Tíminn - 27.01.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.01.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT BEIRUT — Tveimur mönn- um var rænt í verslunarhverfi í Vestur-Beirút og stúdentar fóru í mótmælagöngu til að mót- mæla ráni á fjórum erlendum prófessorum. Háttsettir banda- rískir utanríkismálasér- fræðingar hvöttu Reagan Bandaríkjaforseta til að huga að hernaoarlegum hefndarað- gerðum, ef þeir sem rænt hafa bandarískum einstaklingum væru tengdir einhverjum ríkis- stjórnum ríkja í Mið-Austur- löndum. PEKING — Stjórnvöld í Kína sögðust vilja að bandarískur fréttamaður sem vinnur fyrir frönsku fréttastofuna France- Presse yrði færður úr starfi sínu í Pekíng hið fyrsta. For- ráðamenn France-Presse hafa þó neitað ásökunum um að fréttamaðurinn hafi tengst njósnum og neita að flytja hann úr starfi. LUNDUNIR — Dollarinn féll á ný nokkuð í verði gagnvart vestur-þýska markinu og jap- anska yeninu á alþjóða gjald- eyrismörkuðum í gær. Gjald- eyriskaupmenn sögðu ástæð- una vera þá aö kaupendur tryðu því að Bandaríkjastjórn vildi veikari stöðu dollars til að minnka viðskiptahallann. BAHREIN — Iranstjórn sagði heri sína hafa enn sótt fram á suðurvígstöðvunum en írakstjórn sagði mikið mannfall hafa orðið í hersveitum írana. KUWAIT — Leiðtogar Mú- hameðstrúarríkja komu saman til ráðstefnu í Kuwait. Tvö helstu málin á dagskrá verða strið Irana og íraka og erjur milli Líbýumanna og stjórn- valda í Chad. JÓHANNESARBORG - Pik Botha utanríkisráðherra Suður-Afríku sagði fyrirframan rannsóknarnefnd þá sem kannar tildrögin að flugslysinu sem varð Samora Machel Mósambikforseta að aldurtila, að hann hefði fyrir mistök farið rangt með stuttu eftir flugslysiö er hann svaraði ásökunum um að Suöur-Afríkustjórn tengdist hrapi flugvélarinnar. BUENOS AIRES - Arg entínskir launaþrælar fóru í allsherjarverkfall til að mót- mæla efnahagsstefnu Raul Al- fonsin forseta og stjórnar hans. Þriðjudagur 27. janúar 1987 UTLOND Kosningarnar í Vestur-Þýskalandi um helgina: Samsteypustjórn Kohl kanslara situr áfram - Kosningaúrslitin þó verulegt áfall fyrir kristilegu flokkana - Græningjar og frjálsir demókratar hinir eiginlegu sigurvegarar Kohl og Strauss: Fylgið féll af kristi- lcgu flokkunum á incðan Genscher utanríkisráðherra (innfellda niyndin) og flokkur hans bætti verulega við sig fylgi og getur nú kraflst stærri hlutar í stjórnarsamstarf- inu llonn-Rcuter Stóru stjórnmálallokkarnir í Vest- ur-Þýskalandi héldu allir fundi í gær til að ræða niðurstöður kosninganna á sunnudaginn lil samhandsþingsins í Bonn, kosninga scm tryggði sam- stcypustjórn Hclmuts Kolil kanslara áfram völdin cn voru þó verulcgt áf- all fyrir flokk kanslarans, kristilcga dcmókrata. Lciðtogar stjórnai flokkanna hcldu lundi til að ræða framtíðina og cr víst að Hans Dietrich Gcnschcr utanríkisráðhcrra og lciðtogi frjálsa dcmókrata (FDP) hefur'haft sitt að scgja í þcim viðræðum. FDP var óumdeilanlcga sigurvcgari kosning- anna ásamt Græningjum scm juku fylgi sill vcru- lcga. Flokkur