Tíminn - 20.12.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.12.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 20. desember 1986 Spennandi sakamálasaga Ólafur Haukur Símonarson: Líkið í rauða bílnum, skáldsaga, Sögusteinn, Rvk. 1986. Það hlýtur eiginlega að vera dálít- ið óþægilegt að hafa yfir sér morðóð- an ástsýkigeðsjúkling, sem ýmist reynir að frysta mann til bana drukk- inn í snjóskafli, hleypa af stað grjót- skriðu yfir bílinn manns á hættuleg- um fjallvegi, eða þá að sigla trilluna manns niður með venjulegum ís- lenskum fiskibáti úti á sjó. Þetta er þó það sem Jónas Halldórsson fyrr- verandi rannsóknarlögreglumaður og síðar dönsku- og enskukennari við barnaskólann á Litla-Sandi þarf að búa við. Litli-Sandur er lítið og dæmigert íslenskt sjávarþorp, og til rannsókn- arlögreglunnar t Reykjavík berst dularfullt bréf þaðan með beiðni um kennara á staðinn. Það fer saman að Jónas er að drekka sig út úr starfi þar og að þessi beiðni berst, og úr verður að hann ræður sig þangað. Þegar til Litla-Sands kemur fara hjólin heldur betur að snúast, og væri það víst ekki vænlegt til vin- sælda fyrir ritdómara að rekja þau mál og spilla þar með spennunni fyrir væntanlegum lesendum. En þess skal þó getið að þetta er saka- málasaga og vissulega hörkuspenn- andi. En þó verður að geta þess að Ólafur Haukur sýnir hér töluverðan frumleika, a.m.k. ef tekið er mið af hefðbundnum formúlum um upp- byggingu sakamálasagna. Úr þeirri bókmenntagrein er maður eiginlega vanastur því að glæpurinn sé framinn í bókarbyrjun, síðan komi stórsnjall leynilögreglumaður til sögunnar, vinni að málinu og upplýsi það á síðustu blaðsíðum bókarinnar hver glæpamaðurinn sé. Hér er farið töluvert öðru vísi í málin. Morðin í sögunni verða víst ein þrjú, ef allt er talið, og við erum ekki látin bíða til loka eftir því að upplýst sé um glæpina. Þá er Jónas eiginlega töluvert ólíkur því sem gerist og gengur um leynilögreglu- hetjur í sögum; sannast sagna virðist sem hann sé hálfgerður auðnuleys- ingi, sem konan hefur gefist upp á vegna drykkjuskapar og framtaks- leysis. Þá gerir Jónas sér líka lítið fyrir og lendir í ástarævintýri þarna, sem höfundi tekst þó ekki að gera veru- lega sannfærandi á síðum bókarinn- ar. Og síðan er skilið við þau hjónaleysin í hálfgerðu reiðileysi í lokin; við fáum ekki að vita hvort nokkru sinni var flett ofan af morð- ingjanum eða hvað varð um þau Jónas og konuna eftir að bæði höfðu sloppið frá síðustu morðtilrauninni. Ólafur Haukur Símonarson ríthöf- undur. Líka er óljóst í sögunni hvort Jónas lítur þarna raunverulega á sjálfan sig sem rannsóknarlögreglumann eða ekki, og hefði kannski mátt taka heldur betur á því atriði verksins. En sakamálasögur eru fyrst og fremst til þess gerðar að vera afþrey- ing og veita skemmtun, og sem slík er þessi bók mjög haglega gerð. Líka hefur Ólafi Hauki tekist aldeilis prýðilega hér að skrifa myndræna frásögn; ef það mætti verða til skýringar á bókinni sýnist mér að hún hafi alla burði til að geta farið vel sem söguþráður í kvikmynd. Og spurningin um það hvað verð- ur um Jónas í lokin vekur raunar aðra, sem sé þá hvort við megum eiga von á framhaldi? Hér verður ekki betur séð en Ólafur Haukur Símonarson eigi kjörið tækifæri til að setja Jónas til starfa við rannsókn- arlögregluna aftur, og skrifa svo fyrir okkur fleiri bækur um þau ævintýri sem hann lendir í þar. Sakamálasögur eru síður en svo bókmenntagrein sem ástæða sé til að fordæma, og af þeim hefur ekki mikið verið samið á íslensku. Þótt íslenskar bókmenntir séu vissulega fjölskrúðugar þá eigum við