Tíminn - 19.09.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.09.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn VIÐSKIPTALÍFIÐ llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllM Föstudagur 19. september 1986 Vegur japanskra banka Bankar í Japan njóta viðgangs iðnaðar landsins. Á annan bóginn hefur hann um árabil fært Japan vaxandi hagstæðan jöfnuð á verslun við útlönd, í fyrra $ 61,6 milljarða, sem um banka landsins hlýtur að fara. Á hinn bóginn hefur myndun sparifjár aukist með vaxandi tekjum landsmanna, en á síðustu árum hafa þeir lagt fyrir um 17% launa sinna. Þrír japanskir bankar eru nú hinir stærstu í heimi og aðrar japanskar peningastofnanir sækja í kjölfar þeirra. Helstu verðbréfasölur Nom- ura, Daiwa, Nikko og Yamaichi, standa jafnfætis hinum fremstu í Bandaríkjunum, Salomon Brothers og Merrill Lynch. Hvorir tveggja, bankar og verðbréfasölur, hafa sett upp mörg útibú í öörum löndum. Umtal vöktu á sínum tíma kaup Sumotomo-banka og Mitsubishi- banka á peningastofnunum í Kalif- orníu, en þar hafa þeir sett upp nct útibúa og dótturbanka. Japanskar verðbréfasölur í Bandarfkjunum sjá jafnvel um útboð lána, sölu nýrra verðbréfa, einstakra þeirra. í Japan sem á Brctlandi og í • Bandaríkjunum er nú verið að rýmka lög og rcglúr um starfscmi banka og annarra pcningastofnana. Hafa útlendir bankar og veröbréfa- sölur, einkum bandarísk, þcgar tek- ið til starfa þarlendis. Jafnframt afla þar stór fyrirtæki í ríkara mæli en áður fjár á peningamörkuöum með útgáfu skuldabréfa, jafnvcl rekstr- arfjár, í stað þcss að sækja þaö í banka. Er það enn ein ástæða þess að japanskir bankar bjóða fé á lánamörkuðum víða um heim. Á þeim eru líka vextir hærri. Þannig eru forvextir í Japan 3,5%, en 6,5% í Bandaríkjunum. Japanskt „Ágæti“ í Bandaríkjunum? Ise America, dóttur-fyrirtæki Hikonobu Ise „eggjakóngs“ í Bandaríkjunum, sendir nú á markað þarlendis 10% eggja, sem seld eru, (en sala þeirra hcfur minnkað frá 1981, að fólk fór að huga að „chlor- estol“ -innihaldi í fæðu). Varð fyrir- tækið fyrst til að taka upp þá nýjung að sctja egg á markað í gagnsæjum öskjum úr scllófani. Egg selur það ýmist undir eigin nafni eða stór- markaða, sem við það skipta. í aðalstöðvum Ise America í Lakewood starfa 45 menn, 5 þeirra japanskir, en alls vinna hjá því 1.000 menn. Helstu bú þess og fóður- blöndur eru í Virginíu, Pennsylvan- íu, Suður-Karólínu, Indíana, Mary- land og Ohio. Á næstunni liyggst það setja upp bú í Kaliforníu. Fáfnir Stærstu bankar í heimi Eignir í $-milljörðum Dai-lchi Kangyo-banki, Tokyo 165,64 Fuji-banki, Tokyo 145,73 Sumitomo-banki, Tokyo 140,51 Citibank NA, Ncw York 136,62 Mitsubishi-banki, Tokyo 135,15 Sanwa-banki, Osaka 129,52 Banque Nationale de Paris 124,08 Crcdit Agricolc Mutucl, París 118,21 Credit Lyonnais, París 112,36 Bank of American San Francisco 106,16 Heimild: Newsweek 12. maí 1986. Jón Sigurðsson skólastjóri setur Framhaldsdeild Samvinnuskólans nú á mánudaginn. (Tíniamynd-Pjetur) Hvert sæti skipað í Framhaldsdeild Samvinnuskólans Framhaldsdeild Samvinnuskólans var sett nú á mánudaginn 15. sept- ember. Jón Sigurðsson skólastjóri flutti viö það tækifæri skólasetning- arræðu, en Svavar Lárusson yfir- kennari ræddi í ávarpi sínu skóla- starfið