Tíminn - 18.09.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.09.1986, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Fimmtudagur 18. september 1986 llllllllllllllllllllllllill ÍÞRÓTTIR Sveinbjörn Hákonarson revnir að klóra í bakkann. Allt kom þó fyrir ekki, Skagamenn voru teknir í karphúsið. UEFA-keppnin í knattspyrnu: Snillingar að verki - Portúgalska liðiö Sporting Lissabon sigraði ÍA með níu mörkum gegn engu - Knattspyrna gestanna augnayndi „Langbesti leikur Vals“ „Ef Guðni Bergsson hefði spil- að með og gefið vörninni þá dýpt sem þurfti hefðum við ekki séð þessar tölur“ sagði Grímur Sæmundsen fyrrum leikmaður með Val eftir Ieikinn gegn Ju- ventus í gærkvöld. „Við gáfuin þeim ódýr mörk cn þetta er Iangbesti leikur sem ég hef séð þetta lið spila og nokkrir leik- menn sýndu hreint frábæran leik. Ég er mjög bjartsýnn fyrir leikinn heima, við ættum að geta náð jafntefii" sagði Grímur. „Það er alveg stórkostlegt að sjá þessa menn spila sérstaklega Platini og Laudrup, það var hreint ótrúlegt að sjá hvaða hluti Laudrup gerði í kvöld, hann er að niínu mati besti knattspyrnumað- ur í heiini."1 „Hljóðið í mönnum er mjög gott eftir leikinn, leikur Vals- manna var mun betri en marka- talan gefur til kynna, T.d. átti Hilmar Sighvatsson skalla rétt yfir markið snenima í leiknum og svo björguðu þeir á línu eftir skot frá Amunda. Þó leikmenn Ju- ventus hafi skorað 7 mörk fengu þeir engan gífurlegan fjölda af tækifærum, þessir inenn eru bara svo góðir að ef þeir komast í færi þá er mark“ sagði Gríntur Sæmundsen að lokum. Urslit: Evrópukeppni meistaralida: PSV (Holland)-B. Munchen (V-Þ) 0-2 Porto (Portúg.)-Rabat Ajax(Malta) 9-0 Beggen(Lux.)-Austria Vín(Austurr.) 0-3 Rauða Stjarnan (Júgósl.)- Panathinaikos(Grikkl.) 3-0 Zagora (Búlg.)-Dynamo Kiev (Sovét.) 1-1 Young Boys (Sviss) - R. Madrid (Spánn) 1-0 Anderl. (Belgíu) - Gornik Zabrze (Póll.) 2-0 Bröndb. (Danm.) - Honved (Ungverjal.) 4-1 Besiktas (Tyrkl.) - Tirana (Albaníu) 2-0 Nicosia (Kýpur) - Helsinki (Finnl.) 1-0 Rosenb. (Noregi) - Linfield (N-írl.) 1-0 Örgryte (Svíþj.) - Dynamo Berlin (A-þ) 2-3 Shamrock (írl.) - Celtic (Skotl.) 0-1 St. Germain (Frakkl.) - Vitovice (Tékk.) 2-2 Steaua Bucharest (Rúmeníu) fer sjálfkrafa í 2. umferd Evrópukeppni bikarhafa: Rapid Vín (Austurr.)- Fc Brugge (Belgíu) 4-3 Roma (Italíu) - Zaragoza (Spáni) 2-0 Tirana (Albaníu) - D. Bucharest (Rúm.) 1-0 Aberdeen (Skotl.) - Sion (Sviss) 2-1 Waterford (írl.) - Bordeaux (Frakkl.) 1-2 Malmö (Svíþj.) - Limasson (Kýpur) 6-0 Bursaspor (Tyrkl.) - Ajax (Holland) 0-2 Zurrieq (Möltu) - Wrexham (Wales) 0-3 Valkeakosken (Finnl.) - Torpedo (Sovót.) 2-2 Piraeus (Grikkl.) - Luxemburg (Lux.) 3-0 Stuttgart (V-þ) - Spartak Trnava (Tókk.) 1-0 Glentoran (N-írl.) - Lokomotiv (A-þ 1-1 Vasas (Ungverjal.) - Mostar (Júgósl.) 2-2 Evrópukeppni félagslida: Lens (Frakkl.) • Dundee Utd. (Skotl.) 1-0 Atlet. Bilbao (Spáni) - Magdenburg (A-þ) 2-0 Atlet. Madrid (Spáni) - W. Bremen (V-þ) 2-0 Pecsi Munkas (Ungv.)-Feyenn. (Holl.) 1-0 Sparta Prag (Tékk.)-Vitoria Setub.(Port.) 1-1 Hearts (Skotl.)-Dukla Prag(Tékk.) 3-2 Nantes (Frakkl.)-Torino (Ítalíu) 0-4 Kalmar (Svíþj.)-Leverkusen (V-Þ.) 1-4 Dynamo Minsk(Sovét)-Raba Eto(Ungv.) 2-4 01omouc(Tékk.)-Göthenburg(Sviþj.) 1-1 Coleraine(N-írl.)-Brandenburg(A-Þ.) 1-1 Legia Warsaw(Póll.)-Dnepropetr.(Sovét) 0-0 Rangers(Skotl.)-Tampere(Finnl.) 4-0 Uerdingen(V-Þ.)-Carl Zeiss Jena(A-Þ.)3-0 Linz(Austurr.)