Tíminn - 09.04.1987, Qupperneq 14

Tíminn - 09.04.1987, Qupperneq 14
 gefrauna- VINNINGfiR! 33. leikvika - 4. apríl 1987 Vinningsröð: 1X1 - 2X1 - X21 - 12X 1. vinningur: 12 réttir, 8090 43794(4/n) kr. 342.845,- 54238(4/i 1) 218723(8/11) 2. vinningur: 11 réttir, kr. 19.591,- 13217 57791 60307+ 210595’ 223303 657195 47010 58939 127101 223294 575038 660541 51912 ’=2/11 Kærufrestur er til mánudagsins 27. apríl 1987 kl. 12.00 á hádegi. Naf nlausir seðlar úr 32 leikviku: 11 réttir, 41348 54009 57460 45776 54016 60047 48946 55393 60213* 52564’ 55397 125530 kr.415,- 126017* 128492 222535 126037 128895 126041’ 128961* 126064’ 221607* Kærufrestur er til þriðjudagsins 21. apríl 1987 kl. 12:00 á hádegi. Kærur skulu vera skrifiegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðirgeta lækkað, ef kærurverðateknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. ÍSLENSKAR GETRAUNIR íþróttamiðstöðinni vlSigtún, Reykjavík ■ --------------------------------------\ Gott fyrirtæki í Reykjavík Af sérstökum ástæðum er til sölu nýstofnað bílaþjónustufyrirtæki sem um fyrirsjáanlega framtíð verður eitt á markaðnum. Viðskiptavinir geta verið 10-20.000 atvinnubif- reiðar. Fyrirtækið er í tryggu leiguhúsnæði næstu 4 árin. Tæki og vélar ásamt „goodwill" er metin á 4.500.000.- sem greiðast má að mestu á næstu 4 árum. Fyrirtækið býður upp á gífurlega tekjumögu- leika og gæti borgað sig upp á næstu 2 árum. Vinsamlega sendið nafn og heimilisfang og símanúmer á afgreiðslu blaðsins fyrir 30. apríl merkt Bílar... STA/?yf Framhaldsaðalfundur Félag starfsfólks í veitingahúsum minnir á aðal- fundinn í fundaraðstöðu félagsins í Ingólfsstræti 5 í dag fimmtudag. 9 apríl kl. 16.00. Framhaldsaðalfundur og aðalfundur síðasta starfsárs verða samkvæmt félagslögum. Opið hús kl. 18.00 til 20.00 verður fyrir félagsmenn og gesti þar sem starfsaðstaða félagsins er til sýnis. Húsnæðið Ingólfsstræti 5 formlega tekið í notkun. Stjórnin. Rutubíll óskast til sölu Óska eftir að kaupa 20-30 manna rútubíl, upplýs- ingar um verð og ásigkomulag sendist Tímanum, auglýsingadeild merkt 2030. 14 Tíminn Fimmtudagur 9. apríl 1987 llllllllllll TÓNLIST ........ ..... .......ullllili^- ................. .................. Sakari og Sgouros Sinfóníuhljómsveit Islands Háskólabíói 26. mars 1987 Stjórnandi Petri Sakari Einleikari Dimitri Sgouros Efnisskrá: Mozart: Sinfónía nr. 40 Ravel: Gæsamamma Rachmaninov: 3. píanókonsert Tveir miklir efnismenn voru hér á fjölunum um daginn, Petri Sakari og Dimitri Sgouros. Sakari (f. 1958) er einn þeirra ungu finnsku hljómsveit- arstjóra sem víða hafa vakið athygli á síðustu árum - menn vita ekki fyllilega hvernig á þessari vakningu stendur, fremur en t.d. á gullöld Hollendinga á málaralist á sínum tíma, en þó mun hún standa í sambandi við góða tónlistarskóla og góða kennara. En Sqouros (f. 1969) er undrabarn í píanóleik og cngar stærri músíkpólitískar ályktanir hægt af honum að draga: undrabörn fæðast, og enginn fær gert við því. Sjálfum fannst mér Mózartsin- fónían bera af verkunum þetta kvöld, enda gerir hún það óumdcil- anlega: Þegar hin verkin bæði verða gleymd og grafin mun 40. sinfónía Mózarts ennþá lifa, svo fremi