Tíminn - 27.01.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.01.1987, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. janúar 1987 Tíminn 5 Jón Helgason landbúnaðarráðherra vill aðgerðir í landbúnaðarmálum: Verðskerðing innan búmarks verði greidd - hjá ákveðnum hópum bænda og samið verði strax um afurðamagn fyrir næstu tvö verðlagsár Jón Helgason landbúnaðarráð- herra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina tillögur að aðgerðum sem hann telur brýnt að framkvæmdar verði nú. „Ég hef sett fram þau atriði sem er mest knýjandi að verði teknar ákvarðanir um strax. Sumt er á valdi ráðuneytisins eins, en annað þarf breiðari stuðning við, svo sem fjár- mögnun ríkissjóðs til að draga úr verðskerðingu kjöts frá ákveðnum hópum bænda,“ sagði Jón Helgason. Peir hópar sem Jón talar einkum um, eru þeir sem hafa innan við 400 ærgilda fullvirðismark og hafa meg- inhluta tekna sinna af sauðfjárrækt, þeir sem fengu afbrigðilega skerð- ingu innleggs miðað við megin mark- mið framleiðslustjórnar og þeir sem voru í fjárhagskönnun ráðuneytis og búnaðarsambanda. Gert er ráð fyrir að aðgerðir fyrir þessa hópa bænda kosti á bilinu 10-20 milljónir og leggur ráðherra til að ríkissjóður fjármagni 10 milljónir en Fram- leiðnisjóður síðan það sem upp á vantar. „Þeir sem tóku þátt í nefndri könnun hafa margir fengið úrlausn sinna mála, a.m.k. að einhverju leyti. Stærsta átakið til að breyta þeirra stöðu var breyting á lánakjör- um Stofnlánadeildar og yfirfærsla á lausaskuldum frá Veðdeild til Stofn- lánadeildar. Einnig voru veitt lán frá Framleiðnisjóði til beinnar hag- ræðingar og var þá miðað við að með þeirri framleiðslu sem þeir voru með myndu þeir geta staðið erfiðleikana af sér. Það þarf því þar af leiðandi að reyna að hlífa þcim,“ sagði Jón. Meðal annarra aðgerða sem ráð- herra telur brýnar, er heimild fyrir bændur til þess að færa fullvirðisrétt úr einni búgrein í aðra. Nú þegar hafa í raun dottið út 3800 ærgildi, vegna þeirra bænda sem hætt hafa framleiðslu í annarri hefðbundnu búgreininni og byrjað framleiðslu í hinni, en hafa síðan ekki fengið úthlutuðað’ fullvirðisrétti í nýju framleiðslunni. Ráðherra leggur til framlengingu á útflutningsbótum auk þess sem hægt verði að flytja fjármagn á milli ára með lántökum þannig að mæta megi uppbyggingarþörf fyrir bú- háttabreytingarmeðsem bestu móti. Þannig myndu útflutningsbætur af heildarverðmæti framleiðslu árin 1990 og 1991 verða 5% og 4% næstu tvö ár á eftir samkvæmt tillögunum. Framleiðnisjóður Iegði hins vegar til 4% árin 1990 og ’91, en 5% árin ’92 og ’93. Áfram yrði þó heildar prós- entutala bótanna sú sama, þ.c. 9%. Til þess að koma þessu í framkvæmd þyrfti að breyta ákvæðum 8. kaflu búvörulaganna. Ennfremur vill ráðherra að nú þegar verði beiðni Stéttarsambands bænda um samninga á afurðamagni sem ríkið greiðir bændum fullt verð fyrir næstu tvö ár, tekin fyrir svo og að lokið verði skipulegum aðgerðum gegn riðuveiki á næstu tveimur árum. Jón sagði að nú væru heldur betri horfur í sölu mjólkur en áður, því santkvæmt tölum sem hann hefði nýlega fengið væri um 3,5% sölu- aukningu að ræða á mjólkurafurð- um. Sú aukning hafi einkum orðið síðari hluta síðasta verðlagsárs, svo að með sama áframhaldi væri staðan betri. ABS Framsókn, Norður- landi vestra: Listinn tilbúinn Tillaga kjördæmisstjórnar að framboðslista framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra, scm lagður var fyrir kjördæmisþ- ing í síðustu viku, var samþykkt samhljóða. Listinn er svohljóð- andi: I. Páll Pétursson alþingismað- ur, Höliustöðum. 2. Stefán Guðmundsson alþingismaður, Sauðárkróki. 3. Elín R. Líndal hreppstjóri, Lækjarmóti. 4. Sverrir Sveinsson veitustjóri, Siglufirði. 5. Guðrún Hjörieifs- dóttirverslunarmaður,Siglufirði. ó. Hajldór Steingrímsson bóndi, Brimnesi. 7. Magnús Jónsson kcnnari, Skagaströnd. 8. Dóra Eðvaldsdóttir verslunarmaður, Hvammstanga. 9. Elín SigUrðar- dóttir bóndakona, Sölvanesi. 10. Grímur Gíslason skrifstofumað- ur, Blönduósi. Fræðslustjóri í Hafnarfirði fékkekki stuðning fræðsluráðs um skólastjórastöðu. Hefur sagt upp störfum „Má líta á þetta sem Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Byggingaþjónustunnar sýnir hér hluta úr gömlum timburhúsum sem þar hefur vcriö komiö upp til aö sýna aimcnningi hvernig réttast og best er aö gera slík hús upp. Meö honum eru Þorvaldur S. Þorvaldsson forstööumaöur horgarskipulags, Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi og borgarstjórinn Davíö Oddssoil. 