Tíminn - 17.02.1987, Page 6
6 Tíminri'
FRÉTTAYFIRLIT
TYRE, Líbanon — Þús-
undir Palestínumanna komu
sér út úr Rashidiyeh flótta-
mannabúðunum í Suður-Lí-
banon annan daginn í röð.
Margir þeirra óttuðust nefni-
lega að Amalsjítar myndu á ný
halda umsátri sínu kringum
búðirnar áfram. Byssuhvellir
og sprengingar sáu til þess að
spenna var mikil kringum tvær
aðrar flóttamannabúáir Palest-
ínumanna, Bourj Al-Barajneh
og Shatila búðirnar í Beirút.
BEIRÚT - Loka varð Seðla-
bankanum í Beirút eftir að
hringt hafði verið og hótað að
skjóta sprengjum á hann. Lí-
banska pundið lækkaði enn og
hafði í gær aldrei verið lægra
gagnvart Bandaríkjadal.
LUNDÚNIR — Amin Gem-
ayel forseti Libanon gat lítið
annað en samhryggst Margréti
Thatcher forsætisráðherra
Bretlands þegar þau hittust í
Lundúnum til að ræða hvarf
Terry Waite, sendiboða ensku
biskupakirkjunnar, og mál ann-
arra erlendra gísla í Líbanon.
Þetta var haft eftir breskum
embættismönnum.
MOSKVA — Inna Begun,
kona gyðingsins losif Begun
sem situr í sovésku fangelsi
vegna andófsstarfsemi, sagð-
ist ekki vita til þess að manni
sínum hefði verið sleppt þrátt
fyrir orð háttsetts embættis-
manns þar eystra að svo hefði
verið gert.
MANILA — Hersveitir stjórn-
arinnar á Filippseyjum sóru
hollustueið við hina nýju stjórn-
arskrá landsins sem mikill
meirihluti landsmanna sam-
þykkti eftir að Corazon Aquino
forseti og stjórn hennar lögðu
hana undir dóm þjóðarinnar í
janúar.
JERÚSALEM — John
Demjanjuk, sem sakaður er
um að hafa verið hinn illræmdi
„ívar grimmi“ og pyndað og
drepið fjölmarga gyðinga í Tre-
blinka búðunum í Póllandi í
síðari heimsstyrjöldinni, kom
fyrir rétt í ísrael í gær. Lög-
fræðingar hans kröfðust þess
að hann yrði sendur aftur til
Bandaríkjanna.
JÓHANNESARBORG
— Sjálfstæður hópur sem fylg-
ist með framgangi mannrétt-
indamála sagði tvö tíu ára
börn vera í hópi þeirra 700
blökkubarna sem haldið hefur
verið í suður-afrískum fangels-
um síðan neyðarástands-
lögunum var komið á í júni á
síðasta ári.
Þriðjudagur 17. febrúar 1987
ÚTLÖND
Alþjóðlega friðarráðstefnan í Moskvuborg:
Gorbatsjov og
Sakharov báðir
í sviðsljósinu
Moskva - Reuter
Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi
sakaði Bandaríkjastjórn í gær um að
vilja nema úr gildi gagnflaugasátt-
málann frá árinu 1972. Gorbatsjov
sagði að fulltrúar Reaganstjórnar-
innar í afvopnunarviðræðunum í
Genf hefðu lagt fram formlegt tilboð
þar sem gert væri ráð fyrir svokall-
aðri víðari túlkun á sáttmálanum
sem myndi gera Bandaríkjamönnum
kleift að hraða rannsóknum sínum
og tilraunum með geimvarnaráætl-
unina.
Gorbatsjov hélt þessu fram í ræðu
sem hann hélt á alþjóðlegri friðar-
ráðstefnu í Moskvu. Þar fundaði
fólk frá austantjaldsríkjunum, vest-
rænum ríkjum og hlutlausum ríkjum
um ýmis mál varðandi frið, aukin
samskipti og kjarnorkuógnunina í
heiminum.
„Kjarnorkuvopnum hefur þegar
verið beitt tvisvar, svo ekki sé talað
um öll þau atvik þegar menn hug-
leiddu möguleikann á að beita þeim.
Mannkynið er komið að tímamótum
þar sem ekki verður til baka snúið,“
sagði Sovétleiðtoginn í ræðu sinni.
Hún snérist ekki eingöngu um víg-
búnaðarkapphlaupið heldur einnig
um innanlandsmálefni í Sovétríkj-
unum og „hinn nýja hugsunarhátt"
sem Gorbatsjov hefur lagt svo mikla
áherslu á síðan hann komst til valda
árið 1985.
Meðal þeirra sem hlustuðu á ræðu
Gorbatsjovs var nóbelsverðlauna-
hafinn og eðlisfræðingurinn Andrei
Sakharov sem nýlega var leyft að
snúa til Moskvu eftir sjö ára útlegð
í Gorkí. Sakharov var mjög í sviðs-
ljósinu á ráðstefnunni og áður en
Gorbatsjov hélt ræðu sína var hann
umkringdur ráðstefnufulltrúum og
ljósmyndurum.
Sovéska sjónvarpið, sem sjón-
varpaði ræðu Gorbatsjovs beint,
sýndi myndir af Sakharov í ráð-
stefnusalnum án þess þó að nefna
hann beint á nafn.
Sakharov ásamt öðrum ráðstefnu-
gestum klappaði Sovétleiðtoganum
lof í Iófa þegar hann sagði að
stjórnvöld í Sovétríkjunum ætluðu
sér að taka öðruvísi á mannréttinda-
málum í framtíðinni heldur en áður
hefur verið gert.
Alls tóku um 900 útlendingar þátt
f ráðstefnunni og 350 sovéskir full-
trúar voru einnig á staðnum. Meðal
þeirra sem heimsóttu Moskvu voru
Yoko Ono, ekkja John Lennons
heitins, leikarinn Gregory Peck og
rithöfundurinn Graham Greene.
(Reuter og APN)
Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi:
Heldur áfram að stela senunni af
Reagan Bandarikjaforseta enda
tiltölulega ungur og skýr
Bangladesh:
Deilt á Ershad
með vinnustöðvun
Dhaka - Rcutcr
Öll vinna og umferð stöðvaðist í
sex klukkustundir í gær í Bangla-
desh. Það var stjórnarandstaðan sem
hvatt hafði til þessa allsherjarverk-
falls og sögðu talsmenn hennar að
hin mikla þátttaka í mótmælaað-
gerðunum táknaði upphafið á bar-
áttu fyrir afsögn forsetans, Hossain
Mohammad Ershad.
Lögregla landsins sagði að stöðv-
unin hefði verið „algjör“ en engar
fréttir bárust af verulegum átökum.
Allt viðskiptalíf lamaðist, skólar
lokuðu og umferð stöðvaðist þessar
sex klukkustundir.
Leiðtogar Awami flokkasam-
steypunnar, sem í eru sjö stjórnar-
andstöðuflokkar, fögnuðu mjög
þátttökunni í verkfallinu og óskaði
Begum Khaleda Zia, helsti forvígis-
maður flokkanna sjö og aðal-
andstæðingur Ershads forseta, fólki
til hamingju með að virða að vettugi
óskir ríkisstjórnarinnar um að taka
ekki þátt í vinnustöðvuninni.
Mikill fjöldafundur var haldinn f
miðborg höfuðstaðarins Dhaka og
þar kröfðust stjórnarandstöðu-
leiðtogarnir þess að þing yrði rofið
og Ershad forseti segði af sér fyrir 24
mars. Þann dag eru fimm ár liðin
síðan forsetinn náði völdum í bylt-
ingu sem lauk án blóðsúthellinga.
Ershad virtist hinsvegar ekki taka
mikið mark á kröfum stjórnarand-
stæðinga og sagði fólk enga samúð
hafa með „háværum“ röddum
þeirra.
Einn af leiðtogum Jatiya
flokksins, flokks Ershads, sagði
stjórnina munu halda áfram „að láta
gelt stjórnarandstöðunnar framhjá
sér fara“ og bætti við að auð stræti
væru ekki mælikvarði á vinsældir.
Allsherjarverkfallið í gær fylgir í
kjölfar þess að dýrara er orðið að
ferðast á milli og einnig hefur póli-
tískt ofbeldi aukist t.d. létust þrír
stúdentar og 150 aðrir slösuðust í
mótmælaaðgerðum í síðustu viku.
Ershad forseti kom á borgaralegri
stjórn í nóvembermánuði eftir að
hafa stjórnað landinu í fjögur og
hálft ár með herlögum. Stjórnmála-
sérfræðingar sögðu í gær að vinnu-
stöðvunin væri ný ógnun við hina
þriggja mánaða gömlu ríkisstjórn
Ershads en ekki töldu þeir þó líklegt
að mótmæli stjórnarandstöðunnar
yrðu árangursrík.
Ershad forseti Bangladesh: Lætur
óánægjuraddir sem vind um eyru
þjóta
Svissneskt tryggingafyrirtæki:
FÆRRILÁTA LÍFID
í STÓRSLYSUM
Zurích - Rcutcr
Um tólf þúsund manns létu lífið
í stórslysum og náttúruhamförum
á síðasta ári. Og þá eru það góðu
fréttirnar; sú tala er mun lægri en
verið hefur á síðustu árum. Það var
talsmaður svissnesks tryggingafyr-
irtækis sem skýrði frá þessu í gær.
Fyrirtækið er eitt hið stærsta á
sviði tryggingamála og skráði það
215 stórslys og náttúruhamfarir á
síðasta ári. Mestu hörmungarnar
gengu yfir Camerounbúa í ágúst er
eitrað gas drap 1700 manns. fbúar
E1 Salvador máttu einnig þola
hörmungar en þar létust 1000
manns í jarðskjálfta í októbermán-
uði.
Tala látinna af völdum náttúru-
hamfara og stórslysa hefur að með-
altali verið 94 þúsund á ári hverju
síðan 1970.