Tíminn - 20.12.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn
FRETTAYFIRLIT
MOSKVA — Háttsettur sov-
éskur embættismaður sagði
þá ákvörðun Mikhail Gorbat-
sjovs og stjórnar hans um að
hætta við einhliða kjarnorku-
vopnatilraunabann sitt strax
þegar Bandaríkjamenn
sprengja sína fyrstu kjarnorku-
sprengju á næsta ári vera til-
komna vegna ótta við að
Bandaríkin gætu náð vfir-
burðastöðu í vígbúnaoar-
kapphlaupinu.
GENF — Samtök olíufram-
leiðsluríkja (OPEC) voru í gær
nálægt því að ná samkomulagi
um samdrátt í framleiðslu sem
hækkað gæti olíuverð upp í
átján dollara á tunnu.
JÓHANNESARBORG -
Evrópubandalagið bar fram
mótmæli við stjórn P.W. Botha
forseta Suður-Afríku og sagði
auknar sannanir vera fyrir því
að mannréttindi væru fótum
troðin í landinu. I gær sagði
suður-afrískt dagblað frá því
að minnsta kosti fimm manns
hefðu látist í óeirðum í Soweto,
útborg Jóhannesarborgar,
sem brutust út er stjórnin til-
kynnti um nýjar neyðar-
ástandsreglur.
MOSKVA — Vadimir Petr-
ovsky aðstoðarutanríkisráð-
herra Sovétríkjanna sakaði
óeirðarseggi um að hafa staðið
á bak við mótmælin í Alma Ata
nú í vikunni þar sem nokkur
hundruð stúdentar mótmæltu
breytingum á æðstu stjórn
kommúnistaflokksins í Sovét-
lýðveldinu Kazakhastan í Mið-
Asíu.
ROTTERDAM — Ráðherr-
ar frá ríkjum sem Rínarfljót
rennur um komu saman til að
ræða brunann í efnaverksmiðj-
unni í Sviss í síðasta mánuoi
en þar lak mikið af eiturefnum
í fljótið. Fulltrúar Frakklands
kröfðust strax mikilla skaða-
bóta.
ISLAMABAD — Fulltrúar
stjórnar Rajiv Gandi á Indlandi
komu til Pakistan til viðræðna
um vandamál sem verulega
hefur skaðað sambúð ríkjanna
tveggja, nefnilega ásakanir um
að aðskilnaðarsinnar úr hópi
sikha á Indlandi njóti stuðnings
pakistanskra aðila.
Laugardagur 20. desember 1986
llllllllllllllllilllBI útlönd ....................................................................... ....... . .........Illlllllllllll..............
Sovétríkin:
Sakharov látinn laus
- Frægasti andófsmaðurinn austan tjalds Andrei Sakharov hefur verið látinn
laus úr nauðungarvist í Gorkí - Fær að halda til Moskvu ásamt konu sinni
Yelenu Bonner
Lundúnir - Reuter
Vestrænir embættismenn fögnuðu
í gær ákvörðun sovéskra stjórnvalda
að leysa eðlisfræðinginn Andrei Sak-
harov úr nauðungarvist í heimalandi
sínu. Flestir tóku þó fram að Sovét-
stjórnin þyrfti að gera betur ætlaði
hún sér að snúa við blaðinu í með-
höndlun sinni á andófsmönnum.
Larry Speakes talsmaður Banda-
ríkjastjórnar sagði, er fréttir bárust
út um að Sakharov og kona hans
gætu fengið að fara til Moskvu, að
hér væri um persónulegan sigur,
hugrekkis þess sem hjónin væru
orðin þekkt fyrir, að ræða.
„Við bendum á að skipulagðar
ofsóknir gegn mannréttindum halda
áfram í Sovétríkjunum,“ bætti Spe-
akes þó við.
1 Lundúnum sagði Sir Geoffrey
Howe utanríkisráðherra Breta hins-
vegar að frelsun Sakharovs og konu
hans, Yelenu Bonner, væri sigur
fyrir almenningsálitið í heiminum.
Howe benti einnig á nauðsyn þess
að Sovétstjórnin snéri við blaðinu í
mannréttindamálum og Helmut
Kohl kanslari Vestur-Þýskalands
sagðist vonast til að sovésk stjórn-
völd myndu ekki aðeins sleppa
þekktum andófsmönnum úr haldi
heldur einnig minna þekktum mönn-
um sem fangelsaðir hafa verið fyrir
stjórnmálaskoðanir sínar.
í Noregi hafði Gro Harlem
Brundtland forsætisráðherra sér-
staka ánægju til að fagna frelsun
Sakharovs. Brundtland var í Sovét-
ríkjunum fyrir hálfum mánuði og
ræddi þar mál Sakharovs við Mikhail
Gorbatsjov leiðtoga landsins. For-
sætisráðherrann norski bauð Sak-
harovhjónunum að setjast að í Nor-
egi en þangað var Andrei neitað að
fara árið 1975 til að taka við friðar-
verðlaunum Nóbels.
Vladimir Petrovsky varautanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna tilkynnti á
blaðamannafundi í gær að Andrei
Sakharov hefði beðið stjórnvöld um
leyfi til að snúa frá borginni Gorkí
við ána Volgu, þar sem hann hefur
dvalið í útlegð hátt í sjö ár, til
Moskvu og hefðu yfirvöld bæði gefið
honum og konu hans leyfi til að snúa
aftur. Yelena Bonner var dæmd til
útlegðar í Gorkí, sem er í um 400
Andrei Sakharov: Ferðinni heitið
frá Gorkí
kílómetra fjarlægð frá Moskvu, árið
1984. Bæði voru sökuð um and-
sovéska starfsemi.