-Widzew Lodz(Póll.) 1-1 Beveren(Belgíu)-Valerengens(Noregi) 1-0 Ofi Crete(Grikkl.)-Hadjuk Split(JúgósL) 1-0 Flamura Vlora(Albaníu)-Barcelona(Spáni) 1-1 Florentina(ítal.)-Boavista(Portúgal) 1-0 Hibemians(Möltu)-Trakia Plovidiv(Búlg.) 0-2 Swaroski Tirol(Austurr)-Sredetz Sofía(Búlg) fr. Inter Milano(ítaliu)-Aek Athena(GrikkL) 2-0 Craiova(Rúmeníu)-Galatasaray(Tyrkl.) 2-0 Rijeka(Júigósl.)-Standard Liege(Belg.) 0-1 Napoli(ítaliu)-Toulouse(FrakkI.) 1-0 Spartak Moskva(Sovét.)-Lucern(Sviss) 0-0 Portúgalska knattspyrnuliðið Sporting Lissabon sýndi landanum í gærkvöldi hvernig á að leika nútíma- knattspyrnu. Portúgalarnir léku sér að Skagamönnum á Laugardalsvelli í gærkvöldi, skoruðu níu mörk, já níu mörk án þess að Skagamenn næðu að svara. Útreiðin var hroða- leg en svona fer stundum þegar annað liðið sýnir yfirburði á öllum sviðum knattspyrnunnar, það gerðu leikmenn Sporting svo sannarlega. Akurnesingarnir komu ákveðnir til leiks og sóttu djarft fyrstu mínút- urnar. Það stóð stutt yfir. Á 10. mínútu lét Ólafur Þórðarson hirða af sér boltann út við teig, Zinho var þar að verki og lék hann boltanum í gegnum kiof eins varnarmanns jreirra gulklæddu áður en hann gaf á Manuel Fernandes sem skoraði af stuttu færi 0-1. Englendingurinn Rafael Meade, Það var svartur dagur hjá íslensku liðunum í Evrópukeppninni í gær, Skagamenn töpuðu 0-9 og Vaismenn fengu á sig 7 mörk gegn stórliðinu Juventus í Torino á Italíu. Valsmenn byrjuðu þó betur en Skagamenn, það var ekki fyrr en á 18. mínútu sem fyrsta markið kom, þrumuskot af löngu færi upp í hornið, óverjandi fyrir Guðmund Hreiðarsson. Það var Daninn Mic- hael Laudrup sem skoraði þetta mark og hann var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar er hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn Vals og skoraði. Laudrup skoraði síðan þriðja mark sitt í síðari hálfleik. Serena skoraði mark eftir stungu- fyrrum Arsenalleikmaður, bætti öðru marki við 5 mínútum síðar er hann stakk vörn Skagamanna af í orðsins fyllstu merkingu 0-2. Meade skoraði sitt annað mark á 38. mínútu eftir sendingu frá hinum leikna Zinho. Sóknin var augnayndi, boltinn látinn rúlla með einni snert- ingu, hraði og stöðuskiptingar. Skagamenn horfðu á 0-3. Stuttu fyrir leikhlé bætti svo Fern- andes fjórða markinu við úr víti eftir að Oceano hafði verið felldur, 0-4. í síðari hálfleik kom McDonald inná í lið Sporting og það var hann sem skoraði með skalla á 50. mínútu 0-5. Tíu mínútum síðar óð Zinho í gegnum vörn Skagamanna eins og hún lagði sig, frábær einleikur. Birk- ir varði skot Zinho en McDonald fylgdi vel á eftir og skoraði 0-6. Mexíkaninn Negréte skoraði síð- an á 61. mínútu eftir að Fernandes hafði vaðið upp völlinn, 0-7. sendingu frá Platini skömmu fyrir leikhlé en önnur mörk ítalanna skor- uðu þcir Cabrini mcð þrumuskoti snemma í síðari hálfleik, Vignola og Briaschi. Staðan í hálfleik var 3-0. Italskir knattspyrnuunnendur hafa væntanlega verið kátir í gær- kvöld því öll ítölsku liðin sex sem taka þátt í Evrópukeppnunum sigr- uðu í sínum leikjum. Stærst- ur var sigur Juventus á Val, 7-0 en mikilvægastur hefur sennilega verið sigur Torino gegn Nantes í Frakk- McDonald setti sitt þriðja mark inn stuttu fyrir leikslok, 0-8. Það var svo hinn snjalli Zinho sem skoraði ní- unda markið úr víti á lokamínút- unni, 0-9. Portúgalska liðið á hrós skilið fyrir frábæra knattspyrnu. Víst er að hingað hafa komið frægari lið en Sporting en hinsvegar hefur varla