Tíminn - 18.10.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.10.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn SPEGILL Njósnarinn sem missti glæpinn! Það hefur lengi leikið rómantískur bjarmi um Mata Hari, fegurðardísina sem stillt var upp fyrir framan aftökusveit í heimsstyrjöldinni fyrri, sökuð um njósnir. Örlög hennar hafa valdið ýmsum vangaveltum alla tíð síðan og oftast hefur verið slegið á þá strengi aö fegurð hennar hafí orðið henni að falli. Þ EGAR réttarhöldin fóru fram yfir hcnni var mikil áhersla lögð á að þar færi einn mesti njósnari veraldar á þeim tíma en nú hefur komið í Ijós að sennilega hefur hún hvcrgi komiö nærri nein- um njósnum. Margaretha Gcertruide Zclle, sem síðar átti fyrir að liggja að verða fatafella og ástmær þeirra sem borguðu vel, fædddist í Hol- landi 1876. Á árum fyrri heims- styrjaldarinnar 19I4-1ÚI8, átti hún vingott við yfirmcnn í leyniþjón- ustum Frakka og Þjóðverja, and- stæðinga í styrjöldinni. Á við- kvæmum stundum í viðurvist ást- konunnar einnar áttu þeir til að slaka aðcins á tunguhaftinu þangað til loks rann upp fyrir þeim að ef til vill hefðuþeirveriðfull lausmálgir. Það voru ekki hernaðarleynd- armál sem þeir höfðu áhyggjur af, heldur voru þeir farnir að óttast unt eigið skinn og kannski var líka mannorð þeirra kontið í hættu. Eftir aftöku Matti Hari 1917 voru öll málskjöl frá réttarhöldun- unt yfir henni innsigluð „til 100 ára". En nú hefur blaðamaðurinn Russell Warren fengiö aðgang að skjölununi vegna bókar sem hann ritaði um Mata Hari. Þar segir hann m.a.: Það er ákaflega margt sem bend- ir til þess að hún hafi aldrei stundað njósnir fyrir einn eða neinn, cf miðað er við þá mcrkipgu sem orðið hefur í munni atvinnumanna. Það lítur út fyrir að hún Itafi öðlast frægð sem „njósnari" fyrst og fremst vegna þess að luin var þá þegar orðin fræg í París sem fata- fella. Það voru Frakkar sem kærðu hana fyrir að hafa njósnað fyrir Þjóðverja. Njósnirnar áttu að hafa átt sér stað í Frakklandi, Madrid og Hollandi og voru ákæruatriðin tills 8. Þaö tók dómarana ckki ncma 45 mínútur að komast að niðurstöðu unt sekt hcnnar, þó að sannanirnar gegn henni væru síður en svo óvcfengjanlegar og sjálf neitað hún staðfastlega að hafa stundað njósnir. „Ástmær, já það MATA HARI „Það var eitthvað dýrslegt við varirnar, kjálkana og kinnbcinin," sagði cinhver samtímaniaður en því var bætt við að hún hefði dregið karlmcnn að sér „eins og sykur og arsenik draga að sér flugur“! hcfég verið. En njósnari! Aldrei!" Á þessum tíma logaði allt í njósna- fári í Frakklandi og yfirvöld höfðu látið þau boð út ganga að njósnara skyldi grípa hvar og hvenær sem færi gæfist og þeirtekniraf lífi. Það átti að styrkja þjóðerniskenndina í stríðinu. Mata Hari var engin fegurðar- dís af sígilda taginu. Einhver lýsti henni svo að það væri „citthvað dýrslegt við varirnar, kjálkana og kinnbeinin". Og nú er því bætt við að hin mikið dýrkaða líkamsfcgurð hennar byggðist á falsi. „Stunda- glasvöxturinn" fékkst með því að troða henni í níöþröngt lífstykki og brjóstin voru sömuleiöis fölsk! Hún er sögð hafa verið yfirborðs- leg, hrokafull. nautnasjúk - og laðað að sér karlmenn „eins og sykur og arsenik laða að sér flugur"! Eina markntið Mata Hari var að njóta lífsins í vellystingum prakt- uglega - á kostnað elskhuga sinna. Kossáblaða- manna- fundi -S-SSÍ.