Sakharov er þekktasti sovéski
andófsmaðurinn á Vesturlöndum og
margoft hafa stjórnir og samtök
vestra megin járntjaldsins farið fram
á að hann yrði leystur úr nauðun-
garvist sinni.
Bretland:
Lög gegn því
að hundar fari
í hár saman
Lundúnir-Reutcr
Breskur þingmaður hefur lagt
fram frumvarp um breytingu á lög-
um í fulltrúadeild þar sem gert er
ráð fyrir harðari refsingum til
handa þeim sem standa fyrir
hundabardögum og horfa á slíkt.
Ríkisstjórnin kvað styðja þetta
frumvarp.
Harry Greenway þingmaður
íhaldsflokksins, sem lagt hefur
fram þessa tillögu, sagði nýju lögin
gera ráð fyrir að skipuleggjendur
hundabardaga yrðu sektaðir um
tvö þúsund sterlingspund sem sam-
svarar um 120 þúsundum íslenskra
króna. Sektin var áður 50 sterl-
ingspund. Einnig er gert ráð fyrir
fangelsisvist frá þremur upp f sex
mánuði.
Greenway sagði skipulagða
hundabardaga vera mun algengari í
Bretlandi en fólk gerði sér grein
fyrir.
1
Uruguay:
TILITALIU
Mannréttindabrot
grafin og gleymd í
nafni þjóðarsáttar?
Uruguay-Reuíer
Öldungadeild þingsins í Uruguay
hóf í gær umræður um umdeilt frum-
varp þar sem gert er ráð fyrir að
réttarhöld yfir lögreglumönnum og
hermönnum, sem sakaðir eru um
mannréttindabrot undir stjórn fyrr-
verandi herforingjastjórnar, verði
ekki látin fara fram.
Frumvarpið var lagt fram af þing-
mönnum Coloradó flokksins sem fer
með völd í landinu en með því vill
flokkurinn leggja áherslu á „þjóðar-
sátt“. Andstæðingar stjórnarinnar
hafa hinsvegar gagnrýnt frumvarp
þetta harðlega.
Þetta ku vera mun umfangsmeira
frumvarp en það sem forseti
landsins, Julio Sanguinetti, lagði
fram í októbermánuði. Því var þá
hafnað af öldungadeildinni.
Samkvæmt frumvarpinu er gert
ráð fyrir að réttarhöldum verði hætt
yfir þeim sem sakaðir eru um mann-
réttindaglæpi er framdir voru fyrir
mars árið 1985 þegar stjórn Sanguin-
etti tókvið völdum eftir lýðræðisleg-
ar kosningar.
Alls þurfa sextán þingmenn að
samþykkja frumvarpið eigi það að
ganga í gegnum öldungadeildina.
Hana skipa 14 þingmenn Coloradó-
flokksins, 11 þingmenn Blanco-
flokksins og 6 frá hinum vinstrisinn-
uðu samtökum Frente Amplio.
Washington-Reuter
Lawrence Walsh, mikilsvirtursak-
sóknari og fyrrum dómari og stjórn-
arerindreki, mun leiða rannsókn
sjálfstæðs ráðs á því hvort lög hafi
verið brotin í vopnasölu Bandaríkja-
stjórnar til írans og hneykslismálin
sem henni tengjast. Rannsóknarráð
sem þetta var einnig skipað í Wat-
ergatemálinu á sínum tíma.
Walsh var tilnefndur til að leiða
Varsjá - Reuter
Wojciech Jarúzelski leiðtogi Pól-
lands mun heimsækja ftalíu í janú-
ar næstkomandi og samkvæmt
heimildum Reuters fréttastofunnar
er líklegt að hann bjóði Jóhannesi
Páli páfa til að heimsækja land sitt.
Þetta yrði þriðja heimsókn páfa til
heimalands síns, Póllands.
Hin opinbera fréttastofa lands-
ins skýrði frá væntanlegri heim-
sókn Jarúzelskis í gær og var þar
þetta sérstaka ráð, sem tveir aðrir
dómarar skipa, eftir að Reagan
Bandaríkjaforseti hafði hvatt til að
því yrði komið á fót. Verkefni Walsh
og félaga felst í því að rannsaka
hvort lög hafi verið brotin er vopn
voru seld til írans og hluti gróðans af
sölunni sendur til Contra skærulið-
anna í Nicaragua sem berjast gegn
hinni vinstrisinnuðu stjórn þar.
Komist ráðið að því að lög hafi
sagt að hann færi í boði ítalska
forsætisráðherrans Bettino Craxi.
Heimsókn Jarúzelskis mun
standa yfir dagana 12.-14. janúar.
Kommúnistaleiðtoginn mun að
líkindum bjóða páfa í heimsókn til
Póllands í júní á næsta ári en hann
hefur áður heimsótt land sitt árið
1979 og 1983. Embættismenn Vat-
íkansins hafa áður sagt að páfi væri
tilbúinn að taka á móti Jarúzelski
kæmi hann til Rómar.
verið brotin á það að ákæra formlega
þá sem gerst hafa sekir um þessi
lögbrot.
Hinn 74 ára gamli Walsh var vara-
samningamaður Bandaríkjastjórnar
í friðarviðræðunum við Víetnama í
París árið 1969. Hann og ráð hans
hefur veruleg völd til að rannsaka
þetta mesta hneykslismál sem komið
hefur upp á valdatíma Reagans for-
seta.
Bandaríkin:
Walsh leiðir sjálfstæða
rannsókn á „írangatemáli“