Tíminn - 27.01.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 27. janúar 1987
Tíminn 9
lllllll VETTVANGUR
Björn Pálsson, fyrrverandi alþm. Löngumýri
Það er ástæðulaust að
fjolga eyðijorðum
Nú er það þannig í viðskiptalíf-
inu, ef vara fœst fyrir óvenjulágt
verð, fœr neytandinn ekki allan
hagnaðinn, milliliðirnir hirða hluta
hans og stöku sinnum allan.
Þegar rætt var um útflutning á
fuglakjöti nýlega, sögðust fugla-
bændur þurfa að fá 210 kr. fyrir
hvert kg. Við fáum hins vegar 183
kr. fyrir fyrsta flokks dilkakjöt, en
163 kr. pr. kg., ef um holdgóðar
gimbrar er að ræða. 105 kr. fáum
við fyrir folalda- og trippakjöt.
Þetta verð er oft tvöfalt hærra í
smásöluverslunum. Það er áríð-
andi að finna leiðir, sem duga til
þess að koma landbúnaðarvörum
til neytenda með minni kostnaði
en nú er, þannig að sem flestir hafi
efni á að borða þessi hollu og góðu
maivæli. Ég get ekki séð, að ástæða
sé til að reka þessi fuglabú, ef
eigendur þeirra þurfa að fá 15%
hærra verð fyrir kjötið en kinda- og
nautgripabændur fá. Auk þess er
talið, að fuglakjöt sé allt að 25%
beinameira en lambakjöt. Fuglarn-
ir eru að mestu fóðraðir á innfluttu
korni. Þegar þar við bætist, að
sumir þessir fuglabændur eru öðru
hvoru að koma við hjá Lögbirt-
ingablaðinu, þá sé ég ekki, að
slíkur verksmiðjubúskapur sé til
mikilla þjóðþrifa. Einstaka menn
hafa reynt að telja fólki trú um, að
néysla kjötfitu orsaki æðastíflur
og neysla hangikjöts orsaki
krabbamein. Þessar kenningar
eru nánast atvinnurógur. Æðastífl-
ur fær fólk af því að reykja, eta of
mikið og hreyfa sig of lítið. Þekki
menn ekki orsakir sjúkdóma er
alltaf verið að giska á hlutina.
Hitt hygg ég, að flestir viður-
kenni, að hollt og gott fœði raeður
mestu um heilsu og líðan flestra
lifvera. íslendingar hafa borðað
meira af kjöti og mjólkurvörum en
flestar aðrar þjóðir. Þeir verða allra
manna elstir. Góð heilbrigðisþjón-
usta á þátt í því, en frumorsökin er
gott fœði.
Jónas læknir á Sauðárkróki var
eitt sinn að koma úr læknisvitjun
framan úr Skagafjarðardölum í
norðan stórhríð og frosti. Jónas
vildi ekki tefja á bæjum, því að
hann var fannbarinn, en kom við á
Brúnastöðum og bað Jóhann
bónda að gefa sér bita af feitu
hangikjöti og borðaði það hrátt á
leiðinni. Jónas vissi hvað best
dugði gegn hríð og frosti. Skyrið,
sauðakjötið og ullin bjargaði þjóð-
inni frá því að deyja út. Ef engin
sauðkind hefði verið til á átjándu
öldinni, þá væri enginn Dagblaðs-
Jónas til, til að skrifa um málefni
bænda.
Heildarkjötbirgðir hafa senni-
lega sjaldan verið meiri en nú. Það
gefur auga leið, ef kvótakerfi er
beitt gagnvart kindakjöti og það
selt fyrir ákveðið verð, en aðrir
kjötframleiðendur geta framleitt
og selt án hindrana, þá hlýtur að
draga úr sölu og framleiðslu á
kindakjöti.
Fyrst hœtta efnaminni bœndur
búskap og svo hver af öðrum.
