Tíminn - 18.09.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 18. september 1986
„Kringlumýrarviti“ logar ekki
Gönguljósin á Kringlumýrarbruut
fyrir neðan gatnamót Laugavegs og
Kringlumýrarbrautar eru óvirk
þessa dagana vegna þess að flytja
þarf staurana fyrir vinstri beygju
sem á að koma þarna. Að sögn
gatnamálastjóra verður verkinu trú-
lega lokið eftir helgi og ætti þá að
kvikna ljós á perum gangbrautarvit-
ans þegar skólabörn þurfa á að halda
til að komast leiðar sinnar.
Skagafjörður:
um helgina
Stærstu stóðréttir í haust verða
í Skagafirði og í Húnavatnssýsl-
um. Næstkomandi sunnudag, 21.
sept. verður réttað í Skarðarétt í
Gönguskörðum og byrjar réttin
um hádegi. Sama dag verður
réttað í Reynisstaðarétt í Staðar-
hreppi og verða þær síðdegis.
Laugardaginn 27. september verð-
ur réttað í Víðidalstungurétt í
V-Húnavatnssýslu og laugardag-
inn 4. október verður réttað í
Laufskálarétt í Hjaltadal.
ABS
Skólasálfræðingar:
Ófremdarástand
í sérkennslu
Ráðstefna skólasálfræðinga,
sem haldin var fyrir skömmu sendi
frá sér harðorða ályktun um nauð-
syn þess að menntamálaráðuneytið
beitti sér fyrir endurskipulagningu
á sérkennslumálum í grunnskólum
landsins hið bráðasta, þannig að
„þau börn sem þarfnast sérkennslu
að dómi sérfræðinga fái hana.“
I ályktuninni segir ennfremur:
„í öllum fræðsluumdæmum lands-
ins meta sálfræðingar fræðsluskrif-
stofanna árlega þörf nemenda á
sérkennslu. Pessi áætlun um þörf á
sérkennslu er síðan send mennta-
málaráðuneytinu, sem oftast úr-
skurðar annað og lægra mat án
röksemda."
Að sögn Helga Viborg skólasál-
fræðings, hefur heildarskipulagi á
sérkennslu um árabil verið ábóta-
vant og vafalítið mætti nýta það
fjármagn og starfslið sem fyrir
hendi er betur en nú er gert með
markvissari heildarstjórn. Hann
benti á að möguleikar fræðslustjór-
anna í hinum einstöku fræðslu-
umdæmum væru takmarkaðir og
þannig væri sá ágreiningur, sem
upp kom milli fræðslustjórans
á Norðurlandi cystra og
menntamálaráðherra dæmigerður
fyrir það sem væri að gerast í öllum
fræðsluumdæmum, það færi ein-
ungis hljóðar.
„í ályktun skólasálfræðinganna
segir að lokum: Ágreiningsefni
fræðslustjórans á Norðurlandi
eystra og menntamálaráðherra
endurspeglar því þennan vanda
allra fræðslustjóranna."
Göngum flýtt vegna nýja kjötmatsins:
Bændur að I júka
fyrstu göngum
Fyrstu göngum og réttum er flýtt
nokkuð á ýmsum stöðum á landinu
nú í haust. Það er einkum gert vegna
nýs kjötmats sem kveður á um
verðfellingu á mjög feitu kjöti og mikla
verðfellingu á hmtakjöti sem lagt er inn
eftir 1. nóvemer. Einnig er töluverð
verðfelling á hrútakjöti sem lagt er inn
eftir 10. október. Einnig er göngum
og réttum flýtt til þess að þær standi
yfir um helgar til þess að kaupstaða-
fólk geti tekið þátt í þeim og einnig
til þess að sem stærst svæði séu
smöluð sama daginn.
Þannig verða t.d. fyrstu göngum
og réttum í Landnámi lngólfs flýtt
frá og með þessu hausti um einn til
tvo daga eftir því hvaða rétt er um
að ræða og þriðju leitum verður flýtt
um tvær vikur alls staðar í Landnámi
Ingólfs. Þær verða dagana 18.-20.
október.
Laugardaginn 20. september
verður réttað í Þingvallasveit í Heið-
arbæjarrétt, við Kolviðarhól í Hús-
múlarétt, í Grafningi í Nesjavalla-
rétt og verða þessar réttir allar eftir
hádegi en í Kaldárrétt við Hafnar-
Blönduós:
Farandsöngvarinn
á ferð og flugi
í félagsheimilinu á Blönduósi mun
fslenska óperan í samráði við Tón-
listarfélag A-Húnavatnssýslu setja
upp Farandsöngvarann eftir Verdi.
Þykir félagsheimilið eitt hið full-
komnasta á landinu og verður vand-
að til uppsetningarinnar sem frekast
er unnt.
