Tíminn - 18.09.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.09.1986, Blaðsíða 16
RESSA fíÆTA ÞAÐ VAR svartur dagur 1 hjá íslensku liöunum í Evr- ópumótunum í knattspyrnu í gær. 16 sinnum hafnaði 1 knötturinn í netinu, 9 sinn- um hjá ÍA í leiknum gegn : Sporting Lissabon á Laug- ardalsvelli og 7 sinnum hjá Val gegn Juventus í Torino á ftalíu. Sjá íþróttasíðu bls. 9. Rmmtudagur 18. september 1986 Leiö fundin framhjá banni viö meirihlutaeign erlendra aðila í íslenskum fvrirtækium Meirihlutaeign sænsks auð- jöfurs í íslensku fyrirtæki Höfuö Wallenbergættarinnar á60% í Silfurbergi h.f., hugmyndin frá Þróunarfélaginu komin. Að frumkvæði Þróunarfélags fs- lands hf. var föstudaginn 12. sept- ember sl. stofnað nýtt hlutafélag, „Fjárfestingarfélagið Silfurberg h.f.“. Það er eftirtektarvert að hinu nýja félagi er ætlað hlutverk sem Þróunarfélaginu sjálfu er að hluta ætlað, þ.e. „að stuðla að eflingu íslensks atvinnulífs með því að ieggja fram hlutafé í nýjum fyrir- tækjum á íslandi," en auk þess er ekki síður markvert að hið nýja félag er að 60% í eigu erlends einstaklings, sænska auðjöfursins Peter Wallenberg. Peter Wallenberg er nú höfuð hins mikla fjármálaveldis Wallen- berg-fjölskyldunnar, en auk hans á annar þungaviktarmaður í sænskum fjármálaheimi sæti í stjórn Silfur- bergs, Curt Nicolin, stjórnarformað- ur ASEA stórfyrirtækisins. Það er reyndar vera þessara tveggja manna sem forsvarsmenn Þróunarfélagsins, þeir Ólafur Davíðsson og Gunnlaug- ur M. Sigmundsson frkst. telja mik- inn akk að, þar sem þar náist persónuleg tengsl við áhrifamenn í sænsku atvinnulífi og eru vonir við það bundnar að þar með opnist auknir möguleikar til tæknisam- vinnu við háþróaðan sænskan iðnað. í íslenskum lögum hefur verið lagt bann við meirihlutaeign erlendra aðila í íslenskum fyrirtækjum, en að sögn forráðamanna Þróunarfélags- ins hefur það verið þrautkannað að hér er ekki brotið í bága við lög. Silfurberg hf. mun ekki eiga neinar umtalsverðar fasteignir hér á landi og starfsemi fyrirtækisins mun ekki falla undir bankastarfsemi. Heildarhlutafé fyrirtækisins við stofnun er 25 millj. króna og leggur P. Wallenberg þar persónulega til 15 milljónir kr., en Þróunarfélagið 5 millj. kr. Aðrir hluthafar eru Jón Magnússon, stjórnarformaður Rönning hf., verktakafyrirtækið Hagvirki hf. og Guðmundur Á. Birgisson, bóndi Núpi Ölfusi. Gunnlaugur M. Sigmundsson, framkv.stj. Þróunarfélagsins hefur verið kosinn formaður stjórnar Silf- urbergs. phh Listaglaðningur væntanlegur: Munch í Norræna húsinu - 40 listaverk auk lögregluþjóna í varöstööu Norræna húsið mun opna þann 27. þessa mánaðar mikla sýningu á verkum Itins heimsfræga norska mál- ara, Edvards Munch. Hér er um 39 olíumálverk að ræða auk einnar teikningar og eru vcrkin öll komin frá Munch-safninu í Noregi. Edvard Munch er vafalaust frægastur allra listmálara sem frá Norðurlöndum hafa komið og verk hans verðmæt eftir því. Munu myndirnar verða sendar hingað í tvennu lagi, þar sem ekki þykir á það hættandi að flytja öll vcrkin í einu. Þá verður lögrcglu- vörður settur dag og nótt til að gæta verkanna, meðan þau eru hér á landi. Sýningin stendur til 2. nóvember og jafnvel þó þetta sé ekki í fyrsta sinn sem verk eftir Munch eru sýnd hér á landi er tvímælalaust um meiriháttar listvið- burð að ræða. íslensku liðin burstuð íslensku félagsliðin ríða ekki feit- um hesti frá Evrópukeppnum þeim sem eru nú hafnar. Eftir fyrri umferð fyrstu umferðar hafa þrjú íslensk lið fengið á sig samtals nítján mörk á tveimur dögum í viðureignum við lið Juventus, Katowice og Sporting Lissabon. Fram tapaði þrjú núll, Valur sjö núll og Skagamenn voru burstaðir á Laugardalsvelli í gær níu núll. Myndin er frá leik Skagans og Sporting í gær. Sjá íþróttir bls 8-9. Staöa rannsóknar- lektors í sagnfræöi: Hannes Hólm- steinn settur í stöðuna - þar til hún verður auglýst um