Kohls kansl- ara, kristilcgir dcmókratar (CDU), og systurflokkur hans í Bæjara- landi CSU, undir stjórn Franz Jóscf Strauss, fcngu til sanians 44,3% atkvæða. Pað nægði til að gcta haldið áfram stjórn- arsamstarfinu við FDP scm fckk 9,1% atkvæða cn hafði í síðustu kosningum lyrir fjórum árum 7% fylgi. I síðustu kosningum hlutu kristi- lcgu flokkarnir 48,8% atkvæða og í Ijósi góðs efnahagsástands bjuggust flcstir stjórnmálaskýrcndur við að Kohl og ílokksmenn hans ntyndu ciga slíkt fylgi víst í kosningunum á sunnudag. Svo fór jió ckki og tclja mcnn að hægrisinnuð utanríkis- stcfna, scm Strauss hcfur vcrið mjög hlynntur, hali drcgið úr fylgi við kristilcgu flokkana. „Dempari á hægrimenn", kallaði blaðiö Frankfurtcr Rundschau úr- slitin og fleiri tóku í sama strcng og sögðu að hin hófsama utanríkis- stcfna scm Gcnschcr hefur gcngist fyrir í slarfi sínu liafi sigrað harðlínu- sjónarmið Strauss og félaga. Einnig var bcnt á hvcrsu utanríkispólitík hefði enn cinu sinni lcikið stórt hlut- verk í kosningum í landinu. Stjórnmálaskýrcndur voru flcstir sammála um að FDP myndi í fram- tíðinni fara frani á mciri áhrif í sam- steypustjórninni mcð kristilegu flokkunum. Jafnaöarmannaflokkurinn, ejsti stjórnmálaflokkur Vcstur-Þýska- lands, bcið ckki það afhroð í kosn- ingunum scm margir höfðu spáð. Flokkurinn fckk 37% atkvæða en hafði 38,2% fylgi í kosningunum árið 1983. Kanslaraefni flokksins Jóhanncs Rau var cngu að síður óá- nægöur mcö hlut jafnaöarmanna og tilkynnti þcssi vinsæli stjórnmála- maður í gær að hann hygðist ckki berjast um formannsembættið í flokknum þegar hinn 73 ára gamli Willy Brandt lætur af því á næsta ári. Sú ákvörðun gæti enn átt eftir að auka á ágreininginn í flokknum milli hófsamra afla og þcirra sem vinstri- sinnaðri cru og cru ckki á móti sam- starfi við Græningja á landsgrund- velli. Græningjar voru ásamt FDP sig- urvcgarar þingkosninganna og juku Græningjar fylgi sitt mcst allra. Hirin vinstrisinnaði flokkur bauð fyrst fram til þings árið 1983 og fékk þá 5,6% atkvæða. Nú var fylgi Græn- ingja hinsvegar mun meira eða 8,3%- sem gerir þá að verðugu afli í vestur- þýskum stjórnmálum. Sovétríkin: Tekist á um umbótastefnu Miðnefnd kommúnistaflokksins kemur saman í dag til fundar-Falla Brezhnevvinir úr framkvæmdastjórn? Moskva - Reuter Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi þykir líklegur til að rcyna að tryggja sig enn í sessi á fundi miðnefndar kommúnistaflokksins sem hcfst í dag. Stjórnarerindrekar telja að So- vétleiðtoginn muni gera slíkt mcð því að koma tveimur meðlimum framkvæmdastjórnar flokksins (Pol- itburo) sem vorú nánir samstarfs- mcnn Leonid heitins Brezhnevs úr stöðum sínum. Mennirnir tveir cru Dinmukham- ed Kunayev sem lét af störfum sem flokksleiðtogi í Mið-Asíulýðveldinu Kazakhstan nú nýlega og Vladimir Shcherbitsky leiðtogi flokksins í Úkraínu. Það cr nánast víst að Kunáyev verði látinn hætta í framkvæmda- stjórninni, pólitísk framtíð hans var raunar á enda er hann hætti sem ÚTLÖND