Tíminn - 19.02.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.02.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Títninn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NielsÁrni Lund OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslagon Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500. Skákmótið hefst í dag IBM skákmótið hefst á Loftleiðahótelinu í dag. Mótið er í 14. styrkleikaflokki og er það sterkasta skákmót sem hér hefur verið haldið og jafnframt eitt það sterkasta sem haldið verður í heiminum á þessu ári. ísland er fyrir löngu orðið þekkt meðal skákmanna um allan heim. Árið 1972 var haldið hið fræga heimsmeist- araeinvígi hér á landi milli þeirra Bobby Fischers og Boris Spasskys. Fullyrða má að enginn atburður á íslandi hafi vakið meiri athygli um gjörvalla heimsbyggð, og er ekki úr vegi að jafna þeirri landkynningu sem þá fékkst við þá sem átti sér stað vegna leiðtogafundarins í Höfða s.l. haust. Fullyrða má að ef ísland hefði ekki þá þegar getið sér gott orð fyrir gróskumikla skákmenn- ingu þá hefði einvígið aldrei verið haldið hér. Fað var ekki síst fyrir tilstilli Friðriks Ólafs- sonar stórmeistara og dugnaðar Guðmundar G. Þórarinsonar þáverandi formanns Skák- sambands íslands að heimsmeistaraeinvíginu var valinn staður hér á landi. Pá er einnig vert að minna á að Friðrik Ólafsson, stórmeistari, hefur gegnt æðsta emb- ætti skákíþróttarinnar í fjögur ár, en 1978 var hann kjörinn forseti FIDE, og gegndi því starfi til ársins 1982. Friðrik Ólafsson var lengi vel eini stórmeist- ari íslendinga í skák, en á síðustu árum hafa 5 aðrir bæst við. Ekkert Norðurlandanna getur státað af slíkum fjölda stórmeistara og sé hin margfræga höfðatöluregla notuð í samanburði við aðrar þjóðir er fjöldi stórmeistara hér á landi líklega heimsmet. Á þessu má sjá að íslendingar eru þekktir sem miklir skákáhugamenn og njóta virðingar sem slíkir. Tíminn vekur athygli á að enn einu sinni eru það íþróttirnar sem fá athygli heimsins. Hvað eftir annað hafa okkar íþróttamenn borið hróður landsins út um allan heim og fullyrða má að milljónir manna kannast við ísland vegna frábærrar frammistöðu þeirra. Skákmótið er að frumkvæði IBM tölvufyrir- tækisins og á það þakkir skildar fyrir að velja að þessu sinni ísland til keppninnar. Tíminn býður hina erlendu stórmeistara velkomna til landsins og óskar þeim og íslensku keppendunum velfarnaðar á mótinu. Fimmtudagur 19. febrúar 1987 Vasaútgáfur af Hitler og Mussolini Hinn óvenju skeleggi leiðari DV í fyrradag hefur vakið athygli margra. Þar ræðir annar ritstjóri blaðsins um valdsdýrkun almenn- ings, og ræðst harkalega á þá Sverri Hermannsson og Davíð Oddsson, sem hann nefnir þar ■slenskar vasaútgáfur af Hitler og Mussolini. Hann segir meðal annars: „Af okkar valdsliði eru Sverrir Hermaunsson menntamáiaráð- ’rherra og~JJavíð Oddsson borgar- stjóri hættast komnir á þessu sviði. Þeir hafa báðir hvað eftir annað lent að jaðri laga eða yfír hann í sætri nautn valdbeitingar. Og þeir æsast upp af fagnaðarlátum og mótmælalátum. Segja má að þeir félagar hafi til skiptis sett aUt á annan endann. Fræðsluskrifstofumál Davíðs kom í kjölfar