Tíminn - 17.02.1987, Qupperneq 13
Þriðjudagur 17. febrúar 1987
Tíminn 13
Framleiðslustjórn og fullvirðis-
réttarmál hafa verið
ofarlega á baugi í landbúnaðarum-
ræðunni nú um langan tíma. Horf-
ur eru á miklum breytingum á
byggð landsins, bæði í sveitum og
kaupstöðum, ef bændum fækkar
eins og nú er fyrirsjáanlegt.
Að undanförnu hafa heyrst
nokkuð háværar raddir nokkurra
bænda sem vilja láta reyna á það
hvort það stenst gagnvart lögum
landsins að fullvirðisréttur jarða
*þeirra ráði því hvort þeir hafa
lífvænlegar tekjur af búskap á
jörðinni.
Tíminn hafði af því tilefni sam-
band við einn þeirra bænda sem
telja að með fullvirðisréttará-
kvörðunum séu þeir órétti beittir.
Það er Reynir Ásgeirsson á Svarf-
hóli í Svínadal sem beðinn var að
rekja sögu sína, en hann hefur
fengist við búskap síðan haustið
1976 en hóf fyrir alvöru að byggja
upp á jörðinni árin eftir 1980.
Reynir var fyrst spurður að því
hvenær hann sótti um aukningu
búmarks.
„Ég sótti um hækkað búmark
fyrir jörðina árið 1980 vegna þess
að ég ætlaði að fara að búa hérna.
Ég fékk ráðunaut til að hjálpa mér
við að semja umsóknina um bú-
mark og ég fékk jákvætt svar sem
hljóðaði upp á 500 ærgilda búmark
í mjólk. Með það fór ég af stað. í
fyrra hafði ég 383 ærgilda fullvirðis-
rétt en 413 ærgildi nú.“ Ég er búinn
að leita allra ráða sem tiltæk eru,
til þess að fá leiðréttingu minna
mála, því ég tel að eigi maður einu
sinni rétt á einhverju, þá á ekki að
troða á honum. Ég byrjaði á því að
sækja um aukningu á fullvirðis-
rétti. Þegar fullvirðisrétti var skellt
á, stóð þannig á hjá mér að fram-
leiðslan á viðmiðunarárinu var
verulega minni en búmarkið mitt
sagði til um. Ástæða þess var sú að
ég var að byggja fjós og ég gat
náttúrlega ekki verið með kýr í
fjósinu á meðan ég var að byggja
það. Ég var reyndar að rækta á
sama tíma“.
„Ég treysti á búmarkið
eins og svo margir aðrir“
En var ekki alltaf verið að vara
menn við að framleiða of mikið?
„Ég treysti og trúði á þetta
búmark sem ég held að allir hafi
litið á sem framleiðsluheimild þá.
Þegar kom að því að ég ætlaði að
fara að auka framleiðsluna þá var
bara ekkert að marka búmarkið
lengur og fullvirðisréttur var kom-
inn í staðinn. Ég lít því á þetta
búmark sem innistæðulausa ávísun
og því hrein og klár svik. Það er
algerlega ábyrgðarlaust að úthluta
öllu þessu búmarki. Ég hef heyrt
að það hafi verið úthlutað um 144
milljónum lítra búmarki og ég veit
ekki til hvers var verið að úthluta
þessu. Það fer enginn að draga
framleiðslu sína að ráði saman fyrr
en eitthvert heildarskipulag kemur
til sögunnar. Svo kemur nánast flöt
skerðing á alla nema þá sem eru
fyrir neðan 300 ærgilda markið.“
En gast þú þá ekki sótt um
aukningu vegna nýbyggðra úti-
húsa?
“Ég hafdi þrjár ástæður
til að fá aukningu“
„Ég féll undir 10. grein reglu-
gerðarinnar um fullvirðisrétt, af
því ég var að taka í notkun ný
útihús, kýrnar hjá mér höfðu feng-
ið grænfóðurseitrun og þar að auki
var ég undir fullvirðismarki svæðis-
ins sem mér skilst að sé eitt atriði
sem beri að taka tillit til. Ég var
semsagt komin með þrjár ástæður
til þess að sækja um aukningu en
fékk enga úrlausn minna mála hjá
búnaðarsambandinu. Mér var ekki
svarað."
Hvaða skýring er á því?
„Ég hef reynt að berja út ein-
hverjar skýringar en ekki fengið
neinar sem hægt er að taka gildar.