ein- hverjir verða á lífi til að njóta hennar. Undir glaðværu yfirbragði hennar má greina þungan trega eða örvæntingu; í miklum listaverkum takast andstæður á eða hverfa hver í aðra. Petri Sakari og Sinfóníu- hljómsveitinni tókst allvel að koma Petrí Sakari, hljómsveitarstjóri. henni til skila, betur en venja er um Mózartsinfóníurhérá landi. Sjálfum finnst mér það annars vera villa í gerð efnisskráa að byrja á Mózart: Þarna hefði Gæsamamma átt að vera á undan, því þannig verk „spilar sig sjálft" (og skiptir raunar tiltölu- lega litlu hvernig spilað er) en Móz- art alls ekki, eins og dæmin sanna. Þetta voru aukatónleikar, utan hljómleikaraðar Sinfóníunnar, en allvel sóttir. Mjög margir voru þarna, sem ekki sækja reglulegu tónleikana, og komu þeir vafalítið til að heyra og sjá Sgouros spila Rachmaninoff-konsertinn. Áæfingu mun jjað hafa komið fram, að þetta Dimitris Sgouros, píanisti. var í 51. skipti sem Sgouros spilar þennan konsert (hvað þá með aðra konserta, og maðurinn er ekki nema 17 ára?), enda varð honum ekki mikið fyrir því. Mjög gott jafnvægi og samspil var milli einleikara og hijómsveitar, en frá sjónarhóli pí- anóvina má það að þessum konsert finna, að þótt hann sé vafalaust hið mesta torf. þá fær píanistinn ekki mörg tækifæri til að skína bjart: þetta er tyrfinn rómantískur grautur allt í gegn. Nei, má biðja um meiri Mózart. Sig. St. Catulli Carmina Bæverska tónskáldið Carl Orff (1895-1982) er þekktast fyrir söng- verk sitt Carmina Burana, sem hér hefur verið flutt nokkrum sinnum við miklar undirtektir. Tónlistin í því verki er fremur einföld en mjög áhrifamikil - en þó að sumu leyti eins og ræða stjórnmálamanns sem maður veit að er innihaldslaus en kemst þó ekki hjá að hrífast af í svipinn: Orff er einmitt meistari í þeirri íþrótt að ná fram sterkum geðhrifum með einföldum meðul- um. Eftirhann liggurraunarsitthvað fleira en Carmina Burana; óperan Die Kluge mun vera alloft flutt, og söngleikurinn Catulli Carmina, sem Söngsveitin Fílharmónía flutti ásamt hljóðfæraleikurum íHáskóIabíói 15. mars undir stjórn Smára Ólasonar. Catulli Carmina var samið og frumf- lutt í Leipzig árið 1943, og skilst manni að þeim í Þriðja ríkinu hafi líkað þetta vel. Uppistaða verksins eru brímaljóð rómverska skáldsins Catullusar, samtímamanns Júlíusar Caesars, sem lagði hug á örlagakvendið Clo- diu Pulcher. Hún vermdi ból margra manna á þessuni árum en ekki ból Catullusar að marki, og olli það skáldskaparhríðinni. Catullus dó ungur, eins og Jónas Hallgrímsson, yrkjandi um „hana, sem hann harm- aði alla daga“, og það sem eftir báða liggur skáldskaparkyns er fremur lítið að vöxtum. En eins og Jónas Hallgrímsson hefur mótað ljóðvit- und Islendinga í 150 ár, þá töldust kvæði Catullusar meðal undirstöðu- verka liins latneska heims í 1500 ár. Um Catullus og Caesar, Clodiu og Cleópötru, Cicero og Pompeiu, hef- ur Thorton Wilder samið bestu sögu- legu skáldsögu þessarar aldar, The Ides of March. Catulli Carmina skiptist í þrjá þætti: forleik, leiksýningu í þremur þáttum, ogeftirleik. Meginparturinn samanstendur af ljóðum Catullusar, sem Gunnar Guðbjörnsson söng, ákaflega vel, en Elín Ósk Óskars- dóttir söng miklu minna