fræðslustjóramáls Sverris, sem kom í kjölfar borgarspítala- máls Davíðs, sem kom í kjölfar lánasjóðsmáls og mjólkurstöðv- armálsSverris. Ogsvo framvegis. í nýjasta málinu hefur Davíð með óvenju grófum hætti vaðið yfír lög og rétt til að koma í veg fyrir eðlilega sturfrækslu Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur. Hann hef- ur tekið lögskipuð verkefni frá ráðinu og skipað liði sínu að halda alls enga fundi í stjóm skrifstofunn- ar. í þessu nýtur hann þcgjandi samkomulags við hinn valds- hyggjusjúklinginn, menntaráð- herrann, er hefur ákveðið að látu kyrrt liggja, svo að borgurstjórinn geti farið sínu fram í friði. Sem betur fer er félagsráðherrann í öðrum fíokki og hefur blásið til lögmætrar undstöðu. “ Það er óneitanlega nokkuð langt gengið þegar sjálfu hinu óopinbera málgagni Sjálfstæðisflokksins, DV, er farið að ofbjóða. Flugfargjóld innan Norðurlanda Garri var minntur á það á dögun- um hvað það skapar fslendingum erfiða aðstöðu, þegar þeir vilja taka þátt í norrænu samstarfi, hvað flugfargjöld héðan til helstu borga á Norðurlöndum eru há. Þó er oft hægt að komast til og frá þessum löndum með verulega hagstæðum kjörum, og á aðeins broti af fullu fargjaldi. En það hefur þá yfirleitt í för með sér að viðkomandi farþegi þarf að hefja ferð sína á degi, sem oftar en ekki hentar honum afar illa, og dveljast kannski töluvert lengur en erindi hans krefur. Þctta er afleiðing af þeirri stefnu Flugleiða að hafa í gildi há aðalfar- gjöld til áfangastaða sinna annars staðar á Norðurlöndum. Hins veg- ar eru svo í boði margs konar afsláttarfargjöld, en öll bundin ein- hvers konar skilyrðum. Þar á með- al eru ákvæði um lágmarksdvöl, að maki borgi fullt fargjald og svo framvegis. Væri það nokkuð inni í myndinni hjá Flugleiðum að reikna út greidd meðalfargjöld á farþega, til dæmis á flugleiðinni til Kaupmannahafn- ar, og fara síðan að selja öll sæti þangað á sama verði? Orlofsferðir til útlanda Og talandi um samkeppni þá fer það ekki á milli mála að varðandi orlofsferðir til útlanda hefur hinn harði slagur ferðaskrifstofanna allra síðustu árin sparað almcnn- ingi stórfé. Þar eru Samvinnuferð- ir-Landsýn í fararbroddi, en þessi félagslega rekna ferðaskrifstofa hefur veitt einkafyrirtækjum á sama vettvangi harða samkeppni. Sú samkeppni hefur þegar lækkað verðið á sumarferðum til útlanda verulega. Garri fær ekki betur séð en rcynslan af þeim vettvangi sýni vel að óheft sainkeppni einkafyrir- tækja og félagsrekinna fyrirtækja skili þjóðinni oftast bestu þjónust- unni. Þetta hefur sést til dæmis í verslunarmálum, tryggingum, rekstri flutningaskipa og á mörgum fleiri sviðum, Dæmið um fargjaldafrumskóg- inn til Norðurlandanna vekur því óhjákvæmilega til umhugsunar um hvort tímabært sé að verða að stofna hér á landi félagsrekið flugfélag til að halda þarna uppi samkeppni einnig. Garri VÍTTOG BREITT Utgerð sem ekki má hverfa Fiskveiðar hafa verið stundaðar við ísland á opnum bátum allt frá því að land byggðist. Fyrir um öld síðan hófst þilskipaútgerð og upp úr aldamótunum hófu landsmenn að gera út sína eigin togara. Ekki skal um það deilt að fram- farir urðu miklar í fiskveiðum með tilkomu vélknúðra