betri knattspyrna sést frá erlendu liði á Laugardalsvelli. Tækni, hraði, samvinna, uppbygging sókna og leikskilningur allra leikmanna Sport- ing var í hæsta gæðaflokki. Pétur Pétursson var cini leikmað- ur Skagamanna sem ógnaði marki Sporting. Hann hefði sómt sér vel meðal hinna röndóttu. Guðbjörn Tryggvason átti einnig ágæta spretti. í heild réð þó Skagaliðið ekki neitt við neitt og flestir leikmannanna hcfðu eflaust viljað vera upp í stúku á meðan á ósköpunum stóð. Valsmenn fengu nokkur ágæt færi í leiknum og voru ckki á því að gefast upp en þeir voru einfaldlega að leika gegn sér mun sterkara liði og því fór sem fór. landi, 4-0 á útivelli. Það voru Ajax frá Möltu og Skagamenn sem máttu þola stærstu ósigrana í gærkvöld, 9-0. Það voru portúgölsk lið sem léku smáþjóða- liðin svo grátt, Sporting ÍA og Porto Ajax. Sjá úrslit annarsstaðar á síðunni. Laudrup með þrjú mörk - þegar Valur tapaöi 0-7 fyrir Juventus Itölsku liðin sigruðu öll Leggur Zico skóna á hilluna? Zico, einn fremsti knattspyrnu- maður Brasilíumanna fer í rann- sókn á hné í Bandaríkjunum í dag. Hann sagði í samtali við frétta- menn að læknir Flamengo, knatt- spyrnuliðs hans, hefði haft sam- band við sérfræðing ■ Bandaríkj- unum. Zico sagðist vera orðinn þreyttur á eilífum meiðslum og að hann vildi fá úr því skorið ■ eitt skipti fyrir ðll hvort hann gæti áfram leikið knattspyrnu af full- um krafti. Ef ekki teldi hann best að leggja skóna á hiliuna. Zico meiddist fyrst í ágúst á síðasta ári í leik í Rio De Janeiro og fór þá í uppskurð á vinstra hné. Hann fór ekki að leika aftur fyrr en í febrúar og skoraði þá 3 mörk í leik gegn Fluminense. Síðan fór hann með brasilíska Iandsliðinu í æfingabúðir fyrir heimsmeistaramótið ■ Mexíkó. Þar meiddist hann aftur og gat lítið leiki ■ Mexíkó. Eftir heim- komuna til Brasilíu meiddist hann enn í hnénu og ákvað í framhaldi af því að fara í rannsókn. Johnson endaði vel Sprettharðasti hlaupari heims á þessu ári, Ben Johnson frá Kanada lauk keppnistímabilinu með auðveldum sigri í 100 m hlaupi á alþjóðlegu frjálsíþrótta- móti í Tókýó á mánudag. Tíminn var fremur slakur, 10,26 sek. en Johnson sagðist í viðtali við Reut- ers fréttastofuna vera orðinn þreyttur að afloknu löngu en góðu keppnistímabili. Takmörk sín í framtíðinni segir hann að bera gull á heimsmeist- aramótinu næsta sumar, gull á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og bæta heimsmetið í 100 m hlaupi. Það á Calvin Smith, Bandaríkjunum , 9,93 sek. John- son á best 9,95 sek. síðan á Friðarleikunum í Moskvu í sumar. Mútuðu dómaranum en töpuðu samt Leikmenn sovéska knatt- spyrnuliðsins Stroitel Cheropo- vets sem leikur í 3. deild sendu knattspyrnuyfirvöldum þar í landi bréf þess efnis fyrir nokkru að framkvæmdastjóri félagsins hefði stungið í eigin vasa fé sem kom frá liðsmönnum og var ætlað til að múta knattspyrnudómur- um. I bréfinu kom fram hvernig frámkvæmdastjórinn hafði mút- að dómurum fyrir leiki liðsins og þar var einnig sagt frá minnisbók sem hann hélt um stærðir og aðferðir við mútumálin. Leikmenn liðsins fór að gruna framkvæmdastjórann um græsku þegar liðið tapaði leik þrátt fyrir að þeir hafi látið af hendi rakna fé tii að hagræða úrslitunum. Ekki liggur Ijóst fyrir hvort leikmönnunum verður refsað og ekki fer heldur sögum af gengi liðsins í 3. deild. Höfum flutt skrífstofumar að FOSSHÁLSI27. - Nýtt símanúmer: HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.