hvað sem öðru líður engan Sherlock Holmes innan þeirra. -esig V vÆR ÖRUGGAR LEIÐII TIL LÆKKUNAI SKATTA UJ § lusnæðisreikningur er verð- tryggður sparnaðarreikningur með bestu ávöxtunarkjörum bankans, ætlaður verðandi húsnæðiseigendum. Samið er um ársfjórðungslegan sparnað, 4 - 40 þúsund til eins árs í senn. Spamaðar- tíminn er 3-10 ár og lántökuréttur að honum loknum nemur allt að fjórföldum sparnaðinum. Fjórðungur árlegs sparnaðar á húsnæðisreikningi er frá- dráttarbær frá tekjuskatti. tofnfjárreikningur er ætlaður þeim einstaklingum sem hyggjast stofna til atvinnurekstrar. Hann er verðtryggður samkvæmt lánskjara- vísitölu og bundinn í 6 mánuði. Stofnun atvinnurekstrar má fara fram hvenær sem er innan 6 ára frá lokum innborgunarárs. Innstæður á stofnfjárreikningum eru frádráttarbærar frá skatti allt að 44.450.- hjá einstaklingi eða 89.080.- hjá hjónum. I þcss að þessar skattfrádráttar- leiðirnýtistátekjuárinu 1986 stofna reikningana fyrir áramót. Allar nánari upplýsingar fást í sparisjóðs- deildum bankans. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Saga kreppuáranna Kjarlan Jónasson: Kreppuárín á íslandi 1930-1939.! Fyrsta bindi. Örn og Örlygur 1986. 154 bls. Það virðist vera eðli sögunnar, að eftir því sem lengra líður frá minn- isverðum atburðum, aukist áhugi á þeim. Á meðan þeir eru enn í fersku minni eru þeir eitthvað sem allir vita og næsta fáir hirða um, en þegar þeim fer fækkandi sem upplifðu þá, verða þeir minning, minnisverðir, og þá taka sagnfræðingar og aðrir fræðagrúskarar að safna saman upp- lýsingum um þá og síðan að rann- saka þá og fjalla um þá frá ýmsum hliðum. Þannig er þessu varið um það tímabil og þá atburði, sem frá er sagt á þessari bók. Ekki er langt liðið síðan þeir voru hluti af minninga- sjóði flestra íslendinga, nú fer þeim óðum fækkandi, sem upplifðu þá og þá er orðið tímabært að festa frá- sagnir af þeim á bók. Bókarhöfundur, Kjartan Jónas- son gerir grein fyrir tilgangi og afmörkun verksins í inngangi og kemur þar fram, að þessi bók er aðeins fyrsta bindi í fyrirhugaðri ritröð um kreppuárin á íslandi og tekur til áranna 1930-1932, en þó svo, mestur þungi er lagður á frásögn af atburðum ársins 1932, enda urðu þá inargir eftirminnilegir atburðir. Um markmið verksins segir Kjartan: „Markmiðið var frá upphafi að bjóða öllum almenningi upp á sagn- fræðilega vandaða og jafnframt læsi- lega tuttugustu aldar sögu íslands. Svo stórstígar eru framfarir og allar breytingar nú á dögum að ætla má að skilningur og þekking á sögu aldarinnar hljóti að vera besta undir- staða skilnings jafnt á samtíð okkar sem fyrri alda sögu.“ Undir þessi orð má taka, þótt ég sé að vísu ekki sannfærður um að þekking á sögu 20. aldar sé nauðsyn- leg til skilnings á sögu fyrri alda, en þá er að hyggja að því hvernig höfundi hefur tekist að ná markmiði sínu og ber þó að taka skýrt fram, að ávallt er nokkrum vandkvæðum bundið að fjalla um einstök bindi ritraða, áður en verkið liggur fyrir í heild. Engu að síður virðist óhætt að fullyrða að hér sé vel af stað farið. Höfundur rekur sögu áranna 1930- 1932 í megindráttum. Honum tekst mjög bærilega að skýra þau öfl er einkum mótuðu sögulega þróun þessara ára og bregður upp dágóðri mynd af íslensku þjóðlífi, stjórnar- fari og efnahagsmálum, auk þess sem hann sækir glögg skýringadæmi til erlendrar sögu tímabilsins. Mikið myndefni er í bókinni og verður það til að varpa enn skýrara ijósi á marga þætti og sama er að segja um sam- tímafrásagnir, sem oft eru birtar í heild og færa aldarandann nær les- andanum. Eins og sjá má af heimilda- og