Tíminn - 18.09.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.09.1986, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. september 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR !!!!!!!llll!ll!lll!!!!!llllll!ll!!ll!!ll!llll!!!!!l!!lllllll!! Stefán Guðmundsson alþingismaður: SOKNISJAVARUTVEGI Er það rétt að Framsóknarflokkurinn sé þröngsýnn og vilji engu breyta? Vegna f>ess hversu sjávarútveg- urinn er Islendingum mikilvægur, er okkur nauðsynlegt að ganga af fullri skynsemi um auðæfi hafsins. Því miður hefur það ekki verið gert. Menn líta svo á að hafið væri uppspretta óendanlegs auðs, en svo er ekki. Fiskistofnarnir voru í lágmarki og þvf skjótra og róttækra aðgerða þörf. Það kom í hlut ráðherra Fram- sóknarflokksins að hafa frumkvæði að mótun skynsamlegrar fiskveiði- stefnu, þar sem haft hefur verið að leiðarljósi. 1. Að lifa af ávöxtum þess er hafið gefur, án þess að skerða höfuðstól- inn sjálfan. 2. Að auka hagkvæmni í sókn. 3. Að auka gæði og nýtingu aflans. 4. Að auka fjölbreytni veiða. Þær raddir voru hógværar, sem töldu að hér væri of langt gengið til friðunar. Margar ræður voru flutt- ar á Alþingi þar sem tekið var undir þau sjónarmið. Menn töldu að þessi stefna myndi leiða at- vinnuleysi yfir heilu landshluta og stórlega veikja rekstrargrundvöll atvinnugreinarinnar. Hér var greinilega um mál að ræða sem þótti gott til atkvæða, og nú skyldi sótt að Framsóknar- flokknum. Sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson sló ekki und- an þrátt fyrir andbyr í þessu máli, hann hafði yfirgnæfandi fylgi í þingflokki sínum fyrir stefnu sinni, því hélt hann ótrauður áfram. Ekki er óeðlilegt að spurt sé um árangur þessarar stefnu. Um 1960 fór þorskafli við Græn- land yflr 450 þúsund tonn, en árið 1985 veiddust þar aðeins um 14 þúsund tonn. Af þessu má sjá að Forysta sjávarútvegs- ráöherra Halldórs As- grímssonar og stuðn- ingur þingflokks fram- sóknarmanna er ótví- ræður í þessu máli. Að lokinni sjúkdómsgrein- ingu var ákveðið að skera að rótum mein- semdarinnar í stað deyfilyfjameðferðar eins og viðgengist hafði. öllu má ofgera. Hvar stæðum við íslendingar ef slíkt hefði hent okkur? Hvaðan hefði fjármagnið komið til að greiða erlendar skuldir þjóðarinnar? Sem betur fór tókst að rifa seglin í tíma, það er vafa- laust besti árgangurinn. Með þeirri fiskveiðistjórnun sem unnið hefur verið eftir er talið að 9-10% sparnaður hafi náðst í út- gerðarkostnaði, fyrir botnfisk- veiðiflotann. Það er nálægt 400 milljón kr. s.l. ár. Ekki er vafi að veruleg hag- kvæmni hefur náðst, bæði í loðnu og síldveiðum vegna þessarar stjórnunar. Það er einnig ljóst að menn hafa lagt sig frekar fram en áður, að koma með gæðahráefni að landi og nemur sá mismunur hundruðum milljóna króna. Mark- visst er nú unnið að því að finna leiðir til að nýta allan fiskúrgang, gera úr því verðmæti sem áður var hent. Með tilkomu þessarar stjórn- unar hefur verið hvatt til aukinnar sóknar í aðra stofna, rækjuveiðarn- ar eru glöggt dæmi þar um. Verð- mætisaukning þeirra afurða nemur yfir einum milljarði kr. Eitt merkasta þingmálið sem afgreitt var á síðasta þingi er tví- mælalaust frumvarpið „um skipta- verðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins". í ársbyrjun 1985 skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd aðila samtaka sjómanna og Ekki er vafi að veruleg hagkvæmni hefur náðst, bæði í loðnu og síldveiðum vegna þessarar stjórnunar. Það er einnig Ijóst að menn hafa lagt sig frekarfram en áður, að koma með gæðahrá- efni að landi og nemur sá mismunur hundruð- um milljóna króna. útvegsmanna og þingflokka til að endurskoða gildandi lög og reglur um sjóði sjávarútvegsins og lög- bundnar greiðslur tengdar fisk- verði. Markmið þessarar endurskoð- unar skyldi vera: 1. Að gera fjárstrauma og tekju- skiptingu innan sjávarútvegsins einfaldari og skýrari. 2. Að stuðla að sanngjarnri skipt- ingu tekna innan sjávarútvegsins. 3. Að koma í veg fyrir að sjóða- kerfið og tekjuskiptingarreglur dragi úr hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri sjávarútvegsins. Meginefni frumvarpsins er, að allir millifærslusjóðir og greiðslur utan skipta við fiskkaup verði Iagðar niður, en í staðinn komi einföld lög um skiptaverðmæti sjávarafla, sem ákveðið hlutfall skiptaverðs af hráefnisverði. í kjölfarið hækki fiskverð þannig að það verði raun- verulegt heildarverð og sýni allar greiðslur fyrir fiskinn, sem áður fóru eftir ýmsum leiðum ýmist innan eða utan skipta frá fisk- vinnslu eða sjóðum. Vegna endurgreiðslna á upp- söfnuðum söluskatti til sjávarút- vegsins verði séð til þess að hann renni til þeirra greina, þar sem skatturinn safnast upp, einkum fiskvinnslunnar, í stað þess að fara til verðuppbóta til útgerðar. Forysta sjávarútvegsráðherra Halldórs Ásgrímssonar og stuðn- ingur þingflokks framsóknar- manna er ótvíræður í þessu máli. Að lokinni sjúkdómsgreiningu var ákveðið að skera að rótum mein- semdarinnar í stað deyfilyfjameð- ferðar eins og viðgengist hafði. Þeir sem þekkja þessi mál og um fjalla af hófsemi viðurkenna að aðgerðin hafi tekist, m.a. af þcirri ástæðu er nú betri byr en áðun Margs konar breytingar, jafnvel byltingar eru nú í sjónmáli í þessari atvinnugrein. Það er því mikið lán fyrir þá sem við eiga að búa að sá sem í brúnni stendur sé kunnugur siglingaleiðum. Ég hef hér stiklað á stóru við að skýra þessi mál er varðar breyting- ar á „kerfinu" svo var einnig í grein sem birtist íTímanum 10. þ.m. um „Endurskoðun ásjóðakerfinu". Ég ætla að það sýni sig, að Framsókn- arflokkurinn hefur ekki verið í fyrirstöðu í þessum málum heldur forystu. Það er mála sannast að Framsóknarflokkurinn hefur öðr- um flokkum fremur haft mótandi áhrif á þá miklu þjóðfélagsbreyt- ingu sem orðið hefur. i» 1111II! BÓKMENNTIR ^ - Wlllllilllll Gunnar Dal: Stuttathugasemd Um rím og stuðlasetningu Dr. Eysteinn Sigurðsson, bók- menntafræðingur og gagnrýnandi, sýnir mér þá vinsemd að fjalla um „Borgarljóð“ íTímanum laugardag- inn 13. september. Bókmennta- áhuga hans ber að þakka, og ekki er það mitt að draga í efa smekk og skilning lærðra manna. En það, sem af misgáningi er skakkt farið með, finnst mér ekki nema kurteisi að leiðrétta: Rímað Ijóð með venjulegri stuðlasetningu er sagt svo háttlaust að