Tíminn - 24.05.1987, Síða 8

Tíminn - 24.05.1987, Síða 8
8 Tíminn Sunnudagur 24. maí 1987 Álit sovésks jarðfræðings: Rockallsvæðið á enga framtíð fyrir sér Eftir því sem tækni við leit og vinnslu málma á hafsbotni fleyg- ir fram verða sum svæði hans þrætuepli í miliiríkjadeilum, má sem dæmi nefna harðar deilur nokkurra ríkja í sambandi við olíu- og gasvinnslu á landgrunni Norðursjávar. Nú er annað „heitt“ svæði í Norður-Atlants- hafi æ meira í sviðsljósinu. Sá staður sem hér um ræðir er hafsvæðið vestur af klettinum Rockall, þar sem hagsmunir fjögurra Evrópulanda - Bretlands, Danmerkur, írlands og að nokkru leyti íslands - rekast á. Þessi deila fer langt út fyrir mörk hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem Rockallsvæðið fellur ekki einu sinni að hluta til innan 200 mílna efnahagslögsögu þessara landa. Auk þess viðurkenna ekki sem kunnugt er Bandaríkin og fleiri ríki, þar á meðal Bretland, samnmgmn og opinberir full- trúar þeirra hafa neitað að undirrita hann. Ljóst er að deiluaðilar hafa ekki áhuga á hafsvæðinu sem slíku. Rockall-hafsbotnssvæðið vekur vonir vegna þess mögu- leika, að hugsanlega finnist þar á sjávarbotni verulegur forði steinefna, fyrst og fremst olíulindir. En eru þetta réttmætar vonir? Fréttamaður APN, Igor Mo- nitsjev, bað Mikhaíl Akhme- tjev, D. Sc. (í jarðfræði og bergfræði), yfirmann rannsókn- arstofu Jarðfræðistofnunar Vís- indaakademíu Sovétríkjanna, sem er einn helsti sérfræðingur Sovétríkjanna á því sviði er varðar gerð hafsbotnsins, um- sagnar um þetta atriði. Hann hefur stundað rannsóknir á Norður-Atlantshafi í mörg ár og tekið þátt í mörgum leiðöngrum sovéskra rannsóknarskipa á þessum slóðum. „Ég vil segja það hreint út, að persónulega tel ég það meira en vafasamt, að olía eða gas finnist á hafsbotni á Rockallsvæðinu. Við hafjarðfræðingar þekkjum vel þau merki, sem geta bent til þess, að möguleikar séu á því að olíulindir finnist á einhverju svæði. Á Rockallsvæðinu finnast engin slík merki. Til þess að útskýra skoðun mína vil ég taka sem dæmi landgrunn Norðursjávar og norðanverða strandlengju Noregs, þ.e. þau svæði hafs- botnsins þar sem mikil vinnsla olíu og gass hefur farið fram í langan tíma með hjálp nútíma borpalla. Á miðlífsöld, þ.e. fyrir um það bil 60 til 200 milljónum ára, var þetta ein víðáttumikil hafdæld. Frá jarðfræðilegu sjón- armiði hlýtur jarðskorpa hennar að teljast „ung“. Auk þess er hún hulin verulegum setlögum, sem sums staðar eru 1000 metra þykk, sem er nauðsynlegt, en ekki alltaf nægilegt skilyrði þess, að olíulindir séu til staðar. í fyrsta lagi er undirstaða Rockall- hásléttunnar útskiki miklu eldra bergs, og í öðru lagi er þykkt setlaganna þar óveruleg. Með írska trogið svokallaða, sem gengur austur úr Rockall- hásléttunoi, er þessu nokkru öðru vísi farið. Það er ásamt Norðursjó og landgrunni Noregs meðal greina landgrunns mið- lífsaldarhafdældarinnar. Sama á við um Shetlandseyja-Færeyja- hrygginn. Olíulinda á því svæði má vænta með mikilli vissu vegna líkingar jarðsögu þess og nútíma gerðar við sjávarbotn þar sem tilvist olíu- og gaslinda hefur þegar sannast. En svo við víkjum aftur að Rockallháslétt- unni, þá get ég aðeins sagt, að hægt sé að binda vonir við austurhlíðar hennar, sem liggja að írska troginu. Ég held einnig, jafnvel þótt hafsbotninn innan 200 mílna efnahagslögsögu íslands sé mjög lítið rannsakaður, að þess sé varla að vænta, að þar finnist olíu- eða gaslindir. Þannig held ég, að Íslands-Færeyjahryggur- inn, sem myndaður er úr basalti, eigi sér enga framtíð sem olíu- lindasvæði, þótt mögulegt sé, að þar kunni að finnast súlfíð. Horfurnar varðandi svæðið þar sem landgrunn íslands og Græn- lands mætist eru eitthvað betri, þótt jarðskorpa sjávarbotnsins sé þar einnig ung og sé enn í mótun.“ . TVÖ . SIMANUMER: Samband frá skiptiborði virka daga frá kl. 8:30-16:30 við: Aðalskrifstofu, Faxaskála, Miðskála, Borgarskála, Landrekstrardeild og Gámadeild. Eimskip, Sundahöfn. Samband frá skiptiborði virka daga frá kl. 8-17 við: Vöruafgreiðslu í Sundahöfn og Viðhaldsdeild. Flutningurerokkarfag íW““I EIMSKIP E2 ■ ■ PLASTPOKKUN Betii vörumeðíerð í vörumóttöku okkar í Reykjavík er öllum viðkvæmum vörum á brettum pakkað í plast. Þess vegna geturðu óhræddur sent nánast hvað sem er með flutningaskipunum okkar. Kynntu þér nýja tækni í bættri vörumeðferð. 83I8CISSK1P NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúslnu v/Tryggvagöfu, S 28822 .

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.