Tíminn - 17.02.1987, Side 5

Tíminn - 17.02.1987, Side 5
Þriðjudagur 17. febrúar 1987 Tíminn 5 Frumvarpið um rannsóknarnefnd í fræðslustjóramálið: Höfum enn rétt til gagnrýni - sagði Ingvar Gíslason. Páll Pétursson fór fram á frestun atkvæðagreiðslu Ingvar Gíslason mælti í gær fyrir frumvarpi um skipun nefndar utan- þingsmanna sem skuli rannsaka deil- ur menntamálaráðuneytisins og fræðsluyfirvalda í Norðurlandsum- dæmi eystra. Hann sagði að skoðun flutningsmanna væri sú, að menn- tamálaráðherra hefði ekki haft næga ástæðu til að víkja Sturlu Kristjáns- syni fræðslustjóra úr embætti, því ekkert benti til þess að hann hafi brotið svo af sér að réttlæti svo harkalega brottvikningu. Ingvar sagði að ekki væri deilt um í þessu máli að menntamálaráðherra hefði formlegt vald til að víkja manni úr embætti, því það hefði hann. Hins vegar gæti ráðherrann ekki firrt sig ábyrgð á verkum sínum gagnvart alþingismönnum. Hann yrði að þola gagnrýni á verk sín og hefði engan rétt til þess að þeir sem óánægðir væru þegi yfir því. Varðandi þær ásakanir sjálf- stæðismanna að hann og Guðmund- ur Bjarnason (F.N.e.) væru með flutningi frumvarpsins að gera til- raun til að rjúfa stjórnarsamstarfið þó þeir segðu skoðun sína á embætti- sverki eins einasta ráðherra sagði Ingvar m.a.: Er þetta sæmandi iýðræðislega hugsandi mönnum? Er það virkilega svo að sjálfstæðismenn telji að það varði alþingismann sviptingu mál- frelsis, að vera í stjórn með þeim? Á maður að kaupa þá náð að vera í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn því að verða að afsala sér réttinum til að segja meiningu sína á embættisverk- um ráðherra, ef manni þykir mikið við liggja? Slíkt afsal mannréttinda kemur auðvitað ekki til greina. Síst af öllu geta alþingismenn tekið á sig slíka kvöð, því að þeir eiga að vera merkisberar málfrelsisins en ekki ónytjumælginnar og undansláttarins í málflutningi sínum. Sá alþingis- maður, sem þegir yfir því sem hon- um finnst skipta höfuðmáli og varðar grundvallaratriði þeirrar stefnu sem hann aðhyllist, að ekki sé minnst á undirstöðu lýðræðis og mannrétt- inda og hvernig valdsmenn fara með vald sitt, -slíkur alþingismaður er að bregðast skyldu sinni sem frjálsbor- inn maður og málsvari þess sem hann telur rétt.“ Þá sagði hann að þótt hann og Guðmundur Bjarnason væru stuðn- ingsmenn ríkisstjórnarinnar í löggja- farmálum, þá áskildu þeir sér allan rétt til að gagnrýna valdsmannsað- gerðir menntamálaráðherra. Gagnrýni ekki sama og vantraust Ingvar vék síðan nánar að ásökun- um um að frumvarpið fæli í sér vantraust á ráðherra og sagði þá m.a. „Sú skylda sem ég hef tekið á mig gagnvart núverandi ríkisstjórn er að verja hana vantrausti og vinna skipulega á vettvangi þingflokks míns að undirbúningi lagafrumvarpa og annarra þingmála og styðja slík mál, þegar þau koma til afgreiðslu í þinginu. Hins vegar hef ég ekki afsalað mér réttindum til þess að gagnrýna embættisverk ráðherranna þar fyrir utan. Ég er ekki hirðmaður eða lendur maður neins ráðherranna og hef engum þeirra svarið hollustueið um E'lgispekt við þá í embættisverkum. Eg styð þessa ríkisstjórn í löggjafar- starfi, sem fær eðlilegan undirbúning og lýðræðislega málsmeðferð, og ég ver þessa ríkisstjórn og ráðherra hennar vantrausti. Fað er á þann hátt sem þingmenn styðja ríkisstjórn í þingræðislandi. Þeir afsala sér ekki réttindum til að gagnrýna einstök embættisverk ráðherra. Það er mikill munur á vantrausti og gagnrýni.“ Ingvar ræddi síðan efnisatriði frumvarpsins og sagði að hlutlæg rannsókn á samskiptum menntamál- aráðuneytisins og fræðsluráðsins geti leitt ýmislegt gagnlegt í ljós til að skilja þetta mál, innihald þess, upp- haf og þróun. Sagði hann ráðherra hafa sniðgengið lögbundnar reglur, sem væri að finna í lögum nr. 38 frá 1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, varðandi brottvikningu fræðslustjór- ans. Fullyrti Ingvar Gíslason að Sturla Kristjánsson hefði ekki gert sig sek- an um neinn þann verknað sem réttlæti brottvikningu á þeirri for- sendu að hann hafi brotið af sér í starfi. Sagði hann það verst að ráðherra hefði ekki sinnt 8. grein ofangreindra laga um að mál hins brottvikna starfsmanns yrði þegar í stað rannsakað af kunnáttumönnum eða fyrir dómi til að komast að niðurstöðu um það, hvort rétt hafi verið að veita honum lausn að fullu eða láta hann aftur taka við starfi sínu. Ingvar sagði að aðfinnslur hans við embættisfærslu menntamálaráð- herra væru framar öllu að ráðherr- ann virti ekki rétt starfsmannsins eins og lög segðu til um. Því þyrfti að ranns'aka þetta mál í heild af hlutlausri nefnd. I lok máls síns ítrekaði hann að hér væri ekki um vantraust að ræða á ráðherra heldur gagnrýni á tiltekið embættisverk hans. Frávísunartillagan kemur fram Eftir að Ingvar hafði lokið fram- sögu sinni mælti Ólafur G. Einarsson (S.Rn.) fyrir tillögu að rökstuddri dagskrá um frávísun frumvarpsins. Ólafursagði í rökstuðningi sínum að dómstólar hefðu einir úrskurðarvald um réttmæti frávikningar fræðslu- stjórans samkvæmt lögum um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna. Þá sagði Ólafur að það hefði gerst í málinu að Sturla Kristjánsson hefði vísað málinu sjálfur til dómstóla með því að stefna fjármálaráðherra þann 12. febrúars.l. Fræðslustjórinn fyrrverandi hefði þar með sjálfur valið farveg málsins. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagðist ekki taka efnis- Átta af tíu efstu frambjóðendum Framsóknarflokksins í Reykjavík: F.v. Sigríður Hjartar, Finnur Ingólfsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Anna Margrét Valgeirsdóttir, Sigfús Ægir Árnason, Valdimar K. Jónsson, Helgi S. Guðmundsson, Guðrún Alda Harðardóttir. Tímamynd Svenír Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjavík til alþingiskosninga 1987 1. Guðmundur G. Þórarinssón verkfræðingur. 2. Finnur Ingólfsson, aðstoðarm. sjávarútv.ráðh. 3. Sigríður Hjartar, lyfjafræðingur. 4. Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur. 5. Sigfús Ægir Árnason, framkvæmdastjóri. 6. Anna Margrét Valgeirsdóttir, starfsm. félagsmiðst. 7. Þór Jakobsson, veðurfræðingur. 8. Guðrún Ama Harðardóttir, fóstra. 9. Helgi S. Guðmundsson, markaðsfulltrúi. 10. Valdimar K. Jónsson, prófessor. 11. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, læknanemi. 12. Páll R. Magnússon, húsasmiður. 13. Ósk Aradóttir, skrifstofumaður. 14. Jón Þorsteinsson, læknir. 15. Sigurður Sigfússon, sölustjóri. 16. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur. 17. Jakobína Guðmundsdóttir, kennari. 18. Gissur Pétursson, formaður S.U.F. 19. Sigurgísli Skúlason, sálfræðingur. 20. Friðrik Ragnarsson, verkamaður. 21. Sigmar B. Hauksson, ráðgjafi. 22. Snorri Jóhannesson, verkstjóri. 23. Kristín Guðmundsdóttir, skrifstofumaður. 24. Halldór Þorsteinsson, menntaskólanemi. 25. Snjólfur Fanndal, framkvæmdastjóri. 26. Anna Kristinsdóttir, skrifstofumaður. 27. Viðar Þorsteinsson skrifstofustjóri. 28. Guðrún Þorvaldsdótir, gjaldkeri. 29. Finnbogi Marinósson, verslunarstjóri. 30. Guðmundur Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur. 31. Eysteinn Sigurðsson, blaðamaður. 32. Kristín Káradótir, gjaldkeri. 33. Þráinn Valdimarsson, fyrrv. framkvæmdastjóri. 34. Kristján Benediktsson, kennari. 35. Dóra Guðbjartsdóttir, húsmóðir. 36. Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. alþingismaður. lega afstöðu til málsins, en ljóst væri að málsatvik hefðu tekið breytingum með stefnu Sturlu Kristjánssonar. Valdið væri hjá dómstólunum og löggjafarvaldið gæti ekki tekið fram- fyrir hendur dómsvaldsins, nema þá lögum væri breytt. Því væri óeðlilegt að samþykkja mál á Alþingi og síðan vísa því til Hæstaréttar, þegar málið væri á leið til Hæstaréttar í gegnum dómskerfið. Þá kom einn flutningsmanna, Steingrímur J. Sigfússon (Abl.N.e.), í ræðustól og taldi óeðlilegt að þetta mál fengi ekki þinglega skoðun. Alþingi væri ekki að úrskurða neitt né skipa neitt með lögum. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.Rvk.) sagði að þingflokkur Kvennalista hefði verið sammála að eiga aðild að þessu frumvarpi. Jóhanna Sigurðardóttir (A.Rvk.) taldi engin rök mæla með samþykkt frávísunartillögu Ólafs, frumvarpið ætti að fá þinglega mcðferð. Þing- maðurinn sagðist ekki taka efnislega afstöðu til frumvarpsins, en tók þó fram á því væru margir gallar. Forseti Hæstaréttar leiddur til vitnis Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra tók þá aftur til máls og sagðist hafa haft samband við Magn- ús Thoroddsen forseta Hæstaréttar og hefði hann talið skipan nefndar óeðlilega þar sem kæra væri komin fram í málinu. Halldór Blöndal (S.N.c.) hélt síð- an alllanga ræðu um tvíeðli fræðslu- stjóraembættisins, þar sem fræðslu- stjóri ætti bæði að vera ábyrgur gagnvart menntamálaráðherra og fræðsluráði viðkomandi umdæmis. Sturla hefði tekið ákvörðun um að vera fyrst og fremst fulltrúi fræðslu- ráðs. Þarna væri galli í löggjöfinni og þetta tvíeðli fræðslustjóraembættis- ins væri grundvallarorsök þeirra vandamálasem hér væru til umræðu. Hins vegar væri ljóst að ekkert saknæmt hefði verið borið á fræðslu- stjórann fyrrverandi. Vafamál væri hvort Sverrir hefði málsástæður til að reka fræðslustjórann. Þá mætti geta að enginn hefði getað bent á pólitískar ástæður fyrir aðgerðum menntamálaráðherra. Farið fram á frestun atkvæðagreiðslu Páll Pétursson (F.N.v.) sagði að frumvarpið stuðlaði ekki að lausn deilunnar, en hana yrði að leysa hið fyrsta. Þá sagði Páll að fyrst menn- tamálaráðherra hefði farið í „útkast- aragallann", þá hefði hann átt að rýma til í ráðuneytinu, því hann væri ekki alfarið sannfærður um sakieysi embættismannanna. Grundvallaratriði væri að þeir sem síst skyldu, grunnskólanemendur, væru ekki látnir líða lengur fyrir aðgerðir ráðherra. Allir ættu að hafa jafnan aðgang að þessari þjónustu og það bæri að tryggja. Ráðherra bæri skylda til að finna lausn á þessu máli. Páll taldi frávísunartillöguna of harkalega aðgerð þarsem frumvarp- ið fæli ekki í sér vantraust. Menn- tamálaráðherra nyti trausts þing- flokks framsóknarmanna. Páll óskaði síðan eftir frestun á atkvæðagreiðslu um málið, því nauðsynlegt væri að skoða ýmis formsatriði, t.d. þátt Hæstaréttar í málinu, þegar málið væri kontið til dómstóla. Ingvar Gíslason tók síðan aftur til máls og sagði að aldrei hefði verið ætlunin að Hæstiréttur hefði meiri afskipti af málinu nema að skipa nefndina. Þá hefði sér ekki verið kunnugt um málshöfðun fyrrverandi fræðslustjóra á hendur fjármálaráð- herra. Þess bæri þó að gæta að frumvarpið væri víðtækara en svo að það fjalli um Sturlu Kristjánsson einan, því það snerist einnigalmennt um samskipti ráðuneytis og fræðslu- umdæma. Síðastir tóku Jón Baldvin Hanni- balsson (A.Rvk.) og Steingrímur J. Sigfússon til ntáls. Það vakti athygli að þrír síðastnefndu þingmennirnir urðu að sitja undir sífelldum framík- öllum Svcrris Hermannssonar menntamálaráðherra, þannig að forseti neðri deildar þurfti að setja ofan í við slíkt athæfi. ÞÆÓ tff Tilkynning Þeir sem telja sig eiga bíla á geymslusvæði „Vöku“ á Ártúnshöfða þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 1. mars n.k. Hlutaðeigendur hafið samband við afgreiðslumann „Vöku“ að Eldshöfða 6 og greiðið áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bílgarmar fluttir á sorphauga á kostnað og ábyrgð eigenda, án frekari viðvörunar. Reykjavík, 16. febrúar 1987 Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild. Laus staða sérfræðings á eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóians Staða fastráðins sérfræðings í þéttefnisfræðum við eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans er laus til umsóknar. Sérfræðingnum er einkum ætlað að starfa á sviði eðlisfræði málma og hafa umsjón með þeirri rannsóknaraðstöðu sem þegar er fyrir hendi á stofunni á þessu sviði. Umsóknarfrestur er til 17. mars n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjanda, prentuðum og óprentuðum. Umsóknir skulu sendarmenntamálaráðuneytinu, Hverf- isgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 16. febrúar 1987.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.