á seinasta ári. Bent skal á, að meiri sveiflur eru á fjölda þeirra íbúða, sem hafin er bygging á en lokið er við. Af þessum tölum sést, að íslend- ingar hafa byggt mikið á seinustu árum, sem gerir það að verkum að miðað við mannfjölda eiga þeir sennilega besta húsnæðiskostinn á Norðurlöndum. Þetta á við, þegar tekið er tillit til heildarstærðar húsnæðis og aldurs þess. Aftur á móti eiga Islendingar fáar íbúðir og stórar, en fjöldi íbúða er að því er virðist einn skásti mælikvarðinn á byggingarþörf svo enn þarf að byggja. Greiðslukjör á íbúðamarkaði Að ofan hefur verið minnst á hið gífurlega háa hlutfall af fjarmagni. sem scljendur eiga í íbúðum. Þetta háa hlutfall ásamt þeim venjum, sem viðgangast á fasteignamarkaði gera það að verkum, að útborgun- arkrafa er mjög há í fasteignavið- skiptum. Seinustu ár hefur útborg- un á fyrsta ári verið um 70% af söluverði. Ca. 15% hafa verið yfirtekin eldri lán ogca. 15% er ján seljanda til kaupanda og þá oftast til fjögurra ára. Útborgun er fjár- mögnuð með eigin fé kaupanda, ásamt Húsnæðisstofnunar-, lífeyr- is- og bankalánum. í þeim tilvikum, sem kaupandi hefur átt íbúð áður, þá ganga fasteignaviðskipti oftast snuðru- laust fyrir sig, því þá fara greiðslur af eldri íbúð beint upp í afborganir af nýju fbúðinni. Þetta vöruskipta- form íbúðamarkaðarins verkar rnjög íhaldssamt á allar breytingar á greiðslukjörum á markaðnum. í þeim tilvikum, sem kaupandi hefur ekki átt íbúð fyrir, þá verður hann að streitast við að borga þessi sjötíuprósent á fyrsta ári. Fram undirþetta hafa Húsnæðisstofnun- arlán verið lítið hlutfall af útborgun svo hinn nýi íbúðareigandi hefur þurft að eiga fjármagn, útvega aukalán eða einfaidlega lent t greiðsluþröng. Helsta vandamál íbúðamarkað- arins er því of lítil lán til nýrra eigenda á húsnæði og of stuttur greiðslutími af útborgun og af lánum. Bætt greiðslukjör Eins og margoft hefur verið bent á er íbúðamarkaðurinn íhaldssam- ur hvað varðar greiðsluform í við- skiptum. Þó eru þær hefðir, sem þar gilda ekki meira en nokkurra ára gamlar. Lánsfé er í raun lítill hluti af fjármagni í íbúðarhúsnæði og þó svo lánsfé til húsnæðismála aukist eitthvað, þá tekur það langan tíma að auka lánshlutfallið í íbúðar- húsnæði. Mikilvirkasta leiöin hér er, að láta húsnæðismarkaðinn fjármagna sig sjálfan. Það sem átt cr við er að fá seljendur til að lána kaupendum meira fjármagn og til lengri tíma en tíðkast hefur. Ef þetta tækist er það á við stóraukn- ingu á lánum til húsnæðismála. Þær aðferðir, sem nota mætti við að ná þessu marki eru nokkrar, en verða ekki raktar hér. Ný búsetu og eignarform Einkaeign á húsnæði hefur verið og er enn ódýrasti búsetukosturinn vegna ódýrra lána í verðbólgu meðan lán voru ekki verðtryggð og svo niðurgreiðslna á vöxtum á lánum og skattaívilnana vegna vaxta. Þá hefur lánsfjárskortur einnig hamlað öðrum eigna- og búsetuformum en einkaeign. Valmöguleikar almennings á því, hvaða eigna- og búsetuform hann kýs sér verða að vera raun- verulcgir. Fólk á að geta valið á milli þess að eiga sitt fjárniagn í eigin íbúð eða í hlutabréfum, verðbréfum eða í banka og geta síðan leigt annað fjármagn í þeirri íbúð, sem það býr í. Þá gæti leiguformið á fjármagninu verið leiguíbúð, búsetaíbúð, kaup- leiguíbúð eða lán í eigin íbúð. Til þess