Tíminn - 13.06.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.06.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. júní 1987 Tíminn 3 Ráðhús Reykjavíkur. Verðlaunatillaga Margrétar Harðardóttur og Steve Christers Ráðhús Reykjavíkur Úrslit verðlaunasamkeppni borgarráðs birt Urslit verðlaunasamkeppni um ráðhús Reykjavíkurborgar voru op- inberuð í anddyri hins nýja Borgar- leikhúss á föstudag. Hlutskörpust varð tillaga Margrétar Harðardóttur og Steve Christer og hlutu þau rúmar 2 milljónir króna f verðlaun. Alls bárust 38 tillögur til sam- keppninnar og var það almennt álit dómnefndar að tillögurnar væru al- mennt í háum gæðaflokki og að höfundar þeirra hafi lagt sig fram við verk sitt og framsetning þeirra væri almennt sérlega góð og skýr. í öðru sæti var tillaga Guðmundar Jónssonar sem unnin var í samstarfi við Sigurð Gústafsson og hlaut sú tillaga rúma 1 milljón í verðlaun. Priðju verðlaun skiptust á milli tveggja tillagna, en að auki voru keyptar fjórar tillögur. Dómnefnd skipuðu þau Davíð Oddsson borgarstjóri, Sigrún Magn- úsdóttir borgarfulltrúi og Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumaður borg- arskipulags tilnefnd af borgarráði, og Guðni Pálsson og Þorsteinn Gunnarsson tilnefndir af Arkitekta- félagi {slands. -HM Sjómannadagurinn er nú í fyrsta sinni lögbundinn frídagur sjómanna. Því verða flestir togarar bundnir við landfestar um helgina líkt og þessir togarar í Hafnarfjarðarhöfn. (Tímamynd: Pjetur) Sjómannadagurinn á morgun: Dagurinn nú í fyrsta sinn lögboðinn frídagur sjómanna Sjómannadagurinn verður hald- inn hátíðlegur um allt land á morg- un og ríkir sérstaklega góð hátíðar- stemmning í flestum sjávarplássum fyrir sjómannadeginum í ár. Kem- ur það ekki á óvart því flestir togarar verða í landi yfir helgina þar sem sjómannadagurinn er nú í fyrsta sinni lögbundinn frídagur sjómanna. Þó eru undantekningar á þessu. Af þessum sökum eru líkur á að mun meira beri á starfandi sjó- mönnum í hátíðarhöldunum nú en undanfarin ár enda var sjómann- adagurinn oft á tíðum orðinn mun meiri hátíðisdagur landkrabba en sjómanna þar sem stór hluti togara var á sjó á sjómannadaginn. Hátíðarhöld verða með hefð- bundnu sniði víðast hvar um landið. Skip eru fánum prýdd og íslenski fáninn dreginn að húni á skipum og í landi klukkan átta. Sjómannamessur verða haldnar í kirkjum og að venju verða flutt ávörp, kappróðrar, koddaslagir og fleira í þeim dúr er til gamans gert. Á mörgum stöðum standa kvenn- adeildir slysavarnafélaga og sjóm- annakonur fyrir kaffisölu og sjóm- annahóf eru haldin. -HM Umfangsmikil leit að manni á bát: Skektan fannst mannlaus á hafi Leit á sjó fram haldið og fjörur gengnar I gær fór fram umfangsmikil leit að lítilli skektu frá Grindavík sem saknað var frá kvöldi fimmtudags. Síðast sást til hennar klukkan 22:30 það kvöld á mikilli siglingu 4 rnílur suður af Grindavík á heimleið. Um borð var einn karlmaður, 33 ára að aldri, búsettur í Grindavík. Hann var úti við skemmtiveiðar. Til leitar voru allar slysavarnasveitir suður mcð sjó, bátarog Landhelgisgæslan, sem hóf leit laust fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Skektuna fann þyrla Landhelgis- gæslunnar klukkan 16:30 í gær, 28 mílur suðaustur af Hópsnesi við Grindavík og var það talsvert langt frá þeim stað, sem reiknað var með að hún fyndist á. Hún var þá mann- laus og bar þess ekki merki að hafa oltið. Utanborðsvélin, sem mun hafa verið gallagripur, var innanborðs og líklegt þykir að maðurinn hafi fallið útbyrðis við að bjástra við vélina. Skektan var tekin um borð í bátinn Boða og flutt til hafnar. Leit var frant haldið í gærkvöld á tuttugu bátum og björgunarsveitarmenn gengu fjörur við Grindavík. Þj Félag íslenskra iönrekenda: Skatturinn á að miðastviðafkomu - fyrirtækjanna en ekki framleiðslukostnaö Félag íslenskra iðnrckenda hef- ur sent frá sér ályktun vegna liugs- anlegra efnahagsaðgerða nýrrar ríkisstjórnar, þar á meðal um hækkun skatta framleiðslukost- naðar á fyrirtæki. „Það skýtur skökku við ef minnka á halla á ríkissjóði mcð því að hækka enn skatta á framleið- slukostnað og veikja þannig sam- keppnisstöðu atvinnulífsins gagn- vart erlendum keppinautum á sama tíma og samkeppnisstaðan fer versnandi vegna innlendra kostnaðarhækkana. Það þarf að hverfa frá þeirri stefnu að skatt- leggja framleiðslukostnað fyrir- tækjanna. Skattlagning þeirra á fyrst og fremst að taka mið af afkomu," segir í ályktuninni. Sjómannadagurinn 1987: Tvö vegleg sjó- mannadagsblöð Byggja á áratuga hefð í tengslum við sjómannadaginn hefur verið hefð að gefa út sérstök sjómannadagsblöð þar sem fjallað hefur verið um ýmislegt er snertir íslenska sjómenn. í ár eiga koma út tvö merk sjómannadagsrit, annað er gcfið út af Sjómannadagsráði Reykj- avíkur og Hafnarfjarðar, en hitt af Sjómannadagsráði Vestmannaeyja. Sjómannadagsblaðið 1987 er fimmtugasti árgangur Sjómanna- dagsblaðsins sem Sjómannadagsráð Rcykjavíkur og Hafnarfjarðar gefur út. Síðustu tvö ár hefur blaðið tekið miklum stakkaskiptum og er það nú stórt og mjög vandað. Meðal efnis í blaðinu er stórmerk grein um þátt úr sögu fiskveiða við ísland sem fremur hljótt hefur vcrið um, þ.e. lúðuveið- ar bandarískra fiskimanna úti fyrir fyrir Vestfjörðum árin 1884-1897. Bandarísku fiskimennirnir áttu bækistöð á Þingeyri við Dýrafjörð og voru þeir á þriðja hundrað þegar flest var. Þá má nefna þátt er nefnist „Hel- för þriggja skipa" og er um ofsaveðr- ið 26. janúar 1955 þegar fimmtíu og þrír sjómenn týndu lífi sínu, og “Samvinnuútgerð í Reykjavík og Hafnarfirði" sem fjallar um það þegar sjómenn stofnuðu svokölluð áhafnarfélög um útgerð skipa sinna þegar útgerðarmenn ætluðu að leggja þeim á kreppuárunum. Fleiri greinar, viðtöl og annað efni er að finna í ritinu. í ár eru fjörutíu ár síðan fyrsta Sjómannadagsblað Vestmannaeyja kom út. Á þessum fjörutíu árum má finna í Sjómannadagsblöðunt Vest- mannaeyja hinar gagnmerkustu heimildir um líf og starf sjómannsins í gleði og sorg, enda mest allt efnið ritað af þeim sjálfum. í blaðinu í ár er m.a. að finna gagnmerka ritgerð um útgerð og sjósókn í Vestmannaeyjum á fyrri helmingi þessarar aldar, ritgerð sem nefnist „Ýtingar og lendingar við hafnlausa strönd" sem rituð var í byrjun þessarar aldar af Sigurði Sigurfinnssyni hreppstjóra. Þá er að finna merk viðtöl og frásagnir, auk smærri greina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.