Tíminn - 27.05.1987, Page 20

Tíminn - 27.05.1987, Page 20
„Svo uppsker hver sem sáir“ Gullbók og Metbók rísa báðar undir nafni bCnaðarmnkinn TRAUSIUR BANKI 1917 /\J 1987 ÁRA Tímiim Hamborgarhvalurinn: Hvalkjötið endur- sent til íslands - Utanríkisráðherra mun gera athugasemd um framgang málsins og leita skýringa Lausn er komin á þeirri deilu sem spunnist hefur um hvað beri að gera við íslenska hvalkjötið sem kyrrsett var í Hamborg fyrir um tveimur mánuðum. Kjötinu var í gærmorgun skipað um borð í leiguskip frá Eim- skipafélaginu sem nú er á leið til íslands með farminn. Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra sagði í samtali við Tímann í gær að hann liti svo á að það sem réði úrslitum í þessu máli hafi verið afskipti utan- ríkisráðuneytisins og sendiráðsins í Bonn. „Ég vek athygli á því að það var vestur-þýska utanríkisráðuneyt- ið sem gekk í þetta mál að minni beiðni, og ég tel að það hafi ráðið úrslitum," sagði utanríkisráðherra. Matthías sagði að það hafi ekki endanlega verið ljóst fyrr en seint á mánudag að þessi lausn fengist. Hins vegar hafi upplýsingar um að hugsanlegt væri að leysa málið með þessum hætti borist til íslands á föstudag og þá hafi verið haft sam- band við Hval hf. og fyrirtækið látið sækja um undanþágu frá þeini regl- um sem settar voru um áramót í Þýskalandi og var undanþága veitt sem heimilaði að gámarnir væru teknir aftur um borð í skip frá því skipafélagi sem kom með þá til “fríhafnarinnar" í Hamborg og flytti þá aftur til íslands. Engar skýringar hafa komið á því hvers vegna nauð- synlcgt var að flytja kjötið aftur til íslands í stað þess að það héldi áfram til Japans, né virðist hafa verið boðið upp á að málið leystist með öðrum hætti en að Eimskipafé- lagið flytti kjötið og þá hcim aftur. „Við gerum athugasemd um fram- gang þessa máls og leitum skýringa. Það sem þarna er um að ræða er að gerðar eru ákveðnar breytingar og skjöl frá íslandi eru véfengd og fríhöfnin í Hamborg er ekki sú hin sama hér eftir sem hingað til,“ sagði Matthías Á. Mathiesen. Aðspurður um hvenær þeirra skýringa væri að vænta sagði utanríkisráðherra það myndi taka einhvern tíma og það mál rekið eftir diplómatískum leið- um. - BG skamm- byssufimi Lögregluþjónar af A-vakt f Reykjavík reyndu í gær mcð. sér í skotfimi. Er þctta liður í skotkeppni milli vaktanna í Reykjavík og í framhaldi af henni er fundin besta skytta liðsins. Á myndinni sjáum við Einar Bjarnason formann Landssambands lögregluþjóna munda byssuna og skjóta sig í úrsiit. Bak við hann stendur Karl Hjartarson. Tíminn fygld- is með keppninni og er greint frá henni á blaðsídu 7. Tímamynd Pjetur STJÓRNARIVIYNDUNARTILRAUNIN: Viðræðurnar t halda áfram en hægt mun miöa Stjórnarmyndunarviðræður Al- þýðuflokks og Kvennalista undir forystu Sjálfstæðisflokks, halda áfram í dag. í gær voru ræddir nokkrir málaflokkar, þeirra á með- al cfnahagsmál og í dag verða utanríkis- og skólamál tekin fyrir. SamkvaAnt heimildum Tímans þykir ýmsum sem hægt miði og raunaf hefur fátt fréttnæmt komið fram í þessu máli, ef frá er talinn leiðari Morgunblaðsins í gær. Þar cr Friðrík Sophussyni sendur tónn- inn fyrir að hafa hugsanlega Ijáð máis á að semja megi um stefnuna í utanríkismálum við Kvennalist- afin og ítrekað að fráleitt sé fyrir •éjálfstæðisflokkinn að ganga til stjórnarmyndunar, eigi hann að, sveigja af leið í utanríkismálum. Er þetta túlkað sem svo að nú horfi þunglega um myndun þessarar ríkisstjórnar, nema að Kvennalist- inn láti stefnumál sín í utanríkis- málurrr róa sinn sjó. Hvort svo vcrður skýrist jafnvel í dag. - phh w ÞEGAR MILLJÓNIN VARÐ AD 864.024 Saga einnar milljónar, sem fór af stað í lánakerfinu nú nýverið er eflaust ekkert frábrugðin sögu ann- arra milljóna, sem hleypa heimdrag- anum úr hinum ýmsu sjóðum. En Einnig jarðskjálfti á Norðurlandi: SNARPIR KIPPIR RÖSKUDU NÆTURRÓ Áttu upptök í Flatey, en þar um kring er frægt jarðskjálftasvæði Tveir snarpir jarðskjálftakippir fundust á Húsavík og nágrenni laust fyrir klukkan þrjú í fyrrinótt, en sem kunnugt er varð mesti jarðskjálfti í tíu ár á Suðurlandi fyrr um daginn. Jarðskjálftinn mældist mestur um 4 stig á Richterskvarða og er talinn eiga upptök sín við Flatey í Skjálfanda. Það svæði er þekkt jarðskjálftasvæði. Ekki mun annað hafa út af brugðið vegna skjálftans en að næturró var raskað. Alltént voru engin lögregluútköll. Árla gærmorguns varð tuttugu skjálfta hrina á þessu sama svæði, en þeir mældust mun minni og fundust ekki jafn víða. þj hún sýnir að útreikningur vaxta lætur ekki að sér hæða, jafnvel þótt þeir geti talist eðlilegir, þar sem allir keppast nú við að ávaxta peninga. Lántakandi er framleiðandi vöru í Reykjavík og taldi sig þurfa þrjár milljónir að láni. Þar sem um iðnað er að ræða féllst lífeyrissjóður Iðju á að lána iðnfyrirtækinu eina milljón króna. Hún kom ekki að fullnægj- andi notum, en maðurinn þáði lánið. Lífeyrissjóðslán Iðju var lánað í gegnum Kaupþing í Reykjavík, en ekki beint frá lífeyrissjóðnum sjálfum. Þar sem sparisjóðir eru í Kaupþingi og lántakandi hafði við- skipti í Borgarnesi fékk hann lánið greitt út úr Sparisjóði [Mýrasýslu. Þegar milljónin kom þaðan var hún orðin 864.024. Auðvitað koma verð- bætur á þetta lán og var á lántakanda að heyra að honum þætti verst, að hann þyrfti að borga verðbætur af peningum, sem hann hefur aldrei fengið í hendur, samtals 135.976 kr. Ástæðan fyrir þessum afföllum er sú, að lántakandi er látinn greiða vexti fyrirfram. Sjálft er lánið með 6,5% vöxtum á bréfinu, en það er íánað með 13% vöxtum auk verð- bóta. Af fyrirframgreiðslunni telur lántakandi að sparisjóðurinn fái 3% og skiptast þá 3,5% upphæðarinnar á milli Kauþings og lífeyrissjóðsins. Um þessa vexti og fyrirframgreiðslu á þeim má segja eins og kerlingin sagði forðum, þegar hún virti fyrir sér árar róðrarkarla, sem fóru nestis- lausir á sjó, en komu gjarnan löður- sveittir að landi eftir langan barning: Þarna hafa þeir hitann úr. KRUMMI „Nú hlýtur þetta . að flokkast undir y náhval. “

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.