kalla megi laust mál. Dr. Eysteinn segir: „Nú má að vísu segja að ljóð þurfi ekki endilega að vera myrk og torskilin. En þessi atriði eru einna mest áberandi í meginverki bók- arinnar, löngu ljóði sem heitirMorg- unn í Reykjavík. Þar er skáldið svo gagntekið af unaðssemdum og feg- urð borgarinnar að einna helst minn- ir á náttúrurómantíkina sem við þekkjum úr ljóðagerð 19. aldar. Þá er form þessa Ijóðs einstaklega laust í reipunum, hrynjandi frjálsleg, stuðlasetning nánast engin og aðeins eitt rímpar í hverju erindi. Afleiðing- in verður sú að þetta Ijóð er í rauninni ákaflega stutt frá lausu máli og má næstum því segja að efni þess hefði getað farið rétt eins vel í blaðagrein eða lausamálshugleið- ingu einhvers konar.“ (leturbr. mín). Það sem virðist rugla Eystein í ríminu (þótt furðulegt sé, þegar sérfræðingur á í hlut) er hvert erindi, sem er raunar fjórar Ijóðlínur, er sett upp sem níu línur. Þetta gera menn stundum þegar um langar ljóðlínur er að ræða, en það ætti ekki að rugla neinn sem hefur brag- eyra. Það er sami bragarháttur á öllum erindunum og ættu þrjú að nægja til að lesendur Tímans geti sjálfir dæmt. Þær kröfur er eðlilegt að gera til fólks, sem nefnt hefur verið rímþjóð. En aðrir ganga sem einmana spurningarmerki mót óvissum tímum á flótta frá því sem var. í draumum sínum gæfulitlir þeir leita að landinu týnda, sem hvergi er til nema þar. Hér róttæku ungmennin ruddust um stéttina forðum, en rölta nú leið sína í bankann hógvær og stillt. Að hamborgara heilagar kýr þeirra urðu og hugmyndafræðin er dálítið áttavillt. Jón Sigurðsson stendur hér fulltrúi valdsins sem varir og vísar þeim leiðir er sitja okkar gamla þing. Og borgarinn finnur hér kjarna sinn, tih’eru og tungu og trúna á landið sem gerir hann íslending. Og ég hlýt að spyrja dálítið undr- andi, dr. Eysteinn, kæri vinur. Er hér „stuðlasetning nánast engin"? Er þetta að þínu mati „ákaflega stutt frá lausu máli“? Er „form þessa ljóðs einstaklega laust í reipunum"? Auðvitað getur öllum yfirsést, mér eins og öðrum, og við skulum reyna að vera jákvæðir. Gunnar Dal Athugasemd ritdómara Bókmenntafræðingar vita það manna best að í Ijóðum leynist oft ýmislegt fleira en það sem liggur á yfirborðinu. Ábending Gunnars Dal hér að ofan er rétt, og fór það fram hjá mér við lestur ljóðsins að líka væri hægt að lesa það í fjórum braglínum hvert erindi eins og hann sýnir hér. Aftur á móti er mér ókunnur sá siður að setja fjögurra braglína er- indi upp í níu linur, líkt og hann gerir í bókinni. Hygg ég að hann sé ekki mikið tíðkaður, þótt dæmi kunni að mega finna. Sömuleiðis vona ég að brageyra mitt sé ekki ónæmara en gengur og gerist, og kannski segir það sína sögu að ég kom ekki auga á þetta þrátt fyrir að ég Ias kvæðið nokkrum sinnum Gunnar Dal, rithöfundur. vandlega í gegn. Líka er mér það óljóst hvað vinnst með því að brjóta Ijóðlínur upp eins og höfundur hefur hér sýnt að hann hefur gert. Gerir það annað heldur en að saxa hrynjandina í sundur, sem þá aftur færir Ijóðformið nær lausamálsforminu, líkt og ég benti á í ritdómi mínum? -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.