Mannleg samskipti í sveitum verða
minni, og fábreyttari, effólkifœkk-
ar þar með þeim afleiðingum, sem
því fylgir. Það er þessi þróun, sem
bœndur óttast nú. Ég er sannfœrð-
ur um, að fjárbœndur muni eigi
una því til lengdar, að kvótakerfi sé
beitt gagnvart þeim en engum öðr-
um kjötframleiðendum og við mun-
um finna leiðir til að hindra það, að
það ástand verði varanlegt.
Það er óeðlilegt og ranglátt, að
fjárbændur búi ekki við hliðstæð
kjör og aðrir kjötframleiðendur.
Sú leið að afnema allar hömlur á
framleiðslu og verðlagningu á kjöti
er á vissan hátt athugandi. Þá
myndi hefjast hlífðarlaus sam-
keppni milli kjötframleiðenda.
Ástandið í kjötsölumálum yrði þá
svipað og það var á tímabilinu
1920-1930. Eg er ekki viss um, að
sauðfjárbændur stæðu mjög illa að
Seinni hluti
vígi í þeirri samkeppni. Þeir
mundu draga úr kostnaði við bú-
reksturinn, nota meiri beit og ala
upp harðgerðari fjárstofn. Gömlu
fjármennskuhæfileikarnir mundu
þróast. Skuldlaus fjárbóndi, sem
býr á sæmilegri beitarjörð getur
framleitt kjöt með ótrúlega litlum
kostnaði. Séu jarðarmatsbækur frá
1930 og 1942 athugaðar sést, að
fjöldi bænda hefur haft innan við
100-150 fjár á fóðrum og margir
höfðu minna en hundrað. Fólkið
lifði mest á kjöti og mjólkurmat.
Lítið var keypt af rekstrarvörum.
Bóndi, sem átti 200 kindur, gat
bætt hag sinn, ef hann var skuld-
laus. Árið 1931 byrjaði kreppan og
stóð til 1934. Andvirði lamba lækk-
aði úr tuttugu krónum í tíu. Kjötið
var þá selt á 70 aura pr. kg. í
Reykjavík. Þá töpuðu flestir
bændur. En þeir hlupu ekki frá
jörðum sínum. Ýmsir í kaupstöð-
um liðu á þeim árum fyrir matar-
skort. Árið 1939 fór mæðiveikin að
breiðast út, sem stjórnvöld, ráðu-
nautar í sauðfjárrækt og ef til vill
dýralæknar áttu alla sök á. Þá
misstum við oft 'A af ærstofninum
árlega og fengum engar bætur þó
þessi plága stæði í tíu ár. Aðstoð
var hins vegar veitt til að greiða
fyrir fjárskiptum. Ekki gáfust
bændur upp. Þeir bjuggu á jörðum
sínum. Sárin greru furðufljótt og
ég skil ekki enn, hvað sumir gátu
komist af með litla eyðslu og voru
fljótir að fjölga fé sínu aftur. Þá
hófst mesta framfaratímabil í sögu
landbúnaðar á íslandi. Af þessu
geta bændur séð, að það er ekki
ástæða til að flýja þó él gangi yfir,
því að öll él birta upp.
Það hefur losnað um búsetu
bænda síðastliöin 20-30 ár. Af-
skekktar sveitir hafa farið í eyði og
býlum fækkað að mun í flestum
sveitum. Líklega hefur hefðbund-
inn búskapur hætt á allt að 2000
jörðum. Ég hef komið á góðbýli,
þar sem trippi fagna manni í hlað-
varpa í stað manna og hunda áður.
Ýmis félagasamtök hafa keypt
jarðir fyrir sumarbústaði. Laxinn
hefur komið nokkrum jörðum í
eyði. Það er því ekki óeðlilegt, að
þeir, sem enn búa úti á landsbyggð-
inni íhugi, hvað gera megi til að
stöðva þessa þróun. Þeir vita, að
búi fjáreigendur ekki við hliðstæð-
ar aðstæður og aðrir kjötfram-
leiðendur þá heldur býlum áfram
að fækka og þá getur svo farið, að
þeir verði margir Loðmundarfirð-
irnir.
