Tíminn - 19.09.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.09.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 19. september 1986 Mannabarn og apabarn saman í baði Það er ekki nein plastönd í baðkarinu hjá honurn Adanr litia Clarkson, - heldur alvöru-api. Adam er sonur stjórnanda dýra- garðsins í Blackpool í Englandi, og þetta litla apabarn, sem er sonur orangútan-hjóna í dýragarðinum, fékk ekki umönnun hjá mömmu sinni, svo Itann vartekinn á heimil- ið til Clarksonfjölskyldunnar. Hann heldur sér fast í baðkars- brúnina, en er í öruggum höndum fósturmóður sinnar. Adam litli er mjög góður við apa-ungann og vill leika við hann og lána honum dótið sitt. Adam litli og apinn í kvöldbaðinu Rokkkóróna Madonnu í hættu - Whitney Houston sækist eftir henni allt í lagi að fara í rúmið með hverjum sem er! Það eru margir krakkar sem líta upp til Madonnu og hún getur ekki leyft sér að tala svona." En Whitney getur glatt sig við það, að ekki líði á löngu þar til Madonna verður fallin í gleymsku. „Ég veit að hún er „drottning rokksins" í augnablikinu en ég veit líka að allt þetta Madonnuæði á eftir að líða undir lok. Ég vona bara að ég verði þá enn á fullri ferð!" Whitney Houston hefur fengið í vöggugjöf ýmsa eiginleika sem margur má öfunda hana af. Dionne Warwick er náskyld henni, mamma hennar cr Cissy Houston, fræg „soul" söngkona, og Aretha Franklin hélt henni undir skírn. Eins og er er hún svo upptekin af því að gleðja fólk með söng sínum að hún hefur engan tíma fyrir karlmenn í lífi sínu og hún leggur inikla áherslu á að það sé ekki í samræmi við skoðanir hennar að sofa hjá hverjum sent er. Hún býr í lúxusíbúð í New York með pers- neska kettinum Misty Blue og segist ekki vera einmana. „Ég er einmana í herbergi þar sem fullt er af fólki sem þrífur í mig og segir Whitney, þú ert stórkostleg, Whitney, þú ert yndisleg! Þá fer ég heim og bið bænirnar mínar," segir hún. peningarnir streymdu inn. Hún varð fyrst kvenna til að vinna til 6 platínuverðlauna fyrir fyrsta plötu- albúmið sitt, sem selst hefur í 1.8 milljónunt eintaka. Madonna varð að láta sér nægja að ná því marki mcð annarri plötu sinni! Nú er Whitney í þann veginn að senda frá sér piötu nr. 2 og það gengur ekki hijóðalaust fyrir sig. Hún heldur tónleika á Wembley- leikvanginum í haust og ætlar í tónleikaferð um Bretland í tengsl- um við útgáfu plötunnar í janúar. Og ekki Íætur hún það liggja í láginni að hún hafi unnið til Grammy-verðlauna. Öllunt þess- um frama hefur hún náð án þess svo mikið sem að sýna naflann á sér eða láta taka eftir sér í fylgd einhvers glaumgosans í Holly- wood. Og þar með víkur talinu að uppáhaldsuntræðuefni Whitncy þessa dagana: Af hverju Madonna er búin að vera! „Madonna hlýtur að hafa eitt- hvað við sig sem fólk er hrifið af þessa dagana. Ég veit ekki hvað það er og sjálf kann ég ekki að meta það. Ég myndi drepa börnin ntín ef þau hermdu eftir henni!" segir Whitney og heldur áfram: „Hún er ekkert mjög viðkunnaleg, er það? Hún heldur fram and- styggilegum og ógeðslegum skoðunum eins og t.d. að það sé Vesalings Madonna fær harða dóma hjá Witney en hlustendur Bylgjunnar skipuðu henni í 1. og lO.sætiánýjuni vinsældalista. ÞAÐ væri