Tíminn - 27.01.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 27. janúar 1987
-GL
SPEGILL
NYTT AR. JOA
Knn er Joan Collins inci) allra
rallcgustu konuni í kvikniyndum og
luín hcldur ótrauð ál'rain, þrátt
l'yrir ýmislcgt inóthcti
COLLINS!
I/
vikmyndast jarnan
j Joan Collins átti hckl-
erfitt síðastl. ár. í
fyrsta Ittgi fór fjórða hjónabándið
hcnnar í vaskinn, - það cntist varla
í citt ár, svo vur eins og hvcrt
óhappið á fætur öðru hvofldist yfir
hána, cinkum scinni hlutn ársins
1986.
Vinir hcnnar segja, að hún sc
duglcg að hafa sig upp úr crfiðlcik-
um, cn það scu takmörk fyrir öllu.
Það cr því mcð mikilli tilfinningu
að þcir óska hcnni glcðilcgs kom-
andi árs.
Joan sótti um skilnað við Pctcr
Holm, fjórða ciginmann sinn síðast
á árinu, cn þau höfðu þá vcrið gift
frá því í nóvembcr 1985. Hiin gaf
upp scm ástæðu l'yrir skilnaði
„ósættanlcgan ágrcining þeirra" og
sömulciðis kærði hún Pcter fyrir
Ijársvik gagnvart scr, og fylgdi sú
umsögn frá kunnugum, að líklcga
hcfðu þau svik aðcins komið cinni
manncskju á óvart - hcnni sjálfri.
Það virðist scm Joan hafi trúað
því, að ást þeirra myndi endast, cn
það fór nú öðru vísi. Ekki cr langt
sfðan að hún gaf yfirlýsingu um
"hvað hún hún hefði verið lánsöm
að giftast Petcr og hvað hún elskaði
hann heitt". Þcss vcgna má búast
við að Joan liafi orðið það mikið
áfall þcgtir hún sá og viðurkcnndi,
að þctta hcfði að mcstu verið ein
stór mistök.
Annað áfallið scm Joan varð
fyrir var, að faðir hcnnar gaf út
bók, þar scm hún fckk hcldur
slæma útrcið. Hann sagöi dóttur
sína alltaf hafa vcriö óraunsæja í
ástamálum og liafa litla þckkingu á
karlmönnum - þrátt fyrir kynni sín
af þcim - því hún hafi alltaf vcrið
svo upptckin af sjálfri scr, að
dóntgrcindin hafi verið í lágmarki.
Hún cr nú 53 ára og segir sjálf,
að það hafi lengi ásótt sig, hvort
mcnn sæktust cftir vináttu við hana
vcgna hennar sjálfrar, cða vegna
hcnnar fræga nafns og þá kannski
líka peninganna. Joan er talin rík
kona, cn nú gctur vcrið að skilnað-
urinn komi til mcð að kosta hana
töluverða fjárupphæð.
Þá var það cinn fyrrvcrandi elsk-
hugi scm kaus að koma fram í
dagsljósið mcð gamlar sögur, frá
því fyrir Dynasty-frægð Joans, cn
hún á aö .hafa tekið því létt. Aftur
á móti varð hún afar sár yfir
ásökunum scm luín fckk frá fyrr-
verandi tcngdaforcldrum sínum
(frá þriðja hjónabandi), Joc og
Gcrtic Kass, cn þau báru upp á
hana, að hún væri léleg móðir fyrir
Katy, sonardóttur þcirra. Þau
sögðu að hún væri alin upp í
Hollywood-stíl og það væri stór-
hættulegt hvcrju barni.
Þetta cr talið mjög ósanngjarnt
gagnvart Joan Collins, sem hefur
lagt sig fram við að vera góð móðir
fyrir Katy. cinkum cftir að hún
varð fyrir bílslysi og var tvísýnt um
hana.
. Eitt stærsta áfallið sem Joan
varð fyrir á þessu ári varð þó, að
Ron Cass, þriðji ntaður Joan og
faðir Katy barðist við ólæknandi
krabbamein og lést á árinu. Joan
fór með Katy til hans og þær
hcimsóttu hann stöðugt og Joan
greiddi alla sjúkrahúsrcikningana.