Verði sá kostur valinn,.sem ólík-
legt er, að stjórnvöld hætti að
skipta sér af framleiðslu og verð-
lagningu á kjötvörum innanlands,
er lfklegt, að bændum fækki eitt-
hvað í bili. Eftir yrði kjarnmikill
hópur, sem stæði öll él af sér. Sá
hópur myndi svo stækka aftur að
vissu marki. Sú leið, sem ég hygg,
að flestir vilji fara og sennilega er
sársaukaminnst er að hafa fram-
leiðslukvóta á öllum kjöttegundum
og láta þannig alla búa við hlið-
stæð skilyrði. Þá þyrfti að áætla
með ársfyrirvara, hvað óhætt væri
að framleiða mikið af kjötvörum
miðað við söluhorfur. Vinna þyrfti
vel að sölumálum og reyna að hafa
milliliðakostnað sem minnstan.
Gæta þess að hafa verðlag eigi
hærra en það, að flestir hafi efni á
að borða kjöt- og mjólkurvörur.
Vinna þarf að því að jafna tekjur
bænda. Það er hægt með ýmsu
móti. Hafi bóndi t.d. nægar tekjur
af mjólkurframleiðslu á hann eicki
að fá leyfi til að hafa sauðfé eða ala
kálfa upp til slátrunar. Hins vegar
ætti að heimila þeim, sem hefðu
lítil fjárbú og enga mjólkurfram-
leiðslu að kaupa kálfa og ala upp
til slátrunar, eftir þannig leiðum er
hægt að jafna tekjur bænda.
Reynist þörf á því að fækka
sauðfé meira en orðið er á ekki að
narta 4-5% af bústofni þeirra
bænda, sem hafa minna en 250
ærgildi. Það á að láta þá fjárfækk-
un, sem nauðsynleg er koma niður
á þeim kúabændum, sem hafa
nægar tekjur af mjólkurframleiðsl-
unni. Með öðrum orðum, ef nauð-
synlegt er að fækka sauðfé, á fyrst
og fremst að fækka því hjá þeim
bændum, sem einnig eru með
mjólkurframleiðslu. Einnig mætti
fækka sauðfé eitthvað hjá stærstu
fjárbændunum, en alls ekki hjá
þeim, sem hafa minna en 200-250
ærgildi.
Sé rétt að málum staðið, þarf
ekki að fækka býlum meira en
orðið er. Fólkið í þéttbýlinu óskar
þess ekki, að sveitirnar eyðist. Það
hefur ánægju af að skjótast út í
sveitirnar að sumrinu, þegar veður
er gott. Við eigum að leyfa því að
tjalda og ganga um landið. Öll
óvild milli fólks í bæ og byggð er
óþörf og óviturleg. Við erum öll,
þegar að er gáð, greinar á sama
stofni.
Björn Pálsson
fyrrv. alþingismaður,
Löngumýri
TÆKNI OG FRAMFARIR
D0-ÍT-Y0URSELF
HEILSUGÆSLA
Auðvitað eru það Bandaríkja-
menn sem hafa markaðsett heilsu-
gæslubúnað til notkunar í heimahús-
um. Örtölvutæknin hefurverið tekin
í notkun við hönnun búnaðar sem
getur gert ýmsar kannanir og prufu-
tökur sem annars væri ekki hægt
að framkvæma nema á sjúkrahúsum.
Tæki þau sem hér um ræðir gera allt
frá því að kanna og fylgjast með
háum blóðþrýstingi til þess að mæla
sykurmagn í blóði. Og búnaður
þessi kostar minna en heimsókn til
læknis (læknar eru dýrir í Bandaríkj-
unum). Sá búnaður sem selst best
eru stafrænir hitamælar sem mæla
hitastig sjúklingsins á örfáum sek-
úndum í stað mínútna, von er á
slíkum mælum á íslenska markaðinn
á næstu árum. Fyrir einungis fimm
árum hefði slíkur búnaður kostað í
kringum 120000 íslenskar krónur en
gæti orðið á bilinu 800-1400 þegar
hann kemur á markaðinn hérlend-
ins. Könnun á því hvort viðkomandi
hefur háan blóðþrýsting hefur fylgt
reglubundnar heimsóknir til læknis
þar sem blóðþrýstingur hefur verið
mældur. Með nýjum búnaði er nú
hægt að láta armband sjá um mæling-
una og kanna blóðþrýstinginn reglu-
bundið yfir daginn og geyma slíkar
upplýsingar, verðið er frá 100$ til
250$ eftir því hversu flókinn búnað-
urinn er. Samkvæmt korti sem Am-
erican Heart Association hefur gefið
út má telja mjög líklegt að viðkom-
andi sé með of háan blóðþrýsting ef
hann fer yfir 140/90 að meðaltali yfir
daginn. Vandamál hefur þó komið
upp við notkun þessa búnaðar en
það er hættan á því að hann sé ekki
nákvæmlega rétt staðsettur en slíkt
getur valdið villandi mælingum.