synd að segja að Whitncy Houston þjáist af minnimáttarkennd, enda er það eins gott. Hún er nefnilega á kafi í nokkurs konar krossferð gegn keppinaut sínum Madonnu, og þar þýöir ekki annað en að bera höfuðið hátt. Whitney er ekki nema 22ja ára gömul en hefur þegar náð langt. Hún var orðin einhver eftirsóttasta fyrirsætan á austurströnd Banda- ríkjanna aðeins 19 ára gömul og Whitney Houston segist ekki gcta fundið ncitt athugavcrt við útlit sitt eða skapgerð. Þó hefur hún leitað vandlega! SVEITARSTJÓRNARMÁL Ólafsfjörður Fundur var haldinn í bæjarstjórn Ólafsfjarðar í Tjarnarborg þriðjudag- inn 9. september. Á fundinum voru m.a. eftirfarandi mál tekin fyrir og rædd: Framkvæmdir viðólafsfjarðar- höfn Ákveðnar voru framkvæmdir við viðgerð á bryggjum innan á Norður- garði, m.a þar sem m.s. Skeiðsfoss olli skemmdum á sl. ári. einnig er á döfinni uppmokstur á væntanlegri smábátahöfn svo og byrjunarfram- kvæmdir við hana. Til þessa fram- kvæmda er til staðar bráðabirgða- lán, en óvíst er að það dugi. Því er treyst á þingmannaloforð um 4 mill- jóna fjárútvegun á þessu ári. Þá eru fyrirhugaðar modelrann- sóknir m.a. af sandvarnargörðum. Vélvarða og skipstjórnar- nám Heimild hefur fengist frá Mennta- málaráðuneytinu um að halda vél- varða og skipstjórnarnámskeið á Ólafsfirði.11 nemendur hafa staðfest umsóknir um skipstjórnarnám en 10 um varðarnám. Líkur eru á að skipstjórnarnámið taki tvo vetur. Ferðamálaráð Nýstofnað er ferðamálaráð Ólafs- fjarðar. Ferðamálaráð hefur lagt áherslu á að skapað yrði jákvætt viðhorf heimamanna til ferðamanna yfirleitt og bent á að ef til vill væri hægt að nýta gagnfræðaskólann fyrir svefnpokapláss, einnig að sal- ernis- og snyrtiaðstaðan þar gæti nýst fyrir tjaldstæði. Engin ákvörðun hefur þó verðið tekin í þeim málum. Verkamanna- bústaðir Aðeins ein umsókn hefur borist um verkamannabústaði þrátt fyrir nokkra eftirspurn eftir húsnæði. Stjórn verkamannabústaða telur því ekki grundvöll fyrir byggingu verka- mannabústaða, en óskar eftir kaup- um á fjögurra herberbergja íbúð í raðhúsi. Bæjarstjórn hefur þó ekki tekið afstöðu til málsins. Keflavík Fyrsti fundur bæjarstjórnar Kefla- víkur eftir sumarfrí var haldinn þriðjudaginn 2. september sl. Þar fór forseti bæjarstjórnar yfir helstu at- burði sumarsins, en það var vina- bæjarheimsókn til Miðvogs í Fær- eyjum, opnun nýja golfskálans í Leiru, 100 áraafmæli Miðneshrepps og vináttusamband við Miamiborg í Florída. Eftirfarandi tillaga var samþykkt á fundinum: Sjúkrahús - heilsugæsla „Bæjarstjóm Keflavíkursamþykk- ir að beita sér fyrir því að boða þingmenn Reykjaneskjördæmis til fundar með sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum og stjórn Sjúkrahúss - heilsugæslu Keflavíkurlæknishér- aðs um málefni sjúkrahússins hið fyrsta.“ Bókasafnsmál í bókasafnsnefnd hafa verið lagð- ar fram teikningar og kostnaðaráætl- anir um nýtt safnahús sem geti þjónað 7-10 þúsund manna bæ næstu 50-60 ár. Safnið yrði innréttað í núverandi húsi að Hafnargötu 21-23. Núverandi bókasafn fer að verða of lítið, svo bókasafnsnefnd telur mjög brýnt að hefja viðræður við eigendur Hafnargötu 21-23 hið allra fyrsta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.