Eitt leiðinda-atvikið var svo, að
ráðist var harkalega á barnfóstru
og kennslukonu Katy, dóttur Joan.
Barnfóstrunni var nauðgað og
voru mikil blaðaskrif um það.
Nú er þetta erfiða ár hjá Joan
Collins liðið og vonandi verður
bjartara framundan.
Dynasty heldur áfram, og sagt er
að Joan hafi mikinn áhuga á að
höfundar sjónvarpsþáttanna láti
hörkukvendið Alexis sem hún leik-
ur vcrða svolítið manneskjulegri í
næstu þáttum. Hún segist vera
orðin lcið á kvikindisskapnum í
persónunni sem hún verður að lifa
sig inn í mánuðum saman.
Frost-
fréttir
frá
Sovét
Mesta frost í hálfa
aöra öld í Jakútsk,
- 60 gráðu gaddur!
r
IRússlandi hefur verið fimbul-
vetur nú í janúarmánuði, og
hcfur það orðið til þess að fólk
hcfur farið að rifja upp ýmsa
’ þjóðlega visku og gamla „hjátrú",
eins og sumir kalla það. Það hefur
þó komið í ljós, að þessi gömlu
fræði láta ekki að sér hæða.
Sagt er t.d., að falli laufin óreglu-
lega af trjánum á haustin, þá eigi
veturinn að verða harður. Og þcg-
ar mikið sé af akörnum á trjánum
sé erfiður vetur fratnundan. Þetta
þykir hafa gengið eftir nú.
Svo er farið að rifja upp garnla
annála, og þar kemur í Ijós, að árið
859 -15 árum áður cn ísland byggð-
ist - hafi Adríahaf lagt svo að hægt
hafi verið að fara fótgangandi til
Feneyja! Árið 1323 lagði Eystrasalt
og árið 1620 „frusu öldur" Svarta-
hafsins. Árið 1876 var gífurlegt
fannfergi í allri Evrópu. Vetur-
Þessi kappi lætur frostið ekki aftra
sér frá því að fá sitt daglega bað
inn 1953-54 telst vera „vetur aldar-
innar". Frá því í nóvembcr og fram
í apríl voru miklar frosthörkur frá
Atlantshafi og til Úralfjalla. Azov-
hafið lagði alveg.
Veturinn 1986-87 telst þó líklega
ckki mcð hinurn „miklu" vetrum,
því descmber var svo hlýr og
mildur og lækkar meðaltalsfrostið
yfir veturinn. En samt er óvenju-
legt að 30-36 gráðu frost sé í
Moskvu í janúarmánuði. Forstjóri
Veðurstofu Sovétríkjanna var
spurður hvort svo væri ekki. Hann
sagði m.a.:
- Hér í landi ríkja oft harðir og
langir vetur, og það hafa komið
mciri frost en nú, árið 1940 var
frostið 41,6 gráður 16.-18. janúar.
Þá var Veðurstofustjórinn beð-
inn að spá um veðurfar nú síðari
hluta vetrar, og hvort nú drægi úr
frostum.
Hann sagðist búast við að eftir
miðjan janúar færi að draga úr
frostum, cn febrúar verði heldur
kaldari en í meðalári, en meðal-
hitastig er þá - 10,5 gráður frost.
- En hvað með það, við verðum
að vona, að febrúar verði a.m.k.
töluvert hlýrri en þessi janúarmán-
uður. Nú er farið að lengja daginn
og sólin hækkar á lofti Svo það
verður bara að bíða og vona. Það
er ekkert hægt að gera - þetta eru
duttlungar náttúrunnar !
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Dalvík
Fasteignagjöld
fyrir áriö 1987
Bæjarstjórn Dalvíkurhefurákveð-
ið að hafa óbreytta álagningarprós-
entu 1987 frá 1986, utan vatnsskatts
sem verði með 50% álagi.