framundan. Nú í vetur verða 50 nemendur í deildinni. þar af 31 í þriðja bekk og 19 í fjórða bekk. Er það mesti fjöldi sem þar hefur verið, og meðal annars þurfti nú að vísa nemendum frá, sem aldrei hcfurgerst áður í sögu deildar- innar. Veturinn í vetur verður 14. starfs- ár Framhaldsdeildarinnar og 69. starfsár Samvinnuskólans. Jón Sig- urðsson skólastjóri sagði að þetta aðsóknarmet yrði ckki slegið aftur nema fyrst yrðu gerðar verulegar umbætur á húsnæði deildarinnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Eins og kunnugt er hefur sú breyt- ing verið gerð á Samvinnuskólanum í Bifröst að þar verða í framtíðinni starfræktir þriðji og fjórði bekkur á framhaldsskólastigi, í stað fyrsta og annars bekkjar sem verið hafa þar undanfarin ár. Af þessu leiðir að Framhaldsdeildin mun einnig breyt- ast, og kemur sú breyting til fram- kvæmda á næstu árum. Síðustu stúd- entarnir verða væntanlega útskrifað- ir þaðan vorið 1989, en eftir tvö ár er áætlað að þar hefjist sérhæft framhaldsnám á viðskiptasviði. Það verður ætlað fólki sem þegar hefur útskrifast úr framhaldsskóla með stúdentspróf eða ígildi þess. esig Ævintýri löguð að nútímanum Grimms-ævintýri, 1. hefti þýdd og skýrð af Þorsteini Thorarensen, Vasa útgáfan, Rvk. 1986. Ævintýrasafn þeirra bræðra Jak- obs og Vilhjálms Grimm byrjaði að koma út 1812 og hefur verið prentað oftar síðan en tölu verði á komið. í því var á ferðinni angi af alþýðudýrk- un rómantísku stefnunnar, sem um þetta leyti var áhrifamikil í þýsku bókmennta- og menningarlífi. Róm- antíska stefnan breiddist síðan til ýmissa nálægra landa, m.a. til Norðurlandanna, þar með talið til íslands. í þeim löndum var hafist handa um þjóðsagnasöfnun í sama anda. Hér á landi var það Jón Árnason sem reið á vaðið með þjóðsögum sínum sem hvert mannsbarn þekkir, en þær og Grimms-ævintýri eru þar með af einni og sömu rót. Grimms-ævintýri hafa lengi verið vel þekkt líka hér á landi. Aðalút- gáfa þeirra á íslensku er í þýðingu Theódórs Árnasonar, en það er þó ekki heildarútgáfa því að ýmsum ævintýrunum er þar sleppt. Þorsteinn Thorarensen hefur sýnt það á liðnum árum að hann er óragur við að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur, og hér hefur hann tekist á við það verkefni að þýða Grimms-ævintýrin öll á ís- lensku. Pau eru 200 talsins, auk nokkurra sem eru utan við röð þeirra Grimmsbræðra. Þorsteinn lofar okkur hér öllum þessum ævin- týrum, en í fyrsta bindinu, sem nú liggur fyrir, eru 25 þeirra og þó rúmlega það. Hin eiga að koma í síðari bindum, en áætlað mun vera að öll útgáfan verði sex bindi. Þessi nýja útgáfa er í kiljubroti og ríkulega skreytt teikningum út frá efni ævintýranna. Jafnframt er það kynnt í bókinni að samtímis útgáfu hennar verði gefin út hljóðsnælda þar sem Þorsteinn lesi sjálfur upp sex af ævintýrunum. Það sem mér sýnist að Þorsteinn hafi fyrst og fremst lagt sig eftir í þessari nýju þýðingu sinni er að gefa ævintýrunum nútímalegt yfirbragð að því er málfar varðar. Þetta er virðingarverð stefna að mörgu leyti, en þó hljóta þar alltaf að koma upp álitamál sem markast af smekk manna og því sem þeir hafa vanist. Máski má segja að í meðförum hans verði ævintýrin dálítið hrjúfari en mig minnir endilega að þau hafi verið þegar