Þrátt fyrir að læknar hafi verið
fylgjandi gerð þessa og annars slíks
búnaðar til notkunar í heimahúsum
hafa þeir haft af því áhyggjur að fólk
láti það undir höfuð leggjast að
koma til læknis og telji sig hafa allt
undir stjórn með notkun þessa bún-
aðar. Þessu hafa framleiðendur bún-
aðar til heimanotkunar einnig haft
áhyggjur af því reynslan hefur sýnt
að alloft fer fólk rangt með búnaðinn
og lætur undir höfuð leggjast að leita
læknis í trausti þess að búnaðurinn
sé þeirra lækning. Slíkt er auðvitað
alrangt þar sem búnaðinum er ein-
ungis ætlað að verða til þess að fyrr
sé leitað lækningar en ella en alls
ekki til þess að fækka reglubundnum
vitjunum til læknis.
fþróttamenn og trimmarar hafa
verið sú manngerð sem mest hefur
notfært sér slíkan búnað og þá
aðallega púlsmæla og hjartasláttar-
mæla í þeim tilgangi að fylgjast með
framförum sínum og því álagi sem
þeir leggja á sig við æfingar. Einnig
hafa sykursýkisjúklingar nýtt sér
búnað til mælinga á blóðsykri til þess
að fylgjast með sykurmagni í blóði
og fyrirbyggja þannig myndun á-
stands sem leitt gæti þá í alvarlega
hættu. Þeir sem mest og best hafa
nýtt sér slíkan búnað og orðið til
þess að bjarga flestum mannslífum
eru þó lögreglumenn með notkun
alkóhólsmæla. Rétt þjálfun lög-
reglumanna við notkun slíks búnað-
ar hefur leitt til geysilegrar aukning-
ar á sviftingum ökuleyfa og stöðvun
drukkinna ökumanna. Samfara því
hefur það farið í vöxt að einstakling-
ar noti slíkan búnað til þess að
I nútímaþjálfun má keppnismaður á
heimsmælikvarða allt eins eiga von
á því að vera klyfjaður mælitækjum
á æfingum eða tekinn upp á mynd-
segulband til greiningar á limaburði
fylgjast með því hvort þeir séu
ökuhæfir eða ckki.
Á markaðinn eru nú einnig komin
einföld og ódýr tæki sem aðstoða
fólk við að beita biofeedback til þess
að minnka stressáhrif og ná aukinni
sjálfstjórn. Læknisfræðilegar kann-
anir hafa leitt í Ijós að 75% þeirra
sem nota biofeedback búnað til þess
að koma í veg fyrir eða losna við
jafn einfaldan hlut og hausverk,
og staðsetningu þungamiðju líkam-
ans. Þannig er reynt að laga æfingar
að viðkomandi einstaklingi og leið-
rétta þá líkamsburði sem betur
mættu fara.
hafa náð sínu takmarki. En bæði
læknar og framleiðendur hafa reynt
að benda notendum á að fá hæfan
leiðbeinanda til þess að kenna sér
notkun heilsugæslubúnaðarins sem
viðkomandi hefur undir höndum
þar sem verulegar líkur séu á því að
ella komi viðkomandi ekki til með
að nota hann rétt og því ekki hafa
erindi sem fjárútlát.