Tíminn - 07.05.1987, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. maí 1987
Tíminn 9
Ræöa Þrastar Ólafssonar flutt á Lækjartorgi 1. maí
Án f élagslegs réttlætis þrífst
ekkert skipulegt, siðað mannlíf
Reykvísk alþýða!
Góðir fundarmenn!
Hátíðisdagur verkalýðsins er nú
á þessum hrímkalda vordegi hald-
inn í skugga mikillar pólitískrar og
efnahagslegrar óvissu. Sú óvissa
getur orðið að allsherjar upplausn
og leitt tii kjaraátaka fyrr en síðar.
Forystumenn launþegasamtak-
anna verða á næstu vikum að
spyrja sig ýmissa áleitinna spurn-
inga og endurskoða fyrri stefnu-
mótun .
Atvinnurekendum verður að koma
í skilning um það að óbreytt ástand
í kjaramálum verður ekki liðið
lengur. Og ríkisstjórn sem ekki
tekur þátt í að leiðrétta kjör lág-
launa fólks - mun ekki sitja á
sátts höfði.
í hartnær 70 ár hefur þessi þjóð
gert tilraun til að halda hér uppi
sjálfstæðu þjóðríki og vandi þess
er mikill. Verðbólga undanfarinna
áratuga hefur skert ltfskjör okkar
og markað dýpri spor í atvinnulíf
og menningu en flestan grunar.
Verkafólk þessa lands hefur þurft
að taka á sig miklar fórnir - en
vegna ístöðuleysis ábyrgðarlausra
stjórnmálamanna, virðast þær
fórnir nú orðnar léttvægar. Því
stöndum við nú á miklum tímamót-
um þar sem nýrra ákvarðana er
þörf.
En hvað hefur verið að gerast?
Hér býr vinnusöm og afburða dug-
niikil þjóð, sem vinnur lengri
vinnudag en aðrar þjóðir og hér er
atvinnuþátttaka kvenna meiri en
annars staðar.
Auðlindir landsins eru gjöfular
og framleiðsla á mann er til jafns
við það sem best gerist meðal
ríkustu þjóða heims.
Samt sem áður eru almenn lífs-
kjör hér léleg, vinnuþrælkun hefur
verið innleidd á ný opg við virð-
umst ekki hafa efni á því, að veita
börnum okkar sómasamlegt upp-
eldi.
Hvað hefur farið úrskeiðis? Er
misskipting auðs og tekna hér
meiri en annars staðar? Eða er
þetta kannski vegna þess að póli-
tísk ítök verkafólks eru þverrandi?
Eða vanmætti verkalýðsforystunn-
ar um að kenna?
Sitt hvað af þessu á við rök að
styðjast, en veigamesta skýringin
er þó sú, að hið pólitíska efnahags-
kerfí iandsins hefur brugðist og
það kemur í veg fyrir raunhæfar,
varanlegar kjarabætur til almenn-
ings. Langvarandi mistök í stjórn
efnahagsmála með taumlausu
óarðbæru fjárfestingaræði og óða-
verðbólgu gerðu að engu mikla
framleiðslu verkafólks til sjós og
lands. Sjóðir tæmdust og stofnað
var til umfangsmikilla erlendra
skulda. Vegna þessara afdrifaríku
mistaka erum við ekki að skipta
þjóðarkökunni margfrægu í vinnu-
deilum. Við erum að takast á um
afganginn af henni - fyrst þarf að
strita fyrir óráðssíu liðinna ára
áður en tekist er á við atvinnurek-
endur um kaup og kjör. Þess vegna
er stærsti „arðræningi“ verkafólks
óhagkvæmt og skipulagslaust efna-
hagskerfi. Það rænir verkafólk af-
rakstri vinnu sinnar - og kemur í
veg fyrir að atvinnurekendur borgi
mannsæmandi laun.
Og hverjir hafa skapað þetta
kerfi? Eru það þið sem hér eruð
samankomin? Er það fólkið í
frystihúsunum um land allt - nei og
aftur nei.
Það eru óábyrgir stjórnmála-
menn og sérhagsmunaaðilarnir í
landinu sem hafa alið af sér þetta
hripleka og gatslitna efnahags-
kerfi. Því verður að breyta.
Það var m.a. þessi skelfilega
Launþegar standa undir fánum samtaka sinna á Lækjartorgi.
samfélagslega ábyrgð. Samkennd
og mannúð hverfa. Eftir stendur
grimmd samkeppnisþjóðfélagsins
sem hefur vald hins sterka að
siðalögmáli. Hver hugsar þá um
vorn minnsta bróður? Hér steðjar
að samtökum launafólks mikil
hætta.
Verkalýðshreyfingin verður að
svara þeirri spurningu, hvort hún
vill sameiginlega semja um launa-
jöfnuð eða aðlaga sig markaðs-
launum. Launajöfnun gerist ekki
nema allir séu í verki sammála því,
að þeir fátækustu fái mest. Ef
hækkun lægstu launa leiðir til sömu
hækkunar allra annarra sem hafa
mun hærri laun þá mistekst tilraun-
in. Réttlæti er nefnilega óhugsandi
án jöfnuðar og án félagslegs rétt-
lætis þrífst ekkert skipulegt, siðað
mannlíf. Við verðum að koma í
veg fyrir að þetta þjóðfélag verði
endanlega tillitslausri hagsmuna-
græðgi að bráð, þar sem ekkert er
æðra en völd og gróði einstaklinga
og fyrirtækja.
Verkalýðshreyfingunni og
launafólki öllu er það tilfinnanleg
þörf að mynda pólitíska samstöðu,
til að brjóta upp efnislega sóun og
hagsmunalega einokun, hindra
misbeitingu valds og leggja grunn
að stöðugu, réttlátu og mennsku
þjóðfélagi.
Verkalýðshreyfingin getur ekki
starfað öðruvísi en að ganga út frá
þörfum, hagsmunum og getu heild-
arinnar. Kjarabarátta okkar verð-
ur skammvinn ef ekki fylgir leið-
beining um mótun þess þjóðfélags
sem alls staðar umlykur okkur.
Efnahagskerfið verður að stokka
upp og gera það hæft til að greiða'
öílum há laun.
Þá verðum við einnig - og það er
knýjandi - að ná innbyrðis sam-
stöðu um grundvallaratriði kjara-
baráttunnar. Launþegasamtökin
geta ekki rekið tvær eða þrjár
launastefnur í landinu. Árekstrar
okkur innbyrðis bera á sér feigð.
Ný samræntd og kröfumeiri launa-
stefna sem í senn er skilyrt stöðug-
leika í efnaghagsliTi og hærri kaup-
máttarviðmiðun verður að sjá
dagsins ljós fljótlega. Fastlauna-
samingum verður að hraða. Finna
verður sátt í lífeyrissjóðadeilunni
og samtök launafólks verða að
gera alvöru úr því að ná samkomu-
lagi unt grundvallarkröfugerð á
hendur þjóðfélaginu.
En aðalatriðið er að bæta kjör
þeirra karla og kvenna sem erfiðust
störfin vinna en minnst bera úr
býtum. Ef okkur mistekst það, þá
erum við ekki vanda okkar vaxin.
Sennilega er málum komið þannig
nú að semja þurfi um afkomutrygg-
ingu láglaunafólks og lífeyrisþega
sem hefur sjálfvirka tengingu við
hækkun hærri launa.
Á næstu vikum verður mynduð
ný ríkisstjórn í landinu. Væntan-
legir ríkisstjórnaraðilar ættu að
leggja sér þetta vel á minnið:
Verkalýðshreyfíngin mun enga
ríkisstjórn styðja sem ekki gengur
í það með oddi og egg að jafna og
bæta lífskjörin, stytta vinnudaginn
og gera barnafjölskyldum kleyft að
lifa sómasamlegu lífí.
Ný ríkisstjórn skal líka vita það,
að við viljum ekki gera landið
okkar enn frekar að eldfimu víg-
hreiðri, sem sprengt verður í tætl-
ur um leið og fyrsti neistinn hrekk-
,ur úr vopnaglóð risaveldanna.
Þetta er sagt vegna þess að við
höfum meiri skyldum að gegna við
börnin okkar en við hernaðar-
bandalög.
Ný kjarasátt verður ekki gerð
nema hún sé skilyrt á bak og fyrir
- það verður snúist harkalega gegn
öllum tilraunum til að skerða lífs-
kjörin. í þetta sinn munurn við
ekki ferja neinn kóngsins mann
yfir Skerjafjörð.
Ég óska ykkur öllum gleðilegrar
hátíðar.
Þröstur Ólafsson
Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, flytur ræðu sína á
Lækjartorgi á hátíðisdegi verkalýðsins. Tímamynd: Pjetur
staðreynd sem leiddi okkur til
febrúarsamninganna 1986, sem á
sinn hátt mörkuðu mikil þáttaskil,
jafnvel þótt deila megi um fjölmörg
atriði þeirra. Þjóðarsáttin
svokallaða sem aldrei var þó nema
skammtíma kjarasátt, var fyrir-
fram dauðadæmd nema öll samtök
launafólks tækju þátt í henni og að
ríkisstjórnin stæði við gefnar for-
sendur. Hvorugt gerðist.
Ef til vill, erum við þessar vik-
urnar að uppgötva tilgangsleysi
allra alvarlegra tilrauna til að gera
þetta þjóðfélag þolanlegra. Þá til-
raun gerðum við vissulega í febrúar
1986. Knúðar voru fram byltingar-
kenndar úrbætur í húsnæðismál-
um, lagfæring gerð á lífeyrissjóða-
kerfinu og reynt að knýja ríkis-
stjórnina til undanhalds þegar
ránsklær hennar eyddu kaupmátt
og skertu lífskjörin í landinu. Án
atbeina verkalýðshreyfingarinnar
væri hér nú bullandi verðbólga -
og það getur hver og einn réttsýnn
maður spurt sig hvar við stæðum
kjaralega þá. Hvað hefði þá orðið
um „góðærið", því sannarlega hafa
kjörin batnað, þótt enn vanti mikið
á að þau séu góð. Þessu megum við
ekki gleyma þegar niðurstöður eru
metnar. Frá upphafi hefur stærsta
og veigamesta krafa verkalýðs-
hreyfingarinnar verið að byggja
réttlátt þjóðfélag þar sem vinnan
er metin að verðleikum. Okkur
finnst það rangsnúið gildismat þeg-
ar það gefur bullandi tekjur að
versla með klámmyndir og víde-
óspólur, meðan fiskvinnslukonan,
fóstran eða sóknarkonan er ekki
hálfdrættingur í tekjum. Sagt er að
markaðurinn skapi launahlutföllin.
Sé það satt, þá ber að breyta því.
Ranglæti markaðsþjóðfélagsins
má hins vegar ekki snúa uppá
andstætt kyn. Það færirokkurekki
fram á veginn. Þeir tímar sem við
lifum á einkennast mjög af tillits-
leysi og hörku einstaklingsins til að
olnboga sig í gegnum þjóðfélagið.
Áróðurinn beinist að því að sverta
alla samhjálp og samvinnu og telja
félagshyggju leiða til miðstýringar
og sóunar. Þessi markvissi áróður
leiðir smámsaman til vantrúar fólks
á félagslegar röksemdir og veikir