Tíminn - 20.12.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Tíxninn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjóri: Níels Árni Lund
Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60. - kr. um helgar. Áskrift 500.-
Rakalausar fullyrðingar
í leiðara Dagblaðsins í gær ræðst Haukur Helgason,
enn einu sinni að Alexander Stefánssyni, félagsmálaráð-
herra með slíku offorsi að undrum sætir.
Vísvitandi er þar farið með ósannindi og staðhæfu-
lausar fullyrðingar. En tilgangurinn helgar meðalið og
augljóst er að markmið blaðsins er að sverta ímynd
ráðherrans í þeirri von að vinna megi Sjálfstæðisflokkn-
um atkvæði.
Því er m.a. haldið fram að ekkert hafi verið gert á
árinul983 til hagsbóta fyrir húsbyggjendur.
Þetta er að sjálfsögðu hin mesta firra, og auðvitað veit
leiðarahöfundur það.
Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum var vandi
húsbyggjenda gífurlegur. Ástæður þess voru margar;
misgengi milli launa og lánskjara, útlán byggingasjóða
höfðu lítið hækkað, og úreltar lánareglur.
Strax, vorið 1983 beitti Alexander Stefánsson sér fyrir
þvt að veitt voru 50% viðbótarlán til þeirra sem fengu
lán árin 1982 og 1983. Veitt voru lán til um 5000
einstaklinga að upphæð um 303 milljónir króna.
Á árinu 1983 fór einnig fram skuldbreyting á lánum
þeirra sem áttu í erfiðleikum vegna skammtímalána,
lánstíminn var lengdur og mörg smærri lán voru
sameinuð í eitt. Alls var varið til þessa milli 150 - 160
milljónum króna. Það ár var einnig fólki gefinn kostur
á 25% frestun á greiðslum af húsnæðislánum og
notfærðu sér það yfir 3000 einstaklingar.
Það skal tekið fram að ekki hafði verið gert ráð fyrir
þessum útgjöldum á fjárlögum ársins 1983 og þurfti því
að fá viðbótarfjármagn til þessara aðgerða. Auðvitað
kom það til kasta félagsmálaráðherra að útvega það
fjármagn.
Samtals hafa á milli 6 - 7000 aðilar fengið fyrirgreiðslu
vegna greiðsluerfiðleika á árunum 1983 - 1986 samtals
að upphæð um 2 milljarða króna. Útborguð lán úr
byggingasjóði ríkisins milli áranna 1983-1984 voru
hækkuð um rúmlega 124% eða 84% miðað við fast
verðlag. Ráðgjafaþjónustu var komið á fót og hefur
starfsemi hennar margsannað gildi sitt og sett hafa verið
lög um greiðslujöfnun vegna misgengis lánskjara og
launa.
Að síðustu má nefna að sett hafa verið ný lög um
húsnæðislán sem gerbreyta stöðu húsbyggjenda.
Þótt hér sé aðeins drepið á það helsta af þeim atriðum
sem Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra hefur
beitt sér fyrir í húsnæðismálum, er ljóst að líklega hefur
aldrei verið jafn ákveðið tekið á vandamálum húsbyggj-
enda og í hans stjórnartíð.
Það er einmitt ástæðan fyrir ofsóknum málgagns
Sjálfstæðisflokksins nú þegar styttist til kosninga.
Sannleikurinn er nefnilega sá að allir ráðherrar
Framsóknarflokksins tóku við mjög erfiðum málaflokk-
um en hafa tekið á þeirra vanda á raunhæfan hátt.
Ætla hefði mátt, að eftir langa fjarveru Sjálfstæðis-
flokksins frá sjórn landsmála myndu ráðherrar hans
vilja breyta einhverju í ríkiskerfinu sem þeir svo mjög
hafa gagnrýnt í orði.
Staðreyndirnar eru hins vegar þær að hvergi eru
sjáanlegar veigamiklar breytingar af þeirra hálfu nema
pólitískar stöðuveitingar til einstakra flokksgæðinga.
Ástæða þess að málgagn sjálfstæðismanna heimtar að
félagsmálaráðherra fari frá stafar því fyrst og fremst af
því að sjálfstæðismenn óttast samanburð á verkum
ráðherra Framsóknarflokksins og þeirra eigin sem er
þeim mjög í óhag.
Laugardagur 20. desember 1986
MENN OG MALEFNl
llll
Áfengissýkin aðeins
hluti vandans
Margt og mikið hefur verið skrif-
að og skrafað um vímuefnanotkun
og þær hættur sem henni eru sam-
fara. Menn og konur krossa sig og
skella sér á lær og botna ekkert í
því að ungmenni leiðist út í eitur-
efnanotkun. Svo er talað um
vandamálið út og suður og allir eru
á einu máli um, að það væri miklu
æskilegra að unga fólkið væri ekki
að éta eitur eða sprauta sig með
því. Talað er um fyrirbyggjandi að-
gerðir, en lítt skilgreint hverjar þær
ættu að vera eða hvaða ráð eru yfir-
leitt vænleg til árangurs.
