Tíminn - 19.09.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.09.1986, Blaðsíða 1
í STUTTU MÁLI... STOFNFUNDUR foreldra- samtakanna, Vímulaus æska, verður haldinn á morgun í Háskólabíói. I frétt frá undirbúningsnefnd samtakanna segir að hljómgrunnur hafi verið mjög góður hjá öllum þeim sem nálægt hafa komið. Nægir þar að nefna sjónvarps- þátt sem haldinn var um málið í maí síðastliðnum. SKIPVERJA af loðnuskipinu Þórði Jónassyni tók út af skipinu í fyrrinótt, þar sem skipið var að veiðum á loðnumiðunum. Leit var hafin þegar, en bar ekki árangur. Atburðurinn átti sér stað um fjöqurleytið í fyrrinótt, þegar verið var ao kasta út loonunót- inni. Ekki er hægt að skýra frá nafni skipverjans að svo stöddu. BRUGGVERKSMIÐJA fannst á Akureyri í gærdag. Stórfelld tæki tii landaframleiðslu og bjórgerðar voru gerð upptæk. Tveir menn voru handteknir í gær á Akureyri og voru þeir í yfirheyrslum í gærkvöldi. Uppvíst er að mennirnir brugguðu bjórlíki og seldu undir merkinu White top og átti það að vera framleitt í Wales. FELAG vinstrimanna í Háskóla íslands hafa sent frá sér ályktun þar sem hugmyndir stjórnarflokkanna um málefni Lánasjóðs íslenskra náms- mann eru harðlegafordæmdar. Vinstri menn benda þar á að í hugmyndunum felist grófleg mismunum námsmanna eftir efnahag, búsetu og fjölskylduað- stæðum og geri því langskólanám að forréttindum efnafólks. BYGGING ARIÐJ AN hefur hafið útflutning á byggingareiningum úr steinsteypu til Færeyja. Útflutninqs- verðmæti þeirra plátna sem pantaoar hafa verið eru um 4 milljónir króna. SPANSKA póstþjónustan er ekki eins slök og nokkrir bankaræn- ingjar í borginni Elche hafa greinilega haldið. Lögreglan tilkynnti í gær að póstþjónustumaður hefði fundið 20 | milljónir peseta falda í póstkassa þeg- ar hann kom til að tæma hann. Pening- unum hafði verið stolið úr banka þar í j borg í síðustu viku. GORBATSJOV Sovétleiðtogi sagði í gær að „Daniloffmálið" svokall- aða hefði verið blásið upp til að eyðileggja ímynd Sovétríkjanna. Hann gaf í skyn að Sovétstjórnin myndi ekki láta áreitni hafa áhrif á sig vegna þessa máls. Þetta voru fyrstu opinberu ummæli Sovétleiðtogans um þetta mál. FUNDUR trúnaðarmanna og stjórnar Starfsmannafélags ríkisstofn- ana haldinn þriðjudaginn 16. septem- ber 1986 hefur lýst eindregnum stuðn- ingi við baráttu sjúkraliða fyrir bættum kjörum og betri starfsaðstöðu stéttar- innar og jöfnum réttindum heilbrigðis- stétta til aðgangs að dagvistunarstofn- unum sjúkrahúsanna, fyrir börn sín. Fundurinn hvetur stjórnvöld til að verða við réttlátum kröfum sjúkraliða um bætt kjör og sömu laun fyrir sömu vinnu. KRUMMI „Það er eins gott að lögreglan hafði nasasjón af þessu.“ Komið upp um amfetamín-dreifingu: Þrennt handtekið með 135 gr. af amfetamíni Einn úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin í fyrradag og fund- ust í fórum þeirra og við húsrann- sóknir, 135 grömm af amfetamíni. Þegar hefur annar maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriggja vikna, en óvíst er hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir öðrum sem tengjast málinu. Á miðvikudag handtók fíkni- efnadeild lögreglunnar mann og fannst nokkurt magn af amfeta- míni í fórum hans. í framhaldi af þeirri handtöku voru annar maður og kona handtekin seinna um kvöldið. Heimildfékkstfyrirþrem- ur húsleitum og að sögn yfirmanns fíkniefnadeildarinnar, Arnars Jenssonar, leiddu húsleitirnar til enn frekari gagnasöfnunar í máli þessu. Ljóst er að efnið hefur verið ætlað til dreifingar á markaði hér því stór hluti þess efnis sem fannst, var pakkaður í neytendaumbúðir. Þær eru lítil umslög sem innihalda nægilegt magn fyrir neytandann og eru mjög fyrirferðarlítil, taka