Tíminn - 13.09.1986, Síða 9

Tíminn - 13.09.1986, Síða 9
Laugardagur 13. september 1986 Húsnæðismál - Ályktun Samband ungra framsóknar- manna fagnar þeim áföngum sem felast í hinum nýju lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, en jafn- framt vill SUF benda á nokkur atriði sem þarf að lagfæra í hinum nýju lögum og reglugerð sem þeim fylgja. SUF álítur að með því að fela Húsnæðisstofnun að hafa umsjá með stærri hluta af fjármagni líf- eyrissjóðanna en áður, þá skapist möguleikar til markvissari stjórn- unar á því fjármagni sem fer til húsnæðismála. Pá skapar hið nýja fyrirkomulag þægindi hjá lántakendum að geta fengið húsnæðislán á einum stað, jafnframt því sem strangari kröfur um kostnaðar og greiðsluáætlun lán- taka skapa öryggi hjá bæði lántök- um og lánveitendum. Forgangs- réttindi þeirra sem eru að eignast íbúð í fyrsta sinn og hátt lánshlut- fall til þeirra ásamt lcngri lánstíma skapar mjög bættar aðstæður hjá þessum aðilum til að fá þak yfir höfuðið. SUF vill að því ákvæði um lánsrétt vegna veru og greiðslu í lífeyrissjóði síðastliðin tvö ár verði breytt í ákvæði um uppsafnaðar greiðslur í tvö ár. SUF vill að þetta ákvæði verði haft inni tímabundið á meðan aðlögun að nýju húsnæð- islánakerfi á sér stað. Jafnframt vill SUF hvetja ungt fólk til sparnaðar á húsnæðisreikningum svo það hafi nægilegt byrjunarfjármagn við kaup á húsnæði. I kjölfar ákvörðunar um bann við vísitölubindingu launa frá árinu 1983 og þeirri kjaraskcrðingu sem fylgdi, þá sköpuðust miklir greiðsluerfiðleikar á húsnæðislán- um hjá fjölda launafólks. Þessir erfiðleikar endurspegluðust í mismun á hækkun launa annars- vegar og í lánskjaravísitölu hins- vegar. Til að koma í veg fyrir erfiðleika sem þessa í framtíðinni þá ályktar SUF að höfuðstóll lána skuli eftir sem áður breytast í takt við lánskjaravísitölu, en greiðslu- byrði og afborganir á lánum mið- ist við launavísitölu. Á þeim tíma- bilum þegar launavísitala hækkar minna en lánskjaravísitala þá skal tilsvarandi upphæð af afborgunum lána leggjast á höfuðstól og greið- ast síðar. Greiðslutími lána mun því lengjst sem þessum mismun á afborgunum nemur. SUF álítur að meginmarkmið húsnæðislána og húsnæðisstefnu sé að skapa almenningi öruggt og viðunandi húsnæði á bestu mögu- legum kjörum og skapa fjölskyld- um og einstaklingum jafna mögu- leika til þess búsetu og eignarforms sem þessir aðilar velja sér. Eitt það atriði sem gæti jafnað þann mun sem er á opinberum stuðningi til þeirra sem eiga hús- næði og þeirra sem leigja, er að greiða leigustyrki. Leigjendur eru oft láglaunafólk sem getur hvorki eignast íbúð né notið skattaíviln- ana vegna lágra tekna. SUF vill benda á fleiri leiðir til að ná fram markmiðum nýja hús- næðislánakerfisins. Þar á meðal einstaklingsbundin lán sem annað hvort fylgdu einstaklingum á milli eigna líkt og lífeyrissjóðslán eða að áhvílandi húsnæðislán verði gerð upp í hvert sinn sem eign er seld og öðlist menn þá lánsrétt strax við næstu húsnæðiskaup. Nýju lögin um húsnæðisstofnun verði endurskoðuð nú þegar í þing- byrjun, þannig að réttur náms- manna til hámarks lána sé tryggður, þótt þeir hafi ekki greitt í lffeyrissjóði síðastliðin 2 ár. SUF leggur til að ákvæði um byggingarhraða nýrra íbúða fyrir Verkamannabústaði sem kveður á um að byggingartími sé eigi skemmri en 18 mánuðir. verði fellt brott og t' staðinn komi ákvæði sem segi að byggingarfími verði eigi lengri en 18 mánuðir. Tíminn 9 <9jO leikfélag REYKJAVlKHR Leikhússtjóri Staöa leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur fyrir tímabiliö 1. september 1987 til 31. ágúst 1990 er laus til umsóknar. Viðkomandi þarf að geta hafiö störf að hluta 1. janúar 1987. Umsóknirsendist formanni Leikfélags Reykjavíkur í pósthólf 208, 121 Reykjavík, í síðasta lagi 10. október 1986. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur £2 9 I ■’ REYKJAVIKURBORG Staða sálfræðings hjá Dagvist barna í Reykjavík er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur fram- kvæmdarstjóri og forstöðumaður sálfræðideildar í símum 27277 og 22360. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þarfástfyrirkl. 16.00, mánudaginn 29. sept. ’86. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 SlMI (91) 68M1I Orðsending til viðskiptamanna Samvinnutrygginga Frá 15. september nk. verða skrifstofur okkar í Ármúla 3, opnar frá kl. 09.00-17.00, mánudaga- föstudaga. Frá sama tíma verður umboð Samvinnutrygginga í Hafnarfirði einnig opið frá kl. 09.00-17.00 dag- lega. Samvinnutryggingar g.t. Ármúla 3, Sími681411 ■S&IH t Heilshugar þakkir færum við ykkur öllum er sýndu okkur samúð vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ingvars Á. Indriðasonar frá Arnarholti og heiðruðu hans minningu. Ykkur er beðið blessunar Halldóra Jósefsdóttir, börn, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn DRATTARYELAR TIL AFGREIÐSLU STRAX Á EFTIRFARANDI VERÐUM CASEIH 58TXL 2X4 62 hö. Kr. 610.000 CASEIH 68TXL 2X4 72 hö. Kr. 625.000 CASEIH 1394 2X4 77 hö. Kr. 680.000 CASEIH 1394 4X4 77 hö. Kr. 820.000 CASEIH 1494 4X4 75 hö. Kr. 875.000 Allar ofangreindar vélar hafa Luxus hús með sléttu gólfi Vökvaskiptingu Lyftutengdan dráttarkrók Allur fullkomnasti fáanlegur búnaður Væntanlegar síðar í mánuðinum CASE IH 485 L 2X4 54 hö. Kr. 480.000

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.