tilvitnanaskrá hefur höfundur víða leitað fanga við samningu ritsins, en þó látið að mestu nægjast við prent- aðar heimildir. f þeim er vissulega mikinn fróðleik að finna, en einhliða notkun þeirra hefur óhjákvæmilega í för með sér, að hér er að langmestu leyti um að ræða frásögn af áður þekktum staðreyndum, en fátt nýtt kemur fram og lítið örlar á nýjum skilningi á sögu þessa tímabils. Allt um það er fengur að samþjappaðri frásögn af kreppuárunum. f inngangi sagði höfundur það markmið sitt að gefa lesendum kost á læsilegri 20. aldar sögu. Það hefur honum tekist að því leyti, að texti hans er lipur og auðlesinn, en til- þrifalítill og flatrímaður og verður því heldur leiðinlegur þegar til lengdar lætur. Á stöku stað virðist höfundur jafnvel hafa flýtt sér um of og á það til að rugla með kyn orða og tíðir sagna. Frágangur bókarinnar er að flestu leyti góður, en þess þó ekki að dyljast, að setning mætti vera betri. Alltof víða eru bil milli orða of löng og þótt mér sé ljóst, að slfkt sé nær óhjákvæmilegt á stöku stað, eru dæmi um þetta f þessari bók of mörg. Hefði víðast hvar mátt komast hjá þessu með því að umorða setn- ingar eða jafnvel með því að breyta orðaröð, án þess að merking breytt- ist. Þegar á heildina er litið verður þó ekki annað sagt en að þetta bindi lofi góðu um framhaldið og ætti ritröðin að geta öðlast vinsældir meðal les- enda. Jón Þ. Þór. ÞJÓÐLEG 0G FALLEG Bolll Gustavsson Bordnautar Ljóft Telknlngar Hrlngur Jóhannesson Bókaútgáfa Mennlngarajóós Það vissu menn að sr. Bolli í Laufási var ritfær maður og hafði yndi af skáldskap. Hitt er nýrra að sjá nú Ijóðakver frá hans hendi. Þetta er falleg bók. Hringur Jó- hannesson hefur prýtt hana teikning- um með hverju ljóði og mörgum með hinum lengri. Þetta eru geð- þekkar myndir. Þar sem Ijóðin vísa mjög til liðins tíma og lífsreynslu kynslóðanna eru margar teikning- anna bundnar horfnum dögum og háttum. Og þá er komið að því hvernig þetta ljóðakver nær til þeirr- ar kynslóðar sem nú er að erfa landi. Fyrsti þáttur bókarinnar nefnist Almanaksljóð. Eitt þeirra heitir Val- borgarmessa og er svona: Óvelkomin minnast síðbúin él við græna nál í Skellulóg. Tyrrin kemba þau gráhvítar finnungsþúfur á Höfðagrund Sr. Bolli Gústavsson. og draga kaldan slóða yfir sinugambur Suðurmýra Það er engin nauðsyn að lesandi þekki þau örnefni sem hér eru nefnd. En hann þarf að hafa þekkt grænar nálar í einhverri lág, gráhvít- ar finnungsþúfur og sinugambur mýraþúfna sem grænka seint. Ann- ars er hætt við að hann njóti þessa skáldskapar lítið, - viti ekki né skilji um hvað er verið að tala. Hitt er svo annað mál að ég hélt að þessi síðbúnu él væru að mynnast við nálarnar, kyssa köldum kossi. Segja má að þessi ljóð séu öll full af ýmiskonar vísunum til þjóðlífs, sögu og náttúru landsins. Því þarf lesandinn vissa undirstöðumenntun til þess að njóta þessa skáldskapar. Til þess að njóta ljóðsins um enda- dægur séra Björns Halldórssonar til fulls þurfa menn að vita að hann kvað Sjá, himins opnast hlið og um heilagt englalið í því sambandi. Síðasti kafli bókarinnar heitir Helgimyndir og eru þau ljóð byggð á heilagri ritningu. Síðast er ljóðið Borðnautar sem bókin dregur nafn af. Þeir borðnautar eru lærisvein- arnir sem gengu með frelsara sínum til Emaus án þess að þekkja hann. Kveikjan að því ljóði er málverk eftir Frans Snyders, flæmskan mál- ara. Þessi ljóð sr. Bolla eru í besta lagi þjóðleg og ísiensk. Þess væri óskandi að ungir og menntaðir menn skildu þau og nytu þeirra. Þá munu þau gera lesendum sínum gott. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.