Tíminn - 18.10.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn._______________
11111111111 ÚTLÖND
Laugardagur 18. október 1986
FRÉTTAYFIRLIT
JERÚSALEM - Yitzhak
Shamir utanríkisráherra ísra-
els myndaöi nýja samsteypu-
stjórn allra flokka sem gerir
honum kleift aö taka við for-
sætisráðherraembættinu af
Símoni Peres næstkomandi
mánudag. Þetta kom fram í
tilkynningu forsetaskrifstof-
unnar.
SÍDON, Líbanon — ísra-
elskar herflugvélar flugu yfir
hæöum Suður-Líbanons og
varðbátar ísraelsmanna sigldu
úti fyrir ströndum. í gær var
ekki vitað með vissu um örlög
flugmannsins ísraelska sem
var í flugvél þeirri er skotin var
niður í árásarferð yfir Líbanon
í fyrradag.
BAGHDAD - franir skutu
eldflaug á íbúðarhverfi í
Baghdad, höfuðborg l’raks, og
létust sex manns og 64
særðust. Þetta var haft eftir
yfirmanni innan lögreglunnar
sem á staðnum var.
KUWAIT — Um það bil
fimmtán áhafnarmeðlimir ol-
íuflutningaskipsins sem skotið
var á í Persaflóa voru sagðir
týndir. Flestirþeirra eru Filipps-
eyingar og Pakistanar.
PARÍS — Nefnd á vegum
frönsku ríkisstjórnarinnar
sagði að frönsk stjórnvöld ættu
að borga upp í 45% af kostn-
aðinum við þróun evrópsku
geimflaugarinnar Hermes.
JÓHANNESARBORG
— Samkvæmt skýrslu sem
suður-afrísk stofnun um al-
þjóðamál birti gæti skortur á
erlendri fjárfestingu í landinu
leitt til fátæktar og erfiðleika
um komandi ár.
ILOILO , Filippseyjar -
Corazon Aquinoforseti Filipps-
eyja ræddi við leiðtoga komm-
únista um möguleika á vopna-
hléi í hinu sautján ára gamla
skæruliðastríði kommúnista
við stjórnvöld.
MOSKVA — Tveir áhafn-
armeðlimir og nokkrir farþegar
létu I íf ið þegar sovésk farþega-
flugvél brotlenti um 900 kíló-
metra norð-austur af Moskvu.
Það var opinbert dagblað sem
skýrði frá þessu.
LISSABON — Hægrisinn-
aðir skæruliðar í Mósambik
sögðust hafa náð á sitt vald
bænum Vila Machado og drep-
ið 85 stjórnarhermenn og her-
menn Zimbabwestjórnar í
hörðum bardögum sem urðu
við valdatökuna.
Irland:
Framtíð stjórnar byggist
á fullkominni samstöðu
- Þing Fine Gael flokksins um helgina mun aö líkindum leiða í Ijós hvort slík
samstaða er fyrir hendi
Dyflinni-Keuter
Þing írska Fine Gael flokksins
hófst í gærkvöldi og má búast við að
Garrct Fitzgerald forsætisráðherra
reyni þar að kveða niður alla óá-
nægju og fá liðsmenn sína til að sýna
samstöðu nú þcgar kosningar
nálgast.
Fitzgerald mun eflaust reyna allt
til að fá þingmenn stjórnarflokkanna
til að standa saman er stjórnarand-
staðan ber upp vantrauststillögu í
upphafi þings næstkomandi fimmtu-
dag.
Annað málefni sem þjarmar nú
illilcga að Fitzgcrald og stjórn hans
er efnahagsástandið í landinu.
Ríkisstjórnin samþykkti í vikunni
aðgerðir sem eiga að stemma stigu
við hækkandi vöxtum. Þar er gert
ráð fyrir niðurskurði á ríkisútgjöld-
um, meiri erlendri lántöku til að
koma auknu fjármagni inn á pen-
ingamarkaðina og einnig er lofað að
fella ekki gengi írska pundsins aftur
innan Evrópugjaldmiðlakcrfisins.
Vcxtir hafa hækkað um 2% í
þessari viku og efnahagssérfræðing-
ar óttast að þeir muni hoppa upp um
önnur 2% í næstu viku.
Finc Gael og samstarfsflokkur
hans, Verkamannaflokkurinn, hafa
yfir 82 þingsætum að ráða. Stjórnar-
Nú er sótt að Garret Fitzgerald forsætisráðherra írlands úr öllum áttum og
stjórnarandstaðan finnur honum allt til foráttu, jafnvel samkomulagið um
stjórnun N-írlands sem hann og Margrét Thatcher undirrituðu á síðustu ári.
andstaðan sem leidd er af Charles
Haughey leiðtoga Fianna Fail
flokksins hefur einnig 82 þingsæti og
með því að fá til sín nokkra óánægða
þingmenn úr röðum stjórnarflokk-
anna vonast Haughey eftir að van-
trauststillagan verði samþykkt og
kallað verði til nýrra kosninga.
Fitzgerald vill hinsvegar helst ekki
fara í kosningar fyrr en næsta sumar
og vonast til að þing Fine Gael
flokksins í Dyflinni um helgina sýni
samstilltan og sterkan flokk, alla-
vega út á við. í kosningununt verður
nefnilega tekist á um efnahagsmál
og þar vill stjórnin kaupa sér tíma.
Erlendar skuldir íra eru gífurleg-
ar, tekjuhalli mikill og auk þess þarf
stjórnin að fást við 18% atvinnu-
leysi, það mesta í löndum Evrópu-
bandalagsins.
Annað þrætuefni í írlandi er sam-
komulag stjórna Bretlands og ír-
lands er gefur þeirri síðarnefndu
takmörkuð áhrif í stjórnun Norður-
írlands. Fitzgerald skrifaði undir
þetta plagg á síðasta ári en Haughey
og liðsmenn hans hafa gagnrýnt það
harðlega. Haughey sagði t.d. í ræðu
í síðustu viku að hann myndi semja
á nýjan leik við Thatcher og stjórn
hennar færi svo að hann kæmist til
valda eftir næstu kosningar.
Ólympíuleikarnir 1992:
Sögusagnirnar stóðust
Barcelónuborg fékk sumarleikana og franski bærinn Albertville
fékk vetrarleikana
Reuter
Það fór eins og flestir áætluðu.
Barcelónuborg á Spáni var úthlutað
sumarólympíuleikunum árið 1992 og
franski bærinn Albertville fékk
vetrarólympíuleikana.
Ákvörðunin var tilkynnt af Juan
Antonio Samaranch forseta Alþjóða
ólympínefndarinnar(lOC) eftir að
atkvæðagreiðsla innan nefndarinnar
hafði staðið yfir í fimm klukkustund-
ir í svissnesku borginni Lau-
sanne.Unt tveir milljarðar sjón-
varpsáhorfenda um heim allan áttu
þess kost að fylgjast með þegar
Samaranch opnaði umslögin góðu
og tilkynnti um valið.
Feikileg gleði braust út í Barcel-
ónu er kjörið var Ijóst. Þúsundir
manna voru samankomnir á Plaza
de Catalunya, aðaltorgi borgarinn-
ar, þar sem sjónvarpað var beint frá
Lausanne og var mikið um faðmlög
og þar til fallandi hopp og óp þegar
tilkynningin barst. Felipe Gonzalez
forsætisráðherra var einnig fljótur til
að gefa yfirlýsingu og sagði ólympíu-
leikahaldið tilvonandi vera sögulegt
tækifæri fyrir Spán allan.
Ekki voru þó allir allskostar
glaðir: „Við viljum að heimurinn viti
að leikarnir verða haldnir í liöfuð-
borg 4>jóðar sem ekki er viður-
kcnnd,“ sagði talsmaður þjóðernis-
sinnaða Katólóníubúa en Barcelóna
er eins og kunnugt er höfuðborg
þess héraðs.
í Frakklandi var fólk hinsvegar
almennt ánægt fyrir Itönd íbúa Al-
bertville þó ánægjan hafi kannski
verið blendin þar sem París var ein
þeirra borga sem sóttu unt sumar-
ólympíuleikana.
„Þetta er stórkostlegt tækifæri fyr-
ir þetta frábæra franska hérað en
einnig fyrir landið okkar að vera
tengt hundrað ára afrnæli ólympíu-
hreyfingarinnar," sagði Jacques
Chirac forsætisráðherra sem kvaðst
vera persónulega hlynntur því að
Parísarborg myndi sækja um ólymp-
íuleikahald að nýju fyrir árið 1996.
Albertville, sem er í Alpahéruð-
um Frakklands, mun halda vetrar-
leikana þegar hundrað ár verða Iiðin
frá hinni frægu ræðu Frakkans Pierre
De Coubertin baróns sem leiddi til
stofnunar ólympíuhreyfingarinnar.
Val Barcelónuborgar var sérstak-
lega ánægjulegt fyrir Samaranch
forseta IOC sem sjálfur kemur frá
þeirri borg cnda leyndi ánægjan sér
ekki þegar hann las nafn borgarinnar
upp. Samaranch neitaði sjálfur að
greiða atkvæði í kosningunni.taldi
sig ekki vera hlutlausan en margir
telja reyndar að áhrif hans innan
nefndarinnar hafi ráðið talsverðu
um staðarvalið. Það hjálpaði einnig
Barcelónuborg að Spánn var eina
landið sem ekki hafði haldið ólymp-
íuleika af löndum þeim sem borgirn-
Caspar Weinberger varnarmálar-
áðherra Bandaríkjanna hélt frá Pak-
istan í gær að lokinni þriggja daga
heimsókn þar sem m.a. var rætt um
hernaðaraðstoð til Pakistanstjórnar
er hljóðar upp á 1,8 ntilljarða Banda-
ríkjadala.
Weinberger hélt til Rómar, fjórða
viðkomustaðarins á heimsreisu
sinni.
Hann mun eiga viðræður við Bctt-
ar eru í.
Aðrar borgir sem sóttu um sumar-
leikana voru Amsterdam, Belgrad,
Birmingham, Brisbane og París.
Samkvæmt heimildum féll Amster-
dam út í fyrstu umferð og Birming-
ham í annarri áður en Barcelóna var
valin í þeirri þriðju. Meiri sam-
keppni ríkti um vetrarleikana og
kom sænska borgin Falun þar sterk-
lega til greina.
Atkvæðagreiðslan í Lausanne
markaði endalok dýrustu kynningar-
baráttu fyrir ólympíuleika sem farið
hefur verið út í. Borgirnar kepptust
um að auglýsi kosti sína og engu var
til sparað. Eyðsluféð mun hafa verið
á milli 50 til 100 milljónir dollara á
borg að því áætlað er.
Ólílegt þykir að í framtíðinni
verði lagt út í annan eins kostnað því
Samaranch tilkynnti að takmörk
verði framvegis sett fyrir kynningar-
kostnaði.
ino Craxi forsætisráðherra Italíu,
Francesco Cossiga forseta og Gi-
ovanni Spandolini varnarmálaráð-
herra í dag.
Weinberger hefur þegar kontið til
Kína og lndlands á nítján daga
ferðalagi sínu og var hann reyndar
fyrsti bandaríski varnarmálaráð-
herrann til að heimsækja Nýju
Delhi.
Flann var neyddur til að fresta
flestum áætlunum sínum á fyrsta
Sovétríkin:
Brunafyllerí
Sovéskur lestarþjónn hefur
verið dæmdur í tíu ára fangelsi
fyrir að hafa orðið valdur að
bruna er varð nokkrum lestarfar-
þegum að bana. Það var dagblað-
ið Trud, blað verkalýðssamtak-
anna, sem skýrði frá þessu í gær.
Blaðið sagði Christo Ioanidi
sjálfan hafa lent í lífshættu eftir
að hafa misst niður sígarrettu
sem eldur kviknaði síðan út frá.
Hinn 22 ára gamli Ioanidi var að
drekka vodka með farþega í
hraðlestinni milli Volgograd og
Rostov.
Það var vinnufélagi Ioanidis
sem bjargaði honum en nokkrir
aðrir urðu fórnarlömb eldsins.
Blaðið skýrði ekki nánar frá
fjölda látinna.
Trud bætti því við að nokkuð
væri um að þjónustufólk, sérstak-
lega í vögnum sem flyttu
hermenn, braskaði með áfengi til
að fara á bak við hinar ströngu
reglur um sölu og neyslu áfengis
sem Mikhail Gorbatsjov Sovét-
leiðtogi hefur komið á.
degi heimsóknarinnar til Pakistan
og var magaveiki og þreytu um að
kenna. Hinsvegar ræddi hann síðar
við Mohammad Khan Junejo for-
sætisráðherra og aðra ráðamenn um
vopnasölu Bandaríkjamanna til
Pakistan. Þar var til umræðu ný sex
ára áætlun sem hefjast á árið 1988 og
þar sem meðal annars er gert ráð
fyrir sölu á háþróuðum radarflugvél-
um sem styrkja eiga eftirlit með
landamærunum við Afganistan.
STÓRFELLD V0PNASALA
TIL PAKISTANSTJÓRNAR
Islamabad-Reuter: