Tíminn - 09.04.1987, Page 4

Tíminn - 09.04.1987, Page 4
4 Tíminn Fimmtudagur 9. apríl 1987 Samiö um starfsaldurshækkanir fyrir fiskvinnslufólk: 5% kauphækkun við starf í 15 ár Fiskvinnslufólk, annarsstaðar en á Vestfjörðum og í Vestmannaeyj- um, scm unnið hefur 5 ár eða lengur fær nokkra kauphækkun með við- bótarsamningi um starfsaldurshækk- anir sem Verkamannasambandið hefur gert við VSÍ og VMSÍ. Allar starfsaldurshækkanir fiskvinnslu- fólks féllu sem kunnugt er niður í desembersamningunum í vetur, en fiskvinnslufólk á Vestfjörðum og Eyjum samdi eftir það sérstaklega. Þær starfsaldurshækkanir sem nú var samið um eru 2% eftir 5 ára starf, hækka í 3% eftir 10 ára starf og verða 5% eftir 15 ára starf hjá sama fyrirtæki. Þeir sem lokið hafa námskeiðum sem sérhæft fiskvinnslufólk fá greitt 1020 króna námskeiðsálag. Laun fiskvinnslufólks með 15 ára starfsaldur hækka því við þennan viðbótarsamning úr 27 þús. krónum á mánuði upp í 28.350 kr. og með námskeiðsálagi komast þau í 29.370 krónur. - HEI Loðnan: ENN VERID AD VEIDA - 3 bátar enn með kvóta Margur hefði nú haldið að loðnu- vertíðinni væri lokið, en svo er alls ekki. 3 bátar eiga enn eftir kvóta, þar af á einn, Dagfari, eftir á annað þúsund tonn. Loðnan er enn ágæt- lega góð, að minnsta kosti það góð að enn er hægt að kreista úr henni hrognin. Þrátt fyrir að enn séu eftir bátar er það Ijóst að Sigurður frá Reykjavík, sem gerður er út frá Vestmannaeyj- um er aflahæstur loðnubáta, með 46.884 tonn, og geri aðrir betur. Búist er þó við að síðasti báturinn klári kvótann, ekki síðar en í næstu viku. -SÓL Massey-Ferguson Dráttarvélin ■F sem þig vantar MÖGNUÐ Ný] M-F 3000 LÍNA! Góður - Betri - Bestur ! KAUPFÉLÖGIN OG BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SlMI 38900 - horft til næstu 25 ára Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hélt í fyrradag fund á vegum forsætisráðuneytisins til að kynna útkomu fyrstu ritanna í ritröð um framtíðarspá fyrir fslendinga. Kennir þar margra grasa, eins og skýrslur um ntannfjölda, heilbrigði, byggð og umhverfi, framtíðarsýn æskufólks framyfir aldamót og nýt- ingu náttúruauðlinda til sjós og lands næsta aldarfjórðunginn. Alls munu koma út 5 sérrit, 2 þeirra komu út í gær, og hin 3 líklegast í maí. Síðustu 3 ritin fjalla m.a. um íslenska menningu, skóla- kerfið, tæknibreytingar næsta aldar- fjórðunginn, efnahagshorfur fram yfir aldamót, löggjöf og stjórnarfar, fjárhag hins opinbera og myndun og miðlun fjármagns við upphaf nýrrar aldar. Auk þess kom út viðaukarit með ritinu um náttúruauðlindir, og fjallar það um veðurfarsbreytingar, sauðfjárrækt og skógrækt. Forsaga þessa máls er sú, að við áramótin 1983-1984 samþykkti ríkis- stjórnin að tillögu Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, að gerð skyldi víðtæk könnun á fram- tíðarhorfum á íslandi næsta aldar- fjórðung. Tilgangur verksins var að vekja umræður um langtímasjón- armið í þjóðmálum og auðvelda fólki, fyrirtækjum og stjórnvöldum að móta stefnu til langs tíma. í framhaldi af þessari samþykkt skipaði forsætisráðherra í apríl 1984 fjölmenna ráðgjafanefnd til þess að leggja á ráð um það, hvernig best væri að standa að þessu