Tíminn - 07.05.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.05.1987, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. maí 1987 llllllliillilllllllllll Handknattleikur: Kemur Atli ekki? - Enn óráðið hvort hann leikur með Fram næsta vetur Atli Hilmarsson í leik með landsliðinu. Svo getur farið að Atli Hilmars- son leiki áfram handknattleik í V-Þýskalandi næsta vetur. Til stóð að Atli léki með Fram á næsta keppnistímabili en hann sagði í samtali við Tímann í gær að það væri enn alls óráðið. Atli setti það skilyrði fyrir að hann kæmi í Fram að fenginn yrði góður þjálfari og einnig einn til tveir góðir leikmenn. Þjálfarinn er kominn, Björgvin Björgvinsson og sagðist Atii í gær vera mjög ánægð- ur með hann „en þeir hafa ekki sýnt fram á að það sé kominn einhver leikmaður og ég ætla að bíða og sjá hvort þeir geta ekki sýnt fram á það fyrst. Annars verð ég héma áfram“ sagði Atli og bætti því við að ekki kæmi til greina að hann kæmi til íslands til að fara að spila í fallbaráttu. Atli sagði rétt vera að hann hefði verið búinn að lofa Frömumm að leika með liðinu næsta vetur „en þeir voro líka búnir að lofa að fá fleiri leikmenn. Ég ákveð ekki neitt fyrr en þeir sína framá að þeir standi við sitt, það er þá bara loforð á móti loforði,“ sagði Atli. Atli Ieikur með Leverkusen sem er í 2. deild þýska handboltans. Liðinu hefur gengið mjög vel síðari hluta keppnistímabilsins og á nú möguleika á að komast upp í úrvalsdeildina. Kom fram í máli Atla í gær að forráðamenn liðsins hefu mikinn áhuga á að hann léki með því áfram. Leiknismenn í Búlgaríu Leikmenn 3. deildarliðsins Leikn- is í knattspyrnu voru fyrir skömmu á ferð í Búlgaríu í æfingaferð. Al- gengt er að knattspyrnulið fari til útlanda í æfingaferðir en Búlgaría er kannski ekki venjulegasti áfanga- staðurinn. Eggert Jóhannesson þjálfari Leiknis sagði leikmenn hafa haft áhuga á að fara eitthvað annað en venjulegt getur talist og þar sem ferðin hefði ekki reynst svo dýr hefðu þeir slegið til. Sagði Eggert liðsmönnum hafa líkað dvölin í Búlgaríu vel þó tveir þeirra hefðu átt í vandræðum með að venjast Iofts- laginu. Veðrið hefði verið gott og ferðin vel heppnuð. Leiknismenn léku tvo æfingaleiki f ferðinni. Sá fyrri var gegn utan- deildaliði sem er á leið inn í deilda- keppnina. Vannst sigur í mjög svo köflóttum leik, 5-4. Seinni leikurinn var á móti liði í 2. deild og sigruðu Leiknismenn einnig í honum, 2-1 eftir að hafa verið 0-1 undir á hálfleik. *ir* mp NBA Úrslit leikja ■ undanúrslitum deildanna í bandaríska NBA körfuboltanum á þriðjudags- kvöld: Austurströndin: Boston-Milwaukee 111-98 (Boston leiðir 1-0) Atlanta-Detroit (Jafnt 1-1) Vesturströndin: 115-102 Seattle-Houston . 99-97 (Seattle leiðir 1-0) LA Lakers-Golden State . 125-116 (Lakers leiða 1-0) Þau lið sem fyrr sigra í leikjum komast áfram. fjórum Leiknismenn í Búlgaríu (a.o.) og úr öðram kappleik þeirra (t.v.) Tímamyndir G.E. Tíminn 11 Handknattleikur á ÓL: Ameríka í fyrsta leik - Sovétmenn í þeim síðasta íslenska handknattleiksliðið mæt- ir liði frá Ameríku í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Handknattleikskeppnin hefst 20. september og verður leikið annan hvern dag. Afríkuþjóð verður næst á vegi íslenska liðsins, þá Svíþjóð, Júgóslavía og loks Sovétríkin. 30. september verður leikið til úrslita um 5-11. sæti en 1. október um 1.-3. sæti. íslenska liðið þarf að lenda í 3. sæti í sínum riðli til að halda sæti sfnu sem A-þjóð, keppa um 5.-6. sætið lendi þeir í 3. sæti í sínum riðli. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að 7. sætið dugi til að komast á A- heimsmeistaramótið, lendi Tékkar sem verða gestgjafar 1990 í einu af 6 efstu sætunum. fslendingar höfnuðu í 6. sæti á síðustu Ólympíuleikum. Ekki ræðst fyrr en undir haust hvaða lið verða fulltrúar Afríku og Ameríku. Molar MARK HATTELEY sem lék með enska knattspyrnulandsliðinu í Heimsmeistarakeppninni hefur ák- veðið að hætta að leika knattspyrnu á ftalíu. Hann hefur verið þar á þriggja ára samningi hjá Milano. Hateley sem er 25 ára gamall hefur verið í sambandi við Bayern Munc- hen og Glasgow Rangers en ákveður um miðjan mánuðinn hvert hann fer. KARL-HEINZ RUMMEN- IGGE fer að öilum líkindum í uppskurð í næstu viku. Rummenigge sem leikur með Inter Milano á Ítalíu er meiddur á hásin og er líklegt að hann verði að leggja knattspyrnuna á hilluna í þrjá mánuði eða svo. FYRIRLIÐI TÉKKNESKA knattspyrnulandsliðsins, Jan Fiala, hefur gert tveggja ára samning við franska 1. deildarliðið Le Havre. Fiala sem er 29 ára gamall varnar- maður á að baki 55 landsleiki. La- dislav Vizek félagi Fiala í tékkneska landsliðinu hefur verið hjá Le Harve undanfarið ár. PSV EINDHOVEN og AZ ’67 Alkmaar gerðu í fyrrakvöld marka- laust jafntefli í 1. deild hollensku knattspyrnunnar. PSV missti þar með niður forskot sitt á toppi deild- arinnar, eru nú samhliða Ajax með 49 stig. Feyenoord er í 3. sæti með 36 stig. Gautaborg vann fyrri Gautaborg sigraði í fyrri úr- slitaleiknum í Evrópukcppni fé- lagsliða (UEFA-cup) í Gaut- aborg í gærkvöldi. Gautaborgar- liðið gerði eitt mark en Dundee United ekkert. Það var Stefan Petterson sem skoraði markið á 39. mín. Liðin leika að nýju í Skotlandi 20. maí. Allar stæröir og geröir I L»l.r-).l»l I SöiLaolla oJ)fe(n)©*®iro <St Vesturgötu 16, sími 13280 STUTTG ART sigraði Blau-Weiss Berlin með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Berlín í úrvals- deild v-þýsku knattspyrnunnar í fyrrakvöld. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Alla miðvikudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki/Turku: „Tim S“............ 8/5 Hvassafell......... 10/5 Gloucester: Jökulfell.......... 12/5 Jökulfell.......... 12/6 New York: Jökulfell........ Jökulfell........ Portsmouth: Jökulfell........ Jökulfell........ 11/5 11/6 11/5 11/6 SK/PADEILD ^&kSAMBANDS/HS LINDARGATA 9A PÓ^TH.1480 • 121 REYKJAVlK SlMI 28200 TELEX 2101 TÁKN TRAUSTRA fujtninga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.