UMSJÓN: flokksleiðtogi í Kazakhstan. Fram- tíð hins 68 ára gamla Shcherbitskys þykir þó öllu óljósari en hann varð þó fyrir gagnrýni á flokksfundi á föstudaginn í síðustu viku og það þykir benda til að sæti hans í hinni voldugu framkvæmdastjórn sé í hættu. Miðnefnd kommúnistaflokksins, sem í eiga sæti 307 meðlimir flokksins, átti ckki að koma saman fyrr en í lok þessa árs og engin opinber skýring hefur verið gefin á hvers vegna til fundarins er kallað nú. Gorbatsjov hefur hinsvegar kvart- að nokkuð oft yfir því á undanförn- um mánuðum að skriffinnar og lægra settir ráðamenn í flokknum tefji þær þjóðfélagslegu og efnahagslegu breytingar sem hann hefur gengist fyrir. Opinberir fjölmiðlar hafa einn- ig verið duglegir við að benda á þetta en sumir þeirra hafa þó gefið í skyn að „Glasnost" (Opnun) stefna Gor- batsjovs hafi vakið upp verulegar deilur innan flokksins. Fari svo að menn á borð við Kunayev og Shcherbitsky verði látn- ir víkja úr hinum valdamiklu stöðum sínum í framkvæmdastjórninni, og menn á borð við Boris Yeltsin flokksleiðtogi í Moskvuborg verði færðir upp í valdastiganum, verður að líta á það sem sigur fyrir Gorbat- sjov og umbótaröfl innan flokksins. í framkvæmdastjórn flokksins sitja nú tólf fullgildir meðlimir og er meðalaldur þeirra 65 ár. Þá eru að auki sjö meðlimir sem ekki hafa þó atkvæðisrétt innan þessarar æðstu einingar flokksins. Saudi Arabía: Grafið eftir gulli Bahrein - Reuter Saudi Arabar ætla að byrja að grafa eftir gulli á næsta ári og munu 400 tonn af jarðefnum verða grafin upp á degi hverjum í hinum fornu Mahd Ad-Dahab námum sem opnaðar verða á nýjan leik. Abdul-Razzaq Aburashid stjórnandi hins ríkisrekna námu- félags Petromin sagði í samtali við þarlenda fréttastofu að gert væri ráð fyrir að hægt væri að vinna 26 grömm af gulli fyrir hvert tonn og 90 grömm af siífri. Náinumar frægu eru um 400 kílómetra norðaustur af hafnar- borginni Jcddah við Rauða hafið og eru elstu námurnar á þessu svæði. Undibúningsvinna viðþær var hafin árið 1983. Gull var síðast unnið á þessu svæði á fimmta áratugnum og þegar því var hætt, eftir fjórtán ára samfelldan gröft. höfðu tutt- ugu tonn af gulli komið upp á yfirborðið. Bob Hawke forsætisráö- herra Ástralíu: VeðjarviðReagan Larnaca, Kýpur - Reuler Bob Hawke forsætisráðherra Ástralíu sagði í gær að hann væri öruggur um að vinna veðmál við Reagan Bandaríkjaforseta og fá að launum kúrekahatt banda- ríska forsetans. Veðmálið snýst um hvor þjóðin sigri í úrslita- keppninni um Ameríkubikarinn, siglingakeppninni frægu. Hawke, sem var í stuttri heim- sókn á Kýpur, sagði að Reagan hefði boðið honum veðmálið og hefðu félagarnir lagt hatta sína að veði. Hawke hatt að hætti harðskeyttra Ástrala og Reagan kúrekahatt. Forsætisráðherrann ástralski sagðist vera nokkuð viss um að ástralski báturinn Köokaburra III myndi sigra bandaríska bátinn Stars and Stripes í úrslitakeppn- inni sent hefst á laugardaginn í Fremantle í Ástralíu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.