Tíminn - 17.02.1987, Qupperneq 3

Tíminn - 17.02.1987, Qupperneq 3
Þriðjudagur 17. febrúar 1987 Tíminn 3 Kristján Thorlacius,formaður BSRB: VILJUM FÖST LÁCp MARKSLAUN OG SAMRÆMINGU „Ég hef ekki aðrar fréttir en að allt sé í stoppi. Hins vegar vilja okkar félög reyna til hins ýtrasta að ná samkomulagi áður en við öflum okkur verkfallsheimilda," sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB í samtali við Tímann í gær. Sagði Kristján að einhverjar viðræð- ur væru í gangi, en þær gengju svo afskaplega hægt að það mætti jafnvel efast um tilvist þeirra. Sem kunnugt er hefur launaráð BHM hins vegar hvatt aðildarfélög sín til að leita verkfallsheimilda. Ástæður þess að svo hægt gangi eru þær að sögn Kristjáns, að við- semjendur, ríkið, eru ekki til viðtals um samræmingu launa opinberra Ólafsfjörður: SNJOTRODARI FÉLL NIÐUR í GEGNUM ÍS Tveir menn voru um borð og komust heilir frá óhappinu Nýkeyptur snjótroðari Ólafsfirð- inga féll í gegnum ís á Ólafsfjarðar- vatni á sunnudag. Tveir menn voru í troðaranum og sluppu þeir báðir heilir á húfi. Mennirnir tveir, þeir Björn Þór Ólafsson og Ingimundur Sigurðarson, voru að flytja troðar- ann á milli skíðasvæða. Ekki var hægt að fara með troðarann landveg, þar sem brú sú sem er- á ánni sem fellur úr vatninu er of mjó fyrir hann. Þar sem troðarinn fór niður mældist jsinn um tuttugu sentimetra þykkur. Troðarinn er rúmlega sex tonn að þyngd. Afturendi hans liggur nú á botni og tönn uppi á ísskörinni. í gærdag var hafist handa við að ná troðaran- um upp og var harðviðarplönkum beitt til þess. Reynt var að koma þeim undir beltin. Reyna á að nota flotbryggjur gangi plankarnir ekki. Ekki er þó útséð um hvort troðar- inn komist í bæinn strax, þar sem ís er víða þynnri en þar sem troðarinn féll niður. Valtýr Sigurbjörnsson bæjar- stjóri á Ólafsfirði sagði í samtali við Tímann í gær að litlu hefði mátt muna að ekki fór verr með menn- ina tvo. Troðarann sagði hann tryggðan og jafnframt að hann vonaði að hið fornkveðna myndi sannast. „Fall er fararheill, og við munum reyna að ná honum upp og við skulum vonast til þess að hann reynist okkur vel þegar við höfum hlúð að honum,“ sagði Valtýr. Troðarinn er af árgerð 1979, en nýkeyptur til Ólafsfjarðar. Hann var áður í einkacign í Þýskalandi og hálfgerður „frúartroðari“. Gamli troðarinn var seldur upp í þann nýja og varð dráttur á að hann kæmi til landsins. Ólafsfirð- ingar voru því orðnir langeygðir eftir gripnum þegar hann loksins kom. Nú er Ijóst að hann verður að bíða nokkurn tíma frekari notkun- ar. - ES starfsmanna við aðrar stéttir á al- menna vinnumarkaðnum, sem og innbyrðis. „Þó höfðum við um það fyrirheit í febrúarsamningunum 1986, að launaskrið sem orðið hefur, verði kannað svo að samræma mætti laun- in. Samtökin hafa markað sína stefnu og vilja halda verðbólgu niðri. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir stefnu sinni í því efni og erum við sáttir við það og erum tilbúnir að semja á þeim nótum. En það gengur bara ekki, hvorki fyrir hið opinbera né starfsmennina að þetta gífurlega ósamræmi sé á milli launa þeirra og á almennum vinnumarkaði. Enda gengur ríki og sveitarfélögum mjög erfiðlega að fá til sín starfsmenn á þessum kjörum." Sagði Kristján að bent hefði verið á að iðnaðarmenn fengu 35.000 kr. í lágmarkslaun. „Við viljum að það verði settar upp samskonar „vörður" í okkar samninga, þannig að t.d. fyrir sjúkraliða, fóstrur og skrifstofu- menn verði sett upp ákveðin lág- markslaun. Þetta var stefnan í ASI- samningunum, þar var unnið út frá svona föstum punktum eða vörðum, og launakerfið stokkað upp. En við höfum ekki fengið hljómgrunn fyrir þessu og þetta er vandamálið," sagði Kristján. phh Framsóknarþorrablót Forsætisráðherrahjónin, Steingrímur Hermannsson og Edda Guðmundsdóttir, þóttu sjáMkjörín til forystu í marsinum á þorrablóti Framsóknarfélaganna í Reykjavík sem haldið var með glæsibrag sl. laugardagskvöld í nýja samkomusalnum á efstu hæðinni í ÞórskafTi. Fleirí myndir frá blótinu verða birtar í Tímanum á morgun. Tímumynd: Pjetur. íbúðarhúsnæði á mann úr 43 í 60 ferm. árið 2015: Fjórðungs aukning á húshitunarorku - til aldamóta er nýjasta spá orkuspárnefndar Ný húshitunarspá orkuspárnefnd- ar gerir m.a. ráð fyrir því að orku- Ökumaður klipptur laus Mjög harður árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Hamrahlíðar í gærdag. Tvær fólksbifreiðir skullu saman og valt önnur þeirra. Kalla varð til tækjabíl slökkviliðs, svo hægt væri að losa ökumann bifreiðarinnar sem valt, úr bifreið sinni. Greiðlega gekk að ná manninum þegar tækjabíllinn var kominn. Toppurinn var klipptur af og reyndist maðurínn ekki vera mjög meiddur. Tímamynd Sverrir notkun til húshitunar aukist um rúmlega fjórðung frá 1985 til alda- móta og samtals um 43% til ársins 2015, þ.e. á 30 árum, þó búist sé við að hitað húsrými stækki um 60% á sama tíma. Gert er ráð fyrir að hluti jarð- varma í notkuninni aukist aðeins úr 84% í 85%, en raforku úr 12% í 15%. Olíukynding sem nú er um 4% hverfi hins vegar að mestu. Orkunotkun til húshitunar var 4.339 GWh árið 1985 þar af 3.668 GWh með jarðvarma. Spáð er að hún verði komin í 5.487 GWh árið 2000 og í 6.189 GWh árið 2015. { forsendum spárinnar er gengið út frá að hitað húsnæði stækki um 45% til aldamóta og 70% næstu þrjá áratugi, og gildir það bæði fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Á sveitabýlum er spáð nær óbreyttum rúmmetrafjölda frá því sem nú er. Þetta þýðir að búist er við mikilli áframhaldandi stækkun á hituðu húsnæði fyrir hvern landsmann. eða um 23% stækkun til aldamóta og samtals 39% stækkun til ársins 2015. Hitað húsrými á mann stækkaði úr 185 í 213 rúmmetra á árunum 1979- 1985, eða rúmlega 15%. Árið 2000 er spáð að það verði komið í 274 rúmmetra og í 296 rúmmetra árið 2015. íbúðarhúsnæði er um 60% af hituðu húsrými. Það var um 138 rúmmetrar (um 43 ferm.) á hvern landsmann árið 1985. Um aldamótin er gert ráð fyrir að það verði um 175 rúmmetrar (um 55 ferm. á mann) og að þrem áratugum liðnum hafi hver íslendingur um 189 rúmmetra íbúð- arhúsnæði til ráðstöfunar. Það sam- svarar um 59-60 fermetrum á mann að meðaltali, eða um 240 fermetra meðalíbúð fyrir 4ra manna fjölskyld- ur. Samkvæmt þessu er spáð að rúmmál íbúðarhúsnæðis stækki úr tæplega 31 millj. rúmmetra í tæplega 54 milljónir rúmmetra á næstu 3 áratugum. Einungis íbúðarhúsnæði væri þá orðið nokkru stærra en allt upphitað húsrými í landinu er nú. Þetta samsvarar því t.d. að byggð verði um 504 rúmmetra (um 157 fermetra) íbúð fyrir hvern þeirra rúmlega 29 þúsund manns, sem spáð er að bætist við fjölda landsmanna til aldamóta, þ.e. að þeir verði þá orðnir um 273 þúsund. Ástæður fyrir mun minni aukn- ingu í orkunotkuninni en stækkun hitaðs húsnæðis eru aðallega tvær. í fyrsta lagi er búist við nokkrum árangri í orkusparnaði í þegar byggðum húsum og í öðru lagi að mun minni orku þurfti til upphitunar þeirra húsa sem enn eru óbyggð. Sem dæmi er nefnt að í Danmörku minnkaði nýtt orka til húshitunar um 13% á árunum 1972-1985. Raforkunotkun til upphitunar er nú talin um 80 kWh/m-' (meiri eftir því sem húsin eru eldri og hlutfalls- lega meiri í litlum húsum en stórum) en áætlað að hún verði komin niður úr um 74 kWh/m3 í þegar byggðum húsum árið 1995 og um 60 kWh/m3 í nýbyggðum húsurn þá, nema hjá ódýrustu hitaveitum. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.