Tíminn - 20.12.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. desember 1986
Tíminn 3
Dómurfallinn í aukadómþingi V-Skaftafellssýslu:
Skaftfellingar fá austur-
hluta Veiðivatnasvæðisins
Pinglýst mörk milli afréttá Skaft-
fellinga og Rangæinga hafa frá 1951
verið við Tungnaá. Með dómi upp-
kveðnum í gær bætast rúmlega 20
ferkílómetrar við afrétt Skaftfell-
inga.
Dómlínan liggur yfir mitt Veiði-
vatnasvæðið, þ.e. frá Kirkjufellsási í
Þveröldu. Á svæðinu eru því mörg
ágæt veiðivötn.
Tildrög málsins eru þau að fyrir
réttum 100 árum, hinn 22. október
1886 komu hreppsnefndir Land-
manna, Holta og Rangárvallahreppa
saman og sömdu landamerkjalínu
fyrir Landmannaafrétt. Þar er aust-
urmörkum afréttarins svo
lýst:..“síðan ræður Torfajökull inn
að upptökum á Stórukvísl, sem ræð-
ur merkjum og rennur fyrir austan
Kirkjufell í Tungnaá. Þaðan beint í
Þveröldu sem er fyrir norðan austur-
botninn í Þórisvatni..“
Hreppsnefnd Skaftártunguhrepps
og sýslunefnd Vestur Skaftafells-
sýslu voru á þessum tíma sammála
um að Þveralda væri á afréttarmörk-
um en töldu að þaðan ætti ekki að
draga línuna á Stórukvísl, sem dóm-
- um að ræða rúmlega 20 ferkm.svæði, m.a. Veiðivötn
urinn telur augljóslega vera sama
örnefnið og Kirkjufellsós, heldur
nokkru vestar, í Námskvíslarmynni,
öðru nafni Jökulgilskvíslarmynni.
Deiluefnið hefur þá sýnilega verið
Kýlingar sunnan Tungnaár en ekki
Veiðivatnasvæðið. Þegar samkomu-
lag tókst ekki, þinglýstu Rangæingar
hinn 17. maf 1890, landamerkjalýs-
ingu sinni frá 1886, og var línan
Kirkjufellsós-Þveralda því þinglýst
afréttarmörk þar til 7. ágúst 1951 er
Landmenn og Holtamenn ákvörð-
uðu með réttarsátt sín á milli að
Skaftfellingar ættu engan afrétt ofan
Tungnaár og þinglýstu sáttinni. Sátt-
in var gerð vegna annars dómsmáls,
milli Landmanna og Holtamanna
um veiðirétt á Landmannaafrétti, en
því máli hafði verið heimvísað þar
sem mörk svæðis þess þar sem hin
umdeildu vötn lægju, væru umdeild
og framlagðir uppdrættir ófullkomn-
ir. Til grundvallar sáttinni lá m.a.
símskeyti oddvitans í Skaftártungu-
hreppi þar sem hann lýsti því yfir að
hann teldi Skaftártunguafrétt aðeins
ná að Tungnaá.
lpmmi:
% BILLIARDSTOFAN
QARÐABÆ
EÍNKASAMKVÆMISSALURINN
Rannsókn málsins er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara.
Billjardstofumálið í Garðabæ:
Játaði mök
án ofbeldis
- við unglingsstúlkur
Fyrrverandi eigandi Billjardstof-
unnar í Garðabæ hefur játað að hafa
átt mök við tvær unglingsstúlkur, en
neitar að um ofbeldi hafi verið að
ræða. Um er að ræða 12 ára og 14
ára stúlkur. Hina síðarnefndu játar
En nú hefur sem sagt verið dæmt
að umrædd sátt hafi ekki réttarverk-
anir gagnvart Skaftártunguhreppi,
þar sem Skaftártunguhreppur hafi
ekki verið formlegur aðili að því
dómsmáli. Þá hafi oddvitinn ekki
einn og sér haft umboð að lögum til
að gefa bindandi yfirlýsingu um afsal
réttinda þeirra er mál þetta snýst
urn. Það ráði ekki úrslitum þótt
notaður hafi verið uppdráttur sam-
kvæmt sáttinni í tveimur Hæstarrétt-
armálum, veiðiréttarmálinu frá 1955
og máli er ríkið höfðaði til viður-
kenningar á grunneignarrétti sínunt
á Landmannaafrétti og tapaði 1981.