Alltof lítið er gert fyrir þá sem
ánetjast hafa eiturlyfjum, segir
fólk, og allir samþykkj a að efla beri
hæli og stofnanir fyrir hin afvega-
leiddu. Mikið til í því.
En þrátt fyrir alla umræðuna og
góðan vilja í orði magnast vandinn
og notkunin eykst. Smyglarar eru
teknir og þeim refsað en það stöðv-
ar ekki eiturefnastrauminn til
landsins. Kaupendur eru ávallt
nægilega margir til að sú áhætta sé
tekin, og á meðan hægt er að mata
krókinn verulega með eiturefna-
verslun er borin von að hægt sé að
koma í veg fyrir innflutning.
Vandamálið eru neytendurnir.
Það eru þeir sem skapa eftirspurn-
ina og það eru þeir sem greiða háa
verðið. Á meðan eftirspum er mik-
il og gróðavonin gífurleg munu
óprúttnir þorparar halda áfram að
versla með fíkniefni, hvaða ráðum
sem þeir þurfa að beita til að koma
því á markað.
Undanfari annarrar
vímuneyslu
Undirrót alls þessa vanda er
vafalítið að finna í siðferðilegri
upplausn, lífsfyrirlitningu og
nautnasýki. Afleiðingarnar eru
ekki eingöngu aukin eiturefna-
neysla, heldur kemur hún fram á
fjölmörgum sviðum öðrum.
En haldi maður sér við margum-
rædda fíkniefnaneyslu, er hún
sjaldan eða aldrei einskorðuð við
hin svokölluðu vímuefni. Hún
hefst nær ávallt á áfengisneyslu og
er meira og minna samtvinnuð
henni. Engin ungmenni byrja á því
að reykja hass eða nota kókaín,
LSD eða sprauta sig með amfeta-
mini án þess að hafa áður neytt
meira eða minna af alkóhóli. Og
iðulega fer saman fyllirí og önnur
vímuefnanotkun.
Áfengisbölið fer ekki eitt saman.
Það á sér marga fylgikvilla, og þá
verri en sjálfa áfengissýkina.
Vandamálin margfaldast
Oddvitar heilbrigðisstétta sendu
ríkisstjórn og Alþingi orðsendingu
fyrir nokkru um heilsuvernd og
nauðsyn á að draga úr heildar-
neyslu áfengis. Benda þeir á
stefnuskrá Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar um heilbrigði fyrir
alla árið 2000. Eitt af grundvallar-
atriðum þeirrar stefnu er að þjóðir
heims minnki heildaráfengisneyslu
um að minnsta kosti fjórðung fyrir
þann tíma.
í orðsendingunni segir, að
ástæðan sé sú, að öll vandamál sem
tengjast áfengi vaxi margfalt með
aukinni heildarneyslu. Sjálf áfeng-
issýkin er aðeins hluti þeirra vanda-
mála sem alkóhólið veldur. Marga
aðra sjúkdóma má rekja til ofnotk-
unar áfengis. Hvílíkur slysavaldur
áfengið er ættu allir að vita.
„Hvor tveggja veldur þjáningu
og örorku, auknum kostnaði við
heilbrigðisþjónustu og meiri dán-
arlíkum. Lítill vafi er á að aukin áf-
engisneysla á sinn þátt í vaxandi
kostnaði við heilbrigðisþjónustu á
undanförnum aldarfjórðungi,"
segir í bréfi læknanna.
Hér er bent á praktískt atriði
sem mikið hefur verið í umræð-
unni, kostnaður við heilbrigðis-
þjónustu. Stjórnmálamenn og aðr-
ir hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af
þeim miklu fjármunum sem fara til
heilbrigðiskerfisins. Þær upphæðir
væri hægt að lækka verulega ef tæk-
ist að draga úr áfengisþambi eldri
sem yngri með einhverjum ráðum.
Þau ráð eru náttúrlega á valdi hvers
og eins. En ráð læknanna er að
ráðamenn ættu að gera það sem í
þeirra valdi stendur til að draga úr
framboði og eftirspurn áfengis til
að freista þess að minnka heildarn-
otkunina.
Óábyrg hegðun
Það hefur ekki farið fram hjá
læknunum að í umræðum um ólög-
leg vímuefni gleymist alltof oft að
leggja áherslu á að áfengisnotkun
er jafnan samfara notkun þeirra og
í flestum tilfellum undanfari ann-
arrar vímuefnanotkunar.
