Tíminn - 13.06.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.06.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 13. júní 1987 Umsjón: EGGERT SKULASON VEIÐIHORNIÐ ‘ Uffe Elleman Jensen veiddi í Elliðaánum Þrátt fyrir annasaman fund utan- ríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsins í í Reykjavík, tókst Uffe Elleman Jensen danska utanríkis- ráðherranum, að bregða sér í veiði í Elliðaánum í gær. Er þetta í annað sinn sem ráðherrann veiðir í Elliðaánum. Eðlilega hafði ráð- herrann ekki mikinn tíma til veiða undir þessum kringumstæðum og var ekki nema tvo tíma í ánni. Tíminn hitti hann að máli rétt í þann mund sem hann var að hætta veiði um klukkan 13 gær. „Þetta var tregt. Þó er greinilegt að nægur fiskur er kominn í ána og ég varð var í fossinum," sagði Uffe Ellem- an Jensen í samtali við Tímann. Þrátt fyrir árangurslausa veiði var ráðherrann hressog sagði að aldrei væri að vita nema þetta kæmi í þriðju tilraun. „Ég veiddi hinsveg- ar í Laxá í Kjós fyrir nokkru og þá gekk allt að óskum." Veiðin fyrstu dagana í Elliðaán- um liefur verið mjög dræm. Þegar hætt var á hádegi í gær, var aðeins einn lax kominn á land. Það var Haraldur Ágústsson sem sleit hann upp úr Teljarastreng. Þriggja punda hrygna, veidd á maðk er eini fiskurinn sem veiðst hefur í ánni. Það er því kannski ekki undarlegt þó ráðherranum hafi gengið illa. „Upp og niður“-gengið Veiði hófst í Miðfjarðará í gær klukkan 16. Tíminn hafði ekki spurnir af veiði þar í gær, þegar blaðið fór í prentun, en úr því verður bætt. Síðastliðin þrettán ár Klukkun orðin eitt og Uffe Elleman Jensen búinn að taka veiðihattinn ofan og er hættur veiðum. Hann er í ánægjulegum saniræðum við Garðar Þórhallsson formann árnefndar. Lengst til vinstri er Friis Arne Petersen aðstoðarmaður ráðherrans og ræðir við Friðrik Stefánsson framkvæmdastjóra Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Tímamynd Pjetur hefur sama hollið, sem kallar sig Upp Qg ofan í gengum árin, og menn sem hafa átt leið um segja „Upp og niður' -gengið opnað ána. nafnið því við hæfi. Búist er við laxinn svo að segja flæða yfir Veiðin hefur að sjálfsögðu verið mjög góðri veiði úr ánni, þar sem bakka. ,{XJ I ÞACU rRfÐAKÍ Friðar- hlaupið ræst við Höfða Steingrímur Hermannsson tendr- aði loga þann sem brenna mun á meðan kyndill friðarins mun borinn um ísland næsta hálfa mánuðinn. Eftir að Steingrímur hafði kveikt eldinn fyrir utan Höfða fékk hann Jóni Páli Sigmarssyni kyndilinn og lagði hann upp í hlaupið fyrir hönd Islands. Hlaupa átti í gær um Reykjanes og láta staðar numið fyrsta daginn í Hveragerði. íslenskir hlauparar hlaupa 3000 kílómetra í þessu alþjóðlega friðarboðhlaupi. -ES Steingrímur Hermannsson með kyndilinn. Davíð Oddsson borgar- stjóri fylgist með. í baksýn er Sveinn Björnsson forseti ISI í trimmgallan- um. Tímamynd Brein Vélin cem hlekktist á í fyrradag. Einkaflugvél hlekktist á Lítil einkaflugvél, af gerðinni PA-28 hann skall í rúðu vélarinnar. -140, er mikið skemmd ef ekki ónýt, Rannsókn stendur nú yfir á orsök- eftir að henni hlekktist á í lendingu um slyssins. Nefhjól vélarinnar lenti á flugvelli við Hvolsvöll í fyrradag. á ójöfnu þegar það snerti flugvöllinn Tveir menn voru í vélinni. Sluppu og brotnaði það undan. Vélin skall þeir báðir með litla áverka. Farþeg- síðan í flugvöllinn og er mikið inn var fluttur á Borgarspítalann skemmd eins og áður segir. vegna áverka sem hann hlaut þegar -ES Aftur kljúfum við verðmurinn ! Nú getum við boðiö ZANUSSI ZF-821X ÞVOTTAVÉL á því ótrúlega verði: 29.900 • Mál (HxBxD) •400/00 snún. 85x60x55 cm. vinduhraði. • Þvottamagn 4,2 kg. •16 þvottakerfi. LÆKJARG0TU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.