Tíminn - 18.10.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.10.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 18. október 1986 Fiskeldi viö Reykjavík: Mengunarhætta vegna fiskeldis gífurleg Sigrún Magnúsdóttir flytur tillögu um athugun á mengunarhættu í borgarstjórn Úrgangur frá eitt þúsund tonna fiskeldisstöð samsvarar úrgangi frá borg á stærð við Reykjavík. Því mun, ef ekki verður aðgáð, fyrirhug- uð fiskeldisstöð innan borgarmarka Reykjavíkur tvöfalda mcngun sjávar í nágrenni borgarinnar. Til að fyrirbyggja stórslys af þessu tagi flutti Sigrún Magnúsdóttir borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins til- lögu á fundi borgarstjórnar á fimmtudag, um að fram fari athugun á mengunarhættu vegna frá- rennslis frá fiskeldisstöðvum og eldis- kvíum undan ströndum borgarlands- ins. Tillögunni var vísað til borgar- ráðs og umhverfisráðs til umfjöllun- ar. í máli Sigrúnar kom fram að vegna mikillar mengunar frá fiskeldisstöðvum í nágrannalöndun- um hefðu menn þar hannað nýjar og sterkbyggðari eldiskvíar er þyldu betur ágang sjávar og hægt væri að staðsetja í sterkari straumi. Með því væri hægt að komast hjá stærstum hluta mengunarinnar, þar sem straumar bæru úrgang á brott. Ef þessi leið verði ekki valin munu Reykvíkingar eiga á hættu stóraukna umhverfismengun. hm. Jon Axel við eitt verka sinna. Pjetur Maack, fyrir hönd SÁÁ, tekur við „áhyggjunum“ úr hendi listamannsins, Magnúsar Kjartansssonar. Tímamyndir: Sverrir. Galleri Borg: Sýning eða sýning ekki! Verk Jóns Axels og Magnúsar Kjartanssonar „upphengd" Þeir Jón Axel Björnsson og Magnús Kjartansson gefa almenn- ingi tækifæri til að líta list sína í Gallerí Borg þessa dagana. Jón Axel sýnir 4 olíumálverk, öll unnin á þessu ári, en verk Magnúsar eru unnin á pappír með blandaðri tækni. Þá verður þarna til sýnis skúlptur eftir Magnús sem minnir á að áhyggjurnar geta vegið þungt. Á átta leirlóð er letrað orðið „áhyggiur" og hefur listamaðurinn fært SAÁ verkið að gjöf. Einhverja hluta vegna tregðast forráðamenn Gallerís Borgar að kalla sýninguna sýningu. í frétta- tilkynningu segir að um eiginlega sýningu, eða formlega sé ekki að ræða, heldur upphengi Gallerís Borgar á verkum þessara tveggja listamanna. Vandséð er hvaða munur er þarna á. Gallerí Borg er opin virka daga frá kl. 10.00 til 18.00 og frá kl. 14.00 til 18.00 laugardaga og sunnudaga. Benedikt Sigur- jónsson látinn Benedikt Sigurjónsson fyrrver- andi hæstaréttardómari er látinn 70 ára að aldri. Benedikt fæddist 24. apríl 1916 að Hólakoti á Reykjaströnd sonur Sig- urjóns Jónassonar bónda og Mar- grétar Stefánsdóttur konu hans. Benedikt lauk stúdentsprófi frá M.R. 1935 og lögfræðiprófi frá H.í. 1940. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1947-48. Hann fékk héraðsdómsréttindi 1944 og málflutningsleyfi fyrir Hæstarétti 1955. Benedikt var fulltrúi lögmannsins í Reykjavík og borgardómarans áður en hann opnaði eigin málflutn- ingsskrifstofu. 1966 var hann skipað- ur hæstaréttardómari og gegndi því starfi til 1982. Maðurinn sem fórst við Vífilfell Maðurinn sem fannst látinn við Vífilfell á fimmtudag hét Ásgeir Ásgrímsson, til heimilis að Hraunbraut 36 í Kópavogi. Hann var 55 ára að aldri. Listasafn íslands: Yfirlitssýning Valtýs Péturssonar Valtýr hefur í áraraðir verið áber- andi listamaður, listgagnrýnandi og sem virkur félagi í FÍM. Hann tók þátt í hinni sögufrægu September- sýningu 1947, og hefur nú sýnt í 14 ár í röð með þ'eim hópi listamanna sem dregur nafn sitt af þeirri sýn- ingu. Yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar listmálara, verður opn- uð f dag kl. 15.00 í Listasafni íslands. Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðisráðherra opnar sýninguna í fjarveru menntamálaráðherra, Sverris Hermannssonar. Sýningin spannar allan listferil Valtýs, allt frá námsárum hans í Bandaríkjunum 1944-46 til verka sem unnin eru á þessu ári. Alls verða 127 verk á sýningunni, unnin í olíu, guass og mósaík. í tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá með fjölda mynda. Þar ritar Halldór Björn Runólfsson grein um Valtý og Valtýr Pétursson listmálari með huglæga útgáfu af höfuðborginni útfærða á striga. birt eru brot úr viðtölum við lista- manninn frá ýmsum tímum. Einnig hefur verið gefið út litprentað plakat. Sýningin stendur til 16. nóvember og er opin virka daga frá kl. 13.30 til kl. 18.00 en kl. 13.30 til 22.00 um helgar. iri Sumarnöi l-l Vtrklraö^i D "E3 Cortlo >ollUtrla>töön Opið hús allan sunnudaginn Háskóli íslands mun hafa „opið hús“ nk. sunnudag 19. október í tilefni af 75 ára afmæli stofnunar- innar. Þar verður kynnt starfsemi deilda og stofnana Háskólans í alls 19 byggingum, og munu hundruð leiðbeinenda taka á móti gestum. Fjölmargar sérsýningar verða í húsunum, sem snerta fræðasvið, en í aðalbyggingu verður Háskóla- bókasafnið kynnt, auk sýningar á ntyndefni úr sögu Háskólans. I sumum húsunum verða fluttir fyrir- lestrar, hátíðamessa verður í Há- skólakapellu og sýndar verða heimildarmyndir um Háskólann fyrr og nú. Kaffiveitingar verða í flestum byggingum. Vonast Háskólinn til að þarna verði eitthvað fyrir alla fjölskyld- una og að sem flestir mæti. Háskólinn verður opnaður fyrir gestum kl. 10 en klukkan 11 verður hátíðarguðsþjónusta í Háskóla- kapellunni. Á sama tíma mun Páll Theodórsson, eðlisfræðingur flytja erindi um kjarnorku, kjarnorku- slys og geislamengun. Verður síð- an samfelld dagskrá frant til kl. 17 með fyrirlestrum, samkomum og öðrum „gjörningum“. í Háskóla- bíói verða ókeypis kvikmyndasýn- ingar fyrir börn kl. 13.00-14.30 og 16-19. '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.