hlutverk „Lesbíu“ (Clodiu). Forleikinn og eftirleikinn syngur kórinn, en lat- ínutextann orti Orff sjálfur, og töldu kunnátumenn í hópi áheyrenda að Orff hafi verið dauft latínuskáld. Hljóðfæraskipan er óvenjuleg, fjórir flyglar og tólf slagverk, leikið af átta slagverksleikurum. Tónleikaskráin var vönduð mjög, með lærðri ritgerð í upphafi um tónskáldið og verk hans eftir stjórn- andann Smára Ölason, en síðan fylgir textinn allur á latínu og ís- lensku, í þýðingu Smára og Kristjáns Árnasonar, og hafði Kristján frum- þýtt sex ljóð fyrir þessa sýningu. Catulli Carmina var skemmtilegt að heyra meðan það varði, sem var þó alltof stutt, einar 40 mínútur. Héldu sumir að nú væri komið hlé þegar verkið var búið og allir gengu út. Sem vonlegt var þótti mörgum úthverfamanninum, sem barist hafði vestur í Háskólabíó gegnum umferð- ina eins og hún er orðin í Reykjavík eftir tollalækkunina, sem hann hefði fengið litla uppskeru erfiðis síns. Bjó sumum gremja í hjarta þarsem þeir byggðu upp adreanalínið í blóð- inu fyrir heimferðina. Það var semsagt gaman að kynnast þessu verki, sem að mörgu leyti var vel staðið að. Frá sönglegu sjónar- miði hefði kórinn mátt sýna á sér fleiri hliðar og meiri átök, bæði í veiku og sterku, en almennt stendur verkið tæplega undir konsertupp- færslu, a.m.k. eitt sér. Væri sannar- lega ástæða til að leggja ögn meira í flutninginn, sem þá mundi lengjast hæfilega og verða úr sú söngleikræna sýning sem þeim í Leipzig líkaði svona vel árið 1943. Sig. St. LESENDUR SKRIFA Fyrirspurn útaf skrif- um um Albertsmálið í 75. tbl. Tímans 31. mars s.l. skrifar O.Ó. aðstoðarritstjóri um Albertsmálið og túlkar aðalatriðin í málinu með eftirgreindum orðum: Albert Guðmundsson „er hrakinn úr embætti og flokki fyrir vafasama 'meðferð einkafjármuna á sama tíma og hann gegndi embætti fjármála- ráðherra". Hvað er hér átt við með orðunum „vafasama meðferð einkafjár- muna“.Er hér t.d. átt við eftirgreind atriði?: I. Að taka , sem ráðherra, endur- greiddan afslátt frá opinberri stofn- un (Áfengis- og tóbaksv.) og stinga peningu’num í eigin vasa. 2. Að taka tvisvar endurgreiðslu fyrir sama ferðakostnaðarreikning- inn. Aðra beint úrríkissjóði, en hina frá opinberum banka vegna fyrirtæk- is, sem hann segist sjálfur vita að hafi ekki átt fyrir skuldum, og því augljóst að upphæðin myndi síðar greiðast úr ríkissjóði. 3. Að veita sjálfum sér undanþágu frá gildandi reglum um innheimtuað- ferðir skatta og vísa greiðsluskyld- unni til síns einkafyrirtækis, sem hann hafi þó ekki komið nærri í 13 ár, enda sé fyrirtækið rekið af syni sínum, sem að vísu sé gleyminn en þó muna eftir að greiða skattreikn- ing sinn. Ég spyr. Falla þessi þrjú atriði undir „vafasama meðferð á einka- fjármunum? Þessi 3 atriði hafa kom- ið fram í fjölmiðlum án bess að þeim hafi verið mótmælt. Á máske að sökkva þessum atriðum í skattsvika- þáttinn í umræddu máli, en sá þáttur hefir þá sérstöðu, að vera venjulega endanlega afgreiddur af skattstofu með leiðréttingu og skattsekt. Mið- að við spurningu 1 og 2 hér að framan mætti kannski spyrja. Hvað er þjófnaður? Yæntanlegur kjósandi Framsóknarflokksins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.