Í*1 N JL ^ ÝLEGA héldu þau blaða- mannafund hin nýgiftu - eða svo til - Brigitte Nielsen og Sylvester Stallonc. Þau voru þar að kynna samning við kvikmyndafélagið Un- ited Artists. Gerður hefur verið samningur til 6 ára um að þau Brigitte og Stallone geri á þcim tíma 10 kvikmyndir. Þessi samningur mun gera Syl- vester Stallone og konu hans að hæst launuöu og ríkustu leikurunt í Hollywood - kom frani á þessunt blaðamannafundi. í gleði sinni kyssti Brigitte mann sinn innilega, - en hann tók því ósköp létt, sjálfsagt orðinn vanur blíðuhótum hennar, því hann tók ekki einu sinni hönd úr vasa við kossinn! „Ég hef verið ástfanginn af hon- um frá því ég sá hann fyrst í bíó smástelpa í Danmörku, og ég leit- aði hann uppi hér í Ameríku. Draumur minni rættist og ég vildi ekki skipta við nokkra konu. Ég á best í heimi!" sagði Brigitte. Laugardagur 18. október 1986 AF ÞINGI Verkefnalisti Alþingis lengist stöðugt, því nú þegar hafa 60 mál verið lögð fram, á fyrstu viku þing- tímans. Tólf ný mál komu fram í fyrradag. FRUMVÖRP Þingmenn þriggja flokka, þau Jóhanna Sigurðardóttir (A.Rvk), Karvel Pálmason (A.Vf.), Guðrún Helgadóttir (Abl.Rvk.) og Guð- mundur Bjarnason (F.NE) hafa lagt fram frumvarþ um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, en markmið frumvarpsins er að tryggja að bætur vegna framfærslu barna séu greiddar þar til barn verður 18 ára í stað 17 ára eins og nú er. Endurflutt hefur verið frumvarp um endurmat á störfum láglauna- hópa. Markmiðið með lagasetn- ingu er að fá fram hlutlausa rann- sókn og endurmat á störfum og kjörum láglaunahópa, svo og út- tekt á hlut þeirra í tekjuskiptingu og launakjörum í þjóðfélaginu, sbr. 1. grein frumvarpsins. Flutnings- menn koma úr öllum þingflokkum. Þeir eru: Jóhanna Sigurðardóttir (A.Rvk.), Guðrún Helgadóttir (Abl.Rvk.), Kristín Halldórsdóttir (Kvl.Rn), Guðmundur Bjarnason (F.NE.) og Pétur Sigurðsson (S.Rvk). Páll Pétursson (F.NV.) hefur lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum, sem felur I sér hækkun á leyfilegum hámarks- hraða á þjóðvegum. ÞINGSÁLYKTUNAR- TILLÖGUR Jóhanna Sigurðardóttir (A.Rvk.), Eiður Guðnason (A.Ve.), Jón Baldvin Hannibalsson (A.Rvk.) og Kolbrún Jónsdóttir (A.NE) hafa flutt þingsályktunartil- lögu um réttarstöðu heimavinnandi fólks, sem felur í sér að ríkisstjórn- in láti meta þjóðhagslegt gildi heimilisstarfa og geri úttekt á hvernig félagslegum réttindum og mati á heimilisstörfum er háttað samanborið við önnur störf í þjóð- félaginu. FYRIRSPURNIR Halldór Blöndal (S.NE) hefur beint fyrirspurn til viðskiptaráð- herra um innlánsdeildir kaupfélag- anna. Halldór vill fá að vita um fjölda og staðsetningu innláns- deildanna, innistæður í þeim, vaxtakjör og hvernig þau eru ákveðin, tryggingar á bak við inni- stæður viðskiptamanna og hvort þær séu nægar að mati bankaeftir- lits, og loks hvaða innlánsdeildir hafa verið stofnaðar eða lagðar niður sl. 5 ár. Jóhanna Sigurðardóttir (A.Rvk.) hefur lagt fram 4 fyrirspurnir: ítar- lega fyrirspurn til félagsmálaráð- herra um lánveitingar Húsnæðis- stofnunar ríkisins; fyrirspurn til fé- lagsmálaráðherra um húsnæðis- sparnaðarreikninga; fyrirspurn til viðskiptaráðherra um lánveitingar banka og sparisjóða og að síðustu fyrirspurn til forsætisráðherra um hvað liði setningu reglna um notk- un almannafjár til tækifærisgjafa. Helgi Seljan (Abl.Au.) spyr fjármálaráðherra um hverjartekjur af erfðafjárskatti hefðu verið 1985, þ.e. umfram þær 25 milljónir sem runnu í Framkvæmdastjóð fatl- aðra. Þá er komin fram fyrirspurn til utanríkisráðherra frá Svavari 'Gestssyni (Abl.Rvk.) um viðskiþti íslenskra fyrirtækjavið bandaríska herinn. Svavar óskar eftir nöfnum fyrirtækja er skipta við herinn og fyrirliggjandi upplýsingum um við- skipti hvers fyrirtækis fyrir sig. Jafnframt vill Svavar fá upplýsing- ar um heildargjaldeyrisskil vegna viðskipta við herinn sl. þrjú ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.