Farandsöngvarinn er glæsileg sýn-
ing sem gekk fyrir fullu húsi í
Reykjavík sl. vor. Hún hefur hlotið
ágæta dóma gagnrýnenda og sam-
kvæmt því eiga Austur-Húnvetning-
ar í vændum stórkostlega og
ógleymanlega kvöldstund. Ekki
mun hljómsveit fylgja Farandsöng-
varanum á ferð hans heldur er
undirleikur á flygli. Sviðssetning
verður þó með glæsilegu móti.
f fréttatilkynningu íslensku óper-
unnar segir „Erlendir gagnrýnendur
og óperufólk sem séð hefur sýning-
una eru samdóma um að þessi upp-
færsla sé ein hin besta sem boðið er
upp á í heiminum í dag. Þetta eru
stór orð en ekki seld dýrari en þau
voru keypt.“
í helstu hlutverkum eru Garðar
Cortes, Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
Kristinn Sigmundsson, Hrönn Haf-
liðadóttir og Viðar Gunnarsson.
Þór
Arkitektar á
Kjarvalsstöðum
f kvöld munu arkitektar kynna
tillögur sínar að skipulagi ýmissa
borgarhluta í Reykjavík. Þarna
verða bæði kynntar tillögur sem
þegar hafa verið samþykktar eða
staðfestar eins og skipulag
Kringlunnar og flugvallarsvæðis-
ins en það síðastnefnda var ein-
mitt staðfest af skipulagsstjórn
ríkisins á dögunum. Þá verða
höfundar tillagna um skipulag
kvosarinnar á staðnum og eins
arkitektar sem unnið hafa að
skipulagsmálum Þingholtanna og
gamla Vesturbæjarins. Arkitekt-
arnir verða í austursal Kjarvals-
staða fimmtudagskvöldið 18.
september frá klukkan átta til tíu
og skýra teikningar sínar og líkön
fyrir sýningargestum og svara
fyrirspurnum.
fjörð er réttað síðdegis á laugardag.
Á sunnudaginn 21. september verð-
ur réttað eftir hádegi í Fossvallarétt
við Lækjarbotna en á mánudag er
réttað fyrir hádegi í Grindavík í
Þórkötlustaðarétt, í Þingvallarétt, í
Mosfellssveit í Vatnsrétt, í Selvogi í
Selvogsrétt, í Grafningi í Selflatarétt
og í Vatnsleysustrandarétt. Um há-
degi á mánudag verður réttað í
Kjósarétt og síðdegis í Kollafjarðar-
rétt. Á þriðjudag er réttað í Ölfus-
rétt fyrir hádegi.
Fyrstu göngum er víðast lokið á
Norðurlandi, a.m.k. í stærstu réttun-
um og sömu sögu er að segja víða á
Austur- og Vesturlandi. Víða á land-
inu var byrjað að slátra fé viku fyrr
en venjulega vegna þess að Fram-
leiðsluráð bauð þeim bændum sem
lögðu inn dilka sína fyrstu tvær
vikurnar í september mun hærra
verð en það verð sem greitt verður
seinni hluta sláturtíðarinnar. Þannig
fá bændur greitt 8% hærra verð fyrir
dilka sem slátrað var fyrstu vikuna í
september, en 4% hærra verð fyrir
dilka sem slátrað var aðra viku af
september. Kjöt af dilkum sem slátr-
að er eftir 15. september verður
greitt þeim mun lægra verði.
ABS
Bifreiðaumboð:
Jöfur hf. kaupir Peugeotumboðið
þetta er þróunin segir Ragnar J. Ragnarsson hjá Jöfur hf.
Jöfur hf. hefur nú nýlega keypt
hlut úr fyrirtækinu Hafrafelli, hf.
Fylgdi Peugeot bifreiðaumboðið
kaupunum.
Að sögn Ragnars J. Ragnarssonar
hjá Jöfur hf. þá er þróunin sú að
bifreiðaumboðin verði í höndum
færri, en að sama skapi sterkari
umboðsfyrirtækja. Hann sagði að
þau fyrirtæki sem eru með aðeins
eitt umboð og geta ekki þjónað
nema takmörkuðum hluta markaðs-
ins, þau munu eiga mjög erfitt
uppdráttar í framtíðinni. Allur til-
kostnaður sé mikill þar sem krafan
um stóraukna og bætta þjónustu sé
nú meiri en hún var hér áður.
Því sé sífellt erfiðara fyrir lítil
fyrirtæki að halda uppi viðamikilli
þjónustu.
Ragnar benti einnig á að sama
þróun ætti sér stað út í heimi, þar
sem bifreiðaframleiðendur samein-
ist og samvinna stórfyrirtækja í þess-
um iðnaði hefði stóraukist á síðustu
árum.
Finnbogi Eyjólfsson hjá Heklu hf.
tók í sama streng. Þróunin væri í átt
að færri en sterkari umboðsfyrir-
tækjum sem væri neytendum í hag,
því þau ættu mun auðveldara með
að veita viðskiptavinum sínum betri
og öruggari þjónustu.
hm.
VARAHLUTIR I
INTERNATIONAL
NTCRNA Í KJNAL HARVESTER
ÁGÓÐU VERÐI
8l
USmHF
Jámhálsi 2 Simi 83266 HORvk.
Pósthólf 10180