Skaftártunguhreppur var ekki að-
ili að fyrra málinu en gerði tilkall til
sama landsvæðis og nú í síðara
málinu.
Dómurinn leggur til grundvallar
landamerkjalýsingu Rangæinga frá
1886. Hún sé þeim sjálfum í óhag
miðað við kröfugerð þeirra í máli
þessu en skýrsla málsaðila honum í
óhag sé að jafnaði mikilvægt sönnun-
argagn. Önnur gögn, styrki þessa
niðurstöðu, einkum sýslulýsing
Magnúsar Stefensen sýslumanns frá
1886, en hann var á þeim tíma
sýslumaður í Rangárþingi. Einnig
uppdráttur í ferðabók Eggerts og
Bjarna.
Dóm þennan kváðu upp Már
Pétursson hérðaðsdómari, í máli
þessu dómari samkvæmt sérstakri
umboðsskrá og meðdómendurnir
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóra og
Stefán Már Stefánsson prófessor.
Sá síðastnefndi skilaði sératkvæði.
Hann taldi að gögn málsins hefðu
leitt í ljós að stefnandi málsins hafi
hvorki fyrr né síðar haft afréttarnot
af þrætusvæðinu ofan Tungnár. Því
sé ekki unnt að taka til greina kröfur
stefnanda um tiltekin merki á þessu
svæði með hliðsjón af rétti til afrétt-
arnota. ABS
hann að hafa átt mök við oft.
Alls kærðu sex stúlkur manninn
fyrir kynferðislega áreitni og ofbeldi.
Rannsóknarlögreglan hefur lokið
rannsókn þessa máls og sent það til
ríkissaksóknara. ABS
Borgarstjórn:
Deiliskipulag
Kvosarinnar samþykkt
Skipulag Kvosarinnar var sam-
þykkt eftir aðra umræðu í borgar-
stjórn á fimmtudag með atkvæðum
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks. Skipulagið verður nú aug-
lýst til athugasemda í átta vikur, en
þá verður það endanlega afgreitt
frá borgarstjórn og sent ráðherra
til staðfestingar.
Á fundinum á fimmtudag lögðu
borgarfulltrúar Alþýðubandalags-
ins til að í greinargerð með skipu-
lagi Kvosarinnar komi inn máls-
grein sem tryggi að ekkert niðurrif
verði leyft án þess að fyrir liggi
nákvæm fjárhags- og framkvæmd-
aráætlun um byggingu á lóðinni.
Einnig lögðu þeir til að fornleifa-
rannsóknir fari fram í Aðalstræti
áður en nýbyggingar verða leyfðar
þar. Þá lagði Kvennalistinn til að
gerð verði kostnaðaráætlun um
framkvæmd skipulagsins. Tillögum
þessum var vísað til borgarráðs og
verða teknar fyrir í lokaafgreiðsl-
unni.
-HM
Æ
BORGARLJÓÐj
VÍKUBÚTGÁFAN
í bókinni eru tuttugu kvæði tengd
Reykjavík. „Gunnar Dal ér þá
búinn að færa borginni sína af-
mælisgjöf og hefur vel til vandað."
Mbl. 19/8.
Þýðandi Skúli Magnússon
Þau viðhorf sem hér koma fram
munu væntanlega koma íslenskum
lesendum all framandlega fyrir
sjónir. Tekið er á málum á nýjan og
ferskan hátt.
Gunnar Dal íslenskaöi
„Einstæd bók að gæðum. “ Alþbl. 29/11.
„ Betri jólagjöf en Mannssoninn getur eng-
inn maður óskað sér. “ Mbl. 2/12.
VÍKURÚTGÁFAN