áramót Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur verið settur í stöðu rannsókn- arlektors í sagnfræði við Háskóla íslands frarn til áramóta, en Michael M. Karlsson var skipaður í stöðu lektors við heimspekideild. Michael hefur gegnt stöðu lektors við heim- spekideildina á undanförnum árum en ekki hefur fengist heimild til að auglýsa stöðuna og þar með að fastsetja hana við deildina fyrr en nú. Hannes Hólmsteinn sótti um stöðu lektors við heimspekideild en menntamálaráðherra ákvað að skipa Michael í þá stöðu, þarsem hann var talinn hæfastur til að gegna þeirri stöðu áfram, sem hingað til. Rann- sóknarlektorsstaða sú sem Hannes var settur í til bráðabirgða var ekki auglýst, en að sögn Páls Skúlasonar verður staðan auglýst um áramót. Þessari stöðu gegndi áður Þór Whitehead en hann hefur nú verið skipaður prófessor við Háskólann. Hannes Hólmsteinn hefur einnig verið ráðinn stundakennari við heimspekideild til að kenna „Hug- myndasögu 19. aldar“ sem er á cand. mag. stigi í sagnfræði. ABS Nægar kart- öflubirgðir Kartöfluuppskera er að jafnaði mjög góð yfir allt landið og hvergi er vitað til að uppskerubrestur hafi orðið. Uppskeran er hins vegar misgóð, t.d. fá kartöflubændur í Þykkvabænum uppskeru eins og í meðalári, sem er mun minna en uppskeran varð hjá þeim í fyrra. Á móti kemur að mjög góð uppskera er í Eyjafirði og í Hornafirði og á þeim stöðum er uppskeran meiri en í fyrra, enda var það ekki gott kartöfluár hjá þeim. Einnig hefur uppskera hjá einstaklingum sem rækta kartöflur til eigin heimilis- nota víðast hvar verið góð, t.d. er mjög góð uppskera í garðlöndum Reykvíkinga. Víðast hvar cru bændur að klára að taka upp kartöflur og hefur upptakan gengið mjög vel í blíð- viðritiu sem hefur verið unt mest allt land að undanförnu. Að sögn kartöflubænda er ekki búist við offramleiðslu á kartöflum í ár. Uppskeran frá síðasta ári seldist öll og ekki er búist við meiri uppskeru yfir landið en varð í fyrra. Að sögn Gests Einarssonar framkvæmdastjóra Ágætis er kart- öflusalan ekki mikil þessa dagana. Það er í samræmi við síðustu ár því þetta er sá tími sem fólk nýtir þær kartöflur sem það hefur ræktað sjálft. Heildsöluverð á kartöflum frá Ágæti er 42,90 en smásöluverð er frjálst og þvf mjög mismunandi eftir verslunum. ABS Kennaraháskólinn er nú kvennaskóli aðeins 14% nýnema karlar Fimmtán karlmenn hófu nám við Kennaraháskóla íslands í haust en 107 konur. Það þýðir að rétt um 14% nýnema við skólann eru karlar og hefur hlutfall þeirra af nemendum sem hefja nám við skólann aldrei verið lægra. Frá því að kennaraskól- inn var færður yfir á háskólastig árið 1971 hefur skólinn smám saman verið að færast í þá átt, einkum hin síðari ár, að vera kvennaskóli. Þann- ig hefur hlutfall karla af þeim hópi sem hefur nám við skólann minnkað frá 1980 úr um 25% og niður í 14,6% í fyrra og síðan 14% í ár eins og áður segir. Samkvæmt upplýsingum Tímans hefur orðið vart sömu þróunar í kennaraháskólum á Norðurlöndum þar sem karlmönnum hefur stór- fækkað á undanförnum árum og eru nú um 30-40% af heildarnemenda- fjölda. Engu að síður hefur þessi þróun orðið mun hraðari hér á landi og gengið lengra, en í nágranna- löndunum. Aðspurður sagði Jónas Pálsson rektor Kennaraháskólans að trúlega væri skýringarinnar á þessu misvægi kynjanna að leita í því, að launakjör hafa versnað og því væri kennara- starfið í auknum mæli að verða að kvennastarfi. Benti hann á að Iengi vel hafi kvenfólk verið í meirihluta í fyrrihluta grunnskóla en karlmenn aftur fjölmennari í unglingadeild- unum, en eftir að grunnskólinn var sameinaður fóru launakjörin í grunnskólanum almennt að versna og karlmönnum að fækka. „Það má ef til vill orða það sem svo að þessi kýnskipting nýnemanna sýni í hnotskurn stöðu stéttarinnar, launa- mála hennar og stöðu kvenna,“ sagði Jónas ennfremur. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.