botnvörpunga. Einnig horfði mjög til bóta þegar vélar voru settar í línu- og netabáta og þeim lokað með þilfari. En útgerð opinna báta hefur aldrei lagst af með öllu. Trillukarl- arnir hafa seiglast við og víða um land er útgerð þeirra umtalsverður þáttur atvinnulífs og verðmæta- sköpunar. Afli verður ekki sóttur langt á trillum og þeim verður heldur ekki haldið á sjó nema gæftir séu góðar. Því er veiðisvið þeirra og veiði- tímabil miklum takmörkunum háð. Af þeim sökum eru trillurnar ekki háðar fiskveiðikvótanum á sama hátt og stærri veiðiskip. Fiskveiðar á opnum bátum er hinum öflugri útgerðarmönnum mikill þyrnir í augum. Þeir segja að fjölgun trillubáta brjóti gegn því markmiði að stækka ekki fiskveiði- flotann og að fjöldi smábátanna og aukin sókn komi niður á heilda- rafla stóru veiðiskipanna. Besta hráefnið En trillubátaútgerðin er á marg- an hátt hagkvæm. Útgerðarkostn- aður tiltölulega lítill og veiðarfæra- kostnaður í lágmarki. Þar við bætist að gæði aflans eru yfirleitt ntun betri en þeirra skipa sem hafa langar útilegur. Trillurnar landa aflanum nokkrum klukku- stundum eftir að hann er dreginn úr sjó og fær fiskvinnslan ekki betra hráefni. Enn er ótalið að veiðarfæri smá- bátanna róta ekki upp sjávarbotni og lítil hætta er á að trillurnar stefni fiskstofnum í voða með of- veiði. Þá veiða þær á grunnmiðum og er ekki haldið úti á þá fiskislóð, sem stærri skip sækja. Það er því margt sem mælir með • því að hefðbundinn útvegur á opn- um bátum verði ekki lagður niður, fremur er ástæða til að hlynna að honum og auka ef nokkuð er. Misbrestur á heiðarleika? Hitt er annað mál að koma verður í veg fyrir að trillukarlar misnoti útgerð sína. Þeir verða auðvitað að gefa upp afla og tekjur eins og aðrir útgerðarmenn og sjósóknarar. En talinn er talsverð- ur misbrestur á að svo sé. Eins eru hundakúnstir við smíði og mælingu smábáta illþolandi. Mikil aukning hefur verið og er á smábátaútgerð. Það er leikið af skipasmfðastöðvum að ná bátum undir 10 lestum með ýmis konar ráðum, jafnel þótt þeir séu í raun mun stærri. En 10 lesta markið, skilur á milli hvort bátur telst trilla eða þilskip, og eru ýmsar takmark- anir settar á skip yfir 10 lestum, svo sem veiðikvóti og aflaeftirlit. Opnir bátar eru orðnir óeðlilega stórir og heyrst hefur að það sé hagkvæmt að hafa gám um borð, fremur en lest, til að setja aflann í. Prettir af þessu tagi eru hvorki skipasmiðum né sjómönnum sæm- andi. Öflug trillubátaútgerð er mjög atvinnuaukandi og arðbær þegar aflabrögð og gæftir leyfa. Hráefnið sem trillurnar landa er gott og veiðarfæri og takmarkað sóknarþol gefa ekki tilefni til ofveiði. Því er síður en svo ástæða til að amast við trilluútgerð, en þeir sem hana stunda verða líka að gæta þess að atvinna þeirra og tekjuskil séu réttu megin við lög og rétt og að mælingar á bátum þeirra séu ekki aðeins löglegar, heldur einnig siðlegar. Ef trillubátaútgerð á að eiga einhverja framtíð fyrir sér verða þeir sem hana stundq að sjá svo um að þeir þurfi ekki að gangast undir einhverja afarkosti, reglugerðir og strangt eftirlit vegna þeirra sem svíkja bæði mál og vog. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.