um eitt gramm af efninu. Þá fundust tveir plastpokar með amfetamíni í. Hvert bréf sem inniheldur um eitt gramm, kostar um 4500 krónur. Heildarverðmæti efnisins er því kringum sex hundruð þúsund krónur. Annar karlmaðurinn hefur áður komið við sögu fíkniefnadeildar lögreglunnar. Málið er skammt á veg komið og gat Arnar Jensson því ekki svarað því hvaðan efnið væri komið og enn síður hvernig það hefði komist inn í landið. Yfirheyrslum í málinu verður haldið áfram. - ES Á myndinni getur að líta 135 grömm af amfetamíni. Hundrað krónu seðillinn cr til viðmiðunar. 45 slíka seðla þarf til þess að kaupa eitt af litlu umslögunum sem innihalda eitt gramm af efninu. Fimmtíu umsiög, af hinum svokölluðu neytendaumbúðum fundust í fórum þremenninganna. Tímamynd Sverrir ÍW*/# ‘i ■f ■ : ■ jsl i'umm :: Góðærið: Hvernig má jafna kjörin? í kjölfar nýrrar þjóðhagsspár sem gerir ráð fyrir meiri hagvexti og mun meiri aukningu kaupmáttar launa en áður hafði verið reiknað mcð, - hafa spunnist umræður um hvernig megi nýta þessa góðu stöðu þjóðarbúsins til að auka tekjur láglaunastéttanna og minnka launabilið. Forsætisráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að nota verði það svigrúm sem nú er til staðar til að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu og ætla má að fleiri ráðherrar séu sömu skoðunar. En hyggst ríkisstjórnin beita sér fyrir ráðstöfunum nú í þá átt að jafna launin og ef svo er þá hvernig? Og hvað telja forystumenn laun- þega vænlegast til árangurs? Sjá bls. 2. Ágústmánuður mesti slysamánuður ársins: Helmingur slasaðra ökumanna 17-20 ára - hlutfallið er enn hærra meðal ungra farþega Ökuskírteinið og sumarblíðan verður mörgu ungmenninu dýr- keypt - mælt í h'fi og limum. Um helmingur þeirra 37 ökumanna sem slösuðust í umferðarslysum í ágústmánuði var á aldrinum 17-20 ára og af 46 slösuðum og látnum farþegum í bílum voru „aðeins“ 19 yfir tvítugu. Af alls 110 manns sem slösuðust í umferðinni í ágúst var stór meirihluti, eða 66, börn og ungmenni 20 ára og yngri. Þeir tveir sem týndu lífi voru einnig úr þessum unga hóp. Ágústmánuður var lang mesti slysamánuður ársins til þessa, með 112 slasaða og látna, sem er 29 fleiri en í ágústmánuði á síðasta ári. Umferðaróhöpp, þar sem ein- ungis var um eignatjón að ræða voru hins vegar nokkuð venjulegur mánaðarskammtur, eða 555 sam- kvæmt skýrslum Umferðarráðs. Alls 99 ökumenn áttu aðild að slysum með meiðslum (78 karlar og 21 kona) þar af var í 41 tilfelli um útafakstur eða slíkt að ræða, þ.e. einn ökumann. í ágústlok var umferðin búin að kosta 19 mannslíf á móti 13 á sama tíma í fyrra. í lok ágúst höfðu þess utan 497 slasaðir komist á skýrslur Umferð- arráðs, þar af 195 bílstjórar, 186 farþegar og 67 sem ekið var á fótgangandi (þar af voru t.d 5 ungbörn í ágúst einum). Um 2 af hverjum 3, eða 330 höfðu slasast á okkar nýliðnu sólríku sumarmán- uðum, maí-ágúst, en „aðeins“ 167 á jafn mörgum skammdegismán- uðum, og raunar lang fæstir 33 í janúar, sem er nær 4 sinnum færri en nú í ágúst. -HEI Hátúnsmálið: Hinn grunaði í gæsluvarðhald Krafa Rannsóknarlögreglu ríkisins, um gæsluvarðhald yfir þrítugum manni, grunuðum um ntanndráp, var tekin til greina í Sakadómi Reykjavík- ur í gær. Hann situr því í gæsluvarðhaldi fram til nítj- ánda nóvember. Yfirheyrslur í málinu fóru ekki fram í gær, en Þórir Oddsson settur rann- sóknarlögreglustjóri sagði í samtali við Tímann í gær að tekið yrði til við yfirheyrslur í málinu í dag. Eins og Tíminn hefur skýrt frá, er maðurinn grunaður um að hafa veitt fatlaðri konu áverka á höfði sem leiddu til bana hennar. Konan bjó ein í íbúð í Hátúni tólf á fimmtu hæð. ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.