Tíminn - 27.01.1987, Blaðsíða 1
í STUTTU MAU
■■■
ÓLAFUR RAGNAR Gríms-
son fékk Pommerance
verðlaunin fyrir árið
1986. Afvopnunar
samtök sem tengd eru
Sameinuöu þjóounum
veita verðlaunin og var
Ólafur Ragnar heiorað-
ur fyrir framúrskarandi
framlag til baráttunnar
fyrir afvopnun. Ólafur
Raanar er forseti al-
þjóðlegra þingmanna-
samtaka sem vinna -3 i—
aö friðarmálum. Verðlaunin voru af-
hent nýlega í New York að viðstöddum
fulltrúum afvopnunarsamtakanna,
Sameinuðu þjóðanna og sendiherrum
erlendra ríkja.
ÁRNI GUNNARSSON ht
stjóri sigraði í prófkjöri Alþýðuflokksins
í Norðurlandskjördæmi eystra sem
fram fór um helgina. Úrslitin voru mjög
afgerandi og fékk Árni alls 1477 at-
kvæði. Sigurbjörn Gunnarsson varð í
öðru sæti með 625 atkvæði og Hreinn
Pálsson varð þriðji með 551. Utséð er
um að Kolbrún Jónsdóttir alþingismað-
ur fyrrum BJ komist á þing eftir kosn-
ingar því hún fékk 335 atkvæði og varð
fjórða í röðinni. Kjörsókn varð heldur
meiri en búist var við, en 1707 manns
kusu.
BANASLYS varð á gatnamót-
um Helguvíkurvegar og Garðvegar
síðastliðinn föstudag. Ökumaour
fólksbifreiðar dó af völdum meiðsla er
hann hlaut eftir að bifreið hans lenti í
árekstri við vörubíl.
Slysið varð með þeim hætti að
vörubifreið sem kom Helguvíkurveg
keyrði í veg fyrir Oldsmobile bíl sem
kom Garðveginn. Oldsmobile bílinn
straukst við framenda vörubifreiðar-
innar með þeim afleiðingum að fólks-
bíllinn valt og ökumaður hennar kast-
aðist út. Hann var fluttur á slysadeild
Borgarspítalans en dó skömmu eftir
að þangað kom.
Hinn látni hét Sigurður Guðmunds-
son, til heimilis að Gauksstöðum í
Garði. Sigurður var þrítugur að aldri.
RÁÐSTEFNA um virkjun jarð-
hita á Nesjavöllum verður haldin í
Kristalssal Hótel Loftleiða á morgun,
hinn 28. janúar, klukkan 13.00. Ráð-
stefnan er liður í kynningu nýrrar
stjórnar Verkfræðingafélags íslands á
starfi verkfræðinga.
SKÓLAMEISTARI, aðstoð
arskólameistari og félagsstarfsstjóri
við Fjölbrautaskólann í Breiðholti hafa
sent frá sér svohljóðandi fréttatilkynn-
ingu: „Að gefnu tilefni skal það tekið
fram, að framtak fjölmiðla, annarra en
dagblaðanna, að auglýsa á sérstakan
hátt harla ósmekklega framkomu nem-
enda í sambandi við dansleik, er
nefndra fjölmiðla einna og bera hvorki
nemendur né aðrir ábyrgð á þeirri
innrás.“ Er hér átt við Smokkaballið
fræga sem haldið var um helgina.
ÞRIGGJA BÍLA áreksturvarð
á Keflavíkurvegi um kl. hálf þrjú á
sunnudag.
Jeppabifreið ók utan í vörubifeið
sem kom úr gagnstæðri átt. Að því
loknu ekur jeppabifreiðin framan á
fólksbíl sem kom næstur á eftir vöru-
bílnum. Þrír voru fluttir á sjúkrahúsið í
Keflavík og síðan á slysadeild Borgar-
soítalans. Ekki er talið að um alvarieg
meiðsl hafi verið að ræða. Jeppabíf-
reiðin og fólksbifreiðin voru báðar fjar-
lægðar af slysstað af kranabitreið en
vörubíllinn er að mestu óskemmdur.
Þetta er eitt af mörgum slysum sem
þegar hafa orðið á Keflavíkurveginum
frá áramótum.
KRUMMI
Það mætti segja mér
að kanarnir hafi
helst áhuga á kan-
ínukjöti...
Farmannadeilan:
Vinnuveitendur boða
verkbann á farmenn
- niöurstööur kjararannsóknarnefndar segja tilboð
útgerðanna fela í sér 24,4 til 28% káuphækkun
Farmannadeilan var enn óleyst
í gærkvöldi þegar Tíminn fór í
prentun en samningafundur hófst
hjá sáttasemjara kl. 20:30 í gær-
kvöldi. Voru menn þá að ræða
niðurstöður kjararannsóknar-
nefndar á því tilboði sem Vinnu-
veitendur lögðu fram í síðustu
viku, en sáttasemjari sendi til-
boðið til kjararannsóknarnefndar
til að hafa hlutlægt mat á því hvað
í því fælist. Niðurstaða kjara-
rannsóknarnefndar lá fyrir í
gærmorgun og ræddu samninga-
nefndirnar það í sinn hóp áður en
þær hittust á sameiginlegum
fundi.