Efling skip-
stjórnarbrautar
Eins og skýrt var frá í síðasta
sveitarstjórnardálki sem fjallaði um
Dalvík, þá hefur verið sett á fót
nefnd á vegum bæjarstjórnar sem
fjalla á um sjávarútvegsfræðslu á
Dalvík. Nefndin hefur starfað af
miklum krafti frá því hún var sett á
legg þann 5. nóvemberog héltfimm
fundi fram að áramótum. Nefndin
skilaði greinargerð um eflingu skip-
stjórnarbrauta til bæjarstjórnar þann
3. desember. Með greinargerðinni
fylgdi svohljóðandi bréf til bæjar-
stjórnar:
„Nefnd um sjávarútvegsfræðslu á
Dalvík hefur í byrjun starfs síns
einbeitt sér að hugmyndum um
eflingu skipstjórnarnáms á Dalvík.
Nefndin leggur eindregið til að
annars stigs nám verði tekið upp við
skipstjórnarbraut Dalvíkurskóla
þegar á næsta skólaári, það er
haustið 1987.
Til rökstuðnings þessu áliti setur
nefndin fram meðfylgjandi greinar-
gerð.“
Því miður hefur sveitarstjórnar-
dálkinn ekki greinargerðina undir
höndum, en fróðlegt væri að glugga
í hana.
Bæjarfulltrúar lýstu mikilli ánægju
sinni yfir skjótum og góðum störfum
nefndarinnar þegar greinargerðin
var tekin til umfjöllunar í þæjarstjórn.
í kjölfar þess samþykkti bæjarstjórn
að stefnt yrði að kennslu á 2. stigi
stýrimannanáms við Dalvíkurskóla
haustið 1987 og að bæjarstjóra yrði
falið að koma þeirri samþykkt á
framfæri við menntamálaráðuneyt-
ið.
Útgeröarmál
Dalvíkurbæjar
Nokkur umræða hefur verið um
útgerðarmál Dalvíkurbæjar, en
meirihlutinn í bæjarstjórn Dalvíkur
hefur lýst yfir vilja sínum að draga
sig út úr Söltunarfélagi Dalvíkur hf.
og Útgerðarfélagi Dalvíkinga hf.
í byrjun desember var tekið fyrir í
bæjarráði svohljóðandi bréf:
„Við undirritaðir, skipverjar á b/v
Björgvin EA 311, sem búsettir erum
hér á Dalvík, skorum hér með á
bæjarstjórn Dalvíkur að endurskoða
afstöðu sína varðandi sölu á eign-
arhluta Dalvíkurbæjar í Útgerðarfé-
lagi Dalvíkinga hf.
Ástæðan fyrir áskorun þessari er
sú óvissa sem við teljum að verði
um rekstrarfyrirkomulag félagsins,
hagsmuni okkar sjómanna og at-
vinnuöryggi. Lýsum við okkur reiðu-
búna til frekari útskýringa á þessu
áliti okkar ef óskað er.“
Undir þessa áskorun rituðu 22
skipverja eigin hendi.
Bæjarráð samþykkti að leita eftir
frekari viðræðum við skipverjana og
skipstjórarnir Vigfús Jóhannesson
og Sigurður Haraldsson komu á
bæjarráðsfund og gerðu grein fyrir
sjónarmiðum þeirra I sambandi við
fyrirhugaða sölu. Miklar umræður
urðu um útgerðarmálin „utan fund-
arskapa" eins og segir í fundargerð.
Áfundi bæjarstjórnar9. desember
samþykkti meirihlutinn eftirfarandi
tillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir að fela
bæjarráði að vinnaaðsölu á hlutum
bæjarsjóðs í Söltunárfélagi Dalvíkur
hf. og Utgerðarfélagi Dalvíkinga hf.,
enda fáist viðunandi verð og að
kaugendur séu úr hóþi heimaaðila."
Þvi eru nú allar líkur til þess að
bæjarsjóður Dalvíkinga hætti allri
þátttöku í útgerð á staðnum.
Hins vegar hefur verkalýðsfélagið
Eining sent bæjarstjórninni bréf, þar
sem stjórn Einingar leyfir sér að
vona að bæjarstjórn Dalvíkur endur-
skoði afstöðu sína.
-HM