að þessir valmöguleikar séu raunhæfir, verða nokkrar forsend- ur að vera uppfylltar: 1. Möguleikar á ávöxtun á fjár- magni almennings. Á seinustu misserum hafa opn- ast nýir möguleikar fyrir al- menning að ávaxta fjármagn sitt á arðbæran hátt. 2. Hátt Iánshlutfall í íbúðarhús- næði. í nýju lögunum um Húsnæðis- stofnun er gert ráð fyrir háu lánshlutfalli til þeirra, sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Þetta fjármagn mættiveita sömu aðilum í formi búseta- eða leiguíbúðar. 3. Öll eignar- og búsetuform verða að vera álíka áhugaverð í efna- hagslegu tilliti. Nú virðist eirrkaeignarformið vera hagstæðast, bæði vegna beinna niðurgreiðslna á vöxtum á húsnæðislánum og vegna skatta- ívilnana. Til þess að leigjendur njóti svipaðra kjara og þeir, sem eiga íbúðir, þá þyrfti að auka skattaívilnanir þeirra eða greiða opinbera leigustyrki. Láglaunafólk sern ekki getur eignast íbúð nýtur ekki skattaíviln- ana á vöxtum húsnæðislána og í þeim tilvikum sem láglaunafólk á íbúð þá nýtist ekki skattafrádráttur vegna lágra tekna. Lausná húsnæðisvandanum Þær hugmyndir, sem hafa komið fram á seinustu árum um lausnir á húsnæðisvandanum, svo sem hug- myndir um leigu, búsetu og kaup- leiguíbúðir krefjast allar þess, að lánshlutfall sé hátt. Þessar hugmyndir eru að mínu mati ekki framkvæmanlegar, nema þremur ofannefndum forsendum sé fullnægt. Þar vegur þyngst annað atriðið, en það er útvegun á lánsfé. Lánsskorturinn er mikill á húsnæð- ismarkaðinum og það líður senni- lega þó nokkur tími þar til honum verður útrýmt, nema til komi mikið umrót á íslenskum fjármagnsmark- aði. Nýju Húsnæðisstofnunarlögin Það er ekki hægt að ljúka við grein um húsnæðismál án þess að minnast á nýju lögin um Húsnæðis- stofnun ríkisins. Lögin urðu til með nokkuð sér- stæðum hætti og eru byggð á sam- komulagi á milli ASÍ, VSÍ og VMS. Samkomulagið var hluti af síðustu kjarasamningum og ríkis- stjórnin gekkst inn á að útfæra það sem lagafrumvarp og koma því í gegnum Alþingi. Samkomulagið er snöggsoðið og virðist hafa verið gert á einni andvökunóttu í Garða- stræti og er auk þess greinilega gert án haldgóðra upplýsinga um nokk- ur mikilvæg atriði. Frumvarpið var smíðað sem lagarammi um samkomulagið og ber allt keim af fyrirmyndinni. Síðan var lagafrumvarpið lagt fram á Alþingi og afgreitt á einni viku rétt fyrir þinglok. Hinn stutti af- greiðslutími á Aiþingi gerði það að verkum að opinber umræða urn frumvarpið komst aldrei af stað. Vissulega má finna í nýju Hús- næðisstofnunarlögunum mörg já- kvæð og uppbyggileg atriði, en aftur á móti er augljóst að önnur þarf að bæta og endurskoða. Er þar fyrst að nefna ákvæði um lánsrétt vegna lífeyrissjóðs- greiðslna og lánsrétt hjóna. Þá mun ríkissjóður bera aukinn vaxta- kostnað þó svo heildarlán til hús- næðismála aukist ekki að ráði. Seinast ber að nefna að áætlun um fjölda lánshæfra umsókna virðist vera vanmetin og því lítur út fyrir að fljótlega verði lánsfjárskortur hjá Húsnæðisstofnun. Ofannefnd neikvæðu atriði þarf að endurskoða og undirbúa breyt- ingar á og það strax í haust, eins og margir aðstandendur laganna hafa þegar bent á. Með grein þessari fylgir ályktun SUF um húsnæðismál sem sam- þykkt var á þingi þess á Hrafnagili 29-30.ágúst.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.