Sambandsstjórn Vinnuveit-
endasambandsins samþykkti á
fundi sínum í gær að hefja undir-
búning að verkbanni sem setja á
í gang semjist ekki fyrir nk.
föstudag. Með því móti vinnst
fyrst og fremst tvennt, vinnuveit-
cndur h’afa hönd í bagga með þróun
vinnustöðvunarinnar varðandi
undanþágur o.þ.h. og einnig
verður þeim farmönnum sem
áhuga hafa á að ráða sig í önnur
störf það óheimilt.
Félagsfundur hjá Sjómannafc-
lagi Reykjavíkur hélt félagsfund
þar sem stuðningi er lýst við
samninganefnd félagsins einkum
þá stefnu að leggja áherslu á
grunnlaun og yfirvinnu.
Niðurstöður úr könnun kjara-
rannsóknarnefndar lágu ekki á
lausu í einstökum atriðum í gær
en samkvæmt upplýsingum sem
Tíminn fékk segir að tilboð út-
gerðanna feli í sér 24,4 til 28%
kauphækkun. -BG
Ólafsfjörður:
Um130manns
eru á atvinnu-
Fréttaritarí Tíniaas í Fljótum, Öm Þórarínvson:
MjÖg slæmt atvinnuástand cr nú
hjá fiskvinnslufólki á Ólafsfirði.
Um 130 manns, einkum konur, eru
á atvinnuleysisskrá. Þetta cr starfs-
fólk beggja frystihúsanna á staðn-
unt en það kom flest inn á atvinnu-
leysisskrá um áramótin. Að sögn
Guönýjar Ágústsdóttur á skrif-
stofu vcrkalýðsfélagsins Einingar á
Ólafsfirði cr fyrirsjáanlcgt að vinna
í frystihúsunum á staðnum verður
mjögstopul næstu mánuði. Ástæð-
an er einkum sú að togarinn Ólafur
Bekkur sem nú er að veiðum og
landar erlendis fer fijótlega í slipp
til Póllands og mun ekki væntan-
legur aftur fyrr en í maí cða júní.
Sólbergið mun því eitt sjá um
hráefnisöflun fyrir frystihúsin á
meðan og mun það tæpast nægja til
að halda uppi fullri vinnu við-
fiskvinnslu. Sólbergið kom úr sigl-
ingu í síðustu viku og hélt aftur til
veiða á föstudaginn. Nokkrir
smærri bátar eru gerðir út frá
Ólatsfirði en þeir veiða einkum
fyrir saltfiskverkun. Fólk scm starf-
ar við hana hefur mjög lítið kornið
á atvinnuleysisskrá enn sem komið
er.
Hér sést hvar slökkviliðsmaður í þar til gerðum hlífðarbúningi mokar eiturefninu upp í aðra tunnu af tveimur
sem velt var um koll á planinu fyrir utan sápugerðina Mjöll. Timamynd: Svemr
Eiturefnaóhapp í sápugeröinni Mjöll:
Eiturtunnum velt um koll
- natríum rann í opinn læk í Grafarvoginum
leysisskrá
Síðdegis á sunnudag var kvartað
yfir því við heilbrigðiseftirlitið að
mikil sápufroða væri í læk í Grafar-
voginum. Starfsmaður heilbrigðis-
eftirlitsins fór á staðinn og rakti
slóðina upp í Sápugerðina. Þar
varð Ijóst að tveimur ca 50 lítra
tunnum, hafði verið velt um á'
planinu fyrir utan og efnið rann úr
þeim. Að öllum líkindum hefurl
tunnunum verið velt um koll af
mannavöldum.
Slökkvilið var kallað á staðinn j
þar sem það hefur sérstaka eitur-
efnabúninga til afnota til þess að
fást við eiturefni.
„Þetta er nú ekki sérlega hættu- t
legt efni, en vegfarendur brugðust
rétt við og gerðu viðvart. Það er
full ástæða til að láta slökkvilið vita
ef grunur leikur á að um eiturefni
sé að ræða. Þetta efni heitir „natrí-
um laryl eter sulfat" en það getur
valdið ertingu og kláða á húð,
jafnvel útbrotum, en það er ekki
hætta á eitraðri uppgufun af því,“
sagði Rúnar Bjarnason slökkviliðs-
stjóri í Reykjavík. ABS
Viðræður við herinn um kaup á íslensku kjöti að hefjast:
Viljum að herinn
borgi sama verð
- segir Jón Helgason landbúnaðarráðherra
um 400 tonn af öðru kjöti. Um
hclmingur innflutta kjötsins er
nautakjöt, en annað innflutt kjöt
er svína- og kjúklingakjöt.
„I'essir samningar verða aö
byggjast á því að þeir fái sömu
vöru hér innanlands og jteir hafa
hingað til flutt inn. Það segir
þeim enginn að borða annað en
þeir vilja,“ sagði Jón. -ABS
í þessari viku hefjast viðræður
við fulltrúa bandaríska sjóhersins
um kaup varnarliðsins á íslensku
kjöti. Það eru Guðmundur Sig-
þórsson fulltrúi landbúnaðar-
ráðuneytisins og Sverrir Haukur
Gunnlaugsson fulltrúi Varnar-
málaskrifstofu sem sjá um við-
ræðurnar fyrir (slands hönd.
„Það er að sjálfsögðu viðhorf
að fá sama verð fyrir kjötið, hvar
sem er á landinu,“ sagði Jón
Helgason landbúnaðarráðherra,
aðspurður um hvort hcrinn fengi
fslenskt kjöt á lægra verði heldur
en íslendingar.
Bandaríski sjóherinn hefur
hingað til keypt fslenskar mjólk-
urafurðir og nokkuð af lamba-
kjöti,, en hefur jafnframt flutt inn