Tíminn - 18.10.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. október 1986
Tíminn 3
Matthías Bjarnason um olíusamninga viö Rússa:
Halldór Asgrímsson um síldarsamninga:
Mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir
viðskipti þjóðanna
- telurfrestun olíuviðræöna komatil greina
„Þetta eru náttúrlega gífurleg
vonbrigði. Hitt er svo aftur annað
mál að það hefur verið sá andi í
þessuni viðræðum í allt sumar að
það hefur ekki litið vel út. Samt
hafa menn verið að vona að það
myndi ganga saman á síðustu
stundu. Sovétmenn neita að borga
hærra verð sem aftur þýðir að ekki
fæst fyrir síldina það verð sem
kostar að veiða hana,“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra í samtali við Tímann í gær,
en hann var þá staddur á Ítalíu þar
sem haldinn er alþjóðlegur dagur
Matvæla- og landbúnaðarstofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna.
Aðspurður um hvort hann teldi
hugsanlegt að þessi niðurstaða
myndi knýja fram einhver við-
brögð af Islendinga hálfu í þeim
samningum um olíuviðskipti land-
anna sem fyrirhugaðar eru í byrjun
næstu viku sagði Halldór að verið
væri að meta það. Ekki hafi staðið
til að ganga frá þeim málum fyrr
en í næstu viku og að samninga-
menn íslendinga í Moskvu myndu
að sjálfsögðu kynna okkar von-
brigði með þessi málalok. „En ef
að þessi niðurstaða verður endan-
leg, hlýtur það að hafa mjög alvar-
legar afleiðingar í för með sér fyrir
viðskipti þjóðanna,"sagði Halldór.
Aðspurður um hvort hann teldi
líklegt að tekið yrði mið af kröfum
sjómanna, saltenda og útvegs-
manna um að þessum olíuviðræð-
ym við Sovétmenn yrði frestað,
sagði sjávarútvegsráðherra:
„Mér finnst það koma til greina,
en ég get í sjálfu sér ekki svarað
því héðan. Ég tel rétt að okkar
menn sem eru úti í Moskvu segi sitt
álit um hvort það beri að gera og
þá á hvaða stigi það skuli gert."
- BG
Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri
Seyðisfirði:
Mikil atvinna
ferforgörðum
Ljóst er að Austfirðingar munu
verða mjög hart úti vegna þess að
slitnaði upp úr viðræðum Sovét-
manna og íslendinga um kaup þeirra
á saltsíld héðan. Austfirðingum er
heitt í hamsi vegna þessa og hafði
Tíminn samband við Jónas Hall-1
grímsson framkvæmdastjóra á Seyð-1
isfirði og leitaði álits hans á málinu.
Hvað þýðir það í tekjutapi fyrir
Austfirðinga ef ekki tekst að selja
síld til Sovétríkjanna?
„Petta þýðir í tekjutapi alveg
hiklaust í kring um 600 milljónir
brúttó.
Við vorum með um 180 þúsund
tunnur í fyrrahaust og miðað við að
við fáum helming af þessum 50 eða
60 þúsund tunnum þá er þarna um
gífurlegt tekjutap að ræða sem ekki
er séð fyrir endann á.“
Hvað með atvinnuna?
„Þeir eru mjög miklir atvinnu-
möguleikarnir sem fara þarna for-
görðum. Það eru tugir manna sem
hafa atvinnu við síldina á hverjum
einasta stað. Ég get ekki með nokkru
móti séð hvernig á að brúa þetta bil
því þorskkvótar eru búnir eða svo
gott sem og menn hafa treyst á þetta
alfarið.
Loðnubræðslur eru að verða að
mestu leyti sjálfvirkar og mjög tak-
markaður fólksfjöldi sem þar
vinnur.
Það fólk sem hefur treyst á síld í
haust er algeriega vængstíft með
þessu móti, og ég sé ekki að það fái
nokkra aðra vinnu til að hlaupa í.“
Hvað leggur þú til að gert verði?
„Það sem mér finnst einna furðu-
legast í þessu öllu saman er að eftir 40
ára samfellda góða viðskiptahætti og
síbatnandi við Sovétríkin, þá skuli
þeir leyfa sér svona framkomu.
Ég hef trú á að sú góða ásýnd sem
við fengum af aðalritara þeirra,
Gorbatsjov, hér á dögunum og
landsmenn voru almennt inn á að
nokkuð mætti marka hvað hann
segði, geti breyst ef hann ætlar
eða hans menn í skjóli ofríkis að
neyða okkur út í samninga scm eru
engir samningar. Við hljótum að
verða að svara því einhvernveginn.
Mér finnst mjög einkennileg gisti-
vinátta af Gorbatsjov eftir þá við-
kynningu sem hann hefur haft af
landi og þjóð að það skuli ekki vera
hægt að kippa svona í liðinn.
Það á einnig við um okkar vina-
þjóðir sem við köllum svo Norð-
menn og Kanadamenn sem eru með
okkur í Norður-Atlantshafsbanda-
laginu. Það er hastarlegt að þeir
skuli með endalausum ríkisstyrkj-
um reyna að hafa þessa lífsbjörg af
okkur.“
Eigum við að blanda öðrum við-
skiptamálum okkar við Sovétríkin
inn í þessar viðræður?
„Ef ekki fæst nokkur leiðrétting á
þessu finnst mér fyllilega koma til
greina að tengja saman olíuviðskipti
okkar og einnig ullarsamningana
sem búið var að gera heilmikið í til
að fullnægja öllum þeirra kröfum og
eftirspurn.
Ef allt í einu er komin upp sú
staða að þeir vilji engin viðskipti við
okkur hafa nema þeir hafi fororðið
þá sýnist mér einboðið að við þurfum
að svara í sömu mynt og þar á ég við
olíuna sérstaklega.“
- NÁL
Viðræður munu fara f ram
og staðan síðan metin
„Ég vil sem minnst úttala mig um
þetta mál þar sem það er á mjög
viðkvæmu stigi," sagði Matthías
Bjarnason viðskiptaráðherra við
Tímann í gær þegar hann var spurð-
ur um viðbrögð við því að slitnað
hefur upp úr samningaviðræðum
Síldarútvegsnefndar og Sovét-
manna. „Þó munu þessar samninga-
viðræður um olíuviðskiptin fara
fram í Moskvu eftir helgina. Síðan
eftir þann fund metur maður hver
staða þess máls er og eftir það
verðum við að meta samningsstöð-
una í viðskiptum við Sovétmenn í
heild fyrir okkur sem þjóð en ekki
fyrir einhvern ákveðinn þátt samn-
inganna," sagði Matthías.
Aðspurður um hvort niðurstaðan
úr síldarviðræðunum gæti haft mikil
áhrif á aðra þætti í viðskiptum við
Sovétríkin sagði Matthías: „Það
kemur vitaskuld allt til greina. Hitt
er annað mál að t.d. í þessum
olíuviðræðum taka þátt fulltrúar
olíufélaganna, en þcir eru ekki í
öðrum viðræðum. Viðskiptaráðu-
neytið eitt hefur yfirumsjón með
þessum viðskiptum og ráðuneytið
verður að líta á samningana sem
eina heild og þá skiptir auðvitað
mjög miklu máli hvernig fer um
síldarsamninginn.
Tilboð Sovétmanna í síldarvið-
ræðunum er óaðgengilegt og þar
skýla þeir sér á bak við undirboð
Norðmanna og Kanadamanna sem
fram koma í krafti ríkisstyrkja og
kalla það heimsmarkaðsverð. Það
sem okkur finnst undarlegt í þessu ,
er að þeir vilja ekki kaupa síldina á
því verði sem við erum að sclja han
öðrunt þjóðum -það er raunverulegt
markaðsvcrð," sagði Matthías.
Hann sagði ennfremur að miklar
mannabreytingar hefðu orðið í So-
vétríkjunum og nýir menn sem ekki
þekktu til okkar viðskipta væru nú
komnir fram á sjónarsviðið og tor-
veldaði það aíla samningsgerð.
„Hins vegar hlýt ég að ætla að
Sovétmenn leysi þetta mál eftir póli-
tískum leiðum, en það er líka orðið
mjög aðkallandi aö leysa það,“ sagði
viðskiptaráðherra að iokum.
- BG
Útvegsmannafélag Austfjarða:
„Nánast niðurbrotnir“
- segir Hallgrímur Jónasson á Reyðarfirði
„Útvegsmannafélag Austfjarða
lýsir þungum áhyggjum af ástandi
mála varðandi síldarvinnslu á
þessu hausti. Afkoma sjávarþorp-
anna á Austurlandi er nijög háð
síldveiðum og vinnslu eins og
reyndar þjóðarbúið í heild. Síð-
astliðið ár var útflutningsverðmæti
síldarafurða 915 milljónir króna."
Þetta segir í ályktun sem útgerðar-
menn á Austfjörðunt samþykktu
fyrr í vikunni, áður en endanlega
varð Ijóst að Sovétmenn hyggjast
ekki kaupa síld af íslendingum.
Hallgrímur Jónasson stjórnarmað-
ur í Utvegsmannafélagi Austfjarða
sagði í samtali við Tímann í gær að
menn væru nánast niðurbrotnir
vegna þessara tíðinda, því þeir
samningar sem náðst hefðu um
sölu á saltsíld til Skandinavíu væri
ekki nema fimmti parturinn af því
scm unnið hefur verið undanfarin
ár. Þá sagði hann að það gæti
skapað vandræði fyrir skipin
hvernig staðið yrði að veiöunum
þcgar ekki væri um meira magn að
ræða og að mjög óvíst væri hvort
það svaraði kostnaði að veiða í
bræðslu. Hallgrímur sagði jafn-
framt að atvinnuástand fyriraustan
yrði fyrir miklu áfalli við þetta þar
scm síldarsöltunin skapaði vinnu
fyrir marga, ekki einungisá haustin
heldur langt fram eftir vetri og oft
út marsmánuð. „Það erekki ncma
hálfsögð sagan þegar búið er að
koma síldinni i tunnurnar, það
þarf að hirða hana og hreyfa fram
cftir vetri," sagði Hallgrímur.
TÖLVU-FJÁRVOGIR
Erum fiýbúnir að fá sendingu af hinum vinsælu CBH
tölvu-fjárvogum.
Til afgreiðsiu strax
Gott verð og góð greiðslukjör
KAPLAHRAUNI 18
220 HAFNARFIRÐI:
S-91.651800