verki. Sjö menn úr þessari ráðgjafanefnd voru síðan skipaðir í framkvæmdanefnd til þess að standa fyrir verkinu og hafa yfirumsjón með því. Eðli málsins samkvæmt voru not- uð mjög mismunandi vinnubrögð í hinum ólíku hópum. í sumum tilfell- um var mögulegt að setja fram beinar tölulegar spár um framtíðina, eins og t.d. varðandi mannfjölda, en í öðrum er frekar reynt að greina meginstrauma. í öllum tilfellum var hins vegar, beint eða óbeint, reynt að svara þeirri spurningu hvernig íslendingum komi til með að reiða af við upphaf nýrrar aldar. Tíminn mun birta ýmsar forvitni- legar upplýsingar úr sérritum þess- um á næstu dögum. - SÓL Helga Jonsdottir adstodarmaour forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri framkvæmdanefndar. Tímamynd: Bjarní Utgáfa: FYRSTU RITINI framtíðarspA Heilbrigðisdagur WHO: Bólusetning handa hverju mannsbarni Árlegur heilbrigðisdagur AI- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) var í gær. Hann var helgaður bólusetningum Sverri Hermannssyni menntamál- aráðherra hefur borist áskorun frá 18 konum sem sóttu nýlega jafnrétt- isnámskeið Kennarasambands íslands. Þær hvetja menntamálaráðherra til að veita Valgerði Selmu Guðna- dóttur yfirkennara í Hólabrekku- skóla skólastjórastöðu við Ártúns- skóla. Vakin er athygli á því að aðeins 18% af skólastjórum við grunnskóla Reykjavíkur eru konur en á sama tíma séu konur við marga og á að minna á mikilvægi þess að gefa hverju mannsbarni kost á vörn gegn sjúkdómum sem unnt er að koma í veg fyrir. grunnskóla 70% starfandi kennara. Með því að ráða Selmu verði stigið skref til að jafna hlut kvenna á þessum vettvangi. Tveir umsækjendur eru um skóla- stjórastöðu Ártúnsskóla. Hinn um- sækjandinn er Ellert Borgar Þor- valdsson skrifstofustjóri Fræðslu- skrifstofu Reykjanesumdæmis. Konurnar vekja athygli á því að Fræðsluráð Reykjavíkur hefur met- ið Selmu jafn hæfa hinum umsækj- andanum. ABS Bólusetning er eitt skýrasta dæmið um mátt virks forvarnarstarfs í heil- brigðismálum, segir í tilkynningu frá landlæknisembættinu. Bólusetning er verndandi og því ólík lyfjum sem notuð er til að lækna sjúkdóma sem þegar hafa búið um sig. Lítill vafi leikur á því, að til þess að útrýma tilteknum sjúkdómi með öllu er bólusetning og nákvæm skráning á útbreiðslu sjúkdómsins veigamestu vopnin. Á þann hátt tókst að útrýma bólusótt úr heiminum á einungis 10 árum. Það dæmi bendir til þess, að eina raunhæfa leiðin til útrýmingar alnæmis úr heiminum verði einnig bólusetning. Virks bóluefnis gegn þeim sjúkdómi þarf þó enn að bíða í nokkur ár. f tengslum við umræðu um bólu- efni hefur Evrópudeild WHO sett sér það markmið að útrýma misling- um, mænusótt, stífkrampa í nýbur- um, barnaveiki og meðfæddum rauðum hundum úr Evrópu fyrir 1996. Vandamál í Evrópu eru þó hjóm eitt, segir í tilkynningunni, miðað við vanda þróunarlandanna. „ísland er ekki lengur einangraður útkjálki og hingað berast flestar sóttir fyrr eða síðar. Útrýming sjúk- dóma í þróunarlöndunum er fors- enda þess að þeim verði útrýmt hér og öfugt.“ þj Áskorun til menntamálaráðherra: Selma verði skólastjóri - Ártúnsskóla

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.