ég las þau sjálfur sem barn. Þetta liggur kannski í litlu atriðunum, og til dæmis er það óneitanlega dálítið fjarlægt hefð- bundnum þjóðsagnastíl, þegar galdranornin í sögunni um Hans og Grétu er látin segja við Hans, þar sem hún er með hann inni í búri að reyna að fita hann: „Hans, stikktu puttanum út, svo ég geti þreifað á honum og fundið, hvort þú ert orðinn nógu feitur." Hér má vænta þess að ýmsir vildu heldur láta hana segja: „Hans, stingdu fingrinum út“. Líka segir um stjúpsystur Osku- busku í sögunni um hana, að þegar þeim hafði verið boðið í veisluna til konungssonarins hafi þær snúið „upp á nefið á sér af snobbi", Hér hefðu kannski ýmsir heldur viljað tala um að þær hefðu verið að springa af monti. í franthaldi af þessu segjast þeir vera „að fara meðal heldra fólks í brúðkaupsveislu í höll konungsins". Hefðbundnara málfar hefði máski verið að láta þær segjast vera að fara að hitta heldra fólk. Það sem málið snýst hér um er það að hefðbundinn íslenskur þjóð- sagnastíll var hér áður fyrr fyrst og fremst yfirvegaður, vandaður og fág- aður. Það fer ekki á milli mála að í því efni hefur hér töluvert víða verið slegið af kröfunum. En á móti kemur hitt að í búningi Þorsteins eru ævin- týrin á fersku og lifandi daglegu talmáli. Það er alls ekki ólíklegt að í þessari mynd falli þau betur að smekk barna en eldri þýðingar. Þetta síðasta má e.t.v. skýra með öðru dæmi sem er nafn á einu ævintýrinu, um tvö börn, systur og bróður henn- ar sent breyttist í rádýr fyrir álög illrar stjúpu. Það ævintýri nefndi Theódór Árnason „Systkinin" íþýð- ingu sinni, en Þorsteinn gefur því heitið „Lillibróðir og lillasystir". Það nafn er trúlega nær því málfari sem börn þekkja í dag úr félagahópi sínum, þar sem nafn Theódórs má víst teljast töluvert bókmálslegra. Á eitt smáatriði rak ég mig þarna, sem er að á bls. 58 lætur Þorsteinn sig hafa það að segja „þó myndi ég varla þora því“. Þetta er það sem nefnt hefur verið þágufallssýki og talið rangt í öllum skólum. f bók, sem ætluð er börnum, hefði ekki átt að láta svona lagað sleppa í gegn. En burtséð frá nokkrum smáatrið- um á borð við þau sem hér voru talin er hitt ótvírætt að það er fengur að þessu framtaki Þorsteins Thorarens- ens. Það er gott verk að gefa út vandaðar bókmenntir fyrir börn á þann hátt að þau geti í þeim eignast vini sem fylgja þeim ævilangt ef vel tekst til. í þessari bók er til slíks stofnað, og þarf ekki að efa að bæði þetta fyrsta bindi og hin, sem á eftir eiga að fylgja, eiga eftir að verða mörgum kærkomin lesning. -esig Tíniinn óskar eftir að ráða blBðamenn í fullt starf, með aðsetur á eftirtöldum stöðum: Akureyri, ísafirði, Egilsstöðum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í blaðamennsku, geti unnið sjáifstæíí og sótt námskeið varðandi starfið. Nánari upplýsingar veitir: Níels Árni Lund, ritstjori, í síma 91-686300. Skóli á götunni Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir húsnæði fyrir skóla Unglingaheimilis ríkisins. Húsnæðið þarf að vera u.þ.b. 150 m2. Til greina kemur sérbýli, sérhæð, íbúðar- eða skrifstofu- húsnæði. Leigutími a.m.k. eitt ár. Upplýsingar á skrifstofu Unglingaheimilis ríkisins, sími 19980. Menntamálaráðuneytið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.