'ríinamynd Sverrir. Nýjungar hjá Byggingaþjónustunni: stuðning okkar“ Ástæðulaust að skipta við „fúskarana“ lengur - segir Guðmundur Árni Stefánsson „Maðurinn sagði upp störfum, en síðan hafa pólítíkusar verið að leiða getum að því að það tengist ráðningu skólastjóra hér í bænum. Það er hins vegar alveg óskylt mál í mínum huga,“ sagði Guðmundur Árni Stef- ánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði þegar Tíminn ræddi við hann um “fræðslustjóramálið” í Hafnarfirði. Maður sá sem hér um ræðir er Ellert Borgar Þorvaldsson, fyrrum fræðslustjóri í Hafnarfirði. Til skýringar er rétt að geta þess að fræðslustjóratitillinn er nokkuð vill- andi. Það sem heitir fræðslustjóri í Hafnarfirði, heitir hins vegar skóla- fulltrúi í öðrum bæjarfélögum og fræðsluráð í Hafnarfirði heitir víðast skólanefnd. Sagði Guðmundur að Ellert hefði verið einn umsækjenda um skóla- stjórastöðuna. Ráðherra hefði hins vegar skipað annan í stöðuna, að undangenginni umsögn fræðsluráðs- ins í Hafnarfirði. Þar hefðu þrír hefðu mælt með Birni Ólafssyni, yfirkennara viðkomandi skóla, en tveir mælt með Ellert. „{ kjölfar þess dró Ellert umsókn sína um skóla- stjóraembættið til baka. Síðan gerist það mánuði síðar að Ellert segir upp stöðu sinni sem fræðslustjóri og það er í mínum huga algjörlega óskylt mál,“ sagði Guðmundur. Aðspurður hvort Ellert hefði ekki hugsanlega iitið á það sem vantraust á sig, að meirihluti fræðsluráðs, fyrir hverju hann var fræðslustjóri, hefði ekki mælt með honum í stöðu skóla- stjóra, sagðist Guðmundur ekki get- að um það svarað. „En einhverjir hafa verið að leiða getum að því, en í mínum huga getur það alls ekki orðið. Það mætti allt eins líta á það þannig að við hefðum verið að lýsa yfir trausti á hann og að við hefðum viljað halda honum áfram í starfi fræðslustjóra. Enda sé ég eftir honum,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson. -phh Byggingaþjónustan á Hallveigar- stíg í Reykjavík hefur tekið upp nýja þjónustu til að forða húseigend- um frá því að lenda á fúskurum ef þeir þurfa að fá mcnn til viðgerða eða viðhalds húseigna sinna. Hefur byggingaþjónustan samið við fjölda góðra fagmanna, sem taka að sér smærri og stærri verk. Aliar upplýs- ingar um þá er að fá hjá Bygginga - þjónustunni. Meðal annarra nýjunga scm Bygg- ingaþjónustan býður upp á er bygg- ingaefnaskrá, sem er í tölvu og því fljótlcgt og auðvelt að finna fyrir fólk hvar hver vara fæst. Bæði er hægt að fá útskrift úr tölvunni eða upplýsingar í gegn um síma. I þriðja lagi hefur Byggingaþjón- ustan fengið tölvuforrit frá Húsnæð- Vinstrisósíalistar: Framboð nauðsynlegt en er það framkvæmanlegt? - efasemdir um skipulagsstyrk samtakanna „Það var mal fundarmanna að það væri gífurleg þörf á framboði til vinstri við Alþýðubandalagið og var þá sérstaklega tiltekið undan- hald verkalýðshreyfingarinnar og sókn hernámssinna,“ sagði Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur þegar Tíminn innti hann eftir niðurstöðu fundar vinstrisósíalista, þar sem hugsanlegt framboð safn- takanna var til umræðu. Sagði R:ignar að í öðru lagi hefði komið fram á fundinum, að fram- boð af hálfu vinstrisósíalista kæmi þá aðeins til greina, að það teldist líklcgt ogmögulegt að koma manni á þing, cinum eða fleirum. Hins vegar komu fram cfasemdir um að samtökin hefðu skipulags- legan styrk til að reka slíka kosn- ingabaráttu, cn stjórn samtakanna var hins vegar falið að kanna það mcðal annarra vinstrimanna hversu míkill áhugi væri á þátttöku í stíkri kosningabaráttu. Var jafnframt ákveðið að halda annan fund fljótlega þar sem endanlegákvörðun yrði tckin varð- undi framboðsmál. 1 -phh isstofnun til þcss að geta boðið almenningi upp á þá þjónustu að reikna út greiðslubyrði þeirra sem hyggja á byggingu eða kaup á íbúð eða húsi. Til að aðstoða þá sem þegar eiga hús, en með steypuskemmdum er Byggingaþjónustan nú í samvinnu við nokkra aðila að láta gera mynd- band um orsakir steypuskemmda og hvað er helst til ráða til að koma í veg fyrir þær eða bæta úr þeim. Jafnframt er til sýnis á staðnum líkan ■ af hefðbundnum steinsteyptum vegg sem hefur vcrið einangraður og klæddur að utan. Þeim scm eru að hyggja á að gera upp gömul timburhús er heldur ekki gleymt. Á sýningarsvæði Bygginga- þjónustunnar hefur verið komið fyr- ir gömlum húshlutum þar sem sýnt er á einfaldan og aðgengilegan hátt hvernig best er að standa að því að gera upp görnul hús. Jafnframt er sýndur rétt uppbyggður nýr vegg- hluti úr viði. Aðgangur að Byggingaþjónust- unni og öllum upplýsingum og ráð- gjöf sem hún veitir er ókeypis. Benda má á að hægt er að leita faglegrai ráðgjafar arkitekta alla miðvikudaga kl. 16 til 18 og ráðgjöf sérfræðinga frá Ljóstæknifélagi ís- lands á sama tíma hvern fimmtudag. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.