Síðar segir: „Félagslegar af-
leiðingar ofnotkunar áfengis eru
ekki síður uggvænlegar og aukast
einnig margfalt með vaxandi heild-
arneyslu. Hér má minna á vinnutap
og heimilisböl ýmis konar. s.s.
hjónaskilnaði, ofbeldi á heimilum
andlegar og líkamlegar misþyrm-
ingar á maka og börnum. Ennfrem-
ur ber að minna á hættuna sem staf-
ar af ölvunarakstri og ýmissi annar-
ri óábyrgri hegðun, sem leiðir af
því að áfengi slævir dómgreind
manna. Annað og oft óviðkomandi
fólk getur þannig verið í verulegri
hættu.
Sérstök ástæða er til þess að
minna á, að samfara ölvun er tíðni
tilviljunarkenndra og óráðgerðra
kynmaka mun meiri en ella. Af
þessu kunna að hljótast alvarlegir
sjúkdómar, sem geta verið ban-
vænir.“
Dómgreindarleysi
og hættur
Hér síðast er vikið að hættunni af
alnæmi. Það er vitað, viðurkennt
og rekinn áróður fyrir í hvílíkri
hættu eiturlyfjaneytendur eru í að
fá þennan illræmda sjúkdóm vegna
notkunar á sprautunálum. Þeir eru
ekki eingöngu sjálfir í hættu heldur
geta þeir einnig verið smitberar.
Algengt er að eiturneytendur
stunda vændi til að afla tekna til
kaupa á þeim dýru efnum sem þeir
sækjast svo mjög eftir. Varla þarf
að lýsa nánar þeim vítahring sem
hér er kominn upp.
En það er önnur hlið á þessu máli
sem tengist eingöngu áfengi og al-
næmi. Fyrir nokkru gerði víðlesið
tímarit í Bandaríkjunum könnun á
breyttri kynhegðan fólks vegna ótt-
ans við alnæmi. Niðurstaðan varð
sú í stórum dráttum, að lauslæti
hefur stórum minnkað, enda er
fólk almennt þess meðvitandi
hvaða áhættu það tekur með því að
ástunda fjöllyndi, sem þótti sjálf-
sagt þar í landi sem víðar eftir að
pillan frelsaði fólk frá óttanum við
getnað þótt það léti eftir sér að gera
hitt hvenær sem svo bar við að
horfa og með hverjum sem var.
En siðgæðið á sér takmörk. Það
er þegar fólk er drukkið. Þá er
dómgreindin rokin út í veður og
vind og þar með sótthræðslan. Af-
leiðingarnar éru augljósar. Veiran
heldur áfram að breiðast út. Ekki
eingöngu meðal áhættuhópanna
sem kallaðir voru heldur einnig og
ekki síður meðal þeirra sem telja
sig örugga, að minnsta kosti þegar
þeir eru drukknir.
Áfengisdýrkun,
fjárhagsrúst
Iðulega er farið niðrandi orðum
um þá sem mæla með bindindi og
þeir hæddir. Kröfur eru uppi um að
áfengi verði víðar á boðstólum en
nú er og að fleiri tegundir verði
seldar. Er slíkt talið til menningar-
auka.
Áfengisdýrkunin gengur svo
langt að henni er blandað inn í ósk-
yldustu mál. Má þar nefna vernd-
um gamalla húsa og hverfa. Einn
helsti unaður við verndun litlu sætu
húsanna er að í þeim sé hægt að
setja upp lítil veitingahús og svo
flýtur borðvínskjaftæðið upp úr
öllum vitsmunabyttunum um not-
alegheitin hér og þar og aðallega í
Kaupmannahöfn, þar sem fólk á
við meiri áfengisvandamál að
stríða en annars staðar á Norður-
löndum, og er þá mikið sagt.
Vímuefnavandi, kostnaður við
heilbrigðisþjónustu, fjölskyldu-
upplausn, ofbeldi, glæpir, slysfarir
og niðurrif heilbrigðs lífernis yfir-
leitt má oftar en flestir vilja viður-
kenna, eða gera sér grein fyrir,
rekja til áfengisþambs. Hvernig
áfengið leikur efnahag einstaklinga
og heimila skal látið liggja milli
hluta, en sé það dæmi tekið inn í
reikninginn blasir við að alkóhólið
rænir margan fjárhagslegu sjálf-
stæði.
Eiturlyfjaneysla ungmenna er
ekki einangrað fyrirbæri. Margs
kyns annað áunnið böl er það ekki
heldur. Stundum er því haldið fram
að það sem einkum skilur menn frá
öðrum dýrum er að þeir viti sam-
hengið á milli orsakar og afleiðing-
ar. Oft efast maður um að svo sé.
En að vísustu manna yfirsýn er
Ijóst að almenn og síaukin áfeng-
isneysla á meira en lítinn þátt í
hrakandi heilsufari og margs kyns
siðferðilegu og líkamlegu niður-
broti.
Viðleitnin um heilbrigði fyrir
alla árið 2000 mun bera þeim mun
betri árangur eftir því sem fleiri
gera sér grein fyrir að sjálf áfengis-
sýkin er ekki nema lítill hluti þeirra
vandamála sem alkóhólið veldur.