Tíminn - 07.05.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 7. maí 1987
Fiskvinnslustöðvar fá óvæntar heimsóknir frá sjávarútvegsráðuneytinu:
Veiðast þorskar
á þurru landi?
- Kannað hvort þorskframleiðsla fiskvinnslustöðva stemmir við landaðan afla
Menn frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu hafa að undanförnu bankað
óvænt upp á hjá fiskvinnslufyrirtækj-
um sunnan og vestanlands og beðið
um að fá að kíkja í bókhaldið. Leitin
beinist m.a. að því hvort um ótrúlega
„góða nýtingu" á þorski geti verið að
ræða. Meiningin er að kanna hvort
þrálátur orðrómur um að fiski sé
stolið undan kvóta og að þorski sé
gjarnt að breytast í „gula ýsu“ eða
kannski steinbít við löndun, sé á
rökum reistur.
„Við teljum að það sé ástæða til
að hafa aðhald að þessu öllu - það
er ekki nokkur vafi,“ sagði Þórður
Eyþórsson, deildarstjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu spurður hvort
menn þar hafi ákveðinn grun um að
framangreindur orðrómur kunni að
vera á rökum reistur.
„Við viljum með þessu leita nýrra
leiða til að styrkja og auka eftirlit
með kerfinu okkar." Þórður sagði
þann kost hafa verið valinn að
athuga einstakar fiskvinnslustöðvar
og þau skip sem leggja upp hjá þeim.
Þegar sé búið að kanna nokkur hús
og verið sé að vinna úr þeim
gögnum. Áfram verði svo haldið
með fleiri stöðvar, en fyrirtæki og
útgerðarmenn megi að sjálfsögðu
ekki vita fyrirfram hvenær verði
bankað upp á hjá þeim.
Athugunin felst í því að kanna
hvað þau framleiða mikið af fiskaf-
urðum, hvernig sú framleiðsla skipt-
ist eftir fisktegundum, vinnslu og
pakkningum og reikna út hvað mikið
af fiski upp úr sjó hefur þurft til
þeirrar framleiðslu. Það er síðan
borið saman við tölur Fiskifélagsins
um afla skipa sem landað hafa hjá
viðkomandi fiskvinnsluhúsi. Þórður
sagði ekki tímabært að segja frá
neinum niðurstöðum að svo komnu
máli. Frá sumum þessara fyrirtækja
hafi verið óskað frekari skýringa á
misræmi sem komið hafi fram í
tölum og verka kunni að á því finnist
skýringar, því þetta geti verið flókin
dæmi. Nýting sé t.d. misjöfn milli
vinnslugreina, pakkninga og húsa,
þannig að þetta verði aldrei reiknað
upp á kíló. Þá sé að finna út hvað
miklu geti skeikað áður en það sé
saknæmt og síðan í framhaldi af því
kæmi þá spurningin hvaða viðurlög-
um þá kunni að vera beitt. Slíkt sé
ekki tímabært að ræða að svo komnu
máli.
„Menn hafa yfirleitt tekið okkur
mjög vel“, sagði Þórður spurður um
móttökurnar þar sem þeir hafa bank-
að upp á til þessa.
-HEI
Krían komin
í hólmann
„Krían kemur í hólmann 11. maí.“
Þetta er setning sem margir kannast
við úr stafsetningaræfingum sem
lagðar voru fyrir gagnfræðaskóla-
nemendur hér áður fyrr.
Krían er þó nokkru fyrr á ferðinni
en venjulega og í gær var hún komin
í hólmann í Tjörninni í Reykjavík og
sveimaði þar yfir tíguleg að vanda.
Myndin var tekin við Tjörnina í gær.
Tímamynd Pjetur
Nemenda-
tónleikar á
Hólmavík
Nú um mánaðamótin lauk þriðja
starfsári tónskóla Hólmavíkur- og
Kirkjubólshreppa með nemenda-
tónleikum í Hólmavíkurkirkju.
Nemendur í tónskólanum voru
um 40 á liðnum vetri, en það er
svipaður fjöldi og árið áður. Við
skólann er starfræktur forskóli og
barnakór auk hefðbundinnar
kennslu á hljóðfæri. Barnakórinn
tók þátt í landsmóti barnakóra undir
Eyjafjöllum seinni part vetrar, og
ber það nokkurn vott um uppgang
tónskólans.
Á nemendatónleikunum léku
nemendur á píanó, orgel, gítar,
blokkflautur o.fl. auk þess sem
barnakórinn flutti nokkur lög.
Skólastjóri tónskóla Hólmavíkur-
og Kirkjubólshreppa er Anna María
Guðmundsdóttir.
Frá nemendatónlcikum í Hólmavík-
urkirkju. Tímamynd: Stefán Gíslason.
Kynferðis-
leg áreitni
eða árás
Nýlega var gefinn út bæklingur
á vegum Barnarverndarráðs,
Barnahóps Samtaka um kvenna-
athvarf og Menntamálaráðuneyt-
is. Bæklingnum er ætlað að svara
helstu spurningum sem vakna hjá
foreldrum um kynferðislega á-
reitni eða árás, til dæmis hverjir
leita á börn, hvernig bregst barn-
ið við, hvað á að segja við barnið,
ásamt ýmsum öðrum spurning-
um.
Bæklingnum verður í fyrstu
aðallega dreift til barnaverndar-
nefnda og ýmissa opinberra
starfsmanna, sem afskipti hafa af
börnum. Vonast er til að dreifing
nái síðar til foreldra skólabarna.
Þeir sem hafa áhuga á að fá
bækling geta snúið sér til Barna-
verndarráðs, Laugavegi 36 eða
Samtaka um kvennaathvarf,
Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3.
- Starfskynning/AÞ,ÖS,KH
Hótel Saga alþjóðlegt svæði vegna Nató-fundar?
Misskilningur
hjá sjónvarpi
-segir Hjálmar Hannesson hjá utanríkisráðuneytinu
„Þetta er bara einhver misskiln-
ingur, sem ég veit ekki hvaðan er
kominn. Ég hef ekki heyrt neitt um
þetta fyrr en Ólína Þorvarðardóttir
kom með þetta í sjónvarpinu, þetta
var mjög einkennileg frétt,“ sagði
Hjálmar Hannesson í utanríkisráðu-
neytinu, er Tíminn bar undir hann
frétt ríkissjónvarpsins að lýsa ætti
Hótel Sögu alþjóðlegt svæði á með-
an á fundi Nato-manna stendur í
júní næstkomandi. Hjálmar hefur á
sinni hendi yfirumsjón með öllum
undirbúningi að fundinum.
Sagði Hjálmar að auðvitað yrðu
þarna einhverjar öryggisráðstafanir,
en þær væru undir stjórn og á ábyrgð
íslensku lögreglunnar í náinni sam-
vinnu við utanríkisráðuneytið.
Hjálmar sagði að það væri rétt að
það yrðu viss svæði sem almenningi
yrðLekki hleypt inn á meðan á fundi
stæði og ætti það fyrst og fremst við
fundarstaðinn sjálfan, Hótel Sögu.
En það væri alls ekki það sama og
lýsa svæðið alþjóðlegt. -phh
KrvKl tvtt" ■
pRtWj'B
jjt. lO.OÖí
Bjor^Ul Guðmundssyni >
R*«narí Kjaria««»>T.t ?
Páll Pi-afja Kriat ,
H.TtR.t M*ý>i:ÚK»yrt .
t fyrtr brM # »iivjczit
ioituft un blutaféuttf '>* T
Tímamynd Pjelur
Mál Hafskipsmanna
dómfest í sakadómi
Mál fyrrum yfirmanna Hafskips,
þeirra Ragnars Kjartanssonar,
Björgólfs Guðmundssonar, Páls
Braga Kristjónssonar og Helga
Magnússonar var tekið til dómfest-
ingar í sakadómi Reykjavíkur í gær.
Enginn sakborninga mætti fyrir
dómarann, Harald Henrysson, saka-
dómara heldur voru lögmenn á-
kærðra mættir.
Mál fyrrum bankastjóra Útvegs-
bankans verður síðan dómsfest 15
þessa mánaðar.