Þó viðkomandi aðilar vilji ekki
viðurkenna það, þá held ég að
ástæðan fyrir þessu sé sú að ég hef
aðrar tekjur hér. Ég er með lax-
veiðihlunnindi og kom af stað
sumarbústaðasvæði. Ég lít svo á að
þetta komi búmarkinu ekkert við.
bændum að þetta verði að vera
svona og með því er vonast til að
allir gefist upp. Ég vil hins vegar að
menn láti ekki fara svona með sig.
Það verður að sækja þá til ábyrgðar
sem stjórna þessu svona sitt á
hvað. Það er byrjað á því að
úthluta gegndarlausu búmarki, síð-
an er önnur stefna tekin upp sem
stefnir mörgum í algjöra glötun
sem treyst höfðu á fyrri úthlutanir.
En það bera allir þessa ábyrgð af
sér. Þeir neita að viðurkenna að
búmarkið hafi verið sett á. Núna
segja þeir að það hafi átt að vera
viðmiðun. En orð skulu standa."
“Ugla sat á kvisti - og það
varst þú, aðferðin “
En ekki þýðir að framleiða
afurðir sem ekki er markaður fyrir
eða hvað?
„Ég geri mér auðvitað grein fyrir
því að það þarf að draga saman
framleiðsluna en það vandamál
verður bara ekki leyst með því að
skapa fjölda annarra vandamála.
Ég tel að þessi vandamál verði
að leysa með samningum við bænd-
ur og lengja aðlögunartímabilið
töluvert. Með því móti væri hægt
að leysa vandann á manneskjulegri
hátt.
Ef ég hefði verið komin í fulla
framleiðslu, 500 ærgildi þegar við-
miðunarárið skall á, þá hefði verið
dregin af mér sú prósenta sem
búnaðarsamböndin fá til að úthluta
og það hefði ég verið fyllilega
sáttur við. En þessi aðferð sem
notuð er núna er ekki hægt að kalla
annað en „ugla sat á kvisti aðferð-
ina - og það varst þú“. Það er
náttúrlega ekki nein ábyrgð á bak
við svona framkvæmdir.
Milliliðimir
Það hefur hingað til ekki verið
hróflað við milliliðunum. Það er
eingöngu ráðist á bændur. Hvernig
stendur t.d. á því að mjólkurlítri
kostar um 39 krónur út úr búð
þegar búið er að greiða hann
niður. Við bændur fáum 26 kr.
borgaðar fyrir hann þegar við erum
búnir að kosta flutning á honum
suður.
Það er búið að tala um það
áratugum saman hvað allur milli-
liðakostnaður sé dýr, en það er
alltaf þaggað niður. Menn eru af
veikum mætti að stofna landssam-
tök sauðfjárbænda, kúabænda og
fleira, en það er ákaflega erfitt að
laga þessi mál. Það virðist hrein-
lega vera að sumir milliliðir hafi
hag af því að vörurnar seljist ekki.
Þá geta þeir geymt þær í húsunum
sínum og fengið full frystihús árið
um kring. Síðan er kjöt sett á
útsölu. Nýja kjötið alltaf orðið
gamalt, af því að það þarf alltaf að
selja gamla kjötið á undan. Þetta
er vítahringur sem verður að kom-
ast út úr. Ég tel að niðurgreiðslum
sé betur varið í að lækka verð á
landbúnaðarvörunum innanlands
heldur en allt að því gefa kjöt til
útlanda."
“Gefst ekki upp“
Hvað hyggst þú gera næst?
„Núna er spurning hversu menn
halda lengi út. Ég er alveg ákveð-
inn í því að fylgja mínum málum
eftir og ég gefst ekki upp. Ef ég fæ
ekki úrlausn minna mála með
venjulegum aðferðum, þá veit ég
ekki nema ég fari sjálfur fyrir
dómstóla. Ég stend betur að vígi
en margir aðrir bændur, að ég hef
efni á að bíða lengur en margir
hverjir. Þetta skiptir ekki sköpum
efnahagslega fyrir mig. Það sem
vakir aðallega fyrir mér er það, að
það sé ekki hægt að troða á rétti
fólks, hvorki mínum né annarra.
Ég vona svo sannarlega að fullvirð-
isréttarmálið vinnist og að það
verði sem flestum til hagsbóta. Ég
ætla að fylgjast með því hvað
Stéttarsamband bænda gerir í mál-
unum. Það má gera ráð fyrir því að
svona málarekstur taki a.m.k. eitt
ár í héraði og tvö ár í Hæstarétti og
að þeim tíma liðnum er klárt mál
að margir bændur verða orðnir
gjaldþrota og hættir búskap. Það
er staðreynd sem ekki þýðir að
horfa fram hjá eins og staða mála
er í dag.“ ABS
Reynir Ásgeirsson bóndi á Svarfhóli í Svínadal.
Reynir Ásgeirsson bóndi á Svarfhóli í Svínadal:
“Búmarkid er inni
stæðulaus ávísun“
- og núverandi framleiðslustjórn „ugla sat á kvisti - aðferðin
Ég var búinn að fá heimild fyrir að
fjárfesta í byggingum hér og er
búinn að vera bóndi í 10 ár og bý í
heilsuspillandi húsi á meðan ég var
að koma upp útihúsunum. Ég hefði
getað verið búinn að koma upp
íbúðarhúsinu fyrr ef ég hefði ekki
verið óbeint gabbaður til að byggja
þetta fjós.
Ég veit líka að héðan var skilað
óúthlutuðum fullvirðisrétti til
Framleiðsluráðs, sem skilaði rétt-
inum aftur hlutfallslega jafnt á
milli bændanna innan búnaðar-
sambandsins. Um var að ræða þau
prósent sem tekin voru af fram-
leiðslu allra bænda til þess að
búnaðarsamböndin hefðu ein-
hverju að ráðstafa til þeirra sem
urðu illa úti vegna reglugerðarinn-
ar.
“Kæri til yfimefndar“
Það næsta sem ég geri er að kæra
til yfimefndar. Þá var mér heldur
ekki svarað allt sumarið 1986, þótt
lögum samkvæmt ætti að svara mér
í maí. Ég var víst eini bóndinn á
landinu sem yfirnefnd gleymdi.
Svo þegar ég hafði seinna samband
við yfirmann nefndarinnar, Val
Oddsteinsson, þá bað hann afs-
ökunar á því hversu þetta hefði
dregist og sagði að ég ætti skýlaus-
an rétt á aukaúthlutun. Yfirnefnin
skoraði á búmarksnefndina hér í
Borgarfjarðarsýslu að veita mér
úrlausn en henni er hins vegar ekki
skylt að veita mönnum úrlausn,
heldur aðeins heimilt. Með því
orðalagi reglugerðarinnar er búið
að veita búmarksnefndinni geð-
þóttavald."
Var þetta þá endanlegur úr-
skurður?
„Ég endaði svo með því að fara
og tala við ráðherra sjálfan nú í
janúar eftir að bréfaskriftir við
hann höfðu engan árangur borið.
Fyrir stuttu fékk ég bréf frá fulltrúa
hans þar sem ekki var talin ástæða
til að breyta úrskurði búmarks-
nefndarinnar, en þar segir: „Ekki
verður annað séð af framlögðum
gögnum en að þér uppfyllið skilyrði
10. gr. 1. töluliðar B, reglugerðar-
innar og hefur úrskurðarnefnd
staðfest það“.“
„Fjósið minnisvarði um
mislukkaða fjárfestingu“
„Þetta fjós hérna hjá mér er því
„Ég tel að þessi vandamál verði að leysa með samningum við bændur og
lengja aðlögunartímabilið töluvert.“ Timamyndir Magnús.
eins konar minnisvarði um mis-
lukkaða fjárfestingu. Ég byggði
þetta fjós í góðri trú um að ég gæti
framleitt eftir þeim ákvörðunum
sem höfðu verið teknar, en svo
kemur til stefnubreyting sem snýr
málunum á hvolf. Ég stækkaði það
um 16 bása en það var áður um 20
kúa fjós. Ég stækkaði það heldur
meira heldur en 500 ærgilda bú-
markið mitt sagði til um, því ég
ætlaði að hafa sæmilega rúmt í
fjósinu.
En ég ítreka það að ég er ekki sá
bóndi sem verst er settur, ég veit
að það eru margir bændur miklu
verr settir heldur en ég. Það er sko
ekki vafi. Það er fjöldi bænda hér
í kringum mig sem eru með alveg
geysilega skerðingu af því þeir
voru að byggja þau viðmiðunarár
sem nú eru í gildi. Ég veit til dæmis
um einn sem er í algjörum vand-
ræðum. Hann er með 440 ærgilda
búmark í sauðfé. Hann byggði
fjárhús og tvo votheysturna í fyrra
en fullvirðismarkið hans í ár er 133
ærgildi. Það bara blasir við gjald-
þrot hjá þessum manni. Hann
hefði átt að stöðva í upphafi. Hann
fær grænt ljós á lán og aðra fyrir-
greiðslu en svo fær hann ekki meiri
fullvirðisrétt. Samræmingin í
stjórnunaraðgerðum er nú ekki
meiri en þetta og stjórnendur bera
enn og aftur af sér alla ábyrgð.
Það versta í þessu öllu er að það
er barið inn í hausinn á öllum