Tíminn - 20.12.1986, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. desember 1986
Tíminn 11
ÍÞRÓTTIR
Alþjóöa knattspyrnusambandið:
Vill að aðdáendur
sitji sem fastast
í komandi framtíð
Áætlanir uppi um að leyfa aðeins að selja I sæti í
leikjum komandi heimsmeistarakeppna-Vonast til
að ólæti fari minnkandi
Alþjóða knattspyrnusambandið
(FIFA) hefur í hyggju að hleypa
ekki áhorfendum inn á knattspyrnu-
leikvangi í framtíðinni nema þeir
hafi sæti til að sitja í. Vonast er til
að þessi reglugerð verði í gildi í
öllum leikjum undankeppninnar fyr-
ir heimsmeistaramótið árið 1994.
Sepp Blatter framkvæmdastjóri
FIFA sagði að með þessu yrði mælt
fyrir næstu heimsmeistarakeppni,
sem fram fer á Ítalíu árið 1990, og
vonast væri til að þetta yrði orðið að
reglu fyrir keppnina árið 1994.
„Það er ljóst að það er mun meiri
hætta á að ofbeldi brjótist út á
opnum stæðum þar sem áhorfendum
er troðið inn,“ sagði Blatter í samtali
við Reuters fréttastofuna í gær.
Undankeppni fyrir heimsmeist-
aramótið árið 1994 hefst árið 1992
og þegar hafa þrjú lönd lýst áhuga á
að halda keppnina, Brasilía, Mar-
okkó og Bandaríkin.
Viðbrögð við þessari hugmynd
FIFA voru almennt nokkuð góð í
gær. Talsmaður spánska knatt-
spyrnusambandsins benti þó að að
hér gæti orðið um verulegt fjárhag-
stap að ræða fyrir flest knattspyrnu-
sambönd og talsmaður enska knatt-
spyrnusamþandsins sagðist telja
vafasamt að þessi breyting hefði
nokkur áhrif á þarlenda „hooligana"
sem væru eins ólátasamir innan vall-
ar sem utan.
l \28
ilHHV
|W i iilMf
f r \ i í
■ ■,.
Aðdáendur Brasilíumanna hafa aldrei verið þekktir fyrir langar setur. Verður breyting á?
HkiiMgHliífcaiÍi
wtlíi! llLÍiUtgMg 1 niliag
mwm iwfii* WáÆ
W*
v
kr. R-7400
32.140
Verð kr. 4060
13.27
Verð kr. R-5860
17.518
WUBM
Ævintýralega
ódýru
örbylgjuofiiamir
Örbylgjuofnarnir frá SHARP eru auðveld-
ir í notkun og henta jafnt fyrir stórar
steikur sem létt snarl.
Þú setur hráefnið í ofninn, stillir hann
og út kemur girnilegur og bragðgóður
matur.
Öllum örbylgjuofnum fylgir ókeypis mat-
reiðslunámskeið fyrir alla fjölskylduna í
SHARP-eldhúsinu.
Einnig fylgir sérhönnuð 80 síðna mat-
reiðslubók með ótal uppskriftum sem
henta við öll tækifæri.
í Hljómbæ er mikið úrval örbylgjuofna
og allir eru þeir frá SHARP, það tryggir
gæðin.
Sérhönnuð 80 síðna
matreiðslubók
Frá kl. 2 í dag fer fram sýnikennsla í SH ARP-eldhúsinu
á Hverfisgötu 103.
Matreiðslukennari
sér um kennsluna.
HLJOMBÆR
HVERRSGÖTU 103 SÍMI 25999
Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga, Hljómtorg ísafirði, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, KEA Akureyri,
Radiover Húsavík, Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Myndbandaleiga Reyðarfjarðar Reyðartirði,
Ennco Neskaupsstað, Djupið Djúpavogi, Hornabær Hornafirði, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, M.M. búðin Selfossi,
Rás Þorlákshöfn, Fataval Keflavik, Rafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum, Radiorösl Hafnarfirði, JL Húsió Reykjavik.