Tíminn - 18.10.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.10.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Laugardagur 18. október 1986 Jóhann J. E. Kúld Hann Jóhann í Litlagerði hefur verið kallaður burt frá okkur. Það er staðreynd, sem erfitt er að sætta sig við eftir að hafa hitt hann nær daglega síðastliðin 12 ár. Ég man svo glöggt, hvernig kynni okkar hófust. Ég var að fara með elsta son minn á gæsluvöll og fór fram hjá Litlagerði 5.1 garðinum við húsið var roskinn maður að störfum. Drengurinn vildi staldra við, og maðurinn leit upp og brosti til hans. Þar sem leið mín lá þarna um daglega, jukust þessi kynni smám sman. Örfá orð fóru á milli okkar í fyrstu, en fljótlega varð að vana að nema þarna staðar og ræðast við. Þessi aldraði maður, Jóhann Kúld, var svo barngóður, alúðlegur og nærgætinn, að við vorum nánast komin inn á gafl hjá honum, áður en við vissum af. Oft drukkum við morgunkaffi með þeim Jóhanni og Geirþrúði, konu hans, og ævinlega fórum við léttari og glaðari af þeirra fundi, já, nær alveg fram á síðustu stund. Jóhann var alltaf svo heill og hreinn í framkomu. Hann vissi svo margt og hafði svo skemmtilega og lifandi framsögn, að tíminn flaug burt án þess að eftir því væri tekið. Á þessum árum eignaðist ég tvo aðra drengi. Öllum var þeim eins farið að sækja til Jóhanns og hænast að honum. Hann var þeim líka svo einstaklega hlýroggóður. Söknuður okkar er því mikill og djúpur. Hins vegar munu minningarnar, margar og ljúfar, bærast lengi í brjóstum okkar. Jóhann vissi síðustu vikurnar, að hann var með banvænan sjúkdóm, krabbamein. Hann var þó ákveðinn í að berjast gegn honum eins lengi og unnt væri og stóð meðan stætt var. Á spítalanum undraði marga, hve h'tið hann kvartaði. Hann vildi jafnvel ekki taka sterkustu deyfilyfin til þess að eiga þau eftir, þegar líðanin yrði enn verri. Kæri Jóhann, við þökkum þér innilega samfylgdina og allar skemmti- og fræðslustundirnar. Þær verðasonum mínum hollt veganesti. Fyrir mér ert þú ætíð sem styrkur faðir. Guð varðveiti Geirþrúði þína. Fríða. Illlllllllllllllllllllll LEIKLIST H»:!;' .......................................................... ........ ■.lllllll.................... ................ ......................... .........................- ................. :,ll Kveðja til Ásgerðar Ágústu Ágústsdóttur - frá Ásgerði Ágústu Pétursdóttur Pig kveðja klökkum huga í kœrleik, von og trú við öll sem áttum samleið, við öll er söknum nú, en ofar okkar sorgum er ársól Drottins skœr. Hún blessar björtum geislum hvert blóm sem fegurst grœr. Að gleðja, glœða vonir var gœfa j>ín og ráð að vinna vinum sínum og vera engum háð. Að lóknum löngum degi við lífs þins unnin heit þú hallar þreyttu höfði í helgum hvíldarreit. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka. Auðvitað sömdu þeir ekki Leikfélag Reykjavíkur: Gönguferð um skóg- inn eftir Lee Blessing. Þýðandi: Sverrir Hólm- arsson. Lelkstjóri: Stefán Baldursson. Leik- lestur í tilefni fundar Reagans og Gorbat- sjovs. Það var vel til fundið að flytja þennan leik um samningaviðræður fulltrúa stórveldanna meðan þeir höfðingjar sátu á rökstólum í Höfða. En lítill var áhugi almennings á hinni listrænu úrvinnslu þessa efnis; fáein- ir „utanhússmenn" í lðnó á laugar- dag, og varla hafa þeir verið fleiri á sunnudag þegar heimsbyggðin mændi á dyrnar að Höfða. Allt um það er þetta framtak leikfélagsins þakkarvert. Ég vona að forráðamenn þess láti ekki aðsókn- ina fæla sig frá að flytja öðru hverju ný leikverk með þessum hætti, leik- lestri, því að sú aðferð gefur tækifæri til að koma okkur í kynni við verk sem eiga til okkar erindi en of viðurhlutamikið er að setja upp með venjulegum hætti. Gönguferð um skóginn gerist í Sviss. Samningamenn risavcldanna sitja þar að störfum, sá rússneski garnail og lífsreyndur, sá bandaríski ungur og ákafur. En lyktir samning- anna verða þær sömu sem við höfum nú kynnst hér í Reykjavík; tillögum aðila er hafnað af gagnaðila. Samn- ingaviðræðurnar halda áfram þótt allir viti að þeim lýkur aldrei með samkomulagi, má segja að lotan hér í Reykjavík hafi fært mönnum heim sanninn um það, ef maður leyfir sér að vera svartsýnn. Gönguferð um skóginn er eftir ungan Bandaríkjamann og kvað hafa hlotið verðlaun þar í landi. Þetta er haglega samið leikrit, ekki sérlega frumlegt, en persónurnar skýrt mótaðar og með fáum dráttum. Maður sér strax í upphafi hvernig þessir menn eru. Þeir hafa mannleg samskipti sín á milli, óhjákvæmilega geta þeir ekki orðið vinir, en tengjast samt hvor öðrum. Þegar Rússinn kveður að lokum og Bandaríkja- maðurinn sér fram á langa Sýsífosar- iðju við samningaborðið, er svo komið að þeir sakna hvor annars. Þetta er laglega gert, dálítill húmor, og samræðurnar liprar og var texti þýðingarinnar einkar liðleg- ur. Með hlutverk samningamannanna fara tveir gamalreyndir stólpar úr Iðnó, Gísli Halldórsson og Þorsteinn Gunnarsson. Báðir áttu þeir létt með að bregða upp ljóslifandi mynd- um hinna einföldu manngerða, en hvorugur sýndi á sér nýja hlið. Leikmáti Gísla er tíðum nokkuð þyngslalegur og í bland dálítið gróf- gerð gamansemi. En hann hefur ævinlega örugg tök á hlutverkum sínum og fataðist hér hvergi. Þor- steinn sýndi vel ákafa hugsjóna- mannsins, og var spaugilegur framan af þegar Rússinn var að reyna að mýkja hann og fá hann til að tala af léttúð, sem auðvitað er nauðsynlegt til að afbera slíkt sjónarspil sem samningar af þessu tagi eru. í fram- setningu þessa efnis cr fólginn nokk- ur kýnismi, en í ljósi síðustu atburða verður slíkt býsna sannfærandi, samningamenn stórveldanna eru bundnir í báða skó. Eða - hvernig skyldi samningamönnunum í Genf líða, hvernig fara þeir að því að halda vitinu? Gönguferð út í skóg er áreiðalega jafnvel til þess fallin og hvað annað. Sýningar á þessu leikriti verða ekki fleiri. En vafalaust hcfðu ýmsir fengið mannlcgri innsýn í heimsmál- in með því að sjá sýninguna og slíta sig frá dyrunum í Höfða um stund. Gunnar Stefánsson. flAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Laus staða deildarfulltrúa við fjölskyldudeild, hverfa- skrifstofu í Asparfelli 12. Áskilin er félagsráðgjafa- menntun og a.m.k. 3ja ára starfsreynsla á sviði fjölskyldumála og/eða barnaverndar. Frekari upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldu- deildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknar- frestur er til kl. 16.00, föstudaginn 7.11.’86. Verndaður vinnustaður á Vesturlandi Forstöðumaður Framkvæmdastjórn Verndaðs vinnustaðar á Vest- urlandi auglýsir eftir umsóknum um starf forstöðu- manns. Starfið er fjölbreytt og verður fyrst í stað fólgið í rekstri vinnustaðar fyrir fatlaða á Akranesi. Leitað er að manni með þekkingu á rekstri og áhuga á málefnum fatlaðra. Umsóknarfrestur er til 7. nóvember n.k. Nánari upplýsingar veitir Ingimundur Sigurpáls- son, bæjarstjóri á Akranesi í síma 93-1211. vegagerðin Útboð - snjómokstur Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í snjó- mokstur á vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi, Hvolsvelli og í Vík í Mýrdal frá og með 20. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 3. nóvember 1986. Vegamálastjóri útboð vegagerðin _ Snjómokstur Vegagerð ríkisins og Flugmálastjórn óska eftir tilboðum í snjómokstur á vegum og flugvöllum í Húnavatnssýslum og Skagafjarðarsýslu. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga frá og með 20. þ.m. Skila skal tilboðum til Vegagerðar ríkisins á Sauðárkróki fyrir kl. 14.00 þann 3. nóvember 1986. Vegamálastjóri. Flugmálastjóri. t Eiginmaður minn og faðir okkar Jón Eiríksson fyrrverandi hreppstjóri Skálholti andaðist að hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 16. október. Jóhanna Ólafsdóttir og börn t Benedikt Sigurjónsson fyrrverandi hæstaréttadómari lést að kvöldi hins 16. okt. Fanney Stefánsdóttir Stefán Benediktsson